Svindlarasvipan - 03.02.1933, Síða 2

Svindlarasvipan - 03.02.1933, Síða 2
S V I N D við Guðrúnu, og þegar því samtali var lokið og Guðrún kemur út aftur, er hún fimmtíu krónum ríkari en þegar hún gekk inn á skrif- stofuna. Það var að vori til sem Ari gaf Guð- rúnu ráðskonu minni illa fengnar fimmtíu krónur. Um sumarið fór Ari að venja kom- ur sínar að Þormóðsdal, og þegar kom fram á haustið og veturinn fer Guðrún að ámálga það við mig, að hún vilji ekki lengur búa í sveit. Aðalástæðan sem hún færði fyrir því, var sú, að hún treystist ekki lengur til að stunda aumingja þann, sem við áttum, en auðvitað voru þetta allt Ara ráð. Ef við flyttum til Reykjavíkur þá bjóst Ari við að geta náð svo góðu tangarhaldi á Guðrúnu, að hann gæti notað hana til að hjálpa sér að reita af mér efni mín, eins og líka kom á daginn, — en um þetta þarf ekki að fjölyrða. Ég lét undan þrá- beiðni Guðrúnar, hætti að búa og flutti næsta vor til Reykjavíkur. Á þessum árum var húsnæðisekla í Rvík, en Ari sá svo sem fyrir því að við Guðrún fengjum inni. Hann lét Guðrúnu kaupa svo- nefnt Finnbogahús hér innanvert við bæinn og fluttum við í það, og leið ekki á löngu þang- að til að Ari er fluttur í það líka. Var Ari þá oft rúmfastur, ýmist eftir ölæðisköst, í in- flúenzu eða þá af einhverjum óþjóðlegum kvillum, og stundaði Guðrún hann með mestu kostgæfni, en sló ærið slöku við alla umhirðu um mig. Um þetta leiti dó einnig aumingi sá, sem ég hefi áður minnst á. Og nú fer Ari að færa sig upp á skaftið. Nú er hann búinn að ná algerðu valdi yfir Guðrúnu og notar hana jafnt sjálfum sér, til glæpaverkanna gagnvart mér. í eftirfarandi frásögu hleyp ég yfir öll smá- svik og smáþjófnaði, sem Ari átti upptökin að gagnvart mér. Ég tek aðeins það, sem skiftir mörgum hundruðum og þúsundum. Á þessu ári lét Ari Guðrúnu krefja mig um ráðskonukaup fyrir 18 ár, 100 kr. á ári. — Auðvitað hafði Guðrún fengið árlega sem svaraði góðu ráðskonukaupi — utan það sem henni hefði borið að inna af hendi vegna bama þeirra, sem við eignuðumst, en til að gera Guðrúnu til geðs, uppfyllti ég þessa kröfu hennar og borgaði henni út átján hundr- uð krónur; í þeirri greiðslu vora 1400 kr., sem ég fékk fyrir íbúðarhús, sem ég átti í Þormóðsdal og jarðareigandi (ríkissjóður) hafði afsalað sér forkaupsrétti að. Eitt skifti fór ég upp í Þormóðsdal að hirða um skepnur sem ég átti þar. Á meðan ég var í þeirri ferð, hafði Ari og Guðrún farið í læstar hirzlur og hirt þaðan um 1100 kr. — ellefu hundruð krónur — í peningum. — En hvort sem það var af esnaskap Ara eða góðmennsku hans við mig, þá hirti hann þó ekki eða lét hirða, alla þá aura sem í hirzl- unni voru. Einnig bar það við á þessu ári, að ég var píndur til að borga 1000 kr. í Finnbogahúsi, þó ég væri ekki skrifaður fyrir kaupunum á því og kæmi aldrei til með að eignast það, en það er nú svona, að maður kaupir stundum friðinn dýru verði. Reiðhest einn átti ég, bleikan að lit, mestu úrvalsskepnu af orðlögðu gæðingakyni. Hesti þessum ætlaði ég að farga síðast af mínum gripum ; ég hafði verið í vinnu allan daginn og kom ekki