Skutull

Árgangur

Skutull - 26.02.1928, Síða 3

Skutull - 26.02.1928, Síða 3
SKUTULL 3 Hefir það.þegar sýnt sig nokkuð. Því að almælb er, af þeim, sem þar á kunna best skil, að engu því sem nemur af áfengi, hafi verið laumað hér á land, síðan tollvörðurinn kom. Er það- því eftirtektarverðara, sem áfengís- neytendum hér hefir aldrei ver'ið meiri þört á smyglun en einmitt á þessum tima, þar sem Hæsti- réttur hefir sett stíflu nokkra í helstu áfengisuppspretturnar i bæn- um: læknana og iyfjabúðina. Er óskandi að stjórnin láti verða. framhald á þassari ráðstöfun og má ekki minna vara, en hér á ísafirði sitji sífelt einn tollvörður, en annar ferð.ist um áðra Vestfirði. Áfengið og gáfu.rnar. „Eg hefi alla æfi verið að kynn- ast góðum mönnum og gáfuðum, sem hafa verið að stytta sér aldur með áfengisnautn. Eg kalla áfengið verstu gildruna, sem lífið leggur fyrir afburða gáfumenn, og eg er þess íullviss, að ákvæðið um áfengisbannið í stjórnarskránni, er stærsta framfarasporið, sem Banda- ríkin hafa stigið, síðan þrælahaldið var afnumið.u (Upton Sinclair í „Money Writesu.) ITrát a,l]pincri. Þaðan er helst til tíðinda, að frumvarpið um laun yfirsetukvenna var felt við mikinn atkvæðamun, við 1. umræðu, var þó að eins farið fram á sanngjarna hækkun launa þeirra. Er ekki að sjá, að yfirsetukonurnar,'eigi upp á pall- borðið hjá þjóðinni. Frumyarp Erlings og Ingvars, um síldareinkasölu, er komið tjl neðri deildar og samþykt til 3. umræðu. þar. Er svo að sjá, sem það muni ganga ^fram óbreytt. Frá 1. maí þ. á. skal vera einka- sala á saltaðri og kryddaðri sild, eða verkaðri á annan hátt til út- flutniúgs. Stjórnina hefir B manna stjórn á hendi, og nefnist útflutn- ingsnefnd, 3 kosnir af sameinuðu alþingi til þriggja ára, 1 skipaður af verklýðssambandi Norðurlands og 1 af Útgerðarmannafélagi Akur- eyrar, eða víðtækari félagsskap nyrðra. Hæður nefndin tvo fram- kvæmdarstjóra, er hafa jöfn völd. Hafa þeir skrifstofu á Siglúfirði. og allar framkvæmdir’ einkasöl- unnar. Þingsályktun er fram komin, um að fela stjórninni að láta koma. tih framkvæmda lögin um stein- olíueinkasölu, frá árinu 1917. Þá mun og koma fram frumvarp frá jafnaðarmönnum, um tóbakseinka- sölu. Fjárlögin koma til 2. umræðu í þessari viku, litið breytt. Til félaga „Baldurs". Kæru félagsbræður og systur! Sérhver félagsskapur saman- stendur af mörgum einstaklingum, og velferð fólagsins er undir því ■komin,'hvað einstaklingarnir vilja hugsa og breyta gagnvart þv'i. Verklýðsfélagið hérna á Isafirði hefir hingað til staðið af sér alla utanaðkomandi storma. En það þarf.að gjöra meira. Ekkert félag getur staðið lengi, án þess að fá inn sín lögboðnu ársgjöld, og hver einasti meðlimur þe9s verður að hafa hugsun á og góðan vilja til að standa í skilum árlega. Ef tilfinnánlegur misbrest- ur verður á þessu, er félaginu haétta búin. Þess vegna, góðu félagar, vil eg alvarlega rnælaet til þess, að þið heimsækið mig sem allra fyrst og greiðið ársgjöld ykkar, bæði gömul og qý. . Afsláttur gefinn af gömluni skuldum eftir samkomulagi. Sé eg ekki heima, skiljið þið eftir nafn ykkar. og heimilisfang, og mun eg þá heimsækja .ykkur við tæki- færi. Verður hjálpin hundraðföld h,ér, er inest á ríður, vilji þessi greiða gjöld glaður verkalýðq,r. Hjálmar Hafliðason. Tangagötu 4. Elepliant oigarettur (Fíllinn) erú ljúffengar#og.kaldar, mest rcyktu eigarettur hér á lahdi. S-U-N-N-A besta ijósaolía. 37 aura kg. = 28 aura ltr. 2£s/u.p£élagið. Sýnd vciði — ekki gefin. Á norsku skipi, sem var á leið til ltvíkur með salt, brotnaði stýr- ið, og flaut það því stjórnlaust um hafið. Sendi það skeyti í allar áttir. Korn þá til fjöldi skipa og vildu draga skeiðina til lands. Var Goðafoss um tíma talinn einna líklegastur til 'að lenda í krásinni og innvinna sínum eigendum þar með ca. 100000 kr., en ekkert varð samt af því. Norskt björg- unarskip varð hlutskarpara. Þakklætl. Sjúklingar í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar hafa beðið Skutul að færa Leikfélagi Isafjarðar og söngflokk Jónasar Tómassonar bestu þakkir, Leikfélaginu fyrir það, að það bauð öllum rólfærum sjúklingum á „Lénharð fógeta“ s. 1. föstudag og söngflokknum fyrir sönginn í. Sjúkrahúsinu á sunnudaginn. •W VERSLIÐ Vlf) KAUPFÉLAGIÐ.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.