Svindlarasvipan - 03.02.1933, Page 1

Svindlarasvipan - 03.02.1933, Page 1
SVINDLAR ASVIPAN Ógnrleg svik — Tvær milfónir Verð: 25 aura eint. Reykjavík, 3. febrúar 1933. Kemur út öðru hverju Fjárprettir og fólskuverk Ara Þórðarsonar Lýsing á svikum, lýgi og falsi Ara við útgefanda þessa blaðs, Olaf Þorsteins- son frá Þormóðsdal. i. Það hefir víst mörgum sem til þekkja kom- ið það á óvart, að ég skyldi á gamals aldri, fara að gerast útgefandi að blaði, en flestir viðburðir eiga sér sína sögu, og þó sagan mín þessu viðkomandi sé hálfgerð raunasaga, þá finnst mér það þó raunaléttir, að geta lagt til þess liðsinni mitt, að fletta svika- og sauð- argærunni ofan af Ara Þórðarsyni, — Þeim manninum, sem hefir leikið mig sárast á lífs- leiðinni, manninum, sem hefur velt þeim stein- um í veginn fyrir mig, svo að illfært hefur mér orðið áframhaldið, og þess erfiðara eftir því sem árin fjölga og þrekið þverrar. Og árin hefðu fengið að líða eins og þau hafa liðið, án þess að mér gæfist minnsta tækifæri til að hefna harma minna á Ara Þórðarsyni, — hann hefur logið, svikið og fé- flett til beggja hliða við sig, hann hefur skil- ið fórnardýrin sin eftir rúin og reitt á blóð- velli viðskiptasvikanna og óþverraverkin hefðu fylgt honum frá degi til dags, æfina út, ef hann hefði ekki sjálfur, — í ofmetnaði last- anna — smeygt snörum um hálsinn á sér, — framkvæmt það sem ég eða aðrir, sem hann hefur féflett, hefðu átt að framkvæma fyrir löngu. í haust byrjar Ari því að svívirða á prenti tvo borgara þessa bæjar, menn, sem eru mér og ótal fleirum að öllu góðu kimnir, og þar sem mér þar með bauðst fjárstyrkur og að- stoð til að gera Ara óskaðlegan, þann tíma, sem hann á eftir að tóra, þá notaði ég tæki- færið, og er þetta blað sýnileg tilraun til þess að enginn vilji við Ara líta eða við hann nýta. Að dæmá eftir því hvað fyrsta tölublað af Svindlarasvipunni fékk góðar viðtökur hjá al- menningi, þá býst ég nú við að Ara sé óhætt að fara að draga inn klæmar — láta klippa úr sér vígtennurnar og loka kjaftinum, því það þarf víst ekki ýkja mörg blöð í viðbót þangað til yfir lýkur fyrir honum. Ég hefi heyrt, að Ari hafi haft í hótunum um það að láta svifta mig fjárræði og lögræði, til að koma í veg fyrir blaðaútgáfu mina. Ég býst nú við því, að það sé þegar orðið svo í pottinn búið hjá Ara greyinu, að honum fari að verða erfiðara en áður um allar sviftingar, og þó að Ari hafi oft og tíðum verið fljótur að svifta menn eignum þeirra, þá hugsa ég að það tefðist fyrir honum að fá mig sviftan fjárræði. En Ari Þórðarson á sjálfur eina eign, sem hann getur svift sjálfan sig ef haxm vill, og væri sú athöfn hans mér að meinalausu. Einum eða tveimur dögum eftir að Svindl- arasvipan kom út, átti Ari tal við kaupmann einn hér í bænum. Kaupmaður þessi spyr Ara hvernig á því standi, að Ólafur gamli frá Þor- móðsdal sé útgefandi að þessu blaði, hvort þeir þekkist Ari og Ólafur og hvort Ari hafi farið nokkuð illa með Ólaf í viðskiftum. Ari svarar kaupmanninum eitthvað á þessa leið: Ég hefi aldrei átt eyris viðskifti við Ólaf þennan, og mér vitanlega aldrei gert neitt á liluta hans. Þama nær nú lygi og ósvífni óþokkans Ara Þórðarsonar hámarki sínu, af því að Ari veit að kaupmaður þessi var ókunnur mála- vöxtum, þá neitar Ari því að þekkja mig, þó hann hafi margsinnis komið á heimili mitt í Þormóðsdal, þó hann hafi leigt — en auðvitað ekki borgað leiguna — í húsi, sem ég taldist eigandi að og þó að hann hafi fengið í marga mánuði mat hjá mér — sem hann auðvitað ekki borgaði, og