heim fyr en kvöldsett var, mitt L A R A S en hann var þá horfinn úr hesthúsinu og hefi j ég ekki séð hann síðan, og ekki heldur fengið | eyrisvirði fyrir hann, en hinsvegar frétti ég að Ari hefði selt bleik minn glingursala á Laugaveginum fyrir 600 kr., en þó þetta væri skyndisala og um þjófstolinn grip væri að ræða, þá var þetta smánarverð vegna verð- mæti gæðingsins. Vorið sem ég flutti frá Þormóðsdal seldi ég ekkert af fénaði mínum, hafði ákveðið að láta það mest allt í sláturhúsið um haustið. Þetta haust, laust fyrir réttir, tekur kaup- maður einn hér í Reykjavík mig tali og spyr hvenær ég ætli að fara að koma með dilkana mína til sín. Kaupmaður þessi hafði mikla verzlun við sveitamenn. Ég sagðist ekki ætla að láta fé mitt til kaupm. heldur í sláturhús- ið. Skýrir kaupm. mér frá því, að hann eigi 5000 kr. — fimm þúsund — krónu skuldabréf seiri ég sé útgefandi að, og eigi að greiðast bráðlega 1000 kr. í afborgun af því. Ég lýsi því þá hiklaust yfir við kaupmanninn, að ég hafi aldrei gefið út neitt skuldabréf og borgi aldrei neina afborgun af því; ef eitthvert skuldabréf væri til með mínu nafni undir, þá væri nafnið mitt stolið og þjófurinn að því væri auðvitað Ari Þórðarson. Kaupm. þessi á- málgaði þessa greiðslu 2—3var um haustið og fékk hjá mér alltaf sömu svör. En aldrei hefi ég borgað skuldabréf þetta og aldrei heyrt það nefnt nema þetta haust, líklegast að fölsunin á því hafi verið svo augljós hjá Ara, að enginn hafi viljað egia það, og enginn treyst sér til að innheimta það. Ég veit nú ekki hvort ég á að vera að hafa orð á því, að í eitt skifti sem oftar hafði ég verið allan daginn við vinnu mína. Þegar ég kom heim í Finnbogahús um kvöldið eru þau Ari og Guðrún búin að bera allt mitt dót, rúmföt sem annað, út úr húsinu, og dreifa því í kringum það. Mér fannst nú, að ég hefði verið látinn greiða fullkomlega fyrir það, þó ég fengi að hýrast í þessu húsi árlangt. Ég fór til lögfræðings, hr. Sveinbjörns Jónssonar, og lét hann þokkahjúin bera allt mitt dót inn í husið aftur. Þetta voru nú bara smámunir á móts við annað, sem ég varð að þola í sam- búðinni við Ara þettað ár. Til hægðarauka fyrir lesenduma, set ég nú hér í einu lagi stærstu upphæðirnar, sem ég tapaði af völdum Ara, að viðbættu því sem hann ætlaði að láta mig tapa (skuldabréfið) á þessu eina ári sem ég var í Finnbogahúsi. Sú skýrsla lítur þannig út: 1. Tvíborgað ráðskonukaup Guðr. kr. 1800.00 2. Borgað í Finnbogahúsi....... — 1000.00 3. Stolið frá mér peningum .... — 1100.00 4. Stolið frá mér reiðhesti . . . . — 800.00 5. Gefið út skuldabréf og nafni mínu stolið undir það .... — 5000.00 Samtals svikið út úr mér, stolið af mér og reynt að falsa út á mitt nafu................... kr. 9700.00 — níu þúsund og sjöhundruð krónur — á einu ári. Fimmtíu króna seðillinn, sem Ari gaf Guð- rúnu rúmu ári áður hefur rentað sig fremur vel hjá honum. IV. Ög nú flutti ég úr Finnbogahúsi, og þrátt V I P A N neinn kominn fjárhagslega og er það meira en margur getur sagt, sem í klæmar á honuiri hefur komizt, því svo mörgum hefur hann komið á vonarvöl. Það þarf