Kosningablað kvenna - 01.06.1922, Side 2

Kosningablað kvenna - 01.06.1922, Side 2
höfundur, er eins og kunnugt er, ekkja Skúla alþingismanns Thoroddsens. þing eftir þing bar Sk. Th. fram frumvarp til laga um, að konum yrðu veitt pólitísk réttindi. Hann var þá „hrópandans rödd í eyðimörk- inni“. En þrautseigja hans á þessu sviði og sannfæring um réttmæti þeirrar kröfu, er hann bar fram, er ekki ólíklegt að stafað hafi af áhuga og víð- sýni hinnar gáfuðu konu hans, og honum hafi þótt skjóta skökku við, að slíkir sem hún hefðu ekkert atkvæði um lands- mál. Störfum manns síns, ut- an þings og innan, fylgdi frú Theódóra með lifandi áhuga. Var þó ærið að starfa heima fyrir. þegar Skúlanna Thor- oddsen misti við, vissu kjós- endur þeirra feðga í ísafjarð- arsýslu engan, er þeir kysu heldur að fylti sætið á þingi, en frú Theódóra. það er auðvitað svo, að eng- inn af þeim, er C-listann skipa, hefir átt áður sæti á þingi, en til þess liggja svo ákveðnar og alkunnar ástæður að ekki þarf orðum að því að eyða. Hitt er eins víst, að konurnar hafa all- ar fylgst með í landsmálum, og eins og áður er á vikið, tekið þátt í þeim. Síðan konur fengu stjórn- farsleg réttindi hafa þær minst afmælis þeirra með hátíða- höldum og fjársöfnun til menn- ingar og mannúðar fyrjrtækis, nfl. Landsspítala Islands. Nú gefst konunum fyrst alment tækifæri til að sýha í verki, að þær unni í raun og veru þessu barni, er þær hafa minst ár- lega 19. júní, síðan 1915. Og þeim gefst tækifæri til að vinna á einum degi 8. júlí n. k. — landsspítalamálinu, ennþá meira gagn en þær.hafa gert, síðan þær hófu starf sitt fyrir það 1915. Fengjum við inn á þing fulltrúa, er jafn- mikinn áhuga hafa á því .máli og tvær efstu konur C-listans, trúum vér ekki að jafnhljótt mundi um það á Alþingi og verið hefir undanfarið. Og hér er mál, sem alla snertir jafnt, konur« og karla. Svo er það með flest eða öll mál, ef rétt er skilið. þér konur, eg er viss um, að mörgum — öllum þegar þér hugsið yður betur um — þyk- ir vænt um réttindin. þau eru blátt áfram viðurkenning að þér séuð m e n n éins og bræð- ur yðar. En varið yður á að lítilsvirða þau, með því að nota þau ekki, eða þá að gera það linlega, eða í hugsunarleysi. Konurnar hafa átt réttindi og glatað þeim. í fornöld máttu konur hér á landi vera vígsaðil- ar eigi síður en karlmenn. En konur þær, er mæla áttu eftir Arnkel goða, gerðu það svo linlega, segir Eyrbyggja, að á eftir var úr lögum num- ið, að konur mættu vera vígs- K O'S N IN G-ABLAÐ KVENNA Sa*uzna«vélajr. Pallas saumavélarnar sem við seldum í 20 ár eru nú komnar aftur. 011 stríðsárin hefi eg mátt bíða eftir þeim. Ekki ein ein- asta saumavél af þeirri tegund reynist öðruvísi en vel. Agæt saumavélaolía á glöáum sömuleiðis nýkomin. Halldór Sig'urðsson, Ingólfshvoli, Reykjavík. Siiui 168. Heiðruðu húsmæður! Þið þurfið ávalt að kaupa inn fyrir heimilið góðar og ódýrar vörur. Ef nokkur verslun uppfyllir þessar kröfur, þá er það Breidahlik. Kaffið ljúffenga ávalt til. aðilar. þannig varð skortur á skörungsskap þeirra kvenna, er hér áttu hlut að máli, til þess að svifta allar konur''þessum réttindum. Var þó hér við ramman reip að draga, þar sem Snorri göði var. Fornsögurnar okkar eiga engin meiri lofsorð til um kon- ur þær, er þær kynna lesend- unum, en að hún var vitur kona og skörungur mikill. þeg- ar þorbjörg digra í Vatnsfirði hafði bjargað lífi Gret'tis Ás- mundssonar og haft hann heim með sér, var bóndi henn- ar, Vermendur enn mjóvi, ófrýnn í fyrstu. En þá er hann spyi'i konu sína hví hún hafi Gretti líí gefið, telur þorbjörg Til mín koma, vikulega, menn og konur svo tugum skiftir, til þess að leggja skerf í Lands- spítalasjóðinn: gefa minning- árgjöf. það kemur þá eigi ósjaldan fyrir, að þeir fara að spyrjast eitthvað fyrir um sjóðinn, hve stór hann sé orð- inn, eða því um líkt. Eg leysi úr þeim spumingum, svo vel sem eg get, og eg hefi þá oft heyrt dáðst að því, hve ötul- ar við, konurnar, séum í fjár- söfnuninni. En svo kemur venjulega síð- asta spumingin, sú, sem hin- ar eru aðeins inngangurinn að: „Hvenær verður byrjað?