Dvöl - 22.12.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 22.12.1935, Blaðsíða 8
s ® V 6 L 2?. d*semb*r 198c ganga fet fyrir fet aftur á bak, þangað sem gatan var örlítið breiðari. Að svo var, hefði eng- inn annar séð en þaulvanur öku- maður fyrirfólks. Þar snéri hann vagninum við, en svo var rúmið naumt, að ekki varð annað sýnna en hann myndi mölbrotna. En allt gekk vel, og sá staðfestulegi festi sér í mynni númerið á lögreglu- þjóninum, sem séð hafði þrek- virkið. Hann vildi gjarnan hafa vitni, ef sögusögn hans yrði ve- fengd í hesthúsinu. Fátækrastjórinn hjálpaði frú Warden upp í vagninn og hún sagði honum heimilisfang sitt og bað hann að heimsækja sig ein- hvern næstu daga. — Að húsi Abels málaflutnings- manns! hrópaði hún til ökumanns- ins. Fátækrastjórinn hneigði sig brosandi og vagninn ók burt. — Eftir því sem vagninn fjarlægðist fátækrahverfið, jókst hraðinn. Hestarnir frísuðu af vellíðan, þegar þeir komu á beinar og breiðar götumar í hverfi efna- fólksins og ylinn úr blómgörðun- um lagði fyrir vit þeirra. Og sá staðfestulegi gerði — algjörlega að nauðsynjalausu — þrjá snilld- arlega smelli með svipuólinni. Það hafði einnig góð áhrif á frú Warden að anda að sér hreinu lofti. Það sem hún hafði sjálf séð og heyrt — og ekki sízt það, sem fátækrastjórinn hafði sagt henni — hafði haft deyfandi áhrif á hana. En smám saman varð henni ljóst, að feikna djúp er staðfest milli hennar og þessa fólks. Oft hafði henni fundizt þungbær, næstum harðýðgisleg, greinin: Margir eru kallaðir, en fáir út- valdir. En nú skildi hún, að þann- ig h 1 a u t það að vera. Hvernig átti svo gjörspillt fólk að full- nægja hinum ströngu siðferðis- kröfum ? Hvernig hlaut ekki að vera umhorfs í samvizkum þess- ara vesalinga! Og hvemig áttu þeir að standast hinar marghátt- uðu freistingar tilverunnar? Hún vissi hvað freisting var! Þurfti hún ekki að berjast við eina, ef til vill þá hættulegustu — auð- æfin, sem svo miskunnarlaust eru dómfelld? Henni hraus hugur við, er hún hugleiddi hvernig fara mundi, ef þetta manndýr og þess- ar vesælu konur hefðu auð handa á milli. — Auðæfin voru vissulega engin smáræðis freisting. í fyrra dag hafði maðurinn hennar freist- að hennar með litlum ljómandi þjóni — fullkomnum, enskum hestasveini. — En hún svaraði: — Nei, Warden — það er ekki rétt. Ég vil ekki hafa þjón í öku- mannssætinu. Við getum sennilega leyft okkur það kostnaðarins vegna, en við verðum að varast allt óhóf. Ég get komizt hjálpar- laust út úr og inn i vagninn og ökumaðurinn þarf ekki heldur að ómaka sig út úr vagninum mín vegna. — Henni var fróun að minnast þessa nú, og augu henn- ar hvíldu með velþóknun á auðu

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.