Svindlarasvipan - 18.04.1933, Qupperneq 3

Svindlarasvipan - 18.04.1933, Qupperneq 3
SVINDLARASVIPAN ir, sem læknirinn hafði orðið að borga fyrir Ara greyið. Hér hefir þessari fasteignasölu Ara verið lýst í stórum dráttum. Finnst nú lesendum þessa blaðs Ari vera maður, sem talandi sé við eða komandi sé nærri. Nei, allir skynsamir menn sjá og hafa séð, að Ari Þórðarson er villidýr í mannsmynd, andstyggð allra góða manna, eyðilegging alls viðskiptaréttlætis, óþefsdýr, sem ranglátt er að sé meðal manna, baktería, sem getur af sér hina örgustu pest í mannheimum. Með samvizkuleysi, lýgi, svik- um og fláttskap tældi Ari aleigu af Böðvari og þannig hefir hann farið með fjölmarga menn, sem í einfeldni sinni hafa haldið að hann væri maður. Er ekki öll verzlun Ara Þórðarsonar sannkölluð viðskiptameinföng, en um þau þykist hann vera að rita í blað sitt, Okrarasvipuna, og er því alltaf í ofmetnaðar- brj álæði sínu að hýða sjálfan sig og skrifa um sín eigin fjársvik og fólskuverk. Ari Þórðarson hefir gengið óslitinn glæpa- mannaferil frá því hann kom til fullorðins ára og allt til þessa tíma, en nú er hann maður sextugur að aldri. Hann tekur sér nú fyrir hendur að gefa út blað um viðskiptameinföng að hann segir og er því alltaf að forræma sína eigin viðskiptahrekki. Hvernig er það með Ara greyið, er hann orðinn geðveikur eða er hræsnin og skinhelgin svona ofarlega í skepn- unni? Margir, sem þekkja Ara greyið, álíta hann ekki með fullu ráði og því vill sá, er þetta ritar benda á, að óforsvaranlegt er að láta hann afskiptalausan og ætla honum aum- ingjanum að vinna sér brauð. Það er því ein- læg áskorun þess, sem þetta ritar, til heil- brigðismálastjórnarinnar og bæjarstjórnarinn- ar, að hann (Ari) verði tekinn undir rann- sókn og heilsufar hans prófað, svo í ljós komi hvort hann er fær um að ganga laus. Auðvitað verður allur sá kostnaður, sem af rannsókn- irni leiðir, að greiðast af framfærslusveit Ara, því ekkert hefir hann greyið til að borga með, þar sem allur hans illi fengur illa forgengur. Útskrift. úr dómsmálabók Syindiarasvipunnar. Ár 1933 í aprílmánuði var aukaréttur Svindlarasvipunnar settur og haldinn á skrif- stofu blaðsins af útgefanda þess með undir- rituðum vottum. Fyrir var tekið að kveða upp dóm í málinu: Ákæruvald útgefanda Svindlarasvipunnar gegn hans undir skuldabréfí hafi rænt frá honum ráðskonunni, hafi selt framlengingarvíxil út- gefinn af Magnúsi Sæmundssyni sem sjálf- stæðan víxil, hafi barið konurnar sínar o. fl. o. fl. og hafa öll þessi brot að því er virðist verið framin í ávinningsskyni. Þrátt fyrir marvíslegar yfirheyrslur og fregnir úr öllum nöfuðáttum og milliáttum hafa ekki fengist fullar sannanir nema að litlu leyti, en undir rekstri málsins hafa komið fram svo miklar líkur, að ókleift þykir að sýkna sakbominginn, enda að réttarins áliti óhugsandi að þetta séu allt eintómar lygasögur. Ara Þórðarsyni og í því upkveðinn svolátandi dómur: Mál þetta er af ákæruvaldi útgefanda Svindlarasvipunnar höfðað gegn Ara Þórðar- syni, hreppslim Hafnarfjarðar og Reykjavíkur- bæjar, í Reykjavík fyrir brot gegn 4., 16., 18., 21., 22., 23., 24., 26., 27. og 28. kapitula hinna almennu hegningarlaga 25. júní 1869 og lögum nr. 51/1928 um nokkrar breytingar til bráða- birgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru sem hér segir: Um undanfama áratugi hefir Ari Þórðar- son verið sakaður um allskonar afbrot, og eru þau þessi, sem rétturinn hefir tekið til með- rðar, en þau eru aðeins fá af mörgum: Sagt er að Ari sé hórsekur, sekur um nauðgunartil- raunir allt að tíu, sem þó er ekki full uppvíst, hafi tekið peningaupphæð umfram leyfi úr sparisjóðsbók Gunlaugs í Suðurríki, hafi svikið út í reikning Benedikts í Krossholti 18 rjólbita, hafi gert tilraunir til ýmsra afbrota, sem ekki voru fullframkvæmd, hafi hnuplað víxli samþ. ".i' Einari Jónssyni á Spítalastíg 10 og selt hann Þ. J. Thoroddsen lækni, hafi með svikurn fengið Böðvar Jónsson til að kaupa M/b „Týr“, bafi kveikt í húsi, hafi meitt æru og mann- orð manna, hafi gefið út ranga kæru á út- gefanda Svindlarasvipunar, hafi stolið frá hon- um bleikum hesti, stolið frá honum 1100,00 í peningum úr læstu kofforti og hafi falsað nafn Framanrituð brot ákærða, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, fæddur 26. nóvember 1875, og sem oft hefir sætt rfsidómum áður, ber að áliti dómarans að heimfæra undir 160., 169., 230., 253,46., 282. samanber 283., 217., 218., 227., samanber 228., 270., 245., 204. og 202. gr hinna almennu hegningarlaga og þykir