“ Ilvenær verður byrjað að byggja Landsspítalann ? Úr þeirri spurningu hefi eg enn- þá ekki getað leyst. Hefi að- eins reynt að gefa góðar von- ir um, að þess yrði yonandi ekki mjög langt að bíða. Og eg það sem fyrstu ástæðu: „Að þú munt þykja að höfðingi meiri en áður, er þú áttir þá konu, er slíkt þorði að gera“. Lét Vermundur sér þetta vel líka og mælti: „Vitur kona ertu í flestu, og haf þökk fyrir“. . Enn mun ekki þrotin mann- dómslund íslensku karlmann- anna á tuttugustu öldinni, og það 'skal eg að síðustu segja ykkur, konur, að sigri C-list- ans fagna karlmennirnir ekki síður en vér. þeir fagna, eins og Vermundur mjóvi, yfir að eiga þær konur að mæðrum, systrum og húsfreyjum, er höfðu vit og dug til að vinna saman og sigra. Steinunn Hj. Bjarnason. hefi þó ávalt fundið, hvað þetta svar var út í bláinn og ófullnægjandi þeim, er spurðu. þörfin á landsspítala er lcnýj- andi, og daglega spyrja sjúkir menn og heilbrigðir: „Hvenær verður byrjað?“ það er þingsins að svara þeirri spurningu. En kjósendur geta ráðið miklu um það, á 'nverja leið svarið verður. Ef þið, nú við landskjörið, sameinið- ykkur af alhug um, að koma efsta frambjóðanda C-listans á þing, megið þið vera viss um það, að það verð- ur til að flýta fyrir því, að þið fáið svar við þessari spurningu, sem liggur ykkur svó ríkt á hjarta: • „Hvenær verður byrjað að byggja landsspítalann?" I. L. L. -----o---- Hversvegna konur hafa sérlista. Til eru þeir, sem láta í ljósi undrun sína yfir því, að við konur skulum dirfast að koma fram með sérlista nú við lands- kosningarnar. þeir telja það sjálfsagt, sem líka er rétt, að konur og karlar vinni saman, séu í ráðum um val og skip- un manna, karla og kvenna, á kosningalistana. — „Kosninga- blaðið“ telur það skyldu sína að skýra fyrir kjósendum sínum hvernig stendur á því, að kpn- urnar í þetta sinn settu úpp sérlista með konum einum. Blaðið vill þá fyrst leyfa sér að minnast á landskosningarn- ar 1916. þá var það, að Heima- stjómarflokkurinn setti á lista hjá sér eina konu. Ekki var þó leitað til kvenþjóðarinn- ar um val á þingmannsefni, ekki var hún spurð um það, hvaða sæti þessi fulltrúi skyldi fylla. það fór og svo, að 4. sæti var talið nægja; má þar af ráða, hvem árangur þessi viðleitni karlmannanna til „s a m v i n n u“ hafði. — Nú eru 6 ár liðin síðan þetta gerð- ist og komið aftur að lands- kosningum. þeim sem nú ráða stjórnmálaflokkum landsins í höfuðstað íslands hefir ekki þótt taka því að leita til þeirra kvenna, er þeir áttu að vita, að helst gátu átt upptök að kosningasamtökum meðal kven- þjóðarinnar. það var komið langt fram í mars, er konur fyrst fóru að tala um sérlista. Var þá flestum kunnugt, að karlmenn höfðu lengi starfað að því, að undirbúa sína lista. Að konur ekki buðu samvinnu að fyrra bragði, á rót sína að rekja til þess, að þeim var í of fersku minni hvernig sams- konar málaleitunum var tekið við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar hér í Reykjavík. það er því blátt áfram karl- mönnunum að kenna, að konur hafa nú sett upp þenna sér- lista. Að virða að vettúgi meir en helming allra kjósenda, sýnir hvorki stjórnmálaþroska né drengskap. Ekkert væri eðli- legra og heilbrigðara en að karlar og konur ynnu í sam- einingu að því, að koma á þing þeim fulltrúaefnum, er þau tryðu best fyrir málum þjóð- arinnar. Og væri nú svo, að völ væri góðra starfskrafta meðal kvenna, einmitt til þingsetu, þá væri það broslegt í meira lag'i, að vilja ekki nota þá krafta. Málin eru mörg sem bíða úrlausnar á þingi, og mörg ný þurfa að bætast við. Væri vanþörf á að varpáð væri nýju ljósi yfir sum þeirra? Hvort það ljós hefði blæ sérstakrar stjórnmálaskoðunar, teljum við síður þörf á, hitt hefir meira --o- Hvenær verður byrjað?

x

Kosningablað kvenna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað kvenna
https://timarit.is/publication/622

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.