Alþýðublaðið - 24.07.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1923, Blaðsíða 2
¥ &LÞ5B0BLÍI®!® Þjóðnýtmg. i. Það hefir þrásinois verið sýnt íram á það hér í biaðinu, að eina ráðið til þess að bjarga við fjárhag ríkisins og almenn- ngs og enn fremur til að bæta lífskjör alþýðunnar, svo sem sjálfsagt er, væri það að þjóð- nýta svo sem unt er með nú verandi þjóðskipulagi ftamleiðslu landsins og verzlua. Það vill auk þess svo vel til, að þetta er viðurkent í reynd, því að á stríðsárunum var það ráð tekið, af því áð það var skynsamieg- asta ráðið, að þjóðnýta verzlun- ina að miklu leyti, og það gafst vel, eins og vænta mátti, þótt framkvæmd þess væri á margan hátt ábótavant. Er víst, að ef haldið hefði verið áfram á þeirri Ieið, þá væri annar hagur lanas- manna nú, en fjandmenn þeirrar stefnu réðu illu heilli, svo að horfið var frá því og það tÖDgu áður en nokkurt vit var í, því að ef rétt hefir verið að verjast afleiðingum stríðsins á þennan hátt, meðan það stóð yfir, var engu síður rétt að verjast eltir- köstum þess, er því var Iokið, á sama hátt, en hinir fáu, ér þóttust hafa hag af öðru, réðu afturhvarfinu, og því er nú. kom- ið, sem komið er. í öðrum löndum, þar sem menn eru lengra á veg komnir en hér í því að sjá og skilja gang at- vinnulífsins og þjóðbúskaparins, er þjóðnýtingarhugsunin þegar gamalknnnog; skoðanamunur er þar ekki lengur um það, hvort cigi aö þjóðnýta atvinnuvegi og verzlun, heidur um hitt, hvernig eigi að þjóðnýta. Þannig las sá, er þetta ritar, árið 1920 í »Bsr- liner Tageblatt«, sem ekki er jafnaðarmannablað, heldur þvert á móti, greinargerð fyrir þremur tillögum um þjóðnýting stóriðn- aðarins þýzka. Var ein tillagan kend við Hugo Stinnes, auðkýf- inginn mikla, önnur við Walther Rathenau og hin þriðja við jafn- aðarmenn. Vitanlega stefndu til- lögur þessar að nokkru sfn í hverja ált, þar sem tillaga Stin- ness miðaði auðvitað sérstáklega að því að varðvelta hagsmuni AljiýðMbrauáserðin selnr hín ó ví ð j afnangl©glu hveitibranð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærétú og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. auðmánnanna, tillaga jafnaðar- manna áðaliega að því að tryggja velferð alþýðunnar, hinná vinnandi stétta, og tillaga Rathe- naus einkum að því að efla hag ríkisins og þjóðmeguniná yfirleitt. Þetta sýnir, að skynsamir menn annars staðar eru Iöngu komnir yfir það stig, sem menn eru á hér, að vera hræddir við hugmyndina, enda er það eðli- legt, því að allur fjöldi ríkja hafði eins konar þjóðnýtingu sér til varnar og styrktar á stríðsár- uuum, og það væri fáránlegt, ef menn væru svo heimskir að vera hræddir við þáð til lengdar, sem þeir hafa bjargast á. Það væri engu síður fáránlegt, et menn vildu um fram alt ganga frám hjá þvf bjargráði, sem bæði skynsemi og reynsla sýnir að sé hið bezta, og bæri ekki sem bezt vitni um sannmæti þess, sem ís- lendingum er gjarnast að hæla sér áf, aimennri, heilbrigðri skyn- semi, ef það væri hægðarleikur að hræða þá frá því að hverfa að sýnilegu bjargráði með því einu að gala um æsingahvatir hjá þeim, sem annara er um vel- ferð fólksins en stundarhag nokk- urra atvionumanna í stjórnmál- um ríkisins og atkvæða-veiði- manna á borð við þann, er um sinn hefir verið 1. þingmaður Reykvíkinga. Nú eru alvaríegri tímar en svo, að tóm sé til að eltast við hégóma, Nú ríður á að bjarga, en ekki að braska. Þess vegna dugir ekki að ráfa troðnar sauð- götur í hugsunarleysi, heldur verður að taka ný og nýt ráð og snúast af alefii að því að koma þeirn í framkvæmd sem íyrst og sem bezt, en það verð- ur ekki gert án þess að leggja niður fyrir sér hvernig að því skuli fara. Hjálparstöð hjúkrunárfélags* ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudagá ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. ~ Föstudaga ... — 5-—6 e. — Laugardaga . . — 3—4 e. - Það verður umræðuefnið { greinaflokki þeim, er hér hefst og haldið verður áfram í næstu blöðum. Framleiðslntækin eiga að vera þjóðareign. Sejðfirzkir pisílar. IV. Afli heflr verið ógætur hér í vor, og kvað útgerð vera hér með mesta móti, svo að svo viröist, sem framför sé á því sviði, enda ýmsir dugandi menn, sem stunda útgerð hér, Tiðin hefir verið óvenjugóð yfirleitt. Eitt er það hér, sem undrar alla aðkomandi; er það hinn mikli fjöldi verzlana, sem eru hór á staönum; má nærri segja, að verzlun sé í öðru hverju húsi. Stærstar eru verzlanir St. Th. Jónssonar og »Samenuðu verzlan- irnar<. Eru þar byggingar miklar og vandaöar. St. Th. Jónsson hefir til mavgra úra verið aðalhöfðingi bæjar þessa og nýtur hór vinsælda; hefir hann gert bænum mikið gagn og er dugnaðarmaður í hvívetna, en eigi mun hann alls kostar gallalaus, enda munu það ei margir. En jáfnvel >pólítískir<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.