Hænir - 10.11.1923, Qupperneq 5

Hænir - 10.11.1923, Qupperneq 5
1 tbl. H Æ N I R 3 Auglýsing. Stjórnmálafundur verður haldinn að Egilsstöðum 24. jnnúar 1924 og byrjar kl. 12 á hádegi, að búnaðarnámsskeiðinu loknu. Hallgr. Þórarinsson. Björn Hallsson. Sveinn Jónsson. Benedikt G. M. Blöndal. Ásmundur Guðmundsson. Tilkynning. Eigendur Aurasjóðsbóka eru hér með beðnir um að afhenda þær hið bráðasta formanni Aurasjóðsnefndar, Einari Methúsalemssyni, heildsölustjóra, til vaxtainnfærslu. F. h. Verzlunarmannaíélags Seyðisfjarðar. Sig Arngrímsson formaöur’ Prentsmiðja Austurlands selur eftirfarandi gegn pöntun: Nótubækur tvíritaðar og allskonar aðrar afhendingabækur. Reikninga, ávísana- og víxil-eyðublöð, áprentuð bréfsefni, umslög og fleira. — Verð og allur frágangur samkeppnisfær við aðrar prentsmiðjur. — Leysir af hendi allskonar prentanir, bæði fljótt og vel. — Sameinuðu íslenzku verzlanir, Seyðisf. hafa mikið úrval af álnavöru og nærfatnaði allskonar- Flugur eftir Jón Thoroddsen yngri, höfund leikritsins MaríaMagdalena. Jón Thoroddsen: FLugur, bls. 5—6: „Eg lá uppí sóffa, og lasskáld- skap eftir ungan og efnilegan rit- höfurid. Eg naút þess, ,að hafa ekki skrifað bókina sjálfur, ogtaut- aði fyrir munni mér: Aumingja maðurinn. Og þetta er víst allra vænsti piltur. Sfðan lagði eg frá mér bókina og brosti. Eg veit ekki hvort á mig hefir runnið svefnmók, en margt kom mér undarlega fyrir. Eg horfði á skrifborðið og kinkaði kolli til skúffu, sem er verð þunga síns í gulli. Eg sá ekki betur en hún' væri opin, og upp úr henni flaug eitthvað svart. Ha — ? Hvað — ? Flugur. Hamingjan góðá. Og eg sem var að vona, að eg væri í bind- indi. Flugurnar flykkjast að mér, sóp- ast í kriiig um mig, sveima um höfuð mitt. Þær hafa mig að háði og spotti . . .“ etc. í sama tón. Undirritaður: Ég lá uppi á legubekk og las Flugureftir Jón Thoroddsen yngri. Ég naut þess að hafa ekki skrifað bókina sjálfur — og tautaði fyrir munni mér: — Aumingja maðurinn. Og þetta er víst allra vænsti piltur. Síðan stakk ég bókinni ofan í tómaskrifborðsskúffu — og brosti ekki. Ég veit ekki, hvort á mig hefir runnið svefnmók, en margt kom mér undarlega fyrir. Ég kinkaði kolli til skúffu, sem í voru 53 prentsvertar blaðsíður. Ég sá ekki betur en hún væri opin, og upp úr henni flaug eitthvað svart. — Ha —? Hvað —? Flugur? Hamingjan góða! Og ég, sem var að vona, að ég hefði ekki bragðað annað vott en vatn og kaffi dögum saman. Flugurnar flykkjast um bækur þeirra Maeterlincks og Wildes, srnjúga inn á milli blaðanna, sjúga svertuna, efnið, orðin — en and- inn er ekki flugnafæða. Og alt í einu þjóta þær innan í gamalt „Óðins“b!að, stinga Jón Björnsson í nefið og suða vonzkulega. Síð- an flögra þær undir fötin hjá Mar- íu Magdalenu — og — guði sé lof — síðan hefi ég ekki séð flug- ur . . . En ég hefi ekki gætt ofan í skúffuna. Guðm G. Hagalín. Loftskeytanýjungar. Vélfræðisieiðbeiningar í loftinu. Sjaldgæft dæmi um hina miklu jjýðingu loftskeytatækjanna fyrir siglingar, skeði nýlega á amerísku mótorskipi, sem varð olíulaust á langri leið. Skipið náði með naumindum höfn á afskektum stað, þar sem engin olía var fáanleg, nema af einni tegund, sem enginn kunni deili á til motorneyzlu. Skipið sendi út fyrirspurn um olíuna, frá loftskeytastöð sinni, og fékk samstundis frá v.élfræðingum olíufélagsins nauðsynlegar leið- beiningar, um notkun olíunnar fyrir vélina, og gat þannig haldið áfram ferðinni. Nýmæli. Stjórnin í Kanada hefir nvlega skipað loftskeytastjóra („Radio- minister“), sem á að hafa á hendi gæzlu allra mála á því sviði. í Kanada eru talin að vera um 150,000 loftskeyta móttökutæki í notkun, og hvert þeirra gefur rík- inu 1 dollar árlega <\ tekjur. Loftskeytetæki í fangelsunum. í Ameríku er á dagskrá að setja toftskeytatæki í fangaklefana. Og er álitið, að það mundi geta haft milda þýðingu í síðmenningarlegu tilliti, og bætandi áhrif á hugarfar fanganna og líferni. 