Svindlarasvipan - 03.02.1933, Blaðsíða 4
S V I N D
iilýrið
ii syndugg sáliia
Sálin var skilin við líkamann því hann var
dáinn, og hún hélt beina leið þangað sem svo
ótal margar sálir höfðu farið á undan henni,
hún fór niður til helvítis, — því þetta var
voðaleg glæpamannssál. — Þegar þangað kom
barði hún að dyrum og sá gamli kom sjálfur
til dyranna, glæpamannssálin segir hver hún
er, og það var eins og kölski færi allur hjá sér,
þegar hann heyrði nafnið, hann klóraði sér í
skegginu, hann ók sér öllum eins og hann
væri grálúsugur, sem hann kannski var, og
svo talar hann til sálarinnar: „Það hefir nú til
þessa ekki verið siður hér á þessum bæ, að
úthýsa syndugum sálum, og ég hefi nú um
æfina ekki kallað allt ömmu mína, en ég hefi
húsbónda yfir mér, og hann hefir bannað
mér að veita þér móttöku, þegar þú kæmir,
það er eitthvert rex í honum út af líferni þínu
á jörðunni og þú átt að mæta tafarlaust fyrir
honum sjálfum“. Og aumingja synduga sálin
varð niðurbeygð og lúpuleg. Eftir volkið í ver-
öldinni, hafði hún vonast eftir hvíldarstað í
kvalastaðnum, en nú var henni synjað um
það, og hún fór tafarlaust, og mætti fyrir
hinum mikla dómara, sem dæmir rangláta og
réttláta. Og þegar hann sá syndugu sálina, tók
hann þannig til orða:
„Þú hefir í jarðvist þinni brotið öll mín boð-
orð, og einnig öll boðorð mannanna, þú hefir
drýgt alla þá glæpi, sem drýgðir verða á jörð-
unni, þessvegna hefi ég ákveðið þér aðra
hegningu sem öllum öðrum sálum, — ég ætla
að senda þig til jarðarinnar aftur — ekki til
stóru og ríku landanna, þar sem þú áður varst,
heldur áttu að dvelja í fámennu, fátæku og
köldu landi norður undir heimskauti, þú átt
að ljúga, svíkja og stela framan af æfinni af
fátækum meðbræðrum þínum, svo þegar þú
eldist og ert orðin alræmd og illræmd, þá á
fyrirlitningin, hatrið og allsleysið, sem yfir þig
dynur að verða þér verra en helvítishegning,
eða svo þú verðir hæf í hreinsunareldinn".
Og sálin synduga hlustaði döpur í bragði á
dómarann mikla og hún sagði: „Ég verð þó
að fá einhvem líkama til íbúðar“. „Ég sé um
það“, sagði dómarinn réttvísi og læt Ara Þórð-
arson fæðast í nótt. Þ.
Skýring
Til að fyrirbyggja misskilning, skal það tek-
ið fram, að Guðrún sú, sem að var ráðskona
hjá mér, hafði fulla heyrn og fullt vit; er það
því allt önnur Guðrún sem Ari átti bam með
hér á árunum. Útgef.
Sakir rúmleysis
Þar sem ótal greinar verða að bíða sakir
rúmleysis í blaðinu, þá verð ég víst að halda
áfram útgáfunni, nema ef vera kynni að
Menningarsjóður keypti af mér efni það, sem
ég á óprentað og gæfi það svo út á sinn kostn-
að. Útgef. '
L A R A S
|Amma mín segir frá
i
Þegar Ari bjó í Vestfirðingafjórðungi, var
einn af hans næstu grönnum efnum búinn
maður og velviljaður nauðleitarmönnum. Ari
frétti fljótt, að þessi maður mundi hafa með
atorku og spameytni lagt fyrir fé nokkurt.
Það var svo sem ekki að sökum að spyrja.
Ari átti enga heitari ósk, en að geta á lævís-
an hátt náð þessum svitadropum bónda. Hann
fór á fund bónda, huldi úlfshárin undir sauð-
argærunni, bað bónda að lána sér nokkur
hundruð krónur. Bóndi vildi hvers manns
vandræði leysa og því vildi hann verða við
bón Ara, sem bað hann um sex hundruð krón-
ur í peningum. Bóndi afhenti honum spari-
sjóðsbók með tólf hundruð krónum í og sagði
honum að taka þar af hina umbeðnu upphæð,
en í þess stað tók Ari í ógáti allt úr bókinni
og skilaði engu aftur. Þetta sagði amma
mín mér. Hún var þá komin að fótum fram,
en hún áleit Ara hina mestu fingralengju og
staðhæfði, að þar hefði hún séð lengsta fing-
ur á svo litlum búk.
Ari reykir eins og skorsteinn, enda kveikir
hann oft í vindli sínum. Bar það eitt sinn við,
er hann bjó við Brákarpoll, að hann hafði
hrúgað saman hefilspónum í skála sínum.
Kveikti hann svo í vindli sínuih, kastaði eldi-
brandi í ógáti að hefilspónahrúgunni, gekk út,
skaut dragbrandi fyrir dyr og skundaði burtu.
