Skutull - 10.02.1940, Síða 3
SKUTULL
17
Alþýðufólk, verzlið við Kaupfélagið á Ísaíirði.
í kringum hann er, hugsar um
það og leitast við að móta það af
persónuleika sínum. Um þetta síð»
asta ber stíllinn og blærinn yftr
bókinni gleggst vitni. Þar köma
mjög glögglega fram séreinkenni
höfundarins, sem mér virðast vera:
Hispursleysi, er sýnir, að höfund-
urinn gerir sér fyllilega grein fyrir
nöturleik hins ytri veruleika — og
sársaukablandin viðkvæmni og al-
vara þess manns, sem þyrstir eftir
að skynja hinn innri veruleika, sjá
þar tilgang, fegurð og frjóleik, er
geti einnig borið ávöxt hið ytra.
En upp af slíkum rótum er yfir-
leitt sprottið mest af hinum já-
kvæða skáldskap allra tíma.
Svalt og bjart.
Jakob Thorarensen lagði ein-
göngu fyrir sig Ijóðagorð framan
af æftnni. Þótti hann á því sviði
skipi virðulegan sess. Eu nú á
siðari árum heflr Jakob skrifað
margt af smásögum, og heflr oft
tekizt mætavel. Siðasta bók hans
heitir Svalt og bjart. Það eru
nokkrar smásögur. Eru þær mis-
jafnar að efni og gerð og einnig
að gæðum. En yflr þeim er yfir-
leitt eitthvað svalt og bjait, eitt-
hvað hreint og blátt áfram. Það
er gengið að verkefnunum með
opin augu fyrir hinum blákalda
veruleika, og hvort sem höfund-
urinn bregður fyrir sig spotti og
glensi, eða þungri, siðferðilegri al-
vöru,*er með verkefnin farið af ör-
yggi og festu. Og sumar sögurnar
eru bráðskemmtilegar.
Förumenn.
Elinborg Lárusdóttir heflr nú
sent frá sér sína fjórðu bók, og
áreiðanlega þá merkustu. Pyrsta
bók hennar voru látlausar en til-
þrifalitlar smásögur. Önnnr bókin,
Anna í Heiðarkoti, gaf ekki góðar
vonir, en sú þriðja, smásögurnar
Gróður, sýndi mikla framför. Og
Förmenn bera hiklaust af fyrri
sögum höfundarins.
Þetta er fyrsta bindið af þremur
— og heitir það Dimmuborgir.
Efnið er, eins og nafn bókarinnar
ber með sér, líf hinna íslenzku
förumanna — eða flakkara, sem
voru hór áður fyrrum fjölda
margir og fóru víða um land. Til
förumennsku þeirra lágu ýmsar
og misjaínar orsakir, en allar
stóðu þær að meira eða minna
leyti í sambandi við það umkomu-
leysi, sem hór áður á árum lá
fyrir ílestum, sem svo bjátaði á
fyrir, að þeir urðu ekki sjálfum
sór nógir, andlega eða líkamlega.
Þessir menn voru sumir land-
plágur, en aðrir voru til skemmt-
unar, enn aðrir hreinir og beinir
fræðarar fólksins — og mjög
margir þeirra boðberar milli fjar-
lægra hóraða. Saga förumannanna
er mjög merkilegur þáttur í sögu
íslenzkrar menningar.
Elinborgu Lárusdóttur heflr þeg-
ar tekizt í þessu bindi hinnar
stóru skáldsögu sinnar að draga
upp nokkrar mjög skýrar myndir
af förumönnum 19. aldarinnar,
lífskjörum þeirra og sálarlífl. Hún
hefir líka brugðið þarna upp lif-
andi myndum af öðru fólki, fátæku
og ríku, af þjóðtrú, af atvinnu-
háttum, siðum og menningu. Til
oru þær lýsingar í bókinni, sem
verða lesandanum ógleyínanlegar.
Málið á bókinni er yfirleitt ágætt,
og stíllinn viðíeldinn og fellur vel
að ' efninu, þótt því kunni raunar
að bregða íyrir á köflum, að í
hann eins og skorti fjör og blæ-
brigði. Verðúr fróðlegt að sjá
framhald þessa skáldverks.
(Framhald.)
Jens Hólmgeirsson
bæjarstjóri
lætur af starfi.
Jens Hólmgeirsson bæjarstióri
ílytur með fjölskyldu sina til
Reykjavikur með nBergenhus“
i komandi viku og lætur þá auð-
vitað um leið af störfum som
bæjarstjóri á ísafirði.
Eins og allir bæjarbúar vita,
var Jens Hólmgeirsson forstjóri
kúabús bæjarins frá stofnun þess
og þangað til hann varð bæjar-
stjóri eftir bæjarstjórnarkosning-
arnar i ársbyrjun 1935.
Ýmsu var um það spáð, hvernig
það mundi gefast, að gera bú-
stjórann að bæjarstjóra, en þéir,
sem þekktu Jens persónulega
og af störfum hans við búið,
þóttust þess fullvissir, að hann
mundi rækja starf sitt sem bæj-
arstjóri af stakri samvizkusemi.
Og reyndin hefir lika orðið sú.
Jens hefir lagt við starfið geysi-
mikla rækt, verið sívinnandi að
því, er það hefir varðað — og
stundum mun vinnudagur hans
hafa orðið nokkuð langur. Hefir
hann kappkostað reglusemi og
áreiðanleik um allt það, er bæ-
inn hefir skipt.
Það er óhætt að segja, að
vart hafi komið erfiðari ár yfir
ísafjörð en þau, sem Jens hefir
veitt málefnum bæjarins forstöðu.
Aflaleysi og almenn kreppa hafa
hjálpazt að um að gera allt sem
erfiðast. Ýmiskonar löggjöf, sem
raunar hefir ýmist verið til nauð-
synlegrar lýðtryggingar eða ver-
ið sett vegna vandkvæða sveita-
fólaganna í landinu, hefir aukið
útgjöld bæjarins á þessum tíma
— ofan á þann aukakostnað við
fátækraframfæri og atvinnubætur,
sem verið hefir samfara aflabresti
og almennri viðskiptakreppu.
Og oft hefir Jens áreiðanlega
virzt svo svart framundan, að
ekki væri neinar likur til, að allt
flyti. En hann hefir ekki gefizt
upp, og þrátt fyrir allt unnið
sór traust þeirra, sem átt hafa
skuldaskipti við bæinn.
Jens hefir haft og liefir mjög
glöggan skilning á þvi, að hið
eina, sem gæti verulega bætt úr
ástandinu, væri aukin arðbær at-
vinna. Og öll viðleiini í slíka
átt hefir átt i honum öruggan
talsmann og málsvara. Hann hefir
stutt að útgerðarframkvæmdum
af heilum hug, og hann hefir
reynt að auka áhuga fyrir auk-
inni lifsbjörg úr njoldinni hór
i kringum bæinn. Og nú hefir
hann i huga mjög víðtækar
broytingar á atvinnuháttum og
atvinnumöguleikum kaupstaða og
kauptúna og mun í hinu nýja
starfi sinu leggja mikla áherzlu
á, að fá þvi þokað áleiðis, som
honurn leikur mestur hugur á.
Byrjunin er ákvarðanir bæjar-
stjórnar ísafjarðar um skipulagn-
ingu og hagnýtingu landsins,
sem næst er bænum.
Jens mun jafnan verða ísa-
fjarðarkaupstað hfiðhollur til
ráðuneytis og fyrirgreiðslu, þá
er hann hefir tekið við starfi
sem formaður bjargráðanefndar.
Og vel er það, að hór mun hann
hafa fengið i bæjarstjórastörfun-
um þann undirbúning og þá
reynslu, sem mun geta orðið
honum happadrjúg á hinu nýja
starfssviði.
Nánustu samstarfsmenn hans
um bæjarmál ísafjarðar og Al-
þýðuflokkurinn á ísafirði óska
honum og fjölskyldu hans allra
heilla og vænta þess, að starf
hans verði framvegis heilla- og
notadrjúg.
Alþýðufiokksfélag
ísafjarðar hélt aðalfund sinn
í gærkveldi. í stjórn voru kosnir:
formaður Hannibal Valdimars-
son, varaformaður Helgi Hann-
esson, ritari Ágúst Elíasson,
gjaldkeri Gunnar Bjarnason og
meðstjórnandi Guðmundur Gisla-
son Hagalín. Endurskoðendur
vorukosnir: Þorsteinn Sveinsson
og Ólafur Magnússon.
Bökunarfélag
ísfirðinga.
Beztar brauðvörur.
Ibúd til leigu.
Ritstj. vísar á.
Fyrir skömtnu hélt félagið
mjög fjölmennan og fjörugan
skemmtifund.
Vesturland
er nú allt af að dásama verka-
lýðsvináttu Sjálfstæðisflokksins.
bessi vinátta verður bráðlega
gerð að umræðuefni hér í blað-
inu i allitarlegu máli. Þá er
Vesturland upp með sér af sigri
sjálfstæðismanna i verkalýðsfé-
laginu Hlif i Hafnarfirði. Sá sigur
er unnin fyrir samvinnu sjálf-
stæðismanna við kommúnista.
sjálfstæðismenn kusu kommún-
istana í fyrra og létu þá hjálpa
sér til að reka úr Hlif fjölda
af Alþýðuflokksmönnum. Siðan
kusu sjálfstæðismenn út af fyrir
sig að þessu sinni og sigruðu.
Rétt á eftir greiddu þeir svo
saineiginlega atkvæði á móti þvi,
sjálfstæðismenn og kommúnist-
ar, að Hlíf segði sig úr komm-
únistasambandinu, Una sjálf-
stæðismenn sér vel i sænginni
hjá kommum f Hafnarfirði — og
er vonlegt, að þeim svíði það
hér, að hafa ekki gefizt kostur
á að nota Guðmund Bjarnason
til að koma verkalýðsfélaginu
Baldri f samskonar hendur og
Hlif er nú komin. Annars er
framkoma þessara flokka í Hafn-
arfirði svo skýrt hættumerki fyrir
verkalýðinn í landinu, að hann
ætti ekki að þurfa að fara villur
vegar: Kommúnistar hafa yfir*
leitt verið og eru hjálparkokkar
íhaldsins við að koma verka-
lýðshreyfingunni í landinu í þess
hendur.
Undir minningargrein
um isfirzkao togaraskipstjóra
í Grimsby i siðasta blaði átti að
standa Kristján Jónsson frá Garð-
stöðum.
Baldursfélagar I
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Baldur
verður haldinn mánud. 12. febr. 1940 kl. 8 síðdegis i
Alþýðuhúsinu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Uppsögn núgildandi kaupgjaldssamninga.
3. Önnur mál.
Sýnið félagsskírteinið við innganginn.
Stjórnin.