þó hann hafi utan þessa jöfn- um höndum svikið og stolið þúsundum af eign- um mínum, þá lýgur hann því, þegar hann heldur að sér sé óhætt að ljúga því, að hann þekki mig ekki. 0g nú spyr ég þig Ari Þórðarson, eftir að þetta blað er komið út, og þúsundir af fólki búið að lesa það og söguna af viðskiptunum okkar, sem sögð er í því, viltu þá halda því fram, að þú þekkir ekki Ólaf Þorsteinsson frá Þormóðsdal ? H. Faðir minn, Þorsteinn Bjamason, bjó á Norður-Reykjum í Mosfellssveit. Efni hans voru ávalt lítil, því strax á fyrstu búskapar- árum hans var hann svo heilsuveill, að hann gat ekki aðstaðið erfiðisvinnu, en ómegð var talsverð. Eftir 15 ára búskap á Reykjum var hann svo þrotinn að heilsu, að heimilinu varð að tvístra, og okkur börnunum útvegaðir stað- ir sitt í hverri áttinni. Voru nú vistimar okk- ar upp og niður, en þó líklega ekki verri eða betri en gerðist í þá daga, enda líka ólíku saman að jafna, uppeldi ungdómsins fyrir 60 til 70 árum og nú, þegar að sleikjubrjóstsykur og mjólk á milli mata er álitin sjálfsögð auka- geta. Ég lenti austur í Grafningi, á efnuðu og vinnuhörðu heimili; var ég oft þreyttur og af mér kominn í hjásetunni fram til fjalls, einkum þegar mýbitið, sem orðlagt er í Grafn- ingnum, gerði skepnurnar friðlausar og óvið- ráðanlegar, enda líka aldurinn ekki nema 10 ár fyrsta sumarið, og var þá heimkoman stundum kuldaleg hjá mjaltakonunum eða fólkinu yfirleitt, ef mig vantaði af búpeningn- um, eða ekki komið á réttum tíma á kvíabólið. Eftir fermingu stundaði ég allskonar vinnu til sjós og sveita, og með reglusemi og iðni efnaðist ég svo, að ég rúmlega tvítugur reisti bú á Lækjarbotnum í Mosfellssveit. Gekk bú- skapurinn fremur vel hjá mér og jukust efni mín smátt og smátt, eftir þvi sem árin liðu; hafði ég einnig nokkrar tekjur af greiðasölu. Þegar ég hafði búið í Lækjarbotnum í 9 ár, fluttist ég að Þormóðsdal í sömu sveit; vegn- aði mér þar einnig vel, og var Þormóðsdalur betri bújörð; bygði ég á jörðinni íbúðarhús og einnig peningshús. Á búskaparárum mínum í Lækjarbotnum kom til mín stúlka úr Reykjavík, Guðrún Jóns- dóttir að nafni; ílengdist hún hjá mér og tók við búsforráðum. Fórust henni þau myndar- lega úr hendi; eignuðumst við Guðrún 4 böm. Dóu þrjú þeirra áður en þau komust á legg, en hið fjórða var vanheilt frá fæðingu, og þurfti mikla umönnun og nærgætni. Guðrún var 18 ár ráðskona hjá mér og notfærði sér efni mín eins og um sameign okkar á þeim væri að ræða og lét ég það auð- vitað óátalið, en taldist þó til, að hún myndi árlega hafa fengið vel útilátið ráðskonukaup, án þess ég tæki þó tillit til framfærsluskyldu barna okkar að hennar hluta. Og árin liðu, og við bjuggum þama búi okk- ar ánægð og höfðum enga hugmynd um það, að það væri nokkur Ari Þórðarson til á Is- landi. III. En ánægjan fer nú að minnka, þvi nú kem- ur Ari til sögunnar, það er kaupmaður á Hverfisgötunni, skyldur Guðrúnu að frænd- semi. Eitt sinn var Guðrún stödd í búðinni hjá frænda sínum. Meðal annara sem þar eru inni er eiturplantan Ari Þórðarson, lítið fullur, sæmilega til fara og á óeytt eitthvað af pen- ingunum seni hann hafði síðast náð með svik- um. Á þessum áram var Guðrún blómlegur kvenmaður. Hún bar utan á sér sveitasæluna og hraustleikann, og hefur Ari því fljótt litið hana girndarauga. Hvort það var með aðstoð frænda Guðrúnar eða ekki, — um það er mér ekki kunnugt, — þá fékk Ari þó lánaða skrif- stofu verzlunarinnar til að tala þar einmæli

x

Svindlarasvipan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.