Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 06.09.1936, Qupperneq 2

Skutull - 06.09.1936, Qupperneq 2
2 SKUTULL ✓ Réttið lijálpandi liöndT Úr Dalahreppi, Gefið, þó ekki sé nema nokkra aura til verka- lýðshetjanna á Spáni, sem nú verjast ógnum facismans í aðalviöskiftalandi íslands, og hungrið og neyöin heimsækja eftir örfáar vikur. í meira en mánuð hafa facistar og íhaldsmenn á Spáni haldið uppi blóðugri borgaraslyrjöld gegn hinni löglegu stjórn landsins, sem skipuð er frjálslyndum og borgaralegum menntamönnum og studd af verka- mannaflokkunum. Herforingjarnir, sem flestir eru af gömlum íhalds- ættum og margir hverjir smitaðir af ofbeldiskenningum ítalskra og þýzkra íacista, hafa svikið embætt- iseið sinn og tælt mikinn hluta hermannanna, sumpart með sam- vizkulausum lygum og blekkingum til þess að grípa til vopna gegn hinni löglegu stjórn. Og ekki að eins það: íhaldsmenn og facistar, sem á Spáni, eins og allsi,aðar annarstaðar, reyna að svikja sór úi traust þjóðarínnar með því að þeir sóu hinir einu þjóðlegu og þjóð- ræknu menn, hafa ílutt villimenn sunnan úr Marokko til þess að berjast með sór gegn sinni eigin þjóð, og vopnað þá með morðtól- um frá erlendum ríkjum, Ítalíu og Þýzkalandi — allt til þess að beija niður með blóðugu ofbeldi hið uppe rennandi lýðræði á Spáni. Gegn þessari glæpsamlegu árás samvizkulausra stórbokka og æfln- týramanna hefir hin friðsama al- þýða Spánar orðið að giípa til vopna til þess að vernda sína lög- legu meirihlutastjórn og rétta við aítur friðinn í landinu. Hún hefir, þrátt fyrir litla kunnáttu til hern- aðar og lólegan útbúnað að vopn- um og öðru, með fádæma fórnfýsi varist hinni blóðugu árás íhalds- manna og facista og alls þess tart- aralýðs, sem þeir hafa vopnað gegn henni. Og ef engir óvæntir viðburðir gerast, mun henni með sömu fórnfýsi og þrautsegju takast að sigrast á hinum blóðuga óald- arlýð íhaldsmanna og facista og rétta við aftur friðinn í landinu, enda þótt það kunni að taka lang- an tíma ennþá. En þær hörmungar, sem íhalds- menn og íacistar hafa þegar leitt yflr þjóð sína með borgarastyrjöld- inni og eiga enn eftir að leiða yflr hana, áður en borgarastyrjöldinni lýkur, eru svo ægilegar, að þeim verður aldrei með orðum lýsl. Þús- undir kvenna hafa misst og eiga eftir að missa menn sína og syni, og tugir þúsunda, ef ekki hundruð þúsunda af allslausum börnum verða orðin munaðarleysingjar um það er borgarastyrjöldinni lýkur. Og með haustinu heldur hungrið innreið sína á óteljandi alþýðuheim- ilum. Því að vinnukrafturinn hefir verið tekinn frá uppskerunni og hverskonar friðsamlegri framleiðslu lífsnauðsynjanna, til þess að fram- leiða vopn og berjast á vígvöllunum. Allt þetta hafa íhaldsmenn og facistar á Spáni leitt yfir þjóð sína. Til þess að hjálpa hinni þrautí píndu þjóð, sem nú daglega leggur líf sitt í sölurnar lil verndar frelsi, lýðræði, mannúð og menningu í laudi sínu, haía Alþjóðasamband verkamanna og Alþjóðasamband jafnaðarmanna hafið stórfellda fjár- söfnun