Skutull

Árgangur

Skutull - 08.08.1924, Blaðsíða 1

Skutull - 08.08.1924, Blaðsíða 1
‘^Vs Ritstjóri: síra Gruðm. Gruðmundsson. II. ÁR. ísafjörður, 8. águst 1924. 32. tbl. Auður og heillirigði. (Framh) Það lá Hka við sjálft að Móðu- harðindin legðu smiðshöggið á, svo að úti væri um þjóðina. I sex ár 1785—1790 má kalla að þjóðin sé bókstaflega að berjast við dauðann. Fóikstalið öll þau árin fyrir neðan 40 þúsundir. Siðan lifnar nokkuð við á síðasta áratug aldarinnar, svo að í lok hennar er fólkið kring um 47þúsund. Fyrstu 20 ár 19. aldar hjakkar í saina farinu (fjijlgun um 1000). Næstu 30 árin vinst nokkurn- veginn stöðugt á, og um miðja öldina er fólkstalan komin upp í 60 þúsundir. Árin 1850-1880 þokast ofboð hægt áfram, en svo kemur aftur- kippur milli 1880—1890. Var fólkið rúml. 70 þús. árið 1890. Ameríkuí’erðirnar áttu ' einna mestan þátt í nefndum afturkipp, og svo gjörðu mislingarnir 1882 ekki litið til. Árin 1800 -1890 fjölgaði lands- fólkinu als um nálega 23 þúsund. Þetta er að vísu ekki mikið, en samt ótvírætt lífsmark með þjóðinni, einkum þegar þess er gætt, að mestan tímann voru sárfáir læknar og næstum engar almennar ráðstafanir til að bæta heilsufarið, utan bólusetningar. Um 1830 er barnkoman afar- mikil, nálægt 50 af þúsundi; hafði einnig að undanförnu Verið há 30—40°/0o- Þar eftir fer bún að smá minka að jafnaði og eftir miðja öldina þverrar hún jafnt og þétt, þó ekki fari hratt. Áður nefnd fjölgun fólksins hefur þvi engan stuðning í meiri viðkomu, tiltölulega, heldur þvert á móti. Fjölgúnin kemur af því, að manndauðínn þverrar; einkum barnadauðinn. Hann minkar stórlega, og næst «um i skyndi, um eða litlu eftir miðja öldina. Var þá sem drep- sótt lótti því lengi taldist svo tii að þriðjungur barna dæi áður þau urðu árs gömul. Þegar leitað er eftir hverju þverrun manndauðans sé að þakka iná glögt sjá, að hún kemur af því að lífskjör landsmanna batna. Hungrið minkar og klæðleysið; húsavistin skánar; fæðið verður margbreyttara og notalegra, og aðbúð öll tekur bótum. Vaxandi mannúð á ekki iítinn þátt í þessu, en mestu veldur þó að bjargarvegum fjölgar og úrræðum. VersLun batnar tii mikilla muna og samgöngur við önnur Lönd aukast; innanlands batna þær einnig. Þjóðin hefur úr meiru og meiru að spila og ver tiltölulega miklu af þvi almenningi til hagsbóta. Bændur fara betur raeð fólk sitt og landstjórnin gjörir sór annara um landslýðinn. Eéttur aimennings til fæðslu, fræðslu og hjúkrunar er skýrar viðurkendur en fyr, og honum betur fullnægt í framkvæmd. Að sönnu var alt þetta hálf- gert naumasmíði, unnið með hang- andi hendi og trauðum huga af mörgum, en gekk yfir böfuð í rétta átt, mátti gott heita hjá því sem áður var, og bar svo mikinn og Ljóslega góðan árangur, að engum getur blandast hugur um, að þaðan stafar lenging mannsæfinnar, að meðaltali, og fólksfjölgun sú, sem varð í landinu. Síðan 1890 fjölgar fólkinu jafnt Og þétt án teljandi afturkippa. Barnkoman fer fremur þvorr- andi en vaxandi. Ungbarna dauð- inn minkar óðum og er nú varla yfir 70 af þúsundi; ef til vill ekki svo mikill. Ekki þarf að efast um að allir viðurkenni, að æskilegt sé og eftirsóknarvert að lífskjör lands- manna, heilsa þeirra og hreysti fari eftirleiðis síbatnandi og full- komnist meir og meir, eftir því sem stundir líða. EkLii mun mönnum heldur veita torvelt að skilja, að þjóðin þarf að auðgast stórlega ef þessu skal framgengt verða. En búast má við að allmargir ætli mest undir því komið að auður þjóðarinnar í heild, vaxi sem mest og festist í landi, en ætli hitt mmnu skifta hvernig hann deilist meðal manna og til hvers hann er hafður. Þetta er þó hinn mesti mis- skilningur, til hvers sem litið er. Mikil misskifting auðsins hefur hjá öllum þjóðum spilt siðunum þegar til lengdar Lét og að lokum sókt þeim í lifshættulega spillingu. Bæði stór auður og mikil ör- birgð elur á veikleik og vonsku manna hvert á sinn hátt. Ekki veitir auðsafn neina trygg- ingu fyrir aukning þekkingar meðal manna, ekki einu sinni þeirra riku, því síður hinna snauðu. Yarla mun auð þjóðar vorrar hafa í annan tima verið ójafnar ekift en orðið var um 1200. Þeir siðferðislegu, eða róttava siðspillsndi, ávextir þeirrar skift- ingar Létu ekki lengi bíða eftir sér. Síðustu tvo tugi 12. aldar sáu vitrir menn allgjörla til hvers tók að draga, enda loið eigi langt fram á 13. öldina áður það sást, að ótti þeirra og uggur hafði síst verið ástæðulaus. Á 14. öld var allmikill auður í landi liér, en mikill fjöldi lands- manna hafði hans litlar nytjar; menta öld er liún engi talin, og óstjórn mörg og ósiðir þótti liggja í landi. — — — Rúmsins vegna verður að láta þessi dæmi nægja, en miklu fleiri mætti til tína úr gögu lands vors í heild sinni og ekki síður úr vissurn sveitum. Suður-Þingeyjarsýsla var hvergi nærri jafn fósterk sem sumar aðrar sýslur landsins á 19. öld, en þar var efnum jafnar skift en annarstaðar, auðmenn færri og smærri, öreigar slíkt hið sama. Hún hefur líka í full 80 ár, að

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.