Hænir - 22.12.1927, Page 2

Hænir - 22.12.1927, Page 2
2 H Æ N I R. 3(=acz)QXH><2X5><ax5><ax5)®caaŒ)<2X5)<ax5>®!X5)<aac5><23rs)C! VERZLUNIN ST. TH. JÓNSSON hefir umboð fyrirs Brunaábyrgðarfélagið „Nye Danske" Lífsábyrgöarfélagið „Danmark“ Sjóvátryggingafélagið „Danske Lloyd“ — Muniö eftir aö tryggja bæöi líf og eignir. •><acc5x2ac5)ffl<aac5>Qac5)!' Hvað heldur nú „Jafnaðarmað- urinn“ að Bjarni frá Vogi hefði ?agt um slíkt háttalag? Ætli að slíkum pólitískum smápeðum hefði ekki orðið það að glúpna við tillit hans ogummæli um þjóðarsmánina? Það er áreiðanlega vogun af þeim, að leyfa sér að nefna nafn hans í sambandi við þá óhæfu, sem þeir hafa hafst að. Ef Bjarni frá Vogi hefði mátt mæla eða hönd hans hreyfa penna síðustu mánuðina, myndu fjósa- karlar Social-Demokraten og danskrar blaðaútgáfu hérlendis, hafa fengið að þreyfa á því, að þeir væru ekki sjálfkjörnir til að vísa íslenzkri alþýðu veginn. Einu verður að svara, enn. „Jm.“ segir: „En hverjir hafa hjálpað Norðmönnum bezt til þess, að festa rætur hér? það er einmitt íhaldið, eða flokkur þess“. þetta er ein af þjóðmálalygunum alkunnu. íhaldsflokkurinn á þar enga hlutdeild að, heldur, þvert á móti, fékk hann komið í vegfyrir tilslakanir á fiskiveiðalöggjöfinni sem Tímastjórnin í kjöttollssamn- ingamálinu hafði, af dæmalausri léttúð, gefið Norðmönnum undir fótinn um, og vitanlega hefði orð- ið til ómetanlegs tjóns fyrir alla íslenzku þjóðina. Svo „Jm.“ hefði átt að líta ögn nær sjálfum sér, áður en hann kastaði fram slett- unum í hugsunarleysi, sem oftar. Það verður ekki annað séð, en að í þessu skrifi „Jm.“ sé alt á eina bók lært. Hinsvegar ekki furða, þótt hann geipi af jafnréttisákvæð- inu, sem er það eina, sem flokkur hans átti í samningagerðinni 1918. Annars færi betur á því fyrir suma „jafnaðarmenn", að tala sem minst um fullveldismálin, meðan þeir láta það viðgangast, að menn úr liði þeirra opinberlega svívirði fullveldisdaginn og þjóðernið, eins og þeir létu sér sæma 1. desem- ber síðast í Reykjavík, með því að klæða Odd, hinn geggjaða aumingja, í litklæði, þjóðbúning forfeðra vorra, ogvera þannig fyrir- liða „skrúðgöngu" um götur höf- uðstaðarins, á sama tíma og há- tíðahald stúdenta í tilefni dagsins fór fram og Jakob Möller var að flytja ræðu af svölum Alþingis- hússins. Eggert Stefánsson söngvari er kominn til Parísar, og dvelur þar í vetur. Hræsnarar. -----„Það er alkunna, að oftast nær þykjast engir eins saklausir og peir, sem sjálfir eru sekastir. Kjaftakerlingar; sem róg- bera og mannskemma með Iygum sínum saklaust fólk, þykjast sjálfar vera hinir mestu englar, sem aldrei segi ósatt“. „Jafnaðarmaðurinn“ 10. tbl. 1927. Það hefir nú einhvern veginn reynst svo í henni veröld, að harðorðastir og vandlætingasam- astir um breytni annaia, séu þeir, sem rotnastir eru í breytninni sjálfir. það er eins ogíúinn í anda, hvötum og breytni sé mjög sarn- fara. Hnífsdalshneykslið svokallaða hefir vakið athygli á sér hjá þjóð- inni. Er það að vonum um svo