úti unr allan heim, þar sem lýðræði ríkir og mannúð er motin, Stórkostlegar íjárupphæðir hafa þegar safnast á Frakklandi, Englaudi, Hollandi. Belgíu og á Norðurlöndum. Það eru Alþýðu- flokkarnir 1 þessum löndum og verkalýðsfélögin, sem gangast fyrir söfnuninni. Það er ekki ætlun þeirra að blanda sér inn í borg- arastyrjöldina sjálfa á Spáni, heldur að hjálpa til að lækna sárin og afstýra hungrinu, þegar styrjöldinni er lokið. Þessi til- gangur söfnunarinnar á Norðurlönd- um hefir verið gerður öllum ljós með því, að það hefir verið ákveðið, að féð skuli E K KI sent, fyr en borgarastyrjöldinni sjálfri er lokið. Alþýðusamband íslands heflr nú hafið fjársöfnun í sama tilgangi hér á landi. Og það hefir snúið sér til ýmsra frjálslyndra félaga og mann- úðar- og meuningarsamtaka með áskorun um það, að hjálpa til við fjársöfnunina, og er ekki að efa, að sú áskorun fái góðar undirtektir. íslenzk alþýða hefir æfinlega haít djúpa samúð með öllum, sem bágt eiga, og ekki sízt, þegar það er vegna þess, að þeir eru að berjast fyrir frelsinu og verja rétt lítilmagn- ans í. líflnu. Og hún mun nú sýna þá samúð í verki með því að gefa nokkra aura eða eina krónu, eftir því, hvernig ástæðurnar eru. Hún heflr ekki efni á því að gefa stórar upphæðir, en þegar nógu margir taka þátt í samskotunum, getur heildarupphæðin komið að gagni, þótt hver einstök upphæð sé ekki há, Hór verður tekið móti samskotum til spönsku alþýðunnar á skrifstofu Alþýðuhússins og í Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Munið eftir verkalýðshetj- unum á Spáni. Óvíða á landinu hafa orðið örari framkvæmdir í sveitum landsins síðustu árin en í Dalahreppi vestan Arnarfjarðar. Fyrir fáum árum höfðu hrepps- búar alla sína verzlun við Bíldudal, og hafði svo verið frá ómunatíð. En þessi viðskifti urðu bændum i Dalahreppi harla dýrkeypt, því hvað eftir annað missti fjöldi þeirra stór- fé við gjaldþrot spekulantanna, sem risið höfðu upp á Bilduddal á rúst- um Miljónafélagsins gamla. Tóku bændur sig þá saman og stofnuðu samvinnufélag um verzlun, lögðu fram viku vinnu hver til að koma upp vorzlunarhúsi og sláturhúsi i miðri sveit og tóku öll sín verzl- unarmál í eigin hendur. Þetta bless- aðist svo ágætlega, að það markar tímamót i sögu héraðsins. Þrátt fyrir harðindi undanfarinna ára, hefir hvor íramkvæmdin rekið aðra í Dalahreppi. Tvö samkomuhús, annað á Bakka, hitt i Selárdal, voru reist, kartöfluræktin hefir margtaldast á ílestum bæjunr og túnræktin sömuleiðis. Hóll var t. d. meðaljörð fyrir fáum árum. Nú eru þar tveir gildir bændur, og mun annar þeirra fá ca. 100 tunnur jarðepla á þessu hausti. í Ilvestu er og mikil karföflu- rækt. 1 Bakkalandi hafa nú risið upp þrjú ný býli og eitt á Feigs- dalsflóa, en landrými er ennþá í dalnum fyrir tvö tii þrjú góð býli. í Selárdal hafa og verið gerðar jarðarbætur, einkum á Uppsölum og Neðrabæ. Tiðindamaður Skululs hafði þau orð um, að þeir bændur hefðu það nú bezt í Dalahreppi, sem vel hafa gert jörð sinni og hætt alveg