Hænir - 23.11.1927, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgöarm.:
Sig. Arngrímsson
Talsími 32 :: Pósthólf 45
jamtTTrnrmm-iTm-minrnTTTnaaaq
: Kemur út einu sinni í viku
: minst 52 blöö á ári. Verð
6 kr. árg. Gjaldd. 1. iúlí, inn-
: anbæjar ársfjórðungslega. — ■
L-r... ■■ .r, ^. v.-.^rTrTrj
5. árg.
Seyöisfiröis 23. nóvember 1927.
32. tbl.
Kristjén Kristjánsson
héraðslæknir.
Nemuin staðar! Hljóðir — hljóðir!
Hringja ■klukkur: dáinn— dáinn!
Ómar líða englaslóðir
ofar, hærra’ í stirndan bláinn.
— Hlýrra söngva’ er horfinn kliður,
harpan þögul, strengur brostinn.
Hjúfrar sorgar helgur friður,
harmi fjöldi Vir.a lostinn.
Glóðir himins gullnar slökna,
gjóstar kalt af útnyrðingi,
angrast hjörtu, augu vökna
•ærið mörgum Seyðfirðingi:
Hniginn er hinn höfðinglyndi,
hjartaprúði, góði drengur,'
læknirinn, sem allra yndi
ætíð var, og munast lengur.
En, — er rödd, sem unnum, þagnar,
út er ljósið skæra brennur,
bylur kurlar eik til agnar,
æfi manns á helþrep rennur,
— er ei von aó við sé dvalið,
veki athug: kurlið, flagið,
brendur stjaki, bráljós kalið,
brostið hjarta, útcfautt lagið.
Óðul áttu í hug og hjarta
hreinskilni og íturlyndi.
Lengi minning manns þess skarta
niun því, björt sem mjöll á tindi
geisium blikuð sólar sjálfrar.
Sorti hræsnis náði’ ei taki.
Einlægninnar aldrei hálfrar
af ugg hann neytti’ eða smaugað baki
Að drengskap varhann margra maki,
máttu tugir afls þar neyta,
aldrei bragði eða taki
áníðs þó hann hygöist beita.
Réttlætinu vildi’ hann vinna,
varast aðra röngu beita,
vildi’ í hlut sinn heldur minna
hljóta’ en falskrar rnyntar leita.
Frjáls í hugsun, heill í skapi,
hreinn og djarfur þegar reyndi.
Máli vildi’ ei vita að tapi
víl og engan ráðum leyndi.
Hvar sem góðverk var að vinna
vildi’ hann reynast brattasækinn.
Öllum vildi’ af alhug sinna,
örlátur og vinarækinn.
Vinur lista — vinur ljóða —
vinur söngs og hörpuleika,
lék við móðurmálið góða,
mátti hvergi’ í svörum skeika.
Oddviti á öllum fundum
örra leika, skemti-siyngur,
góðsamlega glettinn stundum
— gleðin lék við hvern sinn fingur.
En mundi ei kenna sviða í sárum
særöur þröstur, vængjabrotinn,
að líknarstarfi á liðnum árum,
loks að kraftur afls var þrotinn?
Nú skal ekki honum hæla.
Helgir dómar verða’ ei skakkir:
Ef að dúfan mætti mæla
mundi kveðjan: hjartans þakkir.
Lífið átti ást hans alla,
engjablóm og fuglinn smái.
Hörpu guðs síns heyrði’ hann gjalla
í hjarta barns, í smæsta strái.
Lífsins djúpa lyfti’ hann rómi
létt úr gullnum strengjum sínum.
Gakk nú heill að helgum dómi.
Hvílík birta á vegi þínum!
Sig. Arngrímsson.
Jarðarför Kristjáns læknis Krist-
jánssonar fór fram í gær áð við-
stöddu alveg óvanalegu fjölmenni,
víðsvegar að úr Seyðisfirði og
ennfremur Mjóafirði. Hófst hún kl.
12 á hádegi á heimili hins látna
með ágætri húskveðju, er sóknar-
presturinn séra Sveinn Víkingur
flutti. Á undan húskveðju varsung-
ið „Kallið er komið“, en á eftir
henni voru sungin yndisleg kveðju-
erindi frá söngfélaginu „Braga“,
eftir Jóhannes Arngrímsson verzl-
unarmann, og birt eru hér á
öðrum staö. í kirkjunni flutti
presturinn aftur sérstaklega góða
ræðu. Á undan ræðunni vai sung-
inn sálmurinn „Ó, blessuð stund“,
og á eftir „Alt eins og blómstrið
eina“. Af heimilinu og í kirkjuna
báru bæjarfulltrúar kistuna, en út
úr kirkjunni og nokkuð áleiðis
Verzlunarmannafélagið, en síðan
tók „Bragi" við og bar hana inn
í kirkjugarðinn. „Bragi annaðist
og allan söng við athöfnina, sem
fór mjög vel. í kirkjunni voru til
heiðurs hinum látna, kransar born-
ir uppi beggja megin kistunnar á
meðan þar var staðið við og einn-
ig á leiðinni þaðan og inn í kirkju-
garð. En fyrir kistunni var borin
harpa bundin úr blómum, er var
gjöf frá „Braga“. Mesti fjöldi af
krönsum og minningarspjöldum
frá vinum hins látna, félögum og
einstaklingum, hafði borist víðsveg-
ar að og sægur af samúðarskeyt-
um til ekkj&nnar út af fráfallinu.
Auk hörpunnar frá Braga, sem
áður er getið, voru blómkransar,
frá öðrum en einstaklingum, frá
bæjarstjórninni hér, Kvenfélaginu
„Kvik“, Kvenfélagi Seyðisfjarðar,
Verzlunarmannafélagi Seyðisfjarð-
ar, Sjúkrasamlagi Seyðisfjarðar og
frá bankastjórn fslandsbanka í Rvík,
en gæslustjóri útbús bankans hér
hafði Kristján verið langt tímabil.
Meðal minningarspjaldanna var
eitt frá Læknafélaginu, og af sam-
úðarskeytum var eitt frá konsúl
Breta í Rvík.
Veður var hið ákjósanlegasta
meðan á jarðarförinni stóð. Bar
athöfnin og alt í sambandi við
hana greinilegan vott um virðingu
og vinsældir hins látna manns.
* Mynd þessi er tekin haustið 1921.
Kristján Kristjánsson.
Kveðja frá „Braga“.
Brostinn er strengur,
stendur nú harpan hljóö.
Heyrast ei lengur
hreimfögur sungin Ijóð.
Bar víða yndisóð
ómfagur strengur.
Grátskýjum ofar
gullharpa slegin er,
lausnina lofar,
Ljóð syngja englaher
guðlega gígjan fer,
grátskýjum ofar.
Jóhannes Arngrímsson.
Magnús Helgason
kennaraskólastjóri sjötugur.
Þann 12. vóv. síðast liðinn átti
sjötugsafmæli einn hinn ágætasti
og mætasti sonur þessa lands,
séra Magnús Helgason kennara-
skólastjóri. Hér verður ekki sögð
æfisaga þessa ágæta manns, held-
ur ekki mældur eða veginn sá
menningarskerfur, sem hann með
lífsstarfi sínu hefir lagt í viðlaga-
sjóðíslenzkrar menningar.það verða
örfá orð um kennarann og mann-
vininn Magnús Helgason eins og
hann kom þeim fyrir sjónir er
þetta ritar.
Þetta er nú 20. veturinn, sem
Magnús Helgason veitir kennara-
skóla fslands forsíöðu, og eins og
að líkindum lætur eru því orðnir
nokkuð margir, sem notið hafa
vegsögu hans á þessu 20 ára tíma-
bili. Spyrjið þið hvern einasta
af þeim eftir Magnúsi Helgasyni og
verið viss um, að sama svarið
verður hjá öllum, hverjum einasta:
Betri kennara og ágætari leiðtoga
höfum við engan þekt.
Það var sagt um einn ágætan
biskup þessa lands: „Þá kemur
mér ætíð hann í hug er ég heyri
góðs manns getið“. Af öllum þeim,
sem ég hefi kynst, mér vanda-
lausum, finst mér þetta við engan
eiga betur en Magnús Helgasoij,
mér hlýnar ætíð í hug, er ég minn-
ist hans, og þeirrar stundar, er ég
bar gæfu til að vera undir hand-
leiðslu hans. En hvers vegna?
Hann er óvanalega kærleiksríkur
maður. „Mér finst allir menn vera
svo góðirogelskulegir“, sagði hann
eitt sinn er einhvern mannjöfnuð
bar á góma. Hann á þessa dýrmætu
bjartsýni á alt þetta góða og göf-
uga í manneölinu, og hann á
[Framh. á 3. bls.]