illkynjað mál i eðli sínu. En mál- ið hefir orðið að pólitískri tog- streitu á slóðum upphafs þess, df sérstökum orsökum. Orsakirnar eru þær, að blöð jafnaðarmanna byrjuðu, undir eins og uppvíst varð um kosningasvikin, aö sak- fella heiftarlega menn, sem þau álitu vera að þeim valdir. Létu þau sér ekki nægja að ávíta verknað- inn sjálfan, fölsunina, heldur vissa menn, og ekki nóg með það, heldur heilan stjórnmálaflokk, íhaldsflokkinn, sem þeir menn töldust til pólitískt, sem þau sök- uðu um fölsunina. Hinsvegar er öllum mönnum ljóst, hve svívirði- legt athæfi það er, aö saka flokk í heilu landi fyrir afbrot, sem má- ske einn eða tveir menn eru valdir að, og ekkert hefir sannast um hverjir eru, og eins jafnvel þótt sannast heföi. Var því ekki nema von, að biöð þess flokks, sem sakfeldur var svo götustrákslega, bæri hönd fyrir höfuð flokksins á nærliggjandi slóðum og í heild á landinu. Og þó gerðu engin blöð þegar í sumar, er fölsunin kom í Ijós, strangari kröfu til að ítarleg rannsókn væri hafin, jafnvel þótt hún leiddi í Ijós sekt manna úr sínum flokki, en einmitt blöð fhaldsmanna, bæði Vesturland og Morgunblaðið og önnur. Svo hafa þessi blöð á lúalegasta hátt verið sökuð um það, að verja fölsunina! En krafist hafa þau hlutlausrar rannsóknar. (Ritstj. Vesturlands hefir verið ávíttur fyrir hlutdrægan fréttaburð. En þeir, sem hafa lesið fréttaskeyti Finns Jónssonar, sjá víst fljótt, að orðalay,ið í þeim bendir ekki á samvizkusamara hlutleysi.) — Ekkert blað á öllu landinu hefir komist jafn langt í rótarlegum aðdróttunum og sví- virðingum í þessu má[i og Al- þýðublaðið. Það hefir aitaf talað um það sem gefið, aðvissirmenn væru valdir að atkvæðafölsuninni, þrátt fyrir það, þólt enn, eftir alia rannsókn málsins, sé opinberlega óvitað, hver eða hverjir muni að henni valdir. Slíkt athæfi blaðs er þjóðarhneyksli. Enda er það’vit- að, að blaðið hefir tapað trausti og áliti hjá alþýðu manna, sem viðbjóð hefir á óheiðarleikanum og svívirðingunni, fyrir vikið. — Öll eða flest hin glópskulegu hrópyrði þessa sorpblaðs og ann- annara slíkra, um „mótþróa og uppreist gegn réttvísinni", eru í því falin, að Bolvíkingar, með þann mann til forsvara, er þeir treystu bezt, neituðu að setja fjár- tryggingu fyrir riœrvist hrepp- stjóra síns, sem rannsóknardóm- arinn aldrei hafði felt varðhalds- úrskurð yfir og því enga heimild hafði til að krefjast tryggingar fyrir návist af, og, sem þeir (Bolvíking- ar) voru sannfærðir um að væri saklaus, enda þótt rannsóknar- d marinn héldi alt að 5 daga rétt- arhald út af, til þess að sanna, að hann væri — ja — glæpamaður, en sem sjálf rannsóknin síðar stað- festir, að er algerlega sýkn saka. Hverju líkist þá herferð réttvísinn- ar á hendur honum, sem hvergi gat staðið nærri máli því, sem verið var að rannsaka, Hnífsdalskosninga- fölsuninni? — En hins gleyma þessi sorpblöð að geta, í öllum hræsnisskrifum sínum, um óheið- arleik fhaldsblaðanna í frásögnum um málið og „uppreist gegn rétt- vísinni", — hræsnararnir, sem