Dvöl - 22.12.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 22.12.1935, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 22. desember 1935 — Ja — ég skal segja þér, svaraði frú Warden, að mér fmnst að við getum ekki með góðri samvizku eytt svona miklu í ónauðsynlegt skart, þegar við vit- um að í útjöðrum borgarinnar — borgarinnar sem við búum í — býr fólk, sem líður neyð — blátt áfram neyð! — Já — en, byrjaði frú Abel og leit hikandi á borðið. Það er nú einu sinni svona í heiminum — ósamræmið------------. — Við verðum að gæta þess að auka ekki ósamræmið, heldur að gera allt, sem í okkar valdi stend- ur til að eyða því, greip frú War- den fram í. Og frú Abel virtist vinkona sín líta með vanþóknun á vefnaðarvöruna og „Bazaren“ á borðinu. — Það er aðeins alpacea, sagði hún varfæmislega. — Guð varðveiti mig — Caro- line! hrópaði frú Warden. Ég er vissulega ekki að ásaka þig um neitt. Þetta er mál, sem er algjör- lega undir skilningi hvers og eins komið. Menn verða að breyta eins og samvizkan segir þeim. Þær ræddu þetta enn um stund. Prú Warden kvaðst hafa í hyggju að aka út í aumustu fá- tækrahverfin, til þess að sjá með eigin augum ástandið meðal fá- tæklinganna. Daginn áður hafði hún lesið ársskýrslu frá líknarfé- lagi, sem maðurinn hennar var meðlimur í. Vitandi vits hafði hún ekki leitað upplýsinga hjá lögreglunni eða fátækrastjórn- inni. Sjálf ætlaði hún að heim- sækja eymdina, kynnast henni og ráða bót á meinunum. Kveðjur frúnna voru dálítið kuldalegri en vanalega — báðar voru hugsandi. — Frú Abel var kyrr í garðherberginu. Áhuginn fyrir útikjólnum var horfinn — þó að efnið væri mjög fallegt. Dauf háreistin af vagninum dó út í fjarska. — Ekkert var fjær þessari góðlyndu konu en öfund, en þó fann hún til öfundar, þegar hún horfði á eftir liðlegum vagn- inum. En enginn vissi hvort hún öfundaði vinkonu sína af snotrum vagninum eða hennar góða hjarta. Ökumaðurinn hafði hlýtt á fyrirskipanir frú Warden, án þess að nokkur svipbreyting væri sjá- anleg á andliti hans. Og án þess að ympra á nokkrum athuga- semdum, ók hann æ lengra út í fátækrahverfið. — Gatan varð þrengri og þrengri og ekki var annað sýnna, en hestar og vagn sætu von bráðar fastir. Þá var gefin skipun um að nema staðar. Sá staðfestulegi æðraðist ekki, þó að útlitið væri í raun og veru ægi- legt. Fyndinn maður, sem rak höfuðið út um þakglugga, ráð- lagði honum j afnvel að slátra hestunum þar sem þeir voru komnir, því að lifandi kæmi hann þeim aldrei burtu aftur. Frú Warden sté út úr vagnin- um og beygði inn í ennþá þrengri hliðargötu, — hún leitaði hins

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.