Skutull - 09.08.1941, Qupperneq 3
S K tJ T tJ L L
117
Alþýðufólk) verzlið við Kaupfélagið á Ísaíirdi.
HALLDÓR 6E0R6 MA6NÚSS0N
Fæddur 4. október 1918. Dáinn í marz 1941.
Kveöjuorð frá móður hans, Guðmundínu
«
Hver skilur móðurharm á heljartíð?
Hver hennar léttir þunga sálarstríð?
Hver þerrar tár, sem blika á bjartri kinn?
Hver bætir henni sonarmissirinn?
Það var mín sæla og ljúfa lífsins von
að leggja að mínu hjarla kæran son,
að vernda hann frá voða lífs um tíð,
já, vera honum móðir sönn og blíð.
Hve auga þitt var yndiss.kært, minn son,
hve unaðsrík og sæluglöð mín von,
sú von, þú yrðir ellistoðin mín
og áfram lægi vaxtarbrautin þín.
Það var allt, sem benti á bjarta líð;
á braulu lífs þíns skein mér vonarblíð
stjarna skær — með gullinn geisla sinn
hún glampa sló á djarfan stórhug þinn.
Sigurðardóttur, Suðureyri í Súgandafirði.
En nú er horfmn geisli glaður sá
og gleðiljómi horfinn mér af brá.
Nú við mér blasir dimm og döpur slóð,
og dauðans gusti níst mitt hjartablóð.
Nú ertu horfinn, horfinn sjónum mín,
hjartfólgni sonur! Æ, ég minnist þín.
Hin grimmu örlög gripu þig frá mér
og guð einn veit, hve sár minn harmur er.
En samt er von, sú von, er aldrei sveik,
að vorblær lífsins sundrar dauðans reyk,
svo gegnum harma grátiþrungna pín
mér guðlegt ljós frá kærleikshimni skín.
Sú er mín gleði, sem að léttir harm
og sárin græðir, þerrar tár af hvarm.
Ég mun um síðir, sú er gleðivon,
samfund eiga með þér elsku son.
við jafn ágæt skilyrði og í Súg-
andaftrði, í Keflavík og í Furu-
flrði? Við munum afdrif Péturs-
eyjar, og hvernig fór um nokkurn
hluta skipshafnarinnar á Fróða og
Hesta á Reykjaborg? Þá heflr og
aldrei frétzt til norska skipsins
Borgund, sem lét siðast úr höfn
hér á lsaflrði, fermt afla isflrzkra
fiskimanna.
,Vituð þér enn — eða hvað?“
segir i Völuspá, og hvort. skilja
menn nú, hve alvarlegt það kynni
að vera, að veita þýzkum flugu-
mönnum fé og íulltingi?
Velkomnir heim, hrjáðir ísfirð-
íngar, til meiri félagshyggju en
áður, meiri gætni og sannara og
heilbrigðara mats á því frelsi og
þeii'ri velsæld, sem þér njótið, og
til meiri skilnings á rót.t.i allra
annara til að njóta þessarar sömu
blessunar í lýðfrjálsu landi.
N y bók.
Sagnaþættir úr Húnaþingi.
Bók þessi er rituð af Theódór
Arnbjörnssyni ráðunaul, sem nú
er látinn fyrir nokkrum árum.
Bókin skiptist í tvo aðalkatla,
og er sá fyrri um þá Þingeyrar-
feðga, Asgeir alþingismann líinars-
son og Jón son haus. Er þessi
kafli mjög hressilegur og skemmti-
legur, gefur góða hugmynd um
þá feðga — og þá ekki sízt frá-
bæran áhuga, dugnað og verk-
hyggnni hins fyrrnefnda og ein-
staka hestamennsku hins síðar-
nefnda. Jóni er vel lýst, þar sem
sagt er, að hann haft verið meiri
gleðimaður en gæfumaður. En
víst er um það, að hann hefir
verið óvenjulega skemmtilegum og
og fjölþættum hæflleikum búinn.
Málið á þessum kafia er mjög
gott og stíllinn karlmannlegur, en
þó á köílum yljaður innri glóð.
Síðari kaflinn er um Sigurð
Bjarnason, höfund Hjálmarskviðu
og fleiri ljóða- og ættmenn hans.
Þessi kafli er miklu siðri en hinn
og tiltölulega lítils virði fyrir aðra
en þá, sem þekkja náið til. Annars
er það svo, að þó að Sigurður
Bjarnason hafi verið vinsælt. al-
þýðuskáld og vinsæll maður í
Húnaþingi á sinni l.ið, þá virðist
mér hann ekki hafa verið eins
mikið og þroskað skáld og sumir
þeir frá fyrri öldum, sem liggja
óbættir hjá garði. Hrifni sú, sem
kemur fram í sumra skrifum um
Sigurð, er óskiljanleg mér og
sjálfsagl. íleirum, sem ekki eru
aldir upp í andrúmsloíti þeirrar
aðdáunar, sem minning Sigurðar
mun haía nolið — og ef lil vill
nýtur enn 1 Húnaþingi.