að stunda sjó jafnframt búskapnum, enda sagði hann, að í hreppnum væri nú fyrst sköp- uð trú á það, að lifa megi á landinu einu. Síðast liðið vor keyptu fjórir bændur sláttuvél í félagi, og vinnst þeim við það aukinn tími til_ný- ræktar. Úr Selárdal stundaði vél- bátur, 7—8 smálestir að stærð, fiskveiðar sl. vetur, og er það í fyrsta sínn í sögunni. Lá við sjálft að báturinn fengist ekki vátryggð- ur, en þá var Selárdalsbót löggilt sem verzlunarstaður og þeirri hindr- un þannig rutt úr vegi með að- stoð Alþingis. Farnaðist bátnum vel og bar að landi mikla björg í bú. Matsala. Eins og sjá má aí auglýsingu á öðrum stað í blaðinu, opnaði Ale þýðuhúsið matsölu 1. þ. m. Er þar húsrými íyri ca. 70 manns til borðs, og fleiri við kaffidrykkju. Forstöðu matsölunnar annast ungfrú Sigríður Hjaltadóttir. Framhaldsskýrsla frá Kjötverðlagsnefnd. Nú er svo til lokið sölu á öllu kjöti, sem flutt var úr landi af framleiðslu ársins 1935. Meðalverð á því kjöti sem Samband íslenzkra samvinnufólaga hefir selt, er nú reiknað út og liggur fyrir. Á freð- kjötinu er það 82 aurar pr. kg. og á saltkjötinu 67,5, og er þá frá báðum dreginn kostnaður s. s. umbúðir, salt, frysting, sölukostn- aður o. s. frv. eins og hann hefir reynst að verða að meðaltali hjá kaupfélögum lanðsins. í fyrra urðu tilsvarandi verð 71,5 og 54 aurar, hvorttveggja pr. kg. Þegar heildsöluverð á kjöti seldu á innlendum markaði var ákveðið af nefndinni í byrjun sláturtiðar 1935, var búisl. við þvi, að það mundi geta gefið til bænda um 90 aura vorð pr. kg., þegar miðað væri við meðalsölukostnað. Eftir upplýsingum frá þeim fó- lögum og verzlunum, som eingöngu hafa solt kjöt sitt innanlands, hala þau þegar greitt til bænda frá 80 til 90 au pr. kg., en sum þeirra eiga eftir að gera kjötverðið endan- lega upp, en vitað er, að þau geta bætt nokkru við það verð, sem þau þegar hafa borgað. Innanlandsverðið til bænda mun því verða líkt því, sem kjötverð- lagsnefnd gerði ráð fyrir, þegar hún ákvað heildsöluverðið s). haust, og með tilliti til þess hefir nefndin nú ákveðið að bæta saltkjöts- verðið upp með 11,5 aurum, svo það verði að meðaltali sem næst 79 au. pr. kg. til bænda, og freðkjötið með 3 aurum, svo meðalkílógramm af því verði sem næst 85 aurar, en frá freðkjöts- verðinu er þá ekki dreginn slátur- kostnaður. Tilsvarandi verð í fyrra voru 68 aurar og 81 eyrir pr. kg. Þess skal getið, að íreðkjötsbirgðir þær, sem til voru 1. ágúst, eru nú sama sem seldar, nema lítið eitt af sauðakjöti, sem enn er eítir og verður að selja með kjöti næsta árs. Reykjavík, 28. ág. 1936. Páll Zóphóníasson. Jón Árnason. Helgi Bergs. Ingimar Jónsson. Þorleifur Gunnarsson. Tveir bátar h.f. Hugins leigðir á reknetaveiðar. Huginn I. og Huginn III. hafa verið leigðir i haust Steindóri Hjaltalín útgerðarmanni á Siglufirði til síldveiða með reknet. Reyktur karfí. Friðrik Hafberg á Fiateyri hefir í sumar reykt karfa með þeim ái- Alþýönfólk, verzlið viö

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.