2000 hlusta. Hinn 26. f. m. hélt Baldwins, stjórnarforseti Breta, ræðu í Plymouth um skaðabótagreðslu Þjóðverja. Viðstaddir voru um 5000 manns. En 2000 hlýddu, auk þess, á ræðuna gegn um loft- skeytatæki. Söngur, bljómiist og fyrirlestrar. Þeir, sem hafa loftskeytatæki, bæði á landi og skipum, geta skemt sér við að hlusta á söng, hljóðfæraslátt, fyrirlestra og upp- lestur frá þar til gerðum sendi- stöðvum í stórborgunum. Þessar skemtistöðvar gefa út skemtiskrá eins og hvert annað leikhús. Og er skemtiskráin auglýst fyrirfram víðs vegar um heiminn. Sem sýnis- horn af því hvað þessar stöðvar geta haft að bjóða, skal hér birt skemtiskrá frá stöðinni í Lundún- um (Londons Rundradio) fyrir fimtudagskvöldið 25. okt. síðastl.: „Kl. 8.25: Loftskeytafélag mikla Bret- lands. Nýjungar og veðurfréttir. Kl. 8.35: Hljóðfærasveit hernranna „His Majestys Grenadier Guards“: „A children’s Overture" (Quilter), Piccolo Solo „Echo des Bois“ (Damare), Præludium (Jarnefeldt). Tenorsöngvarinn William East: „Since you have sntiled11 (Dorothy Forster), „For You Alone“ (Henry Geehl). Kl. 9.15: Garðþátturínn úr „Faust„ (Gounod), leiksöngvarar „Old Vic“. Kl. 10: Hljóðfærasveit hermanna: „A Keltic Suite“ (Foulds). Kl. 10.10: Mr. Antony Bertram flytur fyrirlestur frá „National Portrait Gallery" um myndir af mönnum sögunnar. Kl. 10.30: Fréttir. Lífvarðarsveitin leikur fjögur sönglög. Opus 54 (Grieg): 1. Hjarðsveinninn. 2. Norsk Bonde- march, 3. Nocturne, 4. Dværgenes March. Williant East: „Indverskur ástasöngur eftir Woodforde-Finden: „Song of Araby“ (Clay). Lífvarða- sveitin: „Valse Lyrique (Sibelius), Kornetsolo „Quaud tu chantes" (Gounod). Skemtiskráin er ekki óálitleg, og mundi margur hér óska, að geta notið slíkrar skemtunar við og Tilmæli. Þeir einstaklingar og útsölumenn, sem fá Hænl Scndan, eru vinsamlega beðnir að tilkynna ritstjóranum, svo fljótt sem unt er, um kaup á blaðinu. við, en því er nú ekki að heilsa. Blaðið vonar samt, að þetta sýnis- horn hneyksli ekki þá, sem þetta hefirverið vitanlegt áður. En þeim, sem ekki er eiris kunnugt um hina framúrskarandi fullkomnun á þráðlausa sviðinu, er þetta gefið til vitneskju. Markið. í Þýzkalandi voru um tíma prentaöir seðlar fyrir 120,000 billjónir mörk daglega, og hrökk ekki til. Fyrir skömmu var einn daginn eftirspurn eftir hér um bil 1 billjón billjóna marka í ríkis- bankanum. En þar eð bankinn hafði ekki svo mikla peninga til, varð að stöðva útborganir. Seðla- útgáfan var aukin svo, að eftir nokkra daga voru prentaðir seðl- ar fyrir x/a triljóri á dag. Samtímis voru út gefnir 1 milljónar mark- seðlar. Sögur Rannveigar, 1. hefti, eftir Einar H. Kvaran, er komið út í danskri þýðingu hjá Asche- haug. Heyrt og séð. Hjúskapur. Laugardagskvöldið 3. þ. m. gaf sókn- arpresturinn saman ungfrú Unni Sveins- dóttur (yfirfiskimatsmanns Árnasonar) og Snorra símritara Lárusson (Tómas- sonar bóksala). Til hamingju. Blaðiö „Austanfari11 er hætt að koma út. Ritstj. Guðm. G. Hagalín mun flytja til Reykjavíkur innan skamms ogsnúa sér meira að skáldritagerð. Umdæmisstúka fyrir Austurland v*r stofnuð á Norð- firði hinn 30. f. m. Tóku 5 undirstúkur og 3 barnastúkur þátt í stofnuninni. Árni Vilhjálmsson, læknir, er seztur að hér f bænum sem aðstoðarlæknir héraðslæknisins. Mikill ósómi er að því sem skrifað er innan á þiljur „litla hússins11 við brúna. Er það þeim mun andstyggilegra þar sem ýmis- Iegt bendir á, að þetta sé gert af ungl- ingum og jafnvel börnum. Þetta ætti að afmá þegar í stað. Annars er og verður þessi staður bæjarskömm. Eða hvaða álitætli ferðamenn fái á siðferðisástand- inu, ef slíkt er látið viðgangast? Því er víst fljótsvarað. Úr símanum. Þeir eru að tapa þingsætum, þeirra er dapur kliður, — þæfa krapa í þjóðmáluin, þeir eru að hrapa niður.

x

Hænir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.