Skutull

Árgangur

Skutull - 04.05.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 04.05.1928, Blaðsíða 2
3 SKUT’BXiL 1. Að eÍDn maður bafí áður nnnið verk þeirra þriggja, sem nú eru á skrifstofunni. 2. Að hann hafi enga hjálp þurft til að gera reikninginn. 3. Að hann hafi getað ekilað reikningnum á nokkurn veginn róttum tima. 4. Að eitthvað af eftirstöðvun- um (17 þús.) hafi verið sjóðeign. 5. Að útÍ8tandandi skuldir hafi líklega verið um 30 þús. krónur. Skulu nú færð rök fyrir þessu. Einn maður hefir aldrei unnið verk þau, er þrír menn vinna nú á skrifstofunni, af þeirri einföldu' ástæðu að stofnanir þær, er mest hafa aukið bæjarskrifstofunni fyrir- höfn, voru ekki til á meðan þar vann að eins einn maður. Guð- mundur Pétursson var ekki ein- samall á bæjarskrifstofunni nema þangað til fyrst á árinu 1925. Þái í febrúar, var innheirnta hafnar- gjaldanna, samkvæmt hinni nýju reglugerð, lögð undir skrifstofuna. Þetta var álitið fullkomið manns- verk. Til starfans var ráðinn Guð- mundur Geirdal og tók hann þegar til vinnu moð nafna sínum. Síðari hluta júlimánaðar þetta sama ár er nýja sjúkrahúsið síðan tekið til notkUDar. Aukast störfin þá enn að miklum mun, eins og sjá má af tölu legudaga og tekjurn sjúkrahú sins þessi ár. Arið 1925, þegar tveir menn voru komnir á skrifstofura, urðu legudagar á gamla og nýja sjúkrahúsinu sam- tala 11419 og tefejurnar 80686*) kr. Þá þegar var augljóst að mjög mundi þyngja á bæjarskrifstot- unni vegna sjúkrahússins. Fór lika svo árið eftir, 1926, að legudagar komust upp í 17 232 og tebjurnar í 129 794 kr., en árið 1927 urðu legudagamir 16 597 og tebjurnar 124545 kr. Árið 1924, meðan bæjargjaldkerinn var einn á sbrif- stofunDÍ, voru legudagar á gamla sjúkrahúsinu 8423 og tekjurnar 57492 fer. Það mun almeDt játað, að reikningshald og innbeimta fyrir Hafnarsjóð, eé fullkomið maDnsverk. Þá hefir fyrirhöfn öll og reikningshald, vegna sjúkra- hússins, tvöfaldast frá því sem var, meðan einn maður hafði störf bæjargjaldkera á hendi**). Þetta er líka viðurkent af bæjar- stjórn, með því að sjúkrahúsið og Hafnarsjóður greiddu s.l. ár upp í kostnað við stjórn bæjarmálanna 7888 kr. eða 1408 krónur umfram laun þessara tveggja starfsmanna, eem bætt hefir verið á skrifstof- una beÍDlínis vegna þessara stofn- ana. Á síðastliðnu ári bættist svo Seljalandsbúið ofan á það sem fyrir var. Eins og áður segir, var ekkert þessara starfa til, nema *) Aurum er slept alstaðar í grein þessari. **) Ráðsmenaka, reikningshald og innheimta, sem hér heyrir undir hæjar- skrifstofuna, er á öðru svipuðu sjúkra- húsi hér á landi álitið fult starf handa einum manni og launað þar eftir. sjúkrahúsið að nokkru leyti, meðau Guðmundur Pótursson var einn á skrifstofunni, og má af þessu sjá hve guðlausa lýgi ritstjóri Yestur- lands fer með í þessu efni. Mun sanni nær, að ekki hafi verið auk- inn fjöldi starfsmannanna í hlut- falli við aukin störf. Um anDnð atriðið skal þess getið, að við þenna siðasta reikn- ing, sem ritstjóri Yesturlands telur bæjargjaldkera hafa gert hjálpar- laust, unnu með honum Guð- mundur Geirdal og SteÍDgrimur Benediktsson, sem fékk fyrir það laun úr bæjarsjóði. Þá segir ritstjórinn að reikn- ingnum fyrir árið 1925 hafi verið skilað nokkurn veginn á róttum tíma. Sá rétti timi er, samkvæmt bæjarstjórnarlögunum frá 1917, fyrir janúarlok, en efekert árið hefir bæjarreiknÍDgnum ve'rið skil- að á þeim tíma. Þeir eru allir dagsettir miklu seinna, og þá sennilega skiloð enn þá seinna. Árið 1918 dagsettur 11. mars, — 1919 — 24. febrúarj. — 1920 — 28. — — 1921 — 24. mars, — 1922 — 31. — — 1923 — 27. — Dagsetning er eDgin á reikn- ingum bæjarins, í bókunum, 1924 og 1925, en 1924 var reikn- ingnum, að vanda, i fyrsta lagi skilað síðast i mars og 1925 ekki fyr en í maímánuði. Sá siður, að skila bæjarreikn- ingDum ekki á róttum tíma er því gamall ósiður frá stjórnarárum íhaldsins, einn af mörgum, sem núveraDdi stjórnendur bæjarÍDs eiga eftir að kippa í lag. Ástæðan til þess, að þetta hefir ekki verið lagfært er einkum sú, að ef reikn- ingnum er lokað um áramót, sýnir hann ekki rétta afkomu ársins, miðað við áætlun. Flestir eða allir kaupstaðir á landinu balda reikningum sinum opnum æði lengi. Við samanburð á reifening- um - kaupstaðanna mundi það stÍDga í stúf, ef ísafjörður einu lokaði á áramótum. Hinsvegar mælir þó miklu fleira með því, að reikningnum só lokað á rétt- um tíma. Væri vel að ísafjörður hefði forgöngu annara kaupstaða í því, sem fleiru, þó það að vísu, einkum á fyrsta ári, gæfí óhlut- vöndum möDnum, sem breiða út ósaDnar sögur um fjárhag bæjar- ins, nýtt yrkisefni á pappírnumi

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.