Skutull

Árgangur

Skutull - 08.08.1924, Blaðsíða 2

Skutull - 08.08.1924, Blaðsíða 2
2 SKUTULL minsta kosti, verið jafn vel ment sem nokkur önnur sýsla landsins og flestum þeirra miklu betur. Fésýsla í gróða skyni, að eg ekki tali um ágirnd og búksorg, dregur bngann frá æðri efnum, og freistar til að meta auðæfin hærra en vera ber, og gjörir loks marga að þrælum síns eigin fjár. Eymd og örbirgð leiðir altaf að satna marki þó aðra slóð fari. Þvi er jöfn nauðsyn að létta af mönnum oki auðs sem örbirgðar. (Framb.) Hinn sanni óvinur.1) „Núverandi þjóðskipulag lifir ú þolinmseði fátœklinganna.11 Antole France. „Oreigarnir 'eru ekki kúgaðir af því að kúgararnir fyrirlíti þá og vantreysti þtúm, beldur af því að þeir lyririíta og vantreysta sjálfum sér.“ Bernhard Shaw. HugsiÓDÍr jafnaðarmanna eru ævagamlar, en sem flokkur erum vér tiltölulega ungir. Aðal hlut- verk vort er þvi fræð'lu oil út- breiðslustarf. Yér verðum að fræða og vekja kver annan. Menn geta fæðst til skoðana, ihaldsmanna og frjálslynda flokksins, en sannfær- ingar jafnaðarmanna verða menn að afla sér sjálfir með aDdlegu erfiði — með því að beita ekyn- seminni og siðferðilegu innsæi voru. Mjög oft þurfa jafnaðarmenn, í pólitískum skilningi, að afneita foreldrum sínum, bræðrum, systr- um og vinum, til þess að geta verið trúir ljósi framsöknarinnar. Alvarlegar staðreyndir og strang- ur virkileiki hafa aflað hreyfing- unni sona og dætra. Skoðanir jafnaðarmanna eru sprottnar af athygli og íhugun. Þeir lesa og nema. Þeir spyrja. Þeir beita skyn- seminni. Þeir liugsa. Stærsti þröskuldurinn á vegi vorum til framfara er fáfræði, hirðuleysi og hleypidömar alþýð- ') Þetta er fyrsti kafii samnefndrar bókar um pólitík jafnaðarmanna eftir enskan skólastjóra Dan Griffilhs. For- sœtisráðherra Brota J. R. Macdonald hcfir skrifað formála fyrir bókinni og telur hana hina ágætustu í sinni röð. Hér tala þvi liinir skynsömu onsku jafnaðarmenn som ihaldið okkar er svo hrifið af—en líklega af því að það or svo langt í burtu. unnar sjálfrar. Það er þetta sem er skrímslið á veginum, hinn sanni óvinur, sá grundvöllur sem allui óréttur hvilir á. Alþýðan hefir höfðatöluna, flest atkvæðin og gæti þvi haft yfir- höndina i allri pölitík. En það er kunnugt um allan heim, að hið raunverulega vald heunar nær ekki tíunda hlutanum af þvi valdi, sem hún á ráð á. Það sern hana vantar er þekkÍDg. Hvernig svo sem því er varið þá hefur alþýðan ekki komist til skilDÍngs á kjörum sínum og kringumstæðum. Hún þekkir ekki þær staðreyndir sem liggja til grundvallar fyrir lifi hennar. Hún gerir sér enga grein fyrirhvernig henni er stjörnað. Hún hefir elcki komið auga á það, hvernig aðrir féfletta liana. Húu áttar' sig ekki á þeim skollaleik sem leikinn er með hana. Hún ber ekki skyn á grundvallaratriði hagfræðinnar. Hún veit ekki einusinni livað kaupgjald er. Hún skilur ekki eftir hverju það fer hvort dýrt eða ódýrt er að lifa. Hana grun- ar ekki hvers vegna margir eru fátækir, en fáir rikir. Henni eru ekki kunnar orsakir atvinnuleysis- ins. Hana örar ekki fyrir