Skutull - 09.08.1941, Síða 4
118
SKtlT ÚLL
Ófpidupinn.
RÚBsar hafa búiö sig undir
ófriö í 20 ár. Þeir hafa nóg hrá-
oíni af flestu tæi, og þeir eiga á
a8 skipa tugmilljóuum yerkamanna
á vinnualdri. Þeir hafa notað sér
brezka, sænska, ameríska og þýzka
sórfræöinga á fjölmörgum sviðum.
þaö var og vitað, að þeir áttu
mikinn her og mikiö af hergögn-
um. Hvernig herinn og hergögnin
mundu duga, varð minna um
vitað. Þó var það kunnugt, að
ýmislegt það, sem Þjóðverjum
hefir reynzt bezt. í hertækni, er
ættað frá Rússum, svo sem notkun
fallhlífahermanna aö baki hersveit-
um óvinanna — og sjálí fleyga-
sóknin, sem Rússum hefir reynzt
allskæð.
Það er þegar séð, að leiftur-
stríð Þjóðverja hefir að nokkru
mislánast, en að hve miklu leyti
— því er ekki gott aö átta sig á,
svo ósamhljóða sem fregnirnar
eru. Þó er það eftirtakanlegt, að
Þjóðverjar segja sinn daginn hvað.
Þeir sögðust hafa tekið Kænu-
garöa, en siðar hermdu svo fróttir
frá