Skutull

Árgangur

Skutull - 16.06.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 16.06.1928, Blaðsíða 2
3 SKUTŒIjL launung á því, að eg ætla mér ekbi að setja þenna styrk á reikn- inga Djúpbátsins. Nú geta menn borið frásagnir Skutuls og Vesturlands saman TÍð skýrslu framkvæmdarstjórans. Vesturland heftr dæmt frásögn Skutuls svívirðingar um fundar- mennina. Verður ritstjórinn nú að standa við þann dóm sinn, eða eta hann ofan í sig aftur, því að ofanritað viðtjjl mun alment talið eanna til fuilnustu það, sem Skutull hefir um mál þetta sagt. Ólafur Pálsson er ekki kunnur að því að segja annað en það, sem hann getur staðið við. Og vottar eru að því, að rétt sé eftir honum haft. Neyðarlegast fer ritstjóri Vest- urlands með sýslunefndarmennina, er hann talar um ^styrk veitingu“ nefndarinnar til djúpbátsferðarinn- ar, þessa „aðal framfara og nauð- eynjamáls eýsiunnar11. „Ósæmilegt væri“, segir hann, „fyrir sýsiuna, sem hefir bátsins mest not, að láta ekkert til hans af hendi rakna, þegar bæði rikissjóður og Vestur- ísafjarðarsý»la leggja honum fé.“ Og styrkurinn er fólginn í þvi, að hafðar eru af Djúphátnum 50 lcr. með því að greiða að eins 300 kr. af 350 kr. kostnaði, sem hann hefir haft af sýslunefndarmönnunum sjálfum og nokkrum þeirra nótum. Er fornkveðið, að hver sé sínum gjöfum likastur, og er naglaskap- urinn meiri en Skutull gerði ráð fyrir. Vesturlandi þykir Skutull hafa ofmælt, er hann kallaði Ögurfund- inn klíkufund. En af heimsku sinni gerir það Skutli þann greiða að birta skrá yfir fundarmennina. Má hver maður sjá, að hjörðin er einlit. Verður ekki sagt að neinn hafi tilfinnanlega vantað nema Hálfdán í Búð. Hefði hann og að sjálfsögðu verið þarna full- trúi, ef hann hefði verið heima. Að hjörðin só mislitari i sýsl- unni skal sýnt við næstu kosn- ingar. Nú er Skutli spurn: Er það í samráði við sýslunefndarmenn- ina, fleiri eða færri, að ritstjóri Vesturlands ver þá, með því að neita blygðunarlaust staðreyndum, sem þeim sjálfum er svo kunnugt, um? Eða þykist ritstjórinn þekkja þá Atvinnuhorfur 1 Bandaríkjunum. [Ihaldið kennir að auðsöfnun land- anna tryggi velmegun almonnings, og skifti það engu máli, á hvers höndum auðurinn sé. Jafnaðarmenn viðurkenna það, að auðurinn sé afl þeirra hluta^ sem gera skal, en halda því fram, að þvi að eins sé oinhver trygging fyrir því, að auðurinn verði almenningi til blessunar, að sjálfur almenningur eigi auðinn og ráði fyrir honum. Ef kenn- ing íhaldsmanna væri rétt, ætti ekki að vora^undan miklu að kvarta i Banda- ríkjunum nú á dögum. Slíkur auður hofir aldrei verið saman kominn í nokkru landi og þar er nú. Og slíkum ókynstrum af gæðum þessa heims hefir aldrei verið hrúgað upp með jafnlítilli fyrirhöfn og þar er gert. En hlessunin, sem fellur í skaut hins vinnandi lýðs, sést á eftirfarandi grein, sem or eftir verkamann í Detroit. Merkilegustu lönd heimsins oru nú Bandarikin og Rússland. Bandaríkin fyrir það, hvernig þau með vélum, visindum og skipulagn- ingu, hafa gort auðsuppsprettur náttúr- unnar arðberandi með lítilli fyrirhöfn. En Bússland fyrir það, að hafa sett í öndvegi þá hugsjón, að allur arðurinn af striti hins vinnandi lýðs, skuli falla