Skutull

Árgangur

Skutull - 14.05.1932, Blaðsíða 2

Skutull - 14.05.1932, Blaðsíða 2
2 VinarorO til verklýðsfélaga —o— Frá því var sagt í 15. tolublafii Skutuls, aB verklýðafélaginn Áki EKgertsson hefði á fundi í Verk* lýðsfélagi Álftfirðinga líkt Sigurði Þorvarðssyni við keilingarókind nokkra, er svo var nísk, að hún tímdi ekki að ætla sjálfri sér mat, heldur tók bita af skamti hvers vinnumanns, sem þó hefir vart verið of ríflega útilátinn, — og hafði af þessu viðurværi sitt. — Þetta þóttu Áka lofsverð búhyggindi hjá kerlu og sló því föstu, að vinnumennina hefði ekkert munað um skerðingu skamtsins. — Á saraa hátt mæiti hann eindregíð með tilraun Sigurð- ar Þorvarðssonar til að fá kiipið af kaupi verkafólks á Langeyri drjúg- an skerf, og kvað verkafólkið ekk- ert muna um þá kaupskerðingu. Ofangreindur kerlingarhugsunarhátt- ur er lífshugsjón Áka Eggertssonar. Hann veit, hvernig á að mæta kreppunni. Atvinnurekendur eiga að gera það með þvi að niða niður kaup verkafólks, og húsbændur með þvi að draga af mat hjúa sinna! Þetta lýsir manninum prýði- lega og huKsunarhæiti hans, og þarf því enginn að efast um stefnu hans, ef hann kæmist í húsbóndasæti: Kerlingin yrði hans andlega leiðarljós. Áki er reiður yflr tvennu: Fyrst því, að þessi svívirðilega samlík- ing hans á Sigurði og kerlingar- skrattanum skyldi komast á Ioft, því tilgangur hans var að veita Sigurði lið í kaupkúgunartilraunum hans og svo af hinu, að með þessu varð bert, að hann væri í verka- lýðsfélagi. En það er honum við- kvæmara mál, en þó kunnugt væri, að það yrðu örlög hans að fara til helvitis. Svo innilega hatar hann og fyrirlítur stéttarfelagsskap verka- manna. En hvers vegna er hann þá í verklýðsfólagi? munu menn rpyrja. Því er fljótsvarað. Maðurinn tieysti svo mikið á rógberahæfiieika sina, að hann hélt sig geta sundrað íélaginu með þvi að ganga í það!!! Ja, markmiðið var svo sem nógu göfugt. En það hefir ekki tekist. Og eftir seinustu aðgerðir sinar get- ur Áki verið viss um, að það tekst aldrei. Stjórn félagsins er í öruggum höndum, og félagsfólkið þekkir Áka Eggertsson, og veit, i SKUTULL hvaða tilgangi hann er félagsmað- ur. öllu er því óhætt. Er vel við- eigándi í þessu sambandi að minna á málsháttinn: „Sér grefur gröi þótt grafi*. Það finnst Áka, vesalingnum, miður heilbrigð stefna hjá verka- fólki, að vilja ekki fúsiega lækka kaup sitt á sama tíraa og peninear hafa fallið í verði um ailt að 30% og vötuverð hækkað að mun. — Það lítur helzt út fyrir, að hann sé ekki vel heilbrigður fj ilfur auminginn, því svo heimskur er hann ekki, að hann telji sig eða aðra komast af með minni tekjur, eftir því sem vörur verða dýrari. Ekki getur Áki um það, hvort tekist hafi að sefa æsingar þær, er hann segir verið hafa á fundinum. Verð ég því að bæta því við frá- sögn hans, að þar endaði allt með fullkominni ró, og samþyktu fund- armenn að síðustu einróma og ákveðin mótmæli gegn öl- ög brenni- vínsfrumvö'pum Jóns Auðunns. Þessi dagur varð því sannkallaður