Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 6
6 D V Ö L 1. desember 1935 inu og tígulega yfirbragðinu. Móð- irin sat með hendur í skauti sér og leit ekki upp. Hún var föl. Faðirinn ræskti sig og nam staðar fyrir framan Fritz. — Við móðir þín höfum lengi ætlað ‘að segja þér dálítið, þegar þú yrðir fimmtán ára, tók hann til máls. Hann hikaði ofurlítið. —Auðvitað breytir það engu, hvorki gagnvart þér né okkur, hélt hann áfram. — Þú ert son- ur okkar og við foreldrar þínir eftir sem áður — vona ég. Var pabbi ekki með sjálfum sér? Fritz horfði á hann með vax- andi undrun. — Helzt af öllu hefðum við ekki viljað minnast á þetta. En þú myndir ef til vill ásaka okkur fyrir það einhvem tíma seinna. Hann nam aftur staðar fyrir framan Fritz og lagði hendurnar á axlir honum. — Þú ert sonur okkar — en ekki á þann hátt, sem þú heldur. Fritz starði á föður sinn í orð- l&usri undrun. Enn skildi hann ekki vitund í þessu. Faðirinn sá það. Svo bætti hann við með erf- iðismunum og hljómlausri rödd. — Þú ert kjörsonur okkar. Fritz skipti litum. Titringur fór um munnvikin. Faðirinn snéri sér frá honum og tók upp vasajdútinn. Móðirin var komin til Fritz. Hún stóð hjá honum og reyndi að brosa. — Fritz, þú skilur að það ger- ir ekkert — ekki vitund, finnst þér það? Gerði ekkert — ekki vitund? Skiptir það engu að foreldrar eru engir foreldrar — aðeins tvær ó- kunnar manneskjur? Hann fann til sársauka djúpt, langt inni. Honum fannst hann missa fótfestuna og jafnvægið raskast. Hann var hræðilega ein- mana. Faðir — móðir, faðir — móðir. Ekki foreldrar hans nema af með- aumkun. Hann leit flöktandi sjónum um herbergið. Honum virtist það ó- þekkjanlegt, já, næstum óvin- gjarnlegt. Svo námu augu hans staðar við tvö andlit, fjögur augu, þrungin angist og sorg. Hann þekkti þessi augu. Svona litu þau út, þegar hann var veikur, hafði meitt sig eða komizt í einhverja hættu. — Við eigum aðeins þig, heyrði hann rödd móðurinnar — eigum ekkert í heiminum nema þig. Hún leit auðsjáanlega á málið eins og það væri sérstök náð af honum að hafa þegið af þeim fæði og klæði, ást og ummönnun. Svo heyrði hann sína eigin rödd, eins og í fjarska: — Ef ég aðeins gæti hætt að hugsa um þau — hin-------------- Það getur þú, svaraði faðirinn, sem skildi hann til fullnustu. — Þau eru ekki lengur til — þau eru dáin. — Fritz dró andann djúpt. Stofan

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.