Skutull

Árgangur

Skutull - 16.06.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 16.06.1928, Blaðsíða 1
sSKDTDLLi Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. YI. ÍR. íaafjörður, 16. júní 1928. 24. tW. Ögurfundurinn og - sýslunefndin. Vifttal við Ólaf Pálsson, formann og framkvæmdarstjóra bjúpbáts- félagsins. Áskorun. *^l Hérmeð er akorað á alla þá, sem hafa lofað fjárframlagi til Samvinnufélaga IsfirðÍDga, að gefa sig fram rið Ingólf Jónsson, bæjargjaldkera, og greiða honum tillögin hið allra fyrsta. Áríðandi er að menn verði skjótt við þessari áskorun, svo skipin geti komið á þessu ári. Stjómin. Fyrir nokkru siðan skýrði Skutull frá eftirfarandi atriðum, í örstuttri, öfgalausri fiásögn: 1. Hinn svonefndi Ögurfundur var haldinn út af hrellingum þeim, sem Jón Auðunn varð fyrir í þingbyrjun í vetur, af atkvæða- fölsuninni í HDÍfsdal. 2. Fundurinn var ekki boðaður í sumum hreppum. 3. í öðrum var farið dult með, hver sá eiginlegi tilgangur var með fundarhaldinu. 4. Djúpbáturinn flutti fulltrúana á fundinn. B. Kostnaðurinn af flutningnum nam nokkrum hundruðum króna. 6. Sýslunefndin lét greiða þenna kostnað úr sýslusjóði, en faldi greiðsluna með þvi að kalla hana styrk til Djúpbátsins. 7. Um slikan styrk hafði alls ekki verið beðið. Vesturland kallar þetta svívirð- ingar, ekki eingöngu um sýslu- nefudarmennina, heldur um alla fuiltrúana, sem Ögurfundinn sóttu, og telur Skutul fara hór með raka- lausa lygi. Skrifar ritatjórinn langa grein um þetta í 18. tölublað, studda sínum venjulegu röksemd- um: margendurteknum fúkyrðum, óhnittilegum, sviplausum og mátt- vana. Út af þe8sum ágreiningi hefir Skutull látið tala við þann manni er af öllum mönnum má gerst uni þetta vita, og manna síst verður vændur þess, að vilja halla róttu máli Skutli i vil, Ólaf kaupmann Pálsson, formann og framkvæmdar- stjóra Djúpbátsfólagsins. — Yður er kunnugt um ágrein- ing Skutuls og Vesturlands um Ögurfundinn, tilefni hans, hvernig til hans var boðað og einkum um greiðslu kostnaðarins við flutning fulltrúanna. Hvað er rétt i þessu máli? — Þetta er svo sem ekkert leyndarmál, sagði framkvæmdar- stjórinn. Fyrstu tildrög fundarins í þessu skyni voru þau, að á þorrablóti, sem haldið var á Arngerðareyri í vetur, hreyfði frú Jóna Fjalldal á Melgraseyri því, að nauðsyn bæri til að halda hóraðsfund út af meðferðinni á þingmanninum. Tóku raenn undir þetta og var siðan tekið að boða til fundarins. Pótri Oddssyni var falið að koma orðum i norðurhreppana. En úr þvi varð þó ekki. — Fundurinn hefir þá ekki- verið boðaður í öllum hreppum? — Ekki í Grunnavíkurhreppi. En í Slóttuhrepp var komið boð- um héðan. — Er yður kunnugt um, að nokkurestaðar hafi verið farið dult með, hver sá eiginlegi tilgangur var með fundarhaldinu? — Eg hygg að það hafi ekki farið hátt i Eyrarhreppi. Annars veit Tryggvi Pálsson, sem þar hafði forgÖDgu, manna best um undirbúnÍDg i þeim hreppi. Hann boðaði þar til hreppsfundar. Mór hefir skilist, að lengi vel hafi ekki verið árennilegt fyrir hann að komast að á fundinum. En hann stóð alt af sór, beið og beið. . . ,».• — Þangað til bolsarnii* voru farnir út? — Já, þeir verstu. — Flutti Djúpbáturinn ekki fulltrúana á fundinn? — Jú. Það var hringt til min innan úr Djúpinu, og eg beðinn að ná þeim saman. Eg var einnig beðinn að aDnast flutning á full- trúunum úr Sléttuhreppi norður aftur. Þótti mór of dýrt að senda Djúpbátinn með eina þrjá menn svo langa leið og fókk eg þeim því fari með Kristinsbræðrum. — Hver var kostnaðurinn af þessum flutningum? — Fyrir Djúpbátsferðina gerði eg að greiða bæri 2B0 kr. En fyrir flutnÍDg á norðanfulltrúunum heim aftur og kostnað við dvöl þeirra hér 100 kr. — Stíluðuð þór þenna 3B0 kr. reikning á sýslunefndina? — Nei. Eg stílaði hann á Ögur- fundinn, eða eitthvað á þá leið. Annars er reikningurinn til sýnis hjá mór. — Hver greiðir þenna reikning? — Sýslunefndin. Það er að segja, hún ekar 60 kr. af reikn- ingsupphæðinni og veitti ekki nema 300 krónur. — Sótti Djúpbátsfólagið eða stjórn þess um nokkurn styrk til Djúpbátains? — Okkur hefir aldrei dottið það í hug. — Þessi svo kallaði etyrkur er þá að eins veittur til að greiða þenna kostnað við Ögurfundinn? — Yitaskuld. Og mór er engin

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.