Skutull

Árgangur

Skutull - 24.04.1928, Síða 2

Skutull - 24.04.1928, Síða 2
3 SKITTETLL Nokkrar smágreinar. Eftir William J. Robertson. William J. Itobertson er merkilegur Bandaríkjamaður. Hann er af ættum lærðra manna og var mjög bráðþroska. 6 ára gamall var hann bókstafstrúar- maður. 8> ára tók bann að efast. 9 ára gamall var hann orðinn fribyggjumaður og hefir verið það síðan. Þegar hann var 12 ára þótti honum þröngsýnið svo mikið í föðurhúsum, að hann flýði að heiman, fór borg úr borg og land úr landi. Hann lærði Qölda tungumála og var sílesandi og nemandi. Vann fyrir sér með kenslu, en stundum með erfiðis- vinnu. „Eg kyntist örbirgð, þjáningum og kúgun“, segir hann. „Eg sá með eigin augum gleðisnautt og sóiarlaust líf ahnennings. Á þeim tíma mótaðist lund mín og lífsskoðun. Þessari reynslu minni á eg að þakka tvent það, sem er sérkennilegast fyrir mig: Djúp, ef til vill sjúklega viðkvæm, samúð með kúg- uðum og undirokuðum, og áköf and- stygð á allskonar óróttlæti og grimd.“ 15 ára gamall var liann í Rússlandi i hópi byltingamanna, og slapp við fang- elsi að eins fyrir það, að lögreglan gat ekki trúað, að hann, svo ungur, gæti verið eins hættulegur og hann i raun og veru var Lærdómur hans var þá orðinn undraverður. Rússnesku kunni hann eins og sitt móðurmál og latínu talaði hann og ritaði eins og hann hefði aldrei numið annað mál. Fertugur er hann kominn heim aftur og tekur þá lyfsalapróf (1890) og tveirn árum siðar tekur hann próf í læknisfræði. Hann lagði fyrst. fyrir sig kynsjúkdóma og varð þektasti læknir í þeirri grein í New York, auk þess sem liann hefir verið talinn þar öllum læknum fremri í lyfjafræðisþekkingu. Hélt hann um tima skóla fyrir lyfsala, var ritstjóri læknatímarita og hafði á hendi marg- vísleg trúnaðarstörf. En þetta hefir hann ekki látið sór nægja. Hann hefir haft óstjórnlega löngun til að endur- bæta þjóðfélagið, og tekið að sér hvert málið öðru óvinsælla og barist fyrir þeim eins og ljón. Auðvitað hafa Banda- ríkjablöðin verið lokuð fyrir honum, og því hefir hann haldið úti blöðum sjálf- ur, som stundum hafa þö verið bönnuð. Sumum af hinum óvinsælu skoðunum hans kynnast menn af%ftirfarandi smá- greinum, teknum úr blöðum hans. Nokkrir oröskviðir. Eg trái því, að grimd mann- anna sé fremur sprottin af heimsku þeirra en illu innræti, að heimsk* an sé sprottin af fáfræði og að fáfræðinni sé &f ésettu ráði við- haldið af auðinönnunum, með stjórnarfyrirkomulagi þeirra, kirkj- um þeirra, en um fram a!t af blöðum þeirra. Nú á tímum eru blöðin mesta bölvun mannkynsins, frelsinu hættulegust og erfiðasti þröskuldur í vegi mannlegrar farsældar, kær- leika og bræðralags** Ríkið er til fyrir mennina, en mennirnir ekki fyrir ríkið. „Mitt land framar öllum öðrum, með róttu eða röngu“, er ill kenn- ing og aiðlaus. Hún hefir leitt til mikilla hörmunga, hermdar og niðingsverka. Eg trúi því, að tilraunin, sem verið er að gera í Rússlandi, só dásamlegasta tilraunin, sem nokk- urn tíma befir verið gerð i heim- inum. Ef byltÍDgin í Rússlandi verður gerð að engu af rússneskum ihalds- mönnum með aðstoð erlendra byssustingja, fær heimurinn aidrei að vita, hvort bolsóvisminn er stærsta framfaraskref mannkyns- ins, sem bjargar því frá glötun, eða óframkvæmanlegir draumórar. Eg trúi því, að dómur sögUDnar verði eá, að leiðtogar bolsóvíkanna rússnesku hafi verið hinir mestu hugsjónamenn, eem veröldin hefir þekt, og að þeir hafi látið stjórn- ast af hinum göfugasta mannkær- leika. Sagan mun segja að þeir hafi gripið til ofbeldis, eingöngu til nauðsynlegrar sjálfsvarnar gegn óvinum Hússlands, svöitu hundr- uðunum og öðrum íhaldslýð, sem vildu reisa zar-dæmið við aftur í þessu ógæfusama landi. öfgamenn i róttækum og mann- fólagsbætandi hreyfingum gera þeim stundum meiri skaða, en sjálfir óvinirnir. Að prédika ofbeldi til þess að kollvarpa stjórnum í löndum, sem hafa lýðræði og almennan kosn- ingarrótt, er óviturlegt, skaðlegt og glæpsamlegt. Það sem á við og er rótt í einu landi er ekki endilega við- eigaiidi og rétt i öðru. Eg trúi því, að hið versta „rauða ofbeldi11, sem nokkurn tíma hefir þekst i veröldinni, blikni og verði að engu í samanburði við „hvítt ofbeldi“ á sama tíma, eða það sem eg kýs heldur að kalla „svart o!beldi“. Svo var þes3u farið um frönsku stjórnarbyltinguna og einnig um Finnland og Rússland nú á tímum. Eg trúi sjálfum mór, á einlægni mína, heiðarleik og sannleiksást, og að eg bó mór ekki meðvitandi um neina hleypidóma. Eg tala sannleika, eftir því sem mór kemur hann fyrir sjónir, án Dokkurs til- lits til afleiðinganna fyrir sjálfan mig. Einkunnarorð lifs míns hafa verið: Earsæld og siðleg, and- leg og likamleg velfarnan mann- kynsins. Yér þörfnumst róttækrar bylt- ingar: I stjórnarfari, iðnaði, trúar- brögðum og siðferði. Vér þurfum að gerbreyta sambúð mannanna og viðskiftum þjóðanna. Vór þörfnumst meiri kærleika, meira ljóss, meiri velvildar, meiri skynsemi, meiri skilnings, meiri fyrirgefningar. Trúarjátning. Eg trúi því, að eg hnfi nokkuð á hjarta og eg ætla mér að segja það. Eg trúi því, að veröldin fari dagbatnaDdi. Eg trúi því, að mennirnir sóu i eðli sínu góðir. Eg trúi því, að langmest af illverkum og rangsleitni þessa heims só sprottið af fáfræði og örbirgð, eða öllu heldur af ótta við örbirgð. Eg trúi þvi, að bókstafsþræl- dómur og trúarhleypidómar bafi valdið meiri hörmungum, þjáning- nm og hatri og hafi hindrað fram- sókn mannanna meira en nokkurt eitt atriði annað. Eg trúi þvi, að einhver mesti óvinur mannkynsins só sá, sera æsir upp trúarbragðadeilur og kyn- flokkahatur. Eg trúi á svo mikið frelsi, sem unt er að sameina fullkomnu til- liti til róttinda annara. Eg trúi því, að það só skylda vor, að keppa að sem mestri líkamlegri og andlegri fullkomnun. Eg trúi því, að það sé skylda vor að vinna að líkamlegri, sið- legri og andlegri velferð með- bræðra vorra, svo að veröldin verði agnarögn betri er vór skilj-

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.