Dvöl - 01.12.1935, Side 7

Dvöl - 01.12.1935, Side 7
1. desember 1935 D V Ö L 7 varð söm og fyr. Honum hægði. Ef til vill var þetta ekki svo hræðilegt þegar allt kom til alls. Þá datt honum ættin í hug — ættartalan hans pabba. Það var ekki lengur hans ættartala. — Ég vildi gjarnan fá að vita eitt, tók hann hikandi til máls. Foreldrarnir þögðu og biðu. — Hverjir voru foreldrar mínir? Ekkert svar. Vissu þau það ekki? — Veiztu ekki — pabbi — hverjir það voru? Það birti yfir föðuraum við þetta ávarp. — Jú, ég veit það. En hefir það nokkra þýðingu, að þú vitir það. Þú átt enga ættingja hér. Hann stóð og horfði á Fritz og brúnu skyrtuna hans. Með sjálfum sér bað hann um lausn frá því, sem varð að koma. — Jú, ég vil skilyrðislaust fá að vita það. Ég skal ekki tala um það við neinn, ef pabba og mömmu sýnist svo. — Foreldrar þínir voru sæmd- arfólk, sagði faðirinn. Móðir þín var sænsk. Hún dó stuttu eftir að þú fæddist. Faðir þinn var dá- inn áður. — Var faðir minn ekki sænsk- ur? — Jú, sænskur borgari. — Innfluttur, eða hvað? — Já, frá Þýzkalandi. — Var hann þýzkur? Faðirinn leit aftur á brúnu skyrtuna og hikaði ofurlítið. Augu Fritz hvíldu á honum, föst og spyrjandi. — Hann var eklti beinlínis einn af þeim, sem við nú köllum aría — hann var af Gyðingaættum. — Var faðir minn Gyðingur? Fritz fölnaði á ný. Bleikt and- liðið stakk í stúf við brúna skyrtuna. Föðurinn langaði til að taka hann í faðm sinn og segja, að þetta væri allt uppspuni. En hér var ekkert úrræði. Hann laut höfði. Honum fannst hann hafa sært drengshjartað banasári. Eftir stutta þögn tók hann til máls á ný. — Einhverntíma munt þú finna margt aðdáunar- og virðingarvert hjá forfeðrum þínum. Fritz svaraði engu. — Nú þarf ég að fara og lesa, sagði hann loks. Svo fór hann óhindraður. Þegar hann kom inn í herberg- ið sitt, læsti hann dyrunum. Svo fleygði hann sér á grúfu upp í rúmið, með hendurnar undir höfð- inu og lokuð augun. Honum fanst sér vera óglatt — þurfa að kasta upp sinu eigin blóði, Gyðingablóðinu. Hann var Gyðingur, Gyðingur, Gyðingur! Kæmi hann til Þýzkalands, yrði honum vísað burt. Þjáningin steig honum til höf- uðsins. í anda hjálpaði hann Hit- ler til að reka burt Gyðinginn Fritz. Slá hann, fjötra hann, þyrnikrýna og krossfesta.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.