Skutull

Árgangur

Skutull - 04.05.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 04.05.1928, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. Ví. ÍR. ísafjörður, 4. maí 1928. 19. tbl. Hatrið á bæjarfélaginu Gamalt 09 nýtt skipnlag. Þegar gamalt og úrelt skipulag maðal mannauna fellur um koll og öðru nýju er komið upp í þess stað, verður því ekki líkt við það, að fornt hús hrynji til grunna, nýtt efni só til flutt og veglegt musteri reist á rústum þess. Heldur verður að byggja nýja húsið úr gömlu fúaspýtunum. Síðan verður að sá til trjaa, bíða eftir að þau vaxi, tegla þau til og skifía síðan smátt og smátt um efnið í nýja húsinu, uus það er í sannleika orðið nýtt. En lengi feyja gömlu fúaraft- arnir nýju stoðirnar og verður byggingin seint fullkomin. Og er þetta leiða þrautin, sem guð hefir feugið mönnunum að þreyta sig á. Enginn heiir Iýst þessu nieð jafn spámannlegum orðum og Lenin, er hann talaði uin þj'óð- fólagsbyltinguna. „Þegar bylting verður“, sagði hann, „verður því ekki líkt við það, að rnaður deyi, likið só flutt í brott og varpað moldu. Þegar gamalt þjóðfólag líður undir lok, er ekki hægt að loka það niðri í kistu og jarða líkið. Heldur rotnar það niður mitt á meðal okkar og ýldar og sýkir okkur sjálfa.“ ' Þetta hafa þeir gott af að hug- leiða, fylgjendur hvers nýs skipu- lags, sem eru svO einfaldir að halda að allur vandinn só leystur, er hið gamla liggur í rústum, og andatæðingarnir, sera æpa að hverju nýju skipulagi, sem ekki fæðist fullkomið. Hjá spákonuuni. „Þú verður fátækur þangað til um sjötugt“, sagði spákona ein við verkamann. „Hvað svo“, spurði maðurinn. „Þá verðurðu orðinn vanur ör- birgðinni“, var svarið. íhaldið hefir beðið lægra hlut í skiftum sínum við alþýðufiokkinn hór í bænum. Það hefir beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum. Stjórn atvinnumálanna varð þvi ofurefli. Stjórn bæjarmálanna fór hjá því í handaskolum og var af því tekin. Alstaðar er sama sagan, það vinnur sér til óhelgis með verkum sínum og verður þessvegna hvarvetna útskúfað. Þessum óförum síaum tekur það hvorki með þögn nó þolin- mæði. Oðru nær. Það óskapast eins og móðursjúklingur og dettur ekki í hug að leita orsakanna í sínum eigin barmi, heldur fjand- skapast það við alt og alla. Sórstaklega kemur þetta fram við bæjarfélagið. Ekki þarf annað en að slá upp i blaði íbaldsins, Yesturlandi, til að finna þessu etað. Ár eftir ár hefir ritstjórinn og félagar hans hamast gegn hverju því, er bænurn hetir verið gert til framfara og blessunar. Aldrei vilja þeir sjá neinar bjartar hliðar, aldrei segja þeir hlýlegt orð um bæjarfólagið. Það er eins og þeir vilji ekki unna því neins góðs. Svona er ræktarþel þeirra til átt- haganna. Hatrið á bæjarfólaginu og böl- sýnið eru einkenni á fiestum for- ingjum íhaldsins. Á því er alið án afláts. Allra bragða er neytt, til að koma bæjarfólaginu á kaldan klaka. Enn hefir þó þessum svart- liðum íhaldsins orðið lítið ágengt í bæjarmálunum. Bæjarbúar þekkja ekammirnar, vita af hverju þær eru sprottnar og leggja ekki eyrun að þeim. Árásir íhaldsins á öll fram- kvæmdamál bæjarins, ajúkrahúsið, Hæstakaupstaðinn, bæjarbryggjuna, Heðstakaupstaðinn, Saljalandsbúið o. m. fl. hafa ekki borið neinu árangur, aDnan en þann, að vekja viðbjóð sumra manna og með- aumkvun annara með þessum veialings bölsýnu niðurrifsmönn- um. Sjálfir eru þeir búnir að sjá hvað barátta þeirra gegn stofn- unum bæjarins er vonlaus. Yið þetta vex í .þeim ilskan, og þá gripa þeir til þess, heldur en einkis að ráða9t á starfsmenn bæjarins með ósannindum, dylgjum og brigslyrðum. Tilefnið er í þetta sinn 240 kr. hækkun á árslaunum Jóns Póturs- sonar, aðstoðarmanne, og hækkun á launum Guðmundar Gairdals, hafnargjaldkera, þannig að hann hefir nú kr. 3100 á ári og dýr- tíðaruppbót að auki, en hafði áður 2700 kr. laun og samskonar uppbót. Þessar launabætur, þó ekki vegi þær á móti óhæfilegri lækkun á dýrfiíðaruppbót, telur ritstjórinn alveg ómaklegar. Eftir hans sögn eru stat'fsmenn bæjarins evo fá- •fróðir, að þeir geta ekki gert upp bæjarreikninginn, og svo miklir amlóðar til vinnu, að einn maður vann áður störf þeirra allra, sbr. grein í Vesturlandi 24. apríl, er heitir „Ráðamenskan í bænum“. Til að sanna þenna áburð sinn segir ritstjórinn: „Þegar þessi eini maður, sem áður hafði unnið verk þessara þriggja, skilaði bæjarreikningnnm fyrir árið 1925, — það var síðasti bæjarreikningurÍDn í hans tíð, og þurfti bann enga hjálp til að gera hann, en gat samt skilað honum á nokkurn veginn réttum tíma, — þá sóst að eftirstöðvar eru kr. 47691.82. Er það bæði sjóðeign og útistandandi skuldir. Líklega hafa þá verið um 30 þús. kr. úti- standandi.“ Barnafræðarinn, ritstjóri Vestnr- lands, hefir komið fimm lygum fyrir í þessari 13 lína klnusu: L

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.