Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 2
2 D V O L L. desember 1935 Kýmnisögur Þekktur borgarí í Reykjavík var að vanda um við son sinn. »Svei! — Pétur, sagði hann, þú mátt aldrei segja Ijótt. »Því blótar þú þá pabbi?« spurði Pétur. »Það er allt annað,« svaraði hann, »Eg er giftur. Listmálari, sem var að mála á Vestfjörðum, fékk mjólkurglas hjá bónda einum. Þegar hann hefur lokið úr glasinu, spyr hann hvað það kosti. »Ekki neitt,« svaraði bóndi, »en þér megið svo sem mála eina mynd fyrir það, ef þér viljið.« Austfirzk stúlka kom inn 1 sölu- búð og bað um tvö pund af strau- sykri. — Það heitir nú kíló, svaraði búðarmaðurinn. — Jæja, látið mig þá haf tvö pund af kílói, svaraði stúlkan. Bóndi ( Þingeyjarsýlu lýsti fjórum tengdasonum sínum á þessa leið: — Hallur er þeirra vitrastur, en Jóhann er nú þeirra duglegastur og Páll er þeirra mestur maðurinn, en Þórður greyið, já, hann er nú ekki verri en hinir. Bóndi nokkur kom á veitingahús í Reykjavík, og bað um eitthvað að borða. Þjónninn rétti að honum matseðil- inn, og spurði hvort hann vildi ekki lesa. Bóndi ýtti frá sér matseðlinum og sagði: — Eyrst vil ég fá eitthvað að borða, svo les ég. Norðlenzkur bÓndi sat eitt sinn veizlu heldri manna í kaupstað. Sölc- um ölvunar varð honum sú skyssa að taka vettling upp úr vasa sínum, í stað vasaklúts- Þegar veizlugestir sáu vettlinginn, fóru allir að hlægja, en bóndi lét sem hann heyrði það ekki og þurkaði sér rækilega um munninn á vettlingnum. Skömmu síðar tók bóndi vettlinginn upp aftur, þurkaði sér á honum sem fyr, stakk honum niður aftur, leit bros- andi á veizlugestina og sagði með stöku róglyndi: — Þannig höfum við það í sveit- inni, þegar engir eru pentudúkarnir. Fátækur bóndi átti tólf börn. Þegar það þrettánda bættist í hópinn, sagði sóknarprestur hans, fullur vandlæt- ingar: — Hvenær ætlið þér að hætta þessu, Jón minn? — Hvenær haldið þér að Guð hætti að skapa, prestur minn? spurði bóndi hógværlega. Helgi: Hvað gafstu unnustunni þinni í afmælisgjöf? Gunnar: Varalit — og mest af honum hefi ég fengið aftur. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.