Kviknaði þegar í hefilspónunum og gerðist
reykur mikill, komu næstu grannar hans á
vettvang, brutu upp dyr skálans, slöktu eldinn,
svo sök varð ekki að. Það segir amma min
mér, að þetta hafi Ari ekki gert viljandi, því
húsið var vátryggt hátt.
I þann tíð, sem Ari hafði vetursetu við
Brákarpoll, bjó auðugur höfðingi að Urriðaá.
Átti óðal eitt mikið, margt gripa og gangandi
fjár, svo og spesíur í þúsundatali. Ari fór á
fund þessa ríka manns og bauð honum kaup-
skap. Kvaðst hann hafa kaupskip í förum og
mikinn vaming á boðstólum, er skip hans
kæmi að landi. Sýndist bónda gott um kaup-
skapinn og varð sú niðurstaða, að Ari fékk
hjá honum fyrirfram greidda allmikla pen-
ingaupphæð og skyldi endurgreiða með vörum.
En vitanlega komu vörur þessar aldrei, því
Ari borgar engum neitt og svíkur öll sín við-
skiptaloforð. — Svo vildi amma mín ekki
segja mér fleiri sögur af Ara. B.
Ekkert rútn
Ekkert rúm er í þessu blaði til að minnast
á mótorbátinn „Tý“, sem Ari fékk mann hér
í bænum til að kaupa á 32 þús. kr. Á bátnum
hvíldi 12 þús. kr. veðskuld og fengust skömmu
síðar fyrir bátinn 5 þús. kr., svo veðhafinn
tapaði 7 þús. kr., en maðurinn sem Ari ginnti
til kaupanna, með sviksamlegu kauptilboði í
bátinn frá öreiga manni — tapaði 20 þús.
krónum.
Ekkert rúm er heldur til þess að rekja
doktorsviðskiptin við Ara, og er það því æði
margt sem: verður að bíða betri tíða.
Útgef.
V I P A N
Eplið féll lang’t
frá. eiMmmi
Faðir Ara var einn frómur, trúrækinn mað-
ur, sem ekki vildi gera öðrum það, sem hann
ekki vildi láta sér gera. Sá hann fljótt hve
mikill dólgsskapur bjó í syni hans. Olli það
honum hinnar mestu áhyggju. Tjáði hann vin-
um sínum oft í einrúmi áhyggjur sínar af inn-
ræti afkvæmis síns, sem mundi verða til hins
mesta ósóma fyrir ætt sína og af honum
standa hin mestu vandræði. Vandaði hann oft
um við soninn, en ekkert dugði. Gramdist hon-
um svo framferði sonar síns, sem í öllu var
honum mótstæðilegt. Gekk það svo langt, að
hann fyrirleit soninn af hjartans innsta
grunni og vildi ekki á hann minnast né við
hann tala og leið svo til andláts hans. Á bana-
sænginni vildi hann ekki sjá son sinn og þótt
goðar gengju milli, sat hann fastur við sitt
áform að fyrirlíta soninn út yfir gröf og
dauða. Kunnugur.
Atján rjólbitar
Þegar Ari hafði búsetu við Brákarpoll, bjó
að Krossholti ríkur héraðshöfðingi. Átti hann
þar goðorð, kvaddi búa til þingreiðar og hafði
forráð manna um allt héraðið. Bauð Ari að
segja sig í þing með honum, en með því, að
hann hafði ekki þau réttindi, sem til þurfti
að vera þingreiðarbúi, því Ara hefir ávalt
skort öll mannréttindi sakir galla sinna,
varð ekki úr þessu boði. En þetta varð til
þess, að Ari kynntist héraðshöfðingja þessum
og falaði vitanlega af honum fjárstyrk, er við
þurfti til að draga fram sitt auma líf- Spar-
aði bóndi ekki risnu við nauðleitarmenn og
vildi því hjálpa Ara, þar sem hann varaðist
ekki hver dólgur hann var. Gerðist bóndi þessi
ábyrgur fyrir föngum, er Ari hafði til fram-
færis sér og hyski sínu og kvaðst Ari mundU
launa sem hann væri maðurinn til. Launin
urðu þau, að bóndinn varð að borga alla skuld-
ina sem hann hafði tekið ábyrgð á og var það
gildur sjóður. Þóttist Ari mundi endurgreiða
en seint gekk það. Kom' þó þar að málum, að
Ari sendi honum eitt sinn átján bita af rjól-
tóbaki og bað hann þiggja gjöf þessa sem
bóndi og gerði, en nokkrum mánuðum seinna
kom krafa frá selstöðukaupmanni við Brákar-
poll til bóndans í Krossholti, þar sem honum
er tjáð, að Ari hafi komið til kaupmannsins
með skilaboð frá bónda, að fá hjá kaupmann-
inum átján rjólbita. Varð bóndi því að greiða
að fullu hina rausnarlegu gjöf Ara. Þeir, semj
þekkja lítilmennið Ara, geta vel trúað þessari
sögu. Seifur.
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON
Grettisgötu 20 A.
Prentsmiðjan Acta.