Skutull - 06.09.1936, Síða 3
SKUTULL
8
Ur stefnuskrá spönsku
stjórnarinnar.
Lesið hina ágætu grein Sigurðar
Einarssonar í Alþýðublaðinu 25.
ágúst sl.: „Um hvað er barist
á Spáni?
Allir, nema íhaldsritstjórar á
landi hér, vita það, að hin löglega
ríkisstjórn á Spáni er ekki skipuð
jafnaðarmönnum og því síður komm-
únistum. Þetta er frjálslynd stjórn,
sem nýtur stuðnings sócialista á
Spáni, þótt þeir eigi engan ráðherra
í henni úr sínum hópi. Aðalvið-
fangsefni stjórnarinnar er viðreisn
atvinnulífsins, sórstaklega landbún-
aðarins.
Sóst vel, hver aðalatriðin eru í
stefnu stjórnarinnar fyrir viðreisn
landbúuaðarins af eftirfarandi út-
drætti:
1. Vinna skal að því, að undir-
byggja viðskiítalíf ríkisins út á
við, með því að gera það sem ó-
háðast innflutningi landbúnaðar-
afurða. Jafnvel í aíburðagóðum
uppskeruárum verður Spánn nú
að tlytja inn hveiti og aðrar korn-
vörur, grænmeti og aðrar landbún-
aðarafurðir, sem með betri nýtingu'
landsins mætti rækta í landinu
sjálfu. í fornöld var Spánn kallaður
kornforðabúr Rómaveldis. Með skipu-
legum aðferðum má skera innflutn-
ing landbúnaðarafurða niður um
75% (% hluta) á öifáum árum,
skaffa óhemju atvinnu og spara
tugi miljóna af gjaideyri.
2. Atvinnuleysi í sveitum og
þorpun ber að útrýma með því, að
setja verkamennina niður á jarðir
sem ríkið sér þeim fyrir, og koma
þannig í veg fyrir, að fjöldi verka-
manna vinni nálega ólaunaða þræla-
vinnu á stórgóssunum, eius og nú
er, en aðrir gangi atvinnulausir.
3. í stað hinna víðáttumiklu
góssa, sem lítt eru notuð og rekin
með úreltum aðferðum, komi kapp-
ræktun á litlum jörðum í sjálfs-
ábúð eða félagsábúð. Skal því taka
1 500 000 hektara af landi stór-
góssanna og skifta í þessu skyni.
Þrír stærstu jarðeigendur Spánar
eru hertogarnir af Medina og Alba.
Þeir eiga, í sömu röð, yfir 79 000,
yflr 52 000, yfir 36 000 hektara
lands, eða alls um 170 000 hektara.
Samkvæmt spönskum hagskýrslum
eiga 5 næst-stærstu jarðeigendur á
Spáni hver um sig yflr 17000, yfir
10000, yflr 8000 og yfir 7000
hektara lands. Þannig eiga 8 helztu
jarðeigendur á Spáni til samans
um 230 000 hekLara lands. Spán*
verjar eru um 22 miljónir að tölu.
1300 fjölskyldur eiga meira en
40% af öllu ræktanlegu landi á
Spáni; en næstu 20% eru í hönd-
um 75000 fjölskyldna. í Andalúsiu
og Estremadúra má heita, að stór-
gósseigendur eigi hvern einasta
íermetra af jörðinni, og þessi góss
eru um aðferðir og vinnukjör rekin
á beina miðaldavísu.
Skip brennur.
í fyrri viku kviknaði í norsku
sildveiðiskipi á Siglufjarðarhöfn.
Brann það að mestu á nokkrum
dögum. Skipið var 580 tonn brúttó
að stærð og með 1900 tunnur salt-
síldar. Farmurinn ónýttist allur.
Embættaveitingar.
Gústaf A. Jónasson, lögreglustjóri
í Reykjavík, höfir verið skipaður
skrifatofustjóri í stjórnarráðinu í
stað Guðmundar Sveinbjörnssonar,
sem lætur af því starfl sökum
heilsubrests.
Jónatan Hallvarðsson hefir verið
settur lögreglustjóri í Reykjavík.
Þá hefir ísleifur Árnason lög-
ftæðingur verið skipaður prófessor
í lögum við Háskólann í stað
Þórðar Eyjólfssonar, hæztaréttar-
dómara.
Mannslát.
Á Hesteyri er nýlátinn Gísli
R. Bjarnason kennari. Gísli heitinn
var um fimmtugt. Hann var hægur
í lund, greindur vel og hvers manns
hugljúfi, er honum kynntust.
Guðmundur G. Hagalín og frú,
sem dvalið hafa erlendis í sumar,
eru komin heirn úr för sinni. Lagði
Hagalín leið sína um Danmörku,
Svíþjóð og Noreg.
Silfurbrúðkaup.
Hjónin Valgeiður GuðuadóUir og
Óli G. Halldórsson kaupmaður áttu
25 ára hjúskaparafmæli 2. þessa
mánaðar.
Bréfpokagerð
er ný tekin til starfa í Reykjavík.
Var verksmiðju þessarar mikil þörf,
því sl. sumar hefir ekki verið hægt
að fá nauðsynlegar umbúðir um
söluvörur. Verksmiðjan hefir þegar
framleitt um 4 miljónir poka, og
eru afköst, hennar á dag um 300
þúsund bréfpokar. í bréfpokagerð-
inni vinna nú 12 manns.
Alþýðutryggingarnar.
Margir hafa orð á því, að þoir
þurfi að hafa lögin um Alþýðu-
tryggingarnar í höndum til þess að
geta kynnt sér sem rækilegast,
hvaða réttindi þau veita, og hvaða
skyldur þau leggi mönnum á
herðar.
Nú um skeið hafa lögin um Al-
þýðutryggingarnar komið út neðan-
máis í Aiþýðublaðinu ásamt ítar-
legum útskýringum frá trygginga-
stjórn ríkisins. Með því að gerast
kaupandi Alþýðublaðsins, rneðan
þessi yflrgripsmikli lagabálkur er að
koma þar út, getur því hver mað-
ur eignast hann í bókarformi ásamt
góðum útskýringum við alþýðu hæfi,
eftir séifræðinga í tryggingamálum.
Vili Skutull vekja athygli almenn-
ings á þessu, því vaila koma lögin
að fullu gagni, nema misskilningi
og fáfræði almennings um þessi
stórkostlegu menningar- og örygg-
ismál verði útrýmt sem allra fyrst.
Skuldlausir
Baldursfélagar
ættn að sækja félagsskírteini
sín sem allra íýrst.
Þau eru daglega afhenl á
skrifstofu Alþýðulnissins af
Hannibal Valdimarssyni.
Vélsmiðjan ÞÓR, ísafirði.
Rennismiðja, eldsmiðja, kopar-
steypa, logsuða. Framkvæmir fljótt
og vel viðgerðir á mótorvélum,
gufuvélum, og annastallar algengar
smíðar.
Matsala.
Ég undirrituð byrja matsölu í
Sólgöt.u 3 frá 15. september næst-
komandi.
í^.úgur er meðal hollustu
næringarefna. — Gefið börn-
um yðar, og étið sjálf, meira
af rúgbrauði.
Heynið rúgbrauð frá tíök-
unarfélagi ísiirðinga.
Bæði seydd og óseydd.
Ekkert brauðgerðarhús á I
Vesturlandi framleiðir nú I
meira af þessari brauðteg- I
und en Bökunarfélagið.
Nýtízku tæki til brauðgerðar.
Trúlofunarhringar.
Allskonar gull og silfursmíðar
ódýrasl og best hjá ÞÓRARNI.
María Benediktsdóttir.
Auglýsing
um einkaskóla fyrir bbrn.
Suukvæmt 2. gr. laga nr. 20, 1936, um breytingu á lögum
um skipuu barnakennara og laun þeirra og 19. gr. laga nr. 94,
1936, um ftæðslu barna, veiða kennarar við einkaskóla að hafa
kennarapróf eða kennararéttindi. Þó er fræðslumálastjórninni heim-
ilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef viðkorhandi skólanefnd
og skólastjóri mæla eindiegið með því, euda fullnægi skólinn kröf-
um heilbrigðisstjórnaiinuar um húsakynni og hollustuhættí.
Samkvæmt því, er að ofan greinir, ber öllum, sem ætla að
reka einkaskóla fyrir skólaskyld börn næsta vetur, að senda við-
komandi skólanefnd beiðni um leyfl til þess. í leyfisbeiðni skal
gerð grein fyrir kennaramenntun eða kennararéttindum. Ennfrem-
ur skal fylgja vottorð skóla- eða héraðslæknis um húsakynni
skólans og hollustuhætti. Skólanefnd sendir síðan leifisbeiðuina til
fræð3lumálastjóra ásamt, umsögn sinni og viðkomandi skólastjóra.
Forstöðumaður (kennari) einkaskola skal 1 byrjun keunslutíma
senda viðkomandi skólanefnd skrá ytír þau skólaskyld börn, sem
sækja skólann, og tilkynna sömu aðiijum allar breytingar jafn-
óðum og þær verða.
Reykjavík, 26. ágúst 1986.
Fræðslumálastj órinn.
Matsala Alþýðnlinssins
tók til starfa 1. september.
Þar geta bæjarbúar og gestir því fengið Ó D Ý R T
og GOTT FÆÐI — einnig EINSTAKAR MÁL-
TÍÐIR og KAFFI, ÖL og GOSDRYKKI, hvenær sem
er frá kl. 8 árdegis til kl. 11 síðdegis.
Reynið viðskiftin við Alþýðuhúsið, og þér munuð
sjá yður hagkvæmast að halda þeim áfram.
Kaupfólagiö á ísafirði. '