raunadagur fyrir Áka. Neitað var að lækka kaup verkafólksins, og þingmaður kjördæmisins víttur fyr- ir brennivínsást sína og ölbruggnn- arhneigð. Hvoittveggja gekk Áka til hjarta og hleypti vonzku í blóð- ið. Þeir, sem þekkja hann, vor- kenna honum sáran. Ranghermi er það hjá Áka, að eg hafl líkt mér við Skúla Thor- oddsen og Sigurð frá Vigur, en það tók eg fram, að mér væri hjartan- l«ga sama um öll stóryrði íhalds- manna um, að eg yæri æsinga- maður, því það hefði altaf verið uppáhaldsúrræði afturhaldsins að aæma áhugamenn samtíðarinnar þessháttar titlum og þaðan af verri. Svo hefði t. d. verið um ágætis- mennina Skúla og Sigurð. Hér skulu sýnd örfá augljós dæmi þess, hvernig ihaldsmenn vöndluðu Skúla og sére Sigutði kveðjurnar. í blaðinu Gretti, sem út var gefið hér á fsaflrði á ábyrgð Gríms Jónssonar, er Skúli þráfald- lega nefndur fantur — sakamaður — viss mannfýla — bófi — hinn alræmdi friðarspillir níðingur o.s.frv. Þar er Þjóðviljinn kallaður sorp- blað, sem hafl sleikt sig upp við skrílinn með sinni löngu högg- ormstungu, smjaðraö fyrir honum og dekrað við hann á ailar lundir. Ennfremur er Skúli titlaður í þessu íhaldsmálgagni sem Marat íslands, Gríma. Sjötta heftið af þjóðsagnasafninu Grímu, sem Þorsteinn M. Jónsson a Akuieyri gefur út, er nýkomið á bókamarkaðinn. Er það fjölbreytt að efni og piýðilegt í alla staði að ytra bún- ingi. f heftinu eru magnaðar draugasögur, dularfullar huldufólks- fögur og ágætlega sagðir þættir af einkennilegum mönnum. Allir þeir, sem þjóðlegum alþýðu- bókmenntum unna, fara til .Tónasar og kaupa Giímu fyrir hátíðina. er það eitt hafl unnið sér til fi ægðar að æsa fáfróða og auðtrúa alþýðu til úlfúðar og óróa. — Tónninn er gteinilega sá sami þá og mi. En góður er hver genginn. Séra Sigurður er nefndur þefvis sporhundur, alræmdur fyrir að smiða sniðug ufpnefni á fólk og sranga með ióg og lygi milli manna. Um hann stendur t. d. þetta á einum stað: „Það er að vísu hörmulegt, að hin helga þjóðkirkja vor skuli ala í ska.uti sér slíkan prpst, sem séra Sigurð. En það tjáir ekki að æðr- ast yflr því. Það er tæpast auðið að þrífa svo vel jurtagarðinn, aö einstaka illgresi á stangli slæðist ekki innan um‘. Honum var líka, eins og Skúla, brugðið um alla klæki, svo sem undirróður, hræsni og æsing. En nú eru það bara nýir menn, sem örvæntingaræði hins úrkvtija aftu.- halds bitnar á í blaðaskömmum og bölbænum af sömu tegund. Ihaldið er allaf sjálfu sér likt. Þegar slíkir viðurkenndir sómamenn og þjóðskörungar aem að ofan getur, hafa fengið svona vitnisburö af íhaldsvesalingum sinnar samtiðar, sér hver maður, að eg get verið ánægður, meðan vitnisburður minn er þó miklum mun glæsilegri en þeirra. • Ekki mun það þó stafa af því, að Áka skorti fúlmenskuna til að bnoða saman svipuðum sví- viiðingum um mig, eins og Grím- ur og hjálparmenn hans sömdu um Sigurð og Skúla. Nei, viljinn er nógur — en hann vantar það, sem við á að éta: hugkvæmnina i þjón

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.