refsing sú, sem ákærði hefir þannig réttilega til unnið hæfilega ákveðin eftir öllum mála- vöxtum 59 ára betrunarhússvinna. Verjandi ákærða fyrir réttinum hefir gert þá varakröfu, ef ákærður yrði dæmdur, að refsing sú, sem hann að áliti réttarins hefði tilunnið væri skilorðsbundin samkvæmt heimild í lögum frá 16. nóvember 1907, 1. gr., en að áliti réttarins getur þetta ekki komið . til | greina, þar sem afbrotin eru svo margvísleg : og mikilfengleg, þar sem ákærði hefir oft sætt j reísidómum og loks, að áliti réttarins stendur I hegsunarháttur sakbomingsins ekki fyrir bót- um. ; Ákærði og framfærslusveit hans greiði „in j solidum“ allan sakarkosnað. ! Á máli þessu hefir orðið nokkur dráttur, en það réttlætist með því, að mikið annríki hefir verið á skrifstofu Svindlarasvipunnar. Því dæmist rétt vera: j Ákærði Ari Þórðarson sæti 59 ára betrunar- hússvinnu, svo greiði hann og framfræslusveit ■ hans „in solidum“ allan kostnað sakarinnar, Arí á yfirreið. (Ríma). Vífa rari veiðari vart sem hjarað getur. Eitt sinn var á vergangi væskils- Ara tetur. Fýsti óteitan tálarekk teiga af heitum kossi, Melasveit hann gleiður gekk gæfuleitar klossi. Larfur fékk á föngum skil, fals ei hékk til þurðar, barði rekkur bæjarþil bóndi gekk til hurðar. Heilsaði kauði knálegum, kveið ei nauðum þungu, „mungát" bauð hann bóndanum blekking sauð á tungu. Margt var rætt, að „sumli“ sest, samt var hætt við fári. Vínið kætti bóndann best bragða gætti Ári. Ari fann þar alræðið ®efði hann það forðum, bónda-manninn merka við mælti þannig orðum: Þín er elja meiri, en mitt, margt þó kvelji skaðinn. Kýstu að selja kotið þitt krónur velja í staðinn. Bóndi hjalar, hygg ég snjallt, „hokrið" skal því láta, krónutalan er mér allt „upp á valinn máta“. Svartra hára hauskúpan hækkaði brár i svari, krafsaði Ári kaupmála,nn kænn í sárafari. Ráðs á fundum rándýrskló rauðu stundum litar — hrekkja-lundin bragð til bjó bóndinn undirritar. — Ari fyndinn fór af stað frár sem skyndileiftur, klæki-synda braut hann blað blekki-myndum greiptur. Eftir fáein augnablik — ilsku fláa hrekki — bóndinn sá, það svikastrik „svona má það ekki“. Olli graóndi um aldastig eiturbland í skálum. Nú, hefir fjandinn fróman mig flækt í vandamálum. Ari pretta í syndum svaf sést í þéttum línum, hans skal smettið heykjast af hnefarétti mínum. Lands um víða leið skal stefnt lögsögn fríð þó vanti, ei skal kvíða, alls skal hefnt eftir ríður fanti. Innrasvíða áform þétt, Ara bíður voðinn, hesti síðan hleypti á sprett héraðs fríði goðinn. Svita flutu fossarnir fáks af hluta reistum, fætur þutu þróttmiklir þvita skutu neistum. Yfir móa, urð og börð ekkert bjó þeim trega —bbwb—aga saman dró og hetjan hörð hrópaði ógurlega: „Hallo" djöfuls hundinginn hygðu að vöfum þínum, fyrst við höfum hitst um sinn hlýddu kröfum mínum. Loksins hrestur hitti ég þig haldinn flestum sökum, þú hefir hestinn minn og mig mætt af verstu rökum. Froðan draup á foldarkinn fáksins hlaupa-þjála. Flár í raupi fantur þinn fram með kaupskilmála. Ef þú hlýðir ekki mér áttu stríð að baki, skal ég hýða húð af þér heyrðu níðingsmaki. Neikvætt svar — við fláttskap fús — féll úr Ara kvofti. Sóknarsnari seggur fús svipu bar á lofti. Hræðslu fangið fúlmennið ' fult af slangurs gorti út í ganga einvígið eftirlangan skorti. Bóndann þyrsti í hefndarhnykk hann svo byrsti talið, fast svo hristi glæpagikk greyið misti skjalið. þar í synda staðar-stað stjóm og yndi mistist, sem í vindi bærðist blað beinagrindin hristist. Vargs á teig og vina án vættist heigull tári, síðast hneig með heila smán hugardeigur Ári. Eftir móðugt málareks mótaður hnjóði og svaði upp svo stóð til vammavegs var slíkt þjóðarskaði. Bragðamölur bilaði byltist ölvits harmur, afsals-skjölum skilaði skalf þá fölur garmur. Bóndinn slapp úr klækja-kló knár sem hrappinn lagði, síst var kappa um og ó oft frá happi sagði. Ari snerrinn blekkir bú bónþörf hverri staður. Spyr ég herra og heiðurs-frú: Hvar er verri maður? Forliúð snjáði af fingrunum fjármál gráðugt krafði hann, oft hjá þráðaekrunum yfirráðin hafði hann. Kaus að gleypa, fleka flá, flækja og sveipa glópa, lifði geipinn löngum á láta greipar sópa. Bændur slinga blckkja vann, bónhending fram las hann, Borgfirðingum hugði hann helst að stinga í vasann. Oft var mát hjá illráðum eftirlátan teyma, höfð var gát á garminum G o ð a r sátu heima. Illum klækjum alvanur aðeins skækjur þrá hann, hvar sem flækist forhertur •OO fjandinn hrækir á hann.

x

Svindlarasvipan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.