Kosningablað kvenna - 01.06.1922, Síða 3

Kosningablað kvenna - 01.06.1922, Síða 3
KOSNINGABLAÐ KVENNA gildi, að málin séu skoðuð frá almennu, heilbrigðu sjónarmiði, laust við ofstæki og flokka- drátt. Og nú er komið að annari að- alástæðu fyrir því að sérlisti kvenna er kominn fram. Landið á völ á svo mörgum nýtum, starfshæfum „konum, er vilja starfa að heill þjóðar sinnar bæði út á við og inn á við. Eng- inn mun með nokkurri sann- girni bera brigöur á að kvenna- listinn, C-listinn, sé jafnvel skipaður og hinir listarnir, er fram hafa komið af karlmanna hálfu. Konur! Sýnið við kosningar þessar, að þið viljið ekki láta lítilsvirða rétt ykkar til þátt- töku í alvarlegustu málefnum þjóðarinnar. Látið karlmennina sjá að þið getið verið annað og meira en bergmál af skoðun- um þeirra í þessum efnum. ---o---- Kosningarnar og kostnaðurinn. 0 Margur spyr okkur konurn- ar: Hvernig dettur ykkur í hug að reyna að keppa við karl- mennina í kosningabardagan- um ? pið hafið engan kosninga- sjóð, getið engan launað til þess að starfa fyrir listann ykkar og engum ekið í bíl sjálfan kosningadaginn. Ekki eruð þið heldur togaraeigend- ur, kaupmenn o. s. frv., þó að Tíminn segi það, og því. síður hafið þið nokkurn Ólaf eða Hendrik til að hlaupa fyrir ykkur • landshornanna milli. — .Tá, alt er þetta satt og rétt, en við störfum nú samt að kosn- ingunum og ætlum að koma að minsta kosti einum að. Við ætlum að láta það spyrjast, að hægt sé að vinna að kosning- um, án þess að það kosti marga tugi þúsunda. Að sjálfsögðu verður ekki hjá því komist, að prentunar- og burðargjalds- kostnaður verði nokkur, en við treystum því, að hagsýni kvenna og ósérhlífni muni hér sem oftar koma að góðum not- um. Konur vita, að líkt og störfin heima fyrir þurfa elju og ósérplægni til þess að verða leyst sem best af hendi, líkt er og um stærri störfin út á við. Og ekki telur konan eftir sér sporin á heimili sínu — fyrir vandafólk sitt og vini. Og þar ser.' augljóst er, að konur þær, er C-iistann skipa, eru einmitt konur, sem erindi eiga á þing, að efsta konan, Ingibjörg H. Bjarnáson, er sjálfkjörin til þess að fylgja fram málum, svo sem uppeldis- og meptamál- um, heilbrigðis- og fátækramál- um, að hún mun með athugun og samviskusemi styðja öll þörf og góð mál, sem uppi æru á dagskrá — þá teljum við Allar hyg^nar húsmæður nota aðeins þær vörur sem búnar eru til úr beztu efnum, og eru þar af leiðandi ódýrastar. Reynslan hefir sýnt þeim, sem þessari reglu fylgja, að vöruverð og gæði eru altaf bezt í Smjörhúsími, Hafnarstr. 22. Símí 223. Ovðsending. Notid eingöngu beztu efni til þvotta cg hreing,erninga svo sem: Sunlightsápu, Brúnsápu, Crescentsápu, Litunarsápu „Twink“, „Selvvask“ þvottaduftið góða, Lux, og Y. Z. þvottaduft, Soda, Skurepulver E. K. F., Bonevox, Fægilög, Hnífapúlver, Ofnsvertu (Zebra), Skósvertu „Shinol’A“ og „Sun“ frá Verzlun G-uðm. Olsen. Við hina sívaxandi sblu á trúlofunarhringum, alstaðar að af landinu, frá verslan minnF’hér, heflr/það valdið talsverðum óþæg- indum fyrir báða aðila, auk bagalegs“dráttar, að mál hringanna hefir stundum reynst ónákvæmt, svo að endursenda hefir orðið hringana. Vit eg því biðja alla þá sem panta og kaupa hringa lijá mér, að senda nákvæmt hringmál, helst mjóa pappírsreim (t. d. úrtgömlu spili) sem lögð hefir verið stöðug yfir um fingurinn, ofan við hnúann, þannig að endar ræmunnar yddi s’aman. Hringarnir eru sendir með póstkröfu, ei' þess er óskað. Með* mikilli virðingu. Halldár Sigurðsson, Ingólfshvoli. Reykjavík. víst, að konur búi þannig í hag- inn, að þær geti 8. júlí, n. k. látið spor sín liggja á kjörstað og kjósi allar C-listann. ■ -——o--- Karlmennirnir og C-listinn. Eg tala ekki við marga, en þó hefi eg átt tal við nokkra karlmenn, sem segja að C- listinn eigi að sjálfsögðu sitt atkvæði, og það af því, að hann sé skipaður góðum þing- mannsefnum, sem dæma megi eftir því, hversu vel þær hafa rækt þau störf, er þær hafa með höndum. En nú er karlmönnunum það ekki öllum nóg, þegar kona á í hlut. þeir segja þá: Etvar er hennar stjórnmálaþroski? Hvar er henriár rökrétta hugsun? þá vil eg spyrja: Hver munur er á ungri konu og ungum manni, sem hvorugt hafa komið ná- lægt stjórnmálum, standa þar alveg jafnt að vígi? Sá munur, að hún er alin upp sem kona, hann sem karlmaður, og því verður aldrei breytt. En hafa þau eklci jafnmikinn rétt til að njóta sín bæði? Karlmanninum dettur þetta í hug, konunni hitt. Iíefir mann- kynið ráð á því að láta það órannsakað og óreynt, hvers virði það er? sem konan kann að geta lagt til málanna, og þau nýju mál, sem henni hljóta að fylgja? Um þennan marg- umtalaða stj órnmálaþroska get- ur ekki verið að tala, meðan konan ekki hefir nein bein af- skifti af stjórnmálum, og af því að hún er kona, mun hún oftar líta á málin frá nýjum hliðum. Og eru þau mál ekki talin ná happadrýgstri niður- stöðu, sem skoðuð eru frá flest- um hliðum? Ilvílík vannotkun á krafti er það ekki, að útiloka allan helm- ing mannlcynsins frá því, að leggja sinn skerf til málanna, og hversu mikil aukning, ef kraftur kvenþjóðarinnar kæm- ist þar að. það sem við konur viljum fá er fullur réttur, og þá um leið óbundnar hendur til að velja þá stöðu í lífinu, er hugur okk- ar stefnir að. Og karlmennirnir þurfa líka að sjá og skilja, að slíkur réftur myndi færa þeim blessun, bæði giftmn og ógiftum. þá mun líka aðal- staða konunnar í mannfélag- inu, sem ávalt mun verða — sem húsfreyja og móðir — sú er gætir heill neimílisins og elur upp börnin, þá verður hún hafin til vegs og virðingar og flytur þá fylstu blessun, sem kvenréttindunum f ylgj a. En þangað til eru mörg spor óstig- in. Við konur þurfum ótrauð- ar að halda saman og nota fengin réttindi. það sem við látum ógjört, er hörmulegt seinlæti. En því er ver og mið- ur að margar konur eru of sinnulausar, þekkja ekki sinn vitjunartíma, svo þetta gengur svo seint. þær hinar sömu taka í sama strenginn og karl- mennirnir og hæðast að kven- réttindakonum; á það orð er fallin nokkurskonar lítilsvirð- ing hjá- almenningi. En heill þeim konum, sem þora að koma fram í dagsljósið undir því nafni; því fleiri sem ganga undir það, því meira mun það hefjast, og að lokum verða ó- þarft, en aldrei gleymast. Við getum vel sagt, að karl- mennirnir hafi gengið eins vel fram í auknu kvenfrelsi eins og konur, þar sem þeir hafa lögleitt réttindi kvenna, áður en nokkur kona átti sæti á þingi. Ef þeir ætluðu svo að fara að hefta þetta gefna frelsi, hvar er þá þeirra rök- rétta hugsun? Ef við sigrum við þessar kosningar, þá sjá karlmennirn- ir, að sá fyrirsláttur þeirra, að ógjörningur sé að vinna að kosningum með kon- um, þar sem ekki sé hægt að treysta þeim sem kjósendum, er ekki alskostar sannur, og einnig munu þeir, þegar tím- a,r líða, finna, að eins gott er að eiga konu á þingi eins og margan karlmann. Og eftir þann tíma þurfum við ekki að fara sérleiðir með sérlista við kosningar, þá mun samvinnan verða sjálfsögð. 8. júlí næstkomandi munu margir karlmenn kjósa C-list- ann og aðrir styðja hann, bæði af því, að af þingmannsefnun- um má góðs vænta og til að styðja málefni sem verða má alþjóð til heilla, og ef konur gera skyldu sína, þá kjósa þær allar C-listann, af sömu ástæð- um. -----o---- Af 28000 kjósendum sem á kjörskrá eru til landskjörs, er fullur helmingur konur. Samt' þykir karlmönnunum það goð- gá að konur vilji eignast einn fulltrúa á þingi. I

x

Kosningablað kvenna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað kvenna
https://timarit.is/publication/622

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.