hafa látið liðsmenn sína berja á lögreglunni í Reykjavík, skera á vatnsslöngur og spilla atvinnutækj- um —, að þessi sami hreppstjóri í Bolungarvík, Kristján Ólafsson, hefir fyrir hinu háa stjórnarráði kært viðkomandi umboðsmann réttvísinnar, Halldór Júlíusson, „fyrir hlutdrægni í málinu“. „í fyrsta lagi fyrir þaö, að hann hef- ir látið strika út úr dómsmála- bókinr.i orðréttan framburð vitnis án þess að það (vitnið) óskaði þess eða samþykti það. í öðru lagi, að hann hefir ekki látið rita framburð hjá öðru vitni, er þýð- ingu hefir fyrir málið. Ennfremur hefir hann haft í frammi við mig, (segirkærandinn)íréttinum ósæmi- lega aðdróttun urn glæpsamlegt athæfi“. — En svo ljúka þessi sömu blöð lofsorði á „hlutlausa" og „röggsama“ rannsókn léttvís- innar. Slík hafa verið skrif Alþýðu- blaðsins og þess fylgifiska. „Jafnaðarm." á Norðfirði hefir farið sér hægt og óvenjulega skyn- samlega í þessu máli hingað til. En nú getur hann ekki á sér setið lengur, að skipa sér við hlið sam- herja síns í sorphaugnum. Frá þessum haslaða velli gera þessir þjóðmálaskörungar svo sennilega sameiginlegtáhlaup framvegis, með þeim vopnum, sem þar eru hendi næst. Hér skal aðeins birt sýnishorn af tækjum þeim, sem „Jafnaðarm.“ tekur sér í hönd í 12. tbl, í vikunni sem leið, úr þessu nýja vopnabúri sínu: „Undantekningarlaust hafa öll blöð fhaldsflokksins ráðist þar gegn réttvís- inni meira og minna.,----‘ En veslings íhaldsforkólfarnir á Vestfjörðum, sem vita upp á sig skömmina, (leturbr. hér) eru hér að grípa í síðustu hálmstráin, til þess að reyna að bjarga sér upp úr fyrirlitningardýkinu, sem þeir eru að sökkva í“. (leturbr. hér)----■—„kosn- ingasvik, sem íhaldið sjálft er sterklega grunað um að vera við riðið“.------- — „tilraunir burgeisa (mun eiga að þýða íhaldsm.) til þess, að hylma yfir kosn- ingasvik, sem þeir eða þeirra gera sig seka í“.---------(Leturbr. hér). Slíkt er orðbragð „Jm.“ um þau blöð, sem jafnan hafa óskað rannsóknar í málinu, hlutlausrar og samvizkusamrar. Hann munnú 'vilja láta vandamenn sína líta svo á, sem þetta séu gullkorn eða perlur, sem hann hafi fundið í sorpinu, en ólyktin er of megn, til þess að honum takist að blekkja, jafnvel þá, hvað þá aðra. Heiðar- legir álþýðumenn fyrirlíta slíka framkomu „Jm.“ Annars mátti nú álitið tæplega við slíku áfalli. Hinsvegar hryggir það ekki íhaldsmenn, að þann hefir haslað sér vígi við hlið nafna sins á fúluvöllum hræsninnar, — En hræsnin er ekki sannleikurinn. Af þingmálafundinum á Eg- ilsstöðum hefir Hænir frétt, að ein merkasta samþykt, er þar var gerð, hafi verið áskorun til þings og stjórnar, um afgreiðsluaðminsta kosti tekju hallalausra fjárlaga. Mun koma sér betur fyrir stjórn- ina, að fjölga þá ekki mjög em- bættum úr því, sem hún nú þegar hefir gert, ef svo á til að takast. Kristneshælið heftr þegar tekið á móti 46 sjúklingum, segja Ak- ureyrarblöð, og fleiri væntanlegir á næstunni.

x

Hænir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.