svo sem ekki að taka það fram, að öllu þessu, sem Ari náði af eigum mínum, eyddi hann jafnóðum í við- bjóðslegustu óreglu, og nú fór Guðrún að verða honum óþörf, því til annara glæpaverka en að féfletta mig, gat hann ekki notað hana. Þó komj atvik fyrir skömmu eftir þetta þar sem hún varð honum skálkaskjól. Guðrún hafði lítilsháttar veitingar í húsi því, sem Norðurpóll var kallaður. Eitt sinn. fyrir vanalega fótaferð, er barið að dyram. Guðrún klæðir sig og opnar. Eru þá þama tvær stúlkur, kaldar og illa til reika, því veður var vont. Guðrún þekkti aðra stúlkuna, því hún hafði verið kaupakona hjá okkur í Þor- móðsdal. Stúlkurnar biðja Guðrúnu um kaffi og hleypir hún þeim inn. Þegar þær hafa fengið góðgerðir og búa^t til ferðar, gefur önnur stúlkan Guðrúnu bréfpening (dollars- seðil). Guðrún þekkti auðvitað ekki pening- inn, því það var lítið uttri dollarsseðla í Þor- móðsdal, en Ari lá þá þama í sleni eftir fyllirí og honum var sýndur seðillinn og hann þekkti hann og verðgildi hans, enda hefur Ari líka alltaf verið fljótur að átta sig á verðgildi annara manna eigna, þó hann hafi verið seinni að átta sig á eignarréttinum. Hvað um það, Ari lét Guðrúnu þýfga stúlkumar um meiri dollara. Þær höfðu þá meðferðis dollara fyrir nokkur hundruð krónur. Ari fékk þá fyrir sama og ekkert, en svö voru stúlkurnar tekn- ar fastar. Þær höfðu stolið dollurunum í út- lendu skipi. Guðrún var tekin sem þjófsnautur og fékk vægan eða engan dóm. Ekki nefndi Guðrún Ara í þessu sambandi, en meðan á þessu stóð fór Ari á óstjórnlegt dollara-fyllirí. Og tíminn líður. Guðrún hættir í Norður- pólnum. Ari yfirgefur hana. Hún er líka eigna- laus og enginn slægur í því fyrir hann að vera með henni lengur. Skömmu síðar byrjar hún þó á kaffihúsi við Laugaveginn. Ari kem- ur þar öðru hverju og hún gefur honum 2— 3—5 krónur, þegar hann er að drepast, svo kemur hann þar eitt sinn ölóður og mölvar mest allt af áhöldum Guðrúnar og svo hætti hún kaffihúsinu fram af því. Það skal tekið fram, að kaupmaðurinn á Hverfisgötunni lof- aði að borga mér 800 kr. í peningum til þess að ég kærði ekki yfir því, sem frændsystir hans og Ari beinlínis stálu frá xriér. Ég gekk að þessu tilboði og kærði ekki stuldina, en þessar 800 kr. voru ekki komnar til mín í gær- kvöldi, máske koma þær í dag, þegar póstur- inn ber út bréfin. V. Þá er nú þessi frásögn á enda. Lesendurnir geta dregið af henni þær ályktanir sem þeim sýnist, ég hefi sagt frá atvikunum eins satt og rétt og mér er unnt eftir öll þessi ár. Ég vil einungis vekja athygli lesendanna á því, að sök Guðrúnar er miklu minni en virð- ist í fljótu bragði. Að upplagi var Guðrún þannig gerð, að hún vildi ekki vamm sitt vita, en þegar hún er komin undir stjórn og áhrif annars eins fúlmennis og Ara Þórðarsonar, þá er hún í raun og veru ekki lengur ábyrg ! gjörða sinna, og einnig má taka tillit til þess, ! að Ari hafði tjáð Guðrúnu, að hann ætti stór- fyrsta verk var það áð hygla bleik eitthvað,fyrir þessa blóðtöku Ara, var ég ekki upp á

x

Svindlarasvipan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.