Dvöl - 11.02.1934, Blaðsíða 10

Dvöl - 11.02.1934, Blaðsíða 10
8 D V Ö L 11. febr. 1934 - Þegar ég er lirifin af ein- hverri hók, langar mig svo undur mikió til að þekkja höfundinn. Mig langar svo til að vita, hvort liann er i raun og veru góður, hvort hann hefur þjáðst og livort einnig hann hefir elskað. — Ef til vill yrðuð þér fvrir vonbrigðum. Skáldin lýsta ætíð ást annara, aldrei sinni eigin ást. Er það af virðingu fyrir ást- inni? Nei, af feimni. Stundum er dulin ást eini dýrgripurinn. sem mannssálin á. Soffia sagði þétta án þess að breyta um raddldæ. Svipur henn- ar var bjartur og röddin hrein og styrk. Róbertó fannst það eðhlegt og sjálfsagt, að hún talaði við hann um ástina af þvilíkri sann- færingu. Honum fannst eins og þessi stund með þessari einkenni- legu stúlku væri fyrirhuguð, eitt- livað, sem liann liefði lengi heðið eftir. Þegar þau kvöddust horfð- ust þau um stund í augu þegiandi. Svo rétti Soffia höndina. Róbertó l)eygði sig eftir að grí])a hana. Dyratjöldin féllu þyngslalega eftir lionum. Þau voru skilin. Þegar Róbertó naut ekki lengur unaðarins af nærveru Soffíu og samtalinu við liana, varð honum eitthvað svo þungt og órótt. Hann var bæði glaður og hryggur, lang- aði lil að deyja, cn fannst þó dá- samlegt að lifa. Hvað átti hann að hugsa um Lúlu, sjálfan sig og framtíðina? Soffía var ákaflega sæl. Hún grúfði sig ofan í svæflana og grét af einni saman hamingju. Nú liðu þrir mánuðir. Gifting- unni var alltaf frestað. Móðir Lúlu skildi elckert í þessum drætti. Öðru hvoru kallaði hún á dóttur sína og spurði, hverju þetta sætti. Ég vil bíða. Ég þarf að kynn- ast Róbertó betur. Reyndar var hún farin að hugsa margt. En framkoma hennar var óhreylt. flún söng og hló og gerði að gamni sínu. En mitt í gáskan- um liorgði hún athyglisaugum á svstur sina eða lilustaði eftir hverju orði, er Róbertó sagði. Og hún sá, að það voru að gerast und- arlegar brevtingar. Róbertó \rar ekki lengur rólyndur og glaðlynd- ur, heldur áhyggjufullur, fölur og órór. Hann talaði fátt og var oft- ast annars hugar. Nú haí'ði liann engan álmga lengur á ýmsu, sem honum þótti slcemmtilegast áður. Stundum tókst honum með crfið- ismunum að likjast sjálfum sér eins og hann hafði verið áður, en aðeins stutta stund í senn. Hon- um var ekki lagið að dyljast. Þrá hans og innri barátta speglaðist í augum lians. Soffía var orðin allt önnur en áður. Hún var viðkvæm og eirðar- laus. Stundum faðmaði hún systur sina með innilegri ástúð, stundum forðaðist hún hana tímunum sam- an. Stundum stokkroðnaði hún allt í einu og þá brann eldur úr

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.