Dvöl - 04.02.1934, Page 17

Dvöl - 04.02.1934, Page 17
4. febrúar 1934 I) V Ö L 15 íslenzkar sagnir og kveðlingar. Þáttur frá Jóni á Hellu, Jóni í Skógum og Jóni Eggertssyni. Eftir Gísla 7. Sætt biskups og Jóns og' frá Brúarbyl. Það var nú á Alþingi sumarið eftir, 1670, að Jóhann Iílein sýslaði mjög Um sætt þeirra Gísla hiskups og .Tóns Eggertssonar, án útláta á báðar síður, fyrir meðalgöngu 24 hinna göfugustu manna, er Jens Rauðstein gerð- ardómsmaður útnefndi. Urðu fyrir gerð og meðalgöngu meist- ari Brynjólfur biskup og lög- menn háðir, Sigurður .Tónsson og Þorleifur Kortsson, og sýslu- menn hinir lielztu og aðrir heldri menn. Fannst mörgum til, hve viturlega og djarflega Jón Egg- ertsson svaraði fyrir sig, og þó hæversklega. En ekki dugði sú sætt til hlítar, sein oft verður, þá óvild mikil er inn komin. Þar kom og þrætumál meistara Gísla Vigfússonar og Jóns Egg- ertssonar við Þorvald Gunnlaugs- son úr Hrísey, um eftirlátið fé Markúsar Jóhannssonar Múms. Það var um þessar mundir, að .Tón Þorláksson skipti við Þor- stein sýslumann son Þorleifs Magnússonar i Múlasýslu, er átti Elínu systur .Tóns. Þóttist Jón ekki mega vera á Möðruvöllum Konráðsson. fyrir fjölkyngisáreitingum .Tóns Eggertssonar. Gaf Þorsteinn hon- um upp sýslu sína, nema fjóra hina norðustu þingstaði. Þeim hélt hann og hafði i Martein, son Rögnvalds prests Einarssonar, að umboðsmanni. Fór .Tón Þor- láksson austur um haustið með lesl sína. En er lestin var komin vfir Brúará, eða .Tökulsá á Brú, gerði með kvöldinu afarhríð mikla og braut brúna. Var það kallaður Brúarhylur. Kölluðu menn það hamingju mikla .Tóni Þorlákssyni, að komast með allt sitl yfir ána. Sögðu menn, að eld- glæringar fylgdu hríð þessari. Var þetta lalið galdraveður, er gert væri af Hellu-.Tóni og Jóni Eggertssyni. - Sonur .Tóns Þor- lákssonar og Seselíu konu hans var Jón, er fyrst nefndi sig Thorlacins. Af honum er Tliorla- ciusarætt. (Aði’ir segja, þótt ólík- legra þyki, að Þorsteinn, er hann flutti austur, yrði fyrir stórhríð mikilli, er þeir telja Brúarbyl verið liafa og kenna hann .Tóni í Skógum, því þá tæki þau Jón Eggertsson og Sigríður kona lians að vingast við hann, þó aðrir ætli vináttu þeirra síðar orðið liafa.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.