Skutull

Árgangur

Skutull - 04.05.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 04.05.1928, Blaðsíða 3
BKUTULL 3 Þá kemur að ummælum rit- sfcjórans um ettiratöðvarnar 1925, þær voru 47 691 kr., alt útistand- andi skuldir, en rifcstjórinn hefir gert sór hægt um hönd og sundur- liðað upphæðina í sjóðeign og Jík- legaa um 30 þús. útistandandi skuldir. Vandvirknin er ekki meiri en þetta þegar hann ræðir bæjar- málin. Sjóðeign var engin til þá um áramótin, heldur var akuld við gjaldkera 619 kr., eins og hvert læsfc barn getur séð í bæjar- reikningnum, hvað þá hver barna- kennari, en það er eins og rit- stjórinn geti bara ekki sagt neifct eatfc um málefni bæjarins. Auk þessara fimm ósanninda, sem eg ná hefi sannað á ritstjór- ann, fer hann enn með rangt mál þegar hann ræðir um fjárhag bæjarins í ársbyrjun 1927 og segir að gjaldkerinn hafi þá ekki gefcað greitfc smáreikninga. Það ár endur- greiddi iíkissjóður bænum mjög fljótfc berklastyrk frá fyrra ári og ennfremur fyrir síðasta ársfjórð- ung 1926 og varð það fcil þess, að bærinn komst sæmilega af þangað fcil úfcsvörin fóru að greið- ast. Þá skulu dylgjurnar um Hafnar- sjóð athugaðar. Kifcstjórinn vekur effcirfcekt á því, að gjaldkerinn geymi hjá sér í sjóði um áramót 14 646 kr., en í bankanum að eins 912 kr. og segir síðan: „Það er opinbert leyndarmál, að gjaldkera hafnarsjóðsins helst ekki stundu lengur á þeim aur- um, er hann fær inn, og þvi síður kemsfc hann með þá í bankann. Gjaldkeri bæjatsjóðsins sleikir inn- an hjá honum jafnharðan, til að friða nærgöngulustu skuldheimtu- mennina.14 Eitstjóri Vesfcurlands veit, að hafnarreikningunum var haldið opnum til febr.loka til að inn- heimta skuldir frá fyrra ári. Það fó er að vísu talinn sjóður hjá hafnargjaldkera, en er lagt á spari- sjóð jafn óðum og inn kemur. Hinn 26. jan. er í sparisjóði 12 930 kr., 21. febr. eru 17 471 kr. og 26. april 24618 kr., svo ekki hefir bæjargjaldkerinn „sleikt“ vandlega innan. Hinsvegar fékk bæjarsjóður form- lega 12 þús. kr. bráðabirgðalán hjá hafnarsjóði fyrir áramótin, með vitund oddvita og fjáihags- nefndar. Þetta lán er ekkert leyndarmál. Það er baeði á bæjar- og hafnarsjóðsreikningi, svo sem rótt er, og er erfitfc að skilja hvernig það fær skaðað hafnar- sjóð, þó hann láni bænum i bili, ekki hærri upphæð, gegn vöxtum, meðan útsvörin ekki falla í gjald- daga. Er vissulega munur að fá lán úr sjóðnum í þessu skyni. hjá því sem íhaldið gerði konungs- komu sumarið, þegar teknar voru úr honum að láni 15 þús. krónur handa helstu broddum bæjarins til að eta og drekka í óhófi með konginum. ítitsfcjóriun er öskuvondnr yfir því, að bærinn fái innheimtumann, þrátt fyrir það þó ekki só lagfc í neinn nýjan kosfcnað þessvegna. Bærinn launaði siðastliðið ár lögregluþjón, með 3600 krónum. Lögregluþjónninn hefir, auk lög- gæslunnar, sem að vísu var liarla lítil, verið í ýmiskonar úfcrétting- um, sem alveg heyrðu ríkissjóði til, fyrir bæjarfógeta, en að eng- um notum komið til þess að inn- heimta reikninga fyrir bæinD. Meiri hlufci bæjarsfcjórnar vildi ekki hafa þefcta svona lengur, að bæjar- búar væru að launa mann handa ríkissjóði, og breytti því til um skipuu lögregluþjónsins. Skal liann nú framvegis vera innheimtu- maður fyrir bæinD, hafnarsjóð og sjúkrahús að hálfu, og lögreglu- þjónn að hálfú, en auk löggæslu má hann engum sfcörfum sinna, sem bænum eru óviðkomandi. Út af þessari sjálfsögðu ráð- stöfun, sem engan aukakostnað hefir í för með sér, fjandskapast rifcstjórinn við væntanlegan inn- heimtumann og telur, að með þessu só „fjölgað vandræðaliðinu“. Það er engu líkara en ritstjór- anum sé bölvanlega við, að bæjar- sjóður geri ítrekaðar tilraunir til að intiheimta bæjargjöldin, og er það í fullu samræmi við þá fram- komu hans við bæjarfélagið, að ala upp í mönnum þrjósku gegn þvi, að greiða róttmætár kröfur. Með breyfcingunni, sem gerð var á bæjarstjórnarlögunum og gekk í gildi í ársbyrjun 1926, var fyrri gjalddagi útsvaranna færður frá 1. fe» <s» | XTvlcomið | 1 í | *Brauns-Yerzlun’ I m 8 I S • : : : : : Handklæði á 0.75, 0.95, 1.10 og 1.25. Dömusokkar á 0.75 og 1.00. Lífstykki frá 3.00. Dömu- og Barna-svuntur, hv. og misl., í miklu úrvali. Faggardínur á 9.50, 10.00 og 11.00 settið. Hvftt léreft á 0.70, 1.10 |og 1.20. janúar til 1. maí (því ekki er búið að jafna niður fyrri en í apríl). Þetta gerir bænum að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir, tyrri helming ársins. Þó kæmi þetta ekki svo mjög að sök, ef ekki væri óhæfi- legur dráttur á því, sem bærinn á að fá greitfc hjá öðrum sveitar- fólögum. Nú um áramótin átti bærinn útistandandi 107 518 kr. og auk þess hjá öðrum sveifcar- fólögum 21197 kr. Af þessum 107 518 kr. eru nær helmingur sjúkrahússkuldir, eða 50305 kr., þar af voru hjá ríkissjóði, sýslum og hreppum- samtals um 42 þús. krónur. Bærinn hefir þannig átt hjá öðrum opinberum sfcofnurium, þegar reikningurinn var gerður upp, um 63 þús. lcrónur, þar af fcalsvert mikinn hluta hjá Norður- Isafjarðarsýslu og hreppum í sýsl- unni. Þeir örðugleikar, sem bær- inn á í fyrri hluta þessa árs, stafa fyrst og fremst af því, hvernig fjárstjórnin er í sýslunni og sum- um hreppunum. Einn hreppurinn var farinn að skulda svo mikið, að bæjarstjórnin sá sig knúða til að snúa sór til sýslunnar með kröfu um greiðslu. Sýslunefndin er skipuð ihaldsmönnum, hrepps- nefndirnar sömuleiðis. Mór er nær að halda, að eifcthvað færi að ayngja í tálknuDum á Vesturlandi, ef fjár- reiður bæjarins væru í eius hrak- legu ástaDdi, og sumra íhalds- W VERSLIÐ VID KAUPFÉLAGIÐ. -*■

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.