Hænir - 23.11.1927, Síða 2
2
H Æ N I R
Seyöisfiröi
hafa fyrirliggjandi:
Hesta-hafra.
0c®(2X5><axs><2X5)<2xst2acs)®<aix5><aac5><axs<aac5)®acs><SEC5)C5»
§ VERZLUNIN ST.TH. JÓNSSON1
hefir umboð fyrir:
Brunaábyrgðarfélagið „Nye Danske"
Lffsábyrgðarfélagið „Danmark"
Sjóvátryggingafélagið „Danske Lloyd“
Munið eftir að tryggja bæöi líf og eignir. —
><2OC5X»><2a25X2aCS>0
Innilegustu hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu viö hiö sviplega fráfall og jaröarför okkar elskulega sonar og
bróöur, Karls Stefánssonar.
Fáskrúðsfirði, 19. nóv. 1927.
Móðir og systkini hins látna.
Hnífsdalsmálið.
Þeir Hálfdán Hálfdánsson og
Eggert Halldórsson voru leystirúr
varðhaldinu fimtudaginn 10. þ. m.
Réttarhald f Bolungarvík. í
Hæni 12. þ. m, er í fréttaskeyti
getið um réttarhald í Bolungarvík
yfir hreppstjóranum þar og úr-
skurð um gæzluvarðhald, en ekki
greint frá ástæðum. En í „Vestur-
Iandi“ frá 12. þ. m. er greint svo
frá þessu:
„Tók hann (rannsóknardómar-
inn) hreppstjórann þar, Kristján
Ólafsson, fyrir rétt, lagöi fyrir
hann tvo atkvæðaseðla fjærgreidda
í N-Isafjarðarsýslu og lýsti hrepp-
stjórinn yfir, að hann hefði skrifaö
þá báða. Tilnefndi hann gömul
hjón þar í Bolungarvík, sem á
kjörskrá voru í Súðavíkurhreppi og
kusu hjá hreppstjóranum. Sögðust
þau ekki geta kosið sjálf og báðu
um aðstoð. Veitti hreppstjórinn
þessa aðstoð, eftir að hafa geng-
ið all-fast eftir því, hvort kjósend-
urnir gætu ekki greitt atkv. að-
stoðarlaust.
Tveir vottar voru við kosning-
una, og mættu í réttinum. Bar
þeim báðum í öllum atriðum
saman við hreppstjórann En ei
gömlu hjónin komu í réttinn,
könnuðust þau í fyrstu ekki við,
að hafa fengið aðstoð, þótt þau
breyttu þeim framburði síðar í
réttinum. Er það álit manna í
Bolungarvík, og raunar vissa, að
þessi gömlu hjón hafi, þegar dóm-
arinn hóf yfirheyrsluna orðið
hrædd um það, að hreppstjóri
hafi gerst brotlegur í því að að-
stoða þau, og hafi viljað firra
hann vandræðum. En dómarinn
notaði þetta til þess að snúast
með miklum fárskap gegn hrepp-
stjóranum, sem er valinkunnur
maður og nýtur almennings trausts
í Bolungarvík.
Dómarinn kærður. Má af fram-
komu dómarans nokkuö af því
marka, að hreppstjórinn hefir
kært hann fyrir ríkisstjórninni fyrir
hlutdræga bókun og ósæmilega
framkomu í réttinum".
Afskifti borgaranna. Um af-
skifti borgaranna í Bolungarvík í
sambandi við þetta var einnig
drepið á í Hæni 12. þ. m., en frá
þeim segir Vesturland á þessa leiö:
það er nú svo, að til eru enn
í ísafjarðarsýslu menn, sem ekki
láta bjóða sér alt; greip gremja
Bolvíkinga og fyrirlitningfyrir fram-
ferði dómarans svo um sig, að á
þriöjudagskvöldið, er þeir þóttust
ekki sjá, hvarfárskapur hans mundi
láta staðar numið, gengu þeir all-
margir heim til hans. Fór Pétur
Oddsson kaupmaður inn til hans
og tilkynti honum í sínu nafni og
margra þorpsbúa, að þeir mundu
ekki leggja fram þá 4000 kr. trygg-
ingu fyrir návist hreppstjórans, er
dómarinn krafðist, og að þeir mót-
mæltu því, að hreppstjórinn yrði
fluttur í gæzluvarðhald að ekki
meira rannsökuðu máli. Enn frem-
ur að dómarinn gæti þá þegar
fengið flutning til ísafjarðar.