orsökum og tilgaDgi styrjaldanna. Hún hefir ekki hugmynd um það, sem kallað er imperialismi. Hún ser ekki verkanir auðvaldsi ns. Henni er jafn vel dulið sitt eigið gildi. Hún finnur okki hvað hana vantar. Hún er sér þess ekki meðvitandi að hún er ánauðugur þræll. Hím veit ekki að hún veit það ekki. Hún gerir sér ekki Ijóst hvernig hún er þrælkuð fjárhags- lega, Hkamlega og andlega. Menn segja að þeir hafi ekki á- huga á stjórnmálum. Þeir vilja heldur eyða tómstundum sínum í reyfaralestur, föndur í höndunum eða bíósetur. Þeir botna ekki í til hvers stjórnmál eru. Þeir hafa eltki kugboð um að nokkurt sam- band só á milli atkvæðagreiðslu og lifskjara þeirra. Þeim er hul- in orsök þjánÍDganna. Þá svíður ekki undan hlekkjunum sem þeir bera. Þeir greina ekki í sundur vini sina og óvini. Þeir elska herra síoa af þvi að þeir þekkja þá ekki. Þeir kyssa á kendurna á böðl- um sinum. Þeir kjósa atvinnurek- endurna á þingið og i sveita- stjórnirnar og ganga evo í verka- mannafólögin til þess að leita þar verndar fyrir afleiðingunum af sínu eigin athæfi.*) Þeir hjálpa burgeisunum til valda og vand- ræðast síðan út af atvinnuleysinu og baslinu. Þeir beita ekki skyn- seminni. Þeir hugsa ekki. Yit-anlega eru sjálfir burgeisarnir og þeirra nánustu attaniossar harðsnúriir andstæðingar. En þeir eru í svo miklum minni hluta, að einir út af fyrir sig megna þeir ekkert. Ef stéttabaráttan væri barátta milli ríkra og fátækra væri henni lokið fyrir löngu. En fjöldi fátæk- linganna hefir skipað sér undir merki auðkýfinganna, og þö nokkr- ir rikir menn tekið að eér mál- stað öreiganna. Auðagu stéttirnar, ræningjarn- ir, eru ekki verstu andstæðingarn- ir. Hættulegustu andstæðingarnir oru þeir sem rændir eru, öreig- arnir sjálfír. Eins og Robert Tress- all segir: „Þeir eru hinn sanni ó- vinur — þessir kavbættu mann- vinir, sem láta það ekki nægja að gefa sig undir okið eins og uxar, öðrum til gróða, heldur verja þettá skipulag og rísa gegn öllum urnbótum. Þeir eru binir sönnu kúgarar, þessir menn, som tala um sjólfa sig eins og „vora líka“ sem bafa lifað i örbirgð og nið- urlægingu alla sina æfí, og telja að það sem þeir hafa búið við, sé nógu gott fyrir börnin sem þeir hafa hjálpað inn i veröldina. Það eru þessir menn sem era ábyrgð- ina á því að þessu skipulagi er kaldið áfram.“ En þannig hefir þetta æfinlega verið. Rakari nokkur vitnaði á móti Francesko Ferrer, uppeldis- frömuðinum spanska, sem skotinn var, ásakaður um villutrú ogupp- reist. Þegar unnið var að því að gefa þrælunum i Ameríku frelsi, voru það ekki þrælaeigecdurnir sem beittu ábrifamöstu mötspyrn- unni, dó heldur prestar falsaðra trúarbragða, þö að þeir héldu margar samkornur til þess að verja þrælahaldið. Þrælarnir sjálf- ir voru hættulegustu andstæðing- arnir. Þeir skildu þetta ekki. Þeir höfðu aldrei frelsið þekt. Þá laDgaði ekki til að vera frjálsir. „Massa11 (3- húsbóndinn) var svo góður við þá! Og svo er það þann dag i dag. *) Svo langt eru íslenskir verkamenn yfirleitt ekki komnir.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.