Skutull - 30.11.1940, Blaðsíða 4
164
S K U T U L L
Reynslan sannar, að það er töluvert ódýrara að nota þéttimó frá Kristjáni H. með kolum, en kol eingöngu.
1. desember-fagnaður.
Félag Aiþýðuflokksins efnir til 1. desember-fagnaðar í al-
þýðuhúsinu laugardaginn 30. nóvember kl. 9.
Til skemmtunar verður:
1. Ræða: Hannibal Valdimarsson.
2. Upplestur: (oý saga) Guðmundur G. Hagalín.
3. Einsöngur: Tryggvi Tryggvason.
4. Upplestur (kvæði): Þórleifur Bjarnason.
5. Dans.
Allt Alþýðuflokksfólk velkomið, meðan húsrúm leyflr. Aðg. 1. kr.
Félagsstjórnin,
Manntal.
Manntal það, sem samkvæmt lögum á að fara fram á lOára
fresti, fer fram mánudaginn 2. des. n. k., og hefst kl. 91/2 árdegis
Er heitið á alla bæjarbúa að taka teljurunum vel og greiða
götu þeirra í hvivetna.
Bæjarstjórinn á ísafirði, 30. nóv. 1940.
Þorsteinn Sveinsson.
Þökkum auðsýnda samúð og
hiuttekningu við andlát og jarðar-
för Sigriðar Borgarsdóttur.
Sérstakiega viljum við þakka
frú Sigriði Guðmundsdóttur aila
hjálp hennar.
ísafirði, 26. nóv. 1940.
Eiginmaður, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt auðsýndu okkur sam-
úð við fráfall og jarðarför konu
minnar og móður okkar, Önnu
Jónsdóttur, færum við hjartans
þakklæti.
Höskuldur Árnason og börn.
Hjartans þakklæti fyrir auð-
sýnda hjálp og aðstoð við and-
lát og jarðarför móður, tengda-
rnóður og ömmu okkar, Elínar
Jónsdóttur.
Fyrir mína hönd
og annara aðstandenda.
Kristjana Jónsdóttir.
Jarðarför konunnar minnar,
Rannveigar Hákonardóttur, fer
fram þriðjudaginn 3. des. næstk.
og hefst með húskveðju að heim-
ili okkar, Silfurgötu 14, kl. 1 e. h.
Eyjólfur Bjarnason,
Unglingsstúlka,
14—16 ára, óskast til Reykja-
víkur til þess að gæta 2ja ára
barns.
Upplýsingar í sima 38.
er stundum hreint og beint glæsi-
legur. Sumar lýsingar hans á ís-
lenzkri náttúru eru skáldlegar,
sannar og fagrar.
. ,. Eq svo eru gallarnir! Mál-
hnjótar eru þarna ýmsir, en þó
eru þeir hverfandi bjá stafvillum
og rangri notkun lesmerkja. Ég held
ég hafi beinlínis hvergi séð annað
eins samsafn af þesskonar óþverra
og í þessari bók. Ég byrjaði ekki
að merkja við stafvillurnar fyrr en
ég hafði lesið þó nokkuð margar
síður. Samt merkti ég við mikið
á annað hundrað stafvillur, og
reyndi ég þó að merkja ekki nema
einu sinni við þær, sem komu fyrir
tvisvar eða oftar. Lasmerkjavill-
urnar skipta áreiðanlega þúsund*
um!
Hér eru þá fyrst nokkur dæmi
um notkun höfundar á lesmerkj-
um:
Bls. 66: „Fórst það þó fyrir og
var þvi um kennt að ekki hafl
Sími 123.
Barnabækur.
Ljóti andarunginn m. myndum.
Hjónin á Hofi, barnavisur.
Sandhóla-Pétur, III. h.
íslenzkar bækur.
Rit Jóhanns Sigurjónssonar.
Ströndin blá, Kristmann Guðm.
Sumar á fjöilum, Hjörtur Björns-
son frá Skálabrekku.
Áraskip, Jóhann Bárðarson.
Ritsafn Jóns Trausta II.
Sólonlsiandus, Davíð Stefánsson.
Amma III. Þjóðsagnasafn eftir
Finn Sigmundsson.
Perusarrimur, Bólu-Hjálmar.
Hver var að hlæja?
Ýmsar bækur.
Leyndardómur yndisþokkans.
Þingvellir I myndum.
Fimm sönglög e. Árna Björnsson.
30 taps og eyðsluliðir.
Þýddar bækur.
Forlagaleikur I.—II.
Bókin um litla bróður.
Stjórnmálakúgun, skriffinnska,
skattakúgun.
Hvalveiðar í Suðurhöfum.
Æfisaga Churchill.
ívar Hlújárn.
Ágrip af sögu Bretlands.
Hinn ósigrandi.
Hulda.
Þýddar sögur.
Hundrað prósent kvenmaður.
Verið þér sælir, hr. Chips.
hann stillt orðum sínum í hóf er
hann ræddi við skólameistarann
og hafi báðir orðið reiðir." Frek-
ast mætti nú telja þetta dæmi
um hlífð höfundar við lesmerkin.
Bls. 73: „... og héldum við upp
með Fúlukvísl og að upptökum
hennar, þar sem hún kemur i
mörgu lagi undan skriðjökulstung-
um Langjökuls. Nema nyrzta
kvíslin sem á upptök sín“ o.s.frv.
Bls. 155: „ .. . en beltið hafði ég
keypt í ómerkilegri verzlun í
Reykjavík, enda var það, það sem
sveik mig“. Bls. 173: því
þar sem ekki eru klappir jafnar,
sandurinn yfir öll spoi“.
Stafviliur:
Byggingarleyfa, á að vera bygg-
ingarleifa, sem þýðir dálítið annað,
sytra — fyrir sitra, Eiríksjökull
— fyrir Eiríksjökul, leyði — fyrir
leiði, hraunglingslegar — fyrir
hrönglingslegar, sólskyni — fyrir
sólskini.geymnum —fyrirgeimnum,
Til sölu
steinhús á Flateyri,
ein eða tvær ibúðir, eftir ástæð-
um. Góðir greiðsluskilmálar.
Upplýsingar gefur
Hjörtur Hjálmarsson
Flateyri.
Hús til sölu.
íbúðarhús I Hnifsdal, ásamt úti-
húsum, er tii sölu.
Upplýsingar gefur.
Guðmundur Guðmundsson
Aðalstræti 22, ísafirði.
ættla — fyrir ætla, hlægja —
fyrir hlæja, reyf — íyrir reif,
leytum — fyrir leitum, laggði —
fyrir lagði, hýbýli — fyrir híbýli,
afbrygðum — fyrir afbrigðum, ríf-
ur — fyrir iýfur, eginlega — fyrir
eiginlega, annarstsaðar — fyrir
annars staðar, vesæla — fyrir
vesala, voveifllega fyrir voveiflega.
Þetta er aðeins til bragðs af nokkr-
um síðum.
Þá er hérna til athugunar máls-
grein, sem sýnir nokkuð greini-
lega, hve jafnágætlega ritfær mað-
ur og höfundurinn er í raun og
veru, getur verið mikiil hnoðari,
þegar sá gállinn er á honum:
nÞeim sem vilja ganga á Ei-
ríksjökul, skal á það bent til leið-
beiningar, til að Ienda ekki í tor-
færum í álmu þeirri af Hallmund-
arhrauni, er runnið heflr suður
milli Strúts og jökuis og verður
aðn fara yfir, skal haldið inn með
Strútnum ...“
Nokkrar málvillur:
Var — fyrir voru, höndur —
fyrir hendur, ijeðist fyrir réðst,
dularfullu kyngi — fyrir dular-
fullri kyngi.
Nú nenni ég okki að tína meira
af þessum ávöxtum, en svo viið-
ist, sem höíundurinn sé jafn illa
að sér í réttritun eins og hann
er óhæfur prófarkalesari, og setj-
ari sá, sem bókina hefir sett,
hlýtur að vera einstakur í sinni
stétt. Það er og greinilegt, að út-
gáfustjórinn hefir ekki litið í bók-
ina, áður en hún var send til
bóksala, því þá trú hefl ég á
Gunnari Einarssyni, forstjórá ísa-
foldarprentsmiðju, • að ég þykist
vita, að þessa bók heíði hann ekki
sent frá sér, ef hann hefðiathugað
fráganginn á henni.
í rauninni væri það langréttast
og ekki nema mátulegt hirðulaus-
um höfundum og kærulausum eða
um of önnum köfnum bókaútgef-
endum, að bækur, með slíkum
frágangi sem þessar, væru gerðar
upptækar, þar sem þær mega
teljast gera bókmenningu okkar
skömm og vera börnum og ung-
lingum allt annað en fyrirmynd
um góða stafsetningu og vandað-
an frágang á rituðu máli.
Guðmundur Gíslason Hagalfn.
Magnús Kárason,
verkamaður hér í bæ, varð 70
ára í fyrradag. Magnús hefir alltaf
verið hinn mesti iðju-, reglu-,
vöndunar- og drengskaparmaður.
Hann er enn sístarfandi og ern vel.
Hann er við störf hjá Samvinnu-
félagi ísflrðinga. Vinir hans óska
honum allra heilla.
Messað verður á morgun kl. 2.
Um bann Breta
verður ýtarleg grein í næsta blaði.