Dómarinn ætlar nú „í konungs-
ins og laganna nafni“ aö setja
rétt yfir Péti i, en vottar voru ekki
viðlátnir. Benti Pétur honum þá á,
að þar úti fyrir mundi kostur
nægra vitna. Gengu þeir þá út í
dyrnar, en þar voru 80—100 menn
saman komnir. Hermdi Péturfyrir
þeim þau orð, er hann hafði bor-
ið dómaranum — og spurði þá,
hvort rétt væri flutt og í þeirra
umboði. Svöruðu þeir aliir játandi
og með almennu dynjandi húrra-
hrópi. Var sem dómaranum
gleymdist í þessum svifum, að
hann væri „lögreglustjóri yfir öllu
fslandi“. Akvað hann að þyggja
hinn boðna farkost þegar í stað.
Og engin svigurmæli hafði hann
á leiðinni til skips; fylgdu honum
þó um tvö hundruð manns.
Voru kveðjur af hendi Bolvík-
inga á þessa Ieið: „Burt með hlut-
drægnina! Réttlæti og drenglyndi
lifi!“
Á fimtudagskvöldið v<ar almenn-
ur borgarafundnr í Bolungarvík.
Voru þar í einu hljóði samþykt
mótmæii gegn aðförum rannsókn-
ardómarans".
Þó að það rirðist nú ætla að
sýna sig, að Bolvíkingar hafi haft
rétt fyrir sér um sakleysi hrepp-
stjórans, mun alment litið svo á,
að mótþróanum hefðu þeir ekki
átt að beita.
Drög til skýringar.
Uppruni málsins er þessi: Að kvöldi
4. júlí s. 1. snúa þrír alþingiskjósendur
sér til Hálfdánar Hálfdánarsonar hrepp-
stjóra í Hnífsdai,af því þeir töldu ekki
líklegt að þeir yrðu komnir heim fyrir
kjördag 9. júlí, úr sjóferð er þeir voru
aö búa sig í. Mennirnir hétu Kristinn
PétUrsson skipstjóri, Halldór Kristjáns-
son og Sumarliði Hjálmarsson.
Innílegt þakklsti til þeirra, sem auðsýndu mér hjálp og hluttekniugu við veikindi og útför litlu stúlkunnar minnar, Jðnínu Aðalheiðar Oddsdðttur. — Einnig bið ég „Hæni“ að bera kveðju mína og hjartans þakklæti þeim, sem á síðasti. vori hjálpuðu og sýndu mér hluttekningu í tilefni af hinu sorglega fráfalli eiginmannsins míns, Odds Gíslasonar á Dallandi. Anna Sveinsdöttir.
Hreppstjóri og skrifari hans voru
ekki heima er mennirnir komu, voru
við fjársmölun, en komu þó brátt heim,
og snéri hreppstjóri sér þá þegar til
kjósendanna, er biðu á skrifstofu hans,
afhenti þeim kjörseðla með viðeigandi
umslögum. Voru kjósendurnir látnir
fara inn í annað herbergi til þess, að
skrifa nöfnin á seðlana, og fór ekki
nema aðeins einn kjósandi í einu inn
í kosningaherbergið, eins og lög mæla
fyrir.
Síðan voru fyigibréf kjörseðlanna út-
fylt samkvæmt fyrirmælum laganna.
Eggert Halldórsson skrifari var viöstadd-
ur og var hann annar vitundarvottur að
undirskrift hreppstjóra, en kjósendurnir
skiftust á um að vera annar vitundar-
votturinn. Atkvæðaumslögin skyldu þeir
svo allir eftir hjá hreppstjóra.
En er þeir fara þaðan, kemur fjórði
kjósandinn til að kjósa, Sigurður Guðm.
Sigurðsson að nafni. einnig, eins og
hinir, úr Hnífsdal. Kosningaathöfn fer
enn fram á sama hátt og hjá hin-
um, fylgibréf útfylt og frá öllu geng-
ið. En að kosningu lokinni tekur hann
atkvæðisumslag sitt meö sér sjálfur.
Af hinum þremur er það að segja,
að á heimleiðinni heyra þeir talaö um
að óvarlegt geti verið að skilja at-
kvæðaumsiögin eftir hjá hreppsstjóra.
Hafa þeir borið, að m. a. hafi Ingi-
mar nokkur Bjarnason bent þeim á
þetta, en hann hefir hinsvegar heldur
viljað færast undan að svo hafi verið.
En um það klukkustundu eftir að hin-
ir þrír höfðu farið frá hreppstjóra komu
þeir Kristinn og Sumarliði þangað aft-
ur og sækja atkvæðaumslögin þrjú.
Hafa þeir borið, að hreppstjóri hafi af-
hent þau tregðulaust.
Heiina hjá sér opna þeir umslögin í
viðurvist Ingimars Bjarnasonar og
segja þeir að staðið hafi nafn Jóns A.
Jónssonar á seðlinum, en að þeir hafi
skrifað nöfn Finns Jónssonar. .
Þegar Sumarliði var spurður að
hversvegna hann hefði opnað umslag
sitt, sagði hann það hafa verió af því,
að hann hefði tvíbrotið seðilinn áður
en hann lét hann í umslagið hjá hrepp-
stjóra og hefði atkvæðið því verið ó-
nýtt hvort sem væri. — Ingólfur Jóns-
son lögfr. segir að Sumarliði hafi sagt,
að hann hafi þuklað á umslaginu og
fundið að seðillinn innan í því var ein-
brotinn og paö því vakið sinn grun. En
Sumarliði neitar að hafa skýrt svo frá.
Kristján og Sumarliði geymdu svo
atkvæðaseðlana undir koddanum um
nóttina, rísa árla morguns og fara inn
á ísafjörð og með þeim Halidór Krist-
jánsson. En umslag hans var óopnað.
Á ísafirði fóru ,þeir fyrst til Ingólfs
Jónssonar og hann með þeim til Finns
póstmeistara, en 'Finnur síðan með
þeim til Haraldar Guðmundssonar. Þar
var umslag Halldórs Kristjánssonar
opnað í viðurvist Finns og Haraldar.
Sig. Guðm. Sigurðsson kom einnig til
ísafjarðar. Segist hann einnig muni
hafa tvíbrotið kosningaseðil sinn, áður
hann lét hann í umslagið, hefði hann
því gert sér feíð til að kjósa að nýju.
Fór hann rakleiðis á' bæjargjaldkera-
skrifstofuna og hitta þar Ingólf Jónsson
og Guðm. Geirdal. Opnaði síðan ums-
lagið í þeirra viðurvist, og stóð Jón A.
Jónsson á seðlinum, og hafði þó at-
kvæöisumslagið aidrei úr vörslum hans
farið.
Var nú tafarlaust kært út af kosn-
ingasvikum og bæjarfógeti setur rétt
undir eins, og rannsóknin hefst.
Hreppstjóri hefjr skýrt frá, að 24
kjósendur hafi kösið hjá honum. 10
seðlar voru eftir hjá honum ónotaöir
með kjörgögnum. En 35 seðla segist
hann hafa tekið hjá bæjarfógeta.
Hefir fulltrúi bæjarfógeta talið að
þetta mundi rétt, en bæjarfógeti sjálfur
álítur enga vissu fyrir að svo hafi ver-
ið, því að engin skrá sé þar gerð yfir
seðla og kjörgögn sem hreppsstjórar
fái. —
Fimm kjósendur er kosið iiöfðu hjá
hreppstjóranum í Hnífsdal og sögðust
hafa kosið Finn Jónsson, þektu at-
kvæðaseðia sína úr kosningaseðlum
sýslunnar.
Lauslega eftir „Morgunbl."
Hyndsíminn og auglýsingarnar.
Eftir að nefnd sú, innan leðuriðnað-
ar Bandaríkjanna, sem ákveðaskyldi liti
skófatnaðar fyrir haustið 1927, hafði
tekið ákvörðun sína, lét hún útbúa
auglýsingapésa með myndum og les-
rr.áli, sem síðan var afhentur til send-
ingar með myndsíma. Eftir hálfan ann-
an tíma var hann kominn í hendur 150
Ieðurvöruverzlana hingað og þangað
um landið. Voru pésar' þessir nákvæm-
lega eins og frumritið. Litirnir voru
útskýrðir í texanum. — Er þetta í lyrsta
skifti í sögu myndsímans, að heil bók
er send með honum. („Símablaðið").
Á aftökudag Jóns Arasonar!
Hólabiskups, hinn 7. nóv. s. 1.
héldu Akureyrar-bolsjevikar fagn-
aðarhátíð til samgleði Rússa-bol-
sjevíkum í tilefni af 10 ára bylt-
ingarafmælinu. Aðalræður héldu
barnaskólastjóri bæjarins og 3 af
kennurum gagnfræðaskólans, hinn-
ar upprennandi stjörnu Norður-
lands — hins nýja lærðaskóla —
„arftaka“ Hóia-skóla!