Skutull

Árgangur

Skutull - 08.08.1924, Blaðsíða 3

Skutull - 08.08.1924, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 H ú s n æ ð i. Þann 1. sept. þ. á. óskast á leigu 1 stór stofa eða 1 stofa og eitt herbergi. Þeir sem hafa kynnu slikt húsnæði á boðstólum snúi sér til Jóns Bjarnasonar fyrrum lögregluþjóns. Isafirði 4. septemher 1924- jBjarni Gunnargson, yólamaður. Harðstjóraroir gera ekki menn að þraslum. Það eru þrælarnir sem gera menn að harðstjörum. Er oss ekki oft sagt: Alþýðu manna líð- ur vel — að minsta kosti er hún ánægð. En það er einmitt þessi dýrslega ánægja, þessi velliðan sem engin velliðan er, sem vér viljum lýsa i bann. Vér viljnm vekja almenning til meðvitundar um ánauð sina. Vór viljum gera hana öánægða með ástandið eins og það er. Vór viljum sjá hina vinnandi menn, störa og djarfa, með miklar þarfir og háar kröfur. Vér viljum sjá þá vitra, skynsama og einbeitta. Vór viljum sjá þá rneð augun opin. Vér viljum láta þá öska eftir hærri tekjum, at- vinnuieysistryggingum, prýðileg- um heimilum, fleiri tömstundum, meiri menningu og ágætara lifi i hinni fylstu merkingu þess orðs. Vór viljun iáta hinu vinnandi lýð þrá hina háleitu gleði þess heims sem reistur er á róttlæti. En um- fram alt viljurn vór láta hann 'VÍnna að því að stofns'etja' slikan lieim. Læknablaðið flytur 1. þ. m. svo Jþljóðandi tilkynningu frá land- lækni: „Tilkynning til lækna um áfeiigi til lækninga. Uómsmálaráðuneytið hefir í brófi, dagsettu 10. þ. m., beðið mig að „brýna það alvarlega fyrir læknum landsins. að þeim beri með nákvæmui að fara eftir fyrir- mælucu áfengislöggjafarinnar, og að þeim só skylt að nota hin fyrirskipuðu eyðublöð undir á- fengisseðla.“ „Lyfsölustjóra hefir samtimis sem umsjónarmanni lyfjabúðanna verið skrifað um málið.“ Ástæðan til þessarar aðvörunar er sú, að einn læknir hefir nýlega verið kærður opinberlega fyrir það, að hafa skrifað átengisskamt án þess að nota hin fyrirskipuðu eyðublöð, og viðkomaudi ljTsali jafnframt kærður fyrir það, að hafa látið úti áfengið eftir þessum ólöglega lj'fseðli. Læknar eru því beðnir að hafa jafnan í huga reglugerð 7. ágúst 1922 um sölu áfengis til lækninga. Landlæknirinn. Reykjavik, 14. júlí 1924. Gt. Björnson.11 Úr því svo vel er við brugðið út af einu ólöglegu brennivins- recepti, hvað skyldi þá ekki þegar fram koma þúsundirnar hóðan úr verksmiðjum þeirra E. Kórúlfs og Halldórs Georgs. Á iimtug-safmæli Guðmundar sál. Guðmundssonar skálds þ. 5. sept. n. k. er ráðgert að komi út eftir hann ný bók. Eru það þýðingar erlendra ljóó i eftir ýmsa frægustu höfunda. Guðm. sál. hafði unuið að þessum þýðÍDgum um margra ára skeið, og vandað mjög til þeirra. Sjálfur hafði hann búið bókina undir prentun áður hann féll frá. Bókin verður 8 arkir að stærð og kostar 5 krónur fyrir áskrifendur. Ætla vinir skáldsins að kosta út- gáfuna og gefa ekkjunni alt upp- lagið. Alt andvirði bókarinnar rennur því til ekkju og dætra skáldsins. Þeir sem þeirra vegna eða sjálf sin vilja gjörast kaup- endur bókarinnar, ættu að gjöra þsð sein fyrst. Áskrifendalistar liggja hjá bóksala Jónasi Tómas- syni og í báðum bankaútbúunum hér. , Auður og Tit. I háskólann í Maine í Banda- rikjunum voru innritaðir i ár 3B0 nýir stúdentar. í vor voru lagðar fyrir þá ýmsar spurningar til þess að komast að því hve djúpt þeir ristu í almennri mentun. 65 af þessum 350 hóldu að Y\rilliam James hefði verið frægur ræningi. Einhver sagði að William Shakespeare hefði samið skáld- söguna „Yauity Eair“. Disraeli var skáld. Einn sagði að Marthin Luther hefði verið faðir Mósesar. Og annar sagði að Mósas hefði verið rómverskur keisari. Þá vantar ekki peningana há- skólaua í Ameríku. En það er eins og að þá vanti eitthvað annað. Dólgahrelling, Nokkrir brennivinsdólfrar sem kalla sig ,.borgara“, berast hörmulega af í Vcsturlandinu síðast vegna rannsókn- aritinar og þess að bún er hljóðbær orðin. Skoyta þeir skapi sínu á stjórninni, sem Vesturlandinu liefur þótt bærileg hingað til. Þeir um það. Hitt má kalla mikils vert, að bafa það „svart á hvítu“ frá þeim, að skylt só að breiða yfir atbafnir svo nefndra ,,stéttarbræðra“ hve svívirðilegar sem væru og lögum gagnstæðar. Einnig er meir en broslegt þegar þeir gefa í skyn, að afskifti héraðs- læknisins af þessu máli bafi verið nokkurskonar Sarukeppnisbragð gegn þeim E. Kórúlf og Halldóri Georg. Rétt eins og samkeppni væri bugsan- leg þeirra í milli. Hverjum ætli detti í bug að bann vi lji þeim í nokkru Hkjast, eða þeir, úr þessu, Verði svoloiðis „menn á mosanum11 að þá langi til að iæra nokkuð það, er gæti gjört þeim fært við hann að keppa í læknislist? Ouðm. Guðm. W VERSLIÐ VIÐ KAUPFÉLAGIÐ! -W

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.