honum einum í hendur til utnráða og afnota. Rússarnir megna Htið raeð hugsjón sína, ef þeir læra ekki vinnubrögðin af Bandaríkjamönnum. En dauflegt er framundan fyrir verkalýð Bandaríkj- anna, þrátt fyrir allan auðinn, ef þar á endalaust að ríkja kenning íhaldsins um, að hver eigi að hugsa um sig og djöfullinn megi taka þann aftasta, Þeir, sem nú ráða fyrir Rússlandi, eru staðráðnir i því, að læra alt sem læra má af Bandaríkjamönnum. Halda þeir þeim fram sem hinni miklu fyrir- mynd fyrir Rússa í hverskonar vinnu- brögðum og skipulagningu iðnaðar og framleiðslu. Hinsvegar eru kenningar Rússanna bannfærðar af valdhöfum Bandaríkjanna. Skilur þar með feigum og ófeigum.] Horfurnar eru hræðilegar! Menn bera ástandið nú saman við ástand- ið 1921, þegar miljónir verka- manna stóðu i röðum framan við opinberu matstaðina, sem bæjar- stjórnirnar settu á atofn, til þess að svo vel, • að þeir hljóti að kunna vel slikri vörn? Og þekkir hann þá rétt? Er enginn sá í sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu, að hann kunni illa við sig á bak við lyga- skjöld Sigurðar Kristjánssonar? atvinnuleysingjarnir gætu fengið þar súpuslettu einn sinni á dag. Eg var þá ekki í Bandaríkjunum og get ekki staðfest þenna saman- burð. En eg er vottur að því, sem gerist fyrir augum mínum í dag: 100 þúsundir atvinnuleysingja í Detroit-borg einni staulast um göt- urnar daga og nætur, með veik- um burðum, til þess að leita sór að vinnu, sem hvergi er fáanleg. Eftir því sem blöðin segja (ekki íhaldsblöðin, þau þegja) er ástandið hið sama í öllu landinu, auðug- asta landinu í heiminum. Eins og kunnugt er, er Detroit- borg miðstöð bifreiðaiðnaðarins og aðsetursstaður bifreiðalionungsins, Fords. Nú er rótt ár liðið síðau hann sagði tveira þriðjungum verkamanna sinna upp vinnu og rak þá úr verksraiðjum sínum. Var talið, að það yrði að eins nokkurra vikna hvíld. I dag og á morgun kallar hann þá aftur. Þriðjungurinn, sem ekki var lát- inn fara, hefir að eins haft vinnu tvo eða þrjá daga í viku. A þessu ári hafa nýjar vólar verið settar upp í verksmiðjunum, til þess að korna í staðinn fyrir mikinn hluta af þeim-verkamönn- um, sem til þessa hefir þurft til stóriðjnnnar og til þess að herða á þeim, sera enn vinna með hönd- um sínum, þ. e. gera úr þeim vélar. En alt miðar þetta til þess að standast samkepnina ó markað- inum. Hefir nú einnig verið fundin upp ný og fullkomnari gerð af bifreiðum, sem búist er við að veiti nýjum gullstraumum í sjóð eigendanna. Hin langa bið verkamannanna er á enda — Pord er farinn að ráða þá tíma og tíma i senn. En gömlu verkamönnunum til mikillar „undrnnar“ ræður hann þá ekki alla og tæplega helming þeirra. Nýjar vólar hafa g«rt helminginn óþarfan. Byrjunarlaunin bjá Ford eru 5 dalir, og hækka þau upp í 8 dali. Nú þf’gar verkamennirnir eru ráðnir að uýju tapa margir þeirra hækkuninni, sem þeir böfðu nóð á liðnu ári og byrja aftur með 5 dölum. „Sá, sem vill vinnu á ný, fær hana því aðeins, að hann sætti sig við 6 dala daglaun“, 80gir „g»ðamaðurinn“ Ford við gömlu verkamennina, sem hann ræður á ný. Og af því að 4—6000 verkamenn bíða daglega fyrir

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.