En íyrri hluti bókar þessarar
er hinn iæsilegasti og réltlætir
útgáfuna að íullu. Hitt verður
engan veginn róttlætt, hve bókin
er dýr. Víst er ástæða til þoss,
að bækur séu nú hærri en fyrir
tveim árum síðan. En hér er um
okur að ræða. Bókin er 133 síður
og hefði i mesta lagi átt að kosta
fjórar krónur 1939. Verð hennar
er tólf krónur. Og hún er prentuð
á leiðinlegan og lélegan pappír.
Hvað er þetta verðlag annað
en o k u r ?
Guðmundur Gíslason Hagalín.
... Og þeir sátu með
hattana á höfðinu.
— Nú segirðu ekki satt.
— Sem ég er lifandi!
Ég var sem sé að skýra féLaga
mínum frá því, að menn hefðu
vorið með hat.tana á höfðinu,
sitjandi við borð inni á veitinga-
húsi.
Það er býsna alvarlegl mál,
þetta hór. Svo virðist. sem menn
haft enga þekkingu á almennu
velsæmi. Það er altítt, að ung-
lingar sitji með hatta á höíðinu
inni í bíó og í kafflhúsum. Eins
er iika mjög óskemmtileg sjón að
sjá, þegar troðizt er að söludyr-
um við inngöngu á bió oða
skemmtanir. Þá er það oft. og
tíðum, að smábörn eru langt. til
troðin undir. Eru þau grátandi
innan um marvaðann, og enginn
virðist. taka tillit til þeirra, en
hver t.reðsl. svo sem hann getur.
Sumum kann að virðast. sem
hér só ekki orð á gerandi. Það
kveði svo lítið að þessu. En þetta
er t.ízka á ísafirði, tízka, sem
verður að brjóta niður og leggja
í gröf, sem hún ekki stígur upp
úr.
ísfirðingar! Snúum við áður en
það er of seint,! Látum ekki sjá,
að við sóum eins og skrælingjar,
sem aldrei hafa umgengizt siðaða
menn!
Láttu ekki dömu standa, þegar
þú situr á dansleik eða skemmt*
un. Þetta er algengt á ísaflrði.
Kennarar! Takið strangt á því,
að börnin i skólunum fylgi al-
Rúgur er meðal hollustu
næringareliia. — Gefið börn-
um yðar, og etið sjálf, meira
ai' rúgbrauði.
Reynið rúgbrauð frá Rök-
unarfélagi ísfirðinga.
Bæði seydd og óseydd.
Ekkert brauðgerðarhús á
I Vesturlandi framleiðir nú
I meira af þessari brauðteg-
I und en Bökunarfélagið.
Nýtízku tæki til brauðgerðar.
Vopnin kvödd óskast keypt.
Ennfremur Ljóðmæli Kristjáns
Jónssonar og Ljóðmæli eftir
Hannes Hafstein. Einnig Þjóð-
sögur Þorsteins Erlingssonar,
eldra safnið. Bækurnar keyptar
háu verði. Ritstjóri vísar á
kaupandann.
Stiilka
óskast sem fyrst á gott heimilí
í nánd við Reykjavík. Hún á að
hafa á hendi matreiðslu og önnur
húsverk. Hátt kaup, Má hafa með
sér barn.
Upplýsingar hjá ritstjóra Skutuls.
mennum siðareglum. Það yflrleitt
íer í taugarnar á hverjum hugs-
andi rnanni, að sjá meðbræður
sína haga sór eins og skrælingja,
ekki hvað sízt, þegar við auglýs-
um okkur eins og nú íyrir þeim
úl.lendingum, sem hingað koma.
Það er eftirtektarvert, að Dani,
hvo ómannlegur sem okkur finnst
haun í útliti, og jafnvel þóll, fullur
só, uppfyllir' allar almennar síða-
roglur. Þessu ættu íslendingar, og
sórstaklega fsflrðingar, að læra af.
Ég voit, að það er ekki af þvi,
að menn láti sig muna um að
taka ofan hattinn, að þeir gera
það ekki. Það er hitt: það vantar
hugsunina, menn hugsa ekki neitt,
læra að hugsa ekki neitt, og deyja
án þess að hafa hugsað nokkurn
hlut. Það verður eí til vill erfltt
að kenna mönnum að hugsa, eu
það verður að takast, og það
getum við gert, ef við hjáipumst.
að; t.. d. getur þú sagt við kunn-
ingja þinn: Takl.u ofan haft.inn!
En ég get. okki sagt það við hann.
Þú getur heldur ekki sagt svona
við m i n n kunningja, en honum
get óg aftur á móti leiðbeint, og
þannig byggjum við upp nýjan
ísafjörð, sem samanstendur af
hugsandi og siðuðum mönnum,
sem verða sér og þjóðarheildinni
til sóma, hvar sem þá ber að
líta.
S j ó m a ð u r.