Skutull - 23.05.1928, Blaðsíða 2
s
SKUTTTLL
Nokkrar smágreinar.
Eftir William J. Robertson.
Tveir drengir.
I dag sá eg drengi þyrpast vxt
úr skóla. Hvað verðnr úr þeim?
Hvaða afstöðu taka þeir í málutn
þjóðfélagsins?
Hór fer drengur, snotur, sterk-
legur og rjóður í kinnum. Hópur
af öðrum drengjum flykkist. utan
um haan. Hann talar hátt, slær á
herðarnar á þeim næsta og virðist
ánægður með lífið eins og það
er. Það er auðséð, að þessi piltur
sér urn sig og leyfir ekki öðrum
að troða sór um tær.
Þarna fer annar drengur. Fölur
yfirlitum, grannvaxinn og veiklu-
legur, feiminn, íhugandi og fer
einn sér. Augsýnilega ekki vin-
sæll af flokknum. Eg er ekki spá-
maður og tel raig yfirleitt ekki
færan um að skygnast inn í fram-
tíðioa, en þó væri eg reiðubúinn
að veðja um það, að fyrir þessum
dreng liggur erfið æfi og ham-
ingjusnautt lif.
Fyrri drengurinn er eins og
drengir gerast. Hahn á somleið
með fjöldanum. Hvort sem hann
fer fyrir fjöldanum eða eltir aðra,
þá beyrir hann fjöldanum til. Ef
til vill verður hann atvinnurek-
andi, iögfræðingur, lögreglumaður
eða stjórnmálamaður. „Heimsböl-
iðu lætur hann ekki á sig fá. Eg
get eklti hugsað mór, að hann
fórni nokkru fyrir sannfæringu
sína. Hann hefir ekki skapað heim-
inn og ber enga ábyrgð á því, að
hann er ófullkominn. Slík verður
heimspeki hans.
Seinni drengurinn getur orðið
mikið skáld, rithöfundur, djúp-
hyggjumaður, vísindamaður. Hans
vegir verða ekki vegir fjöldans.
Það er líklegt, að haun vilji breyta
veröldinni, að hann talji það köllun
sina að betra og lyfta meðbræðr-
urn sínum, og þes3Ír vanþakklátu
meðbræður hans eru visir til að
loka hann inni í fangelsum, tím-
um saman.
Fyrri drengurinn sór sór og
sinum vel farborða og verður
sennilega miklu betri eiginmaður
og faðir en seinni drengurinn.
Fyrri drengurinn verður eldheitur
„föðurlandsvinuru og þjóðernis-
hetja. Hann trúir á það, að deilur
verði best jafnaðar með styrjöld-
um, krefst öflugs hers og flota og
að lægri stéttunum verði haldið
niðri á sínum stað. Seinni dreng-
urinn verður alheimsborgari, hann
berst eins og ljón fyrir róttindum
framandi þjóða og mun færast í
fang mörg ófær verkefni. Eða, ef
hann verður afburðamaður, þá
gerir hann það fært, sem áður
var ófært.
Vitaskuld getur spá mín reynst
röng. En á þessa leið hugsaði eg,
er eg horfði á drengjahópinn þyrp-
ast heim úr skólanum. Drengurinn
er maðurinn, sem koma skal, og
ef þú hefir nokkra sálfræðilega
gáfu, geturðu farið furðu nærri
um, hverskonar maður verður úr
hverjum dreng.
En mikla ábyrgð taka þeir á
sig, sem börn fæða í heiminn.
Hvorn drenginn, hinn fyrri eða
þann siðari, mundi eg kjósa inér
að eiga? Drengsins vegna sjálfs
og minnar eigingjörnu persónu
kysi eg fyrri drenginn. En vegna
mannkynsins kysi eg hinn síðari.
Þanhig svara eg í einlægni.
Ráð handa þeim, sem vilja
verða hamingjusamir.
Leitaðu ekki á móti straumnum.
Fáir eru þess megnugir og það
er miklu auðveldara að fljóta með
honum.
Hugsaðu ekki frumlega hugsun.
Hugsaðu að eins það, sem meiri
hlutinn hugsar. En ef þú getur
ekki að því gert, að frumleg hugs-
un sæki að þér, skaltu bæla hana
niður með þér. Láttu hana ekki
uppi, hvorki munnlaga nó skrif-
lega. öruggast er að hugsa alls
ekki neitt.
Reyndu æfinlega að fylgja þeira,
sem meira megnar. Gerðu þór ekki
rellu út úr mismun á róttu ög
röngu. Meiri hlutinn hefir altaf
rótt fyrir sér, en minni hlutinn
rangt. En mundu eftir því, að
meiri hlutinn fer ekki nærri því
altaf eftir böfðafjöldanum. Minni
hluti, trygður af völdum og sér-
róttindum, er oft hinn eiginlegi
meiri hlnti.
Reyndu, reyndu og reyndu aftur
— ef þú reynir nógu oft getur
þér tekist það á endanum — að
gera þig tilfinningarlausan fyrir
þjáningum mannkynsins og kæru-
lausan urn alla rangsleitni og mis-
rétti„ sem þú sérð i kringum þig.
Ef samviskan rumskar annað slag-
ið, geturðu gert hana rólega með
þeim ómótmælanlega sannleika, að
þú hefir ekki skapað heiminn og
berð enga ábyrgð á því, sem fram
fer. Leyfðu ekki neinni umhugsun
um velferð mannkynsins að halda
fyrir þér vöku. Lærðu ekkert og
lestu sem allra minst. Reyndu að
lifa eina og skopna. Mannkynið
draslast einhvernveginn áfram, án
þinnar hjálpar.
Ef þú ferð að framanskráðum
ráðum, verðurðu miklu sælli maður
eða kona en ella. Þó að þú verðir
ekki beinlínis farsæll — farsæld
er hlutskifti fárra í þessum tára-
dal — þá veitir þetta þór altaf
mikil þægindi, og hvers virði
eru hugsjónir í samanburði við
þægindi.
Frá bæjarstjórn.
Bæjarstjórnin hólt fund 16. þ. m.
Gerðist þetta þar helst tiðinda:
Frestað var uppkasti frá vatns-
nefnd, að reglugerð um vatns-
veitu fyrir kaupstaðinn. Gerði
vatnsnefnd, að M. Ój. undanskild-
um, tillögur um skatt at vatni
til. iðnaðarþarfa, svo og vatnsskatti
af virðingarverði húsa. Uin hið
fyrra voru menn mjög á einu
máli, en greindi á um bið síðara.
Þá lagði oddviti fyrir uppkast
að samningi við Shellfólagið. Vil-
mundur Jónsson hafði gert við
þær nokkrar breytingartillögur;
var það samþykt með þeim og
hljóðar svo:
„Bæjarstjórn ísafjarðarkaupatað-
ar annarsvegar, og Jón S. Edwald
konsull, ísafirði, fyrir hönd og í
umboði hlutafólagsins Shell á ís-
landi að Skildinganesi við Skerja-
fjörð, hinsvegar, gera með sór bvo-
feldan samning:
1. gr.
Bæjaratjórn ísafjarðar veitir
hlutafólaginu Shell á íslandi leyfi
til þess að setja upp oliugeyma
ásamt nauðsynlegum pipuleiðslum
á svonefndu Axelsplani á Stakka-
nesi hór í bænum, ennfremur að
leggja bryggju fráplaninu og veg
að því, út frá Seljalandsvegi, alt
með eftirgreindum skilyrðuin:
a. Mannvirki þessi verði ein-
ungis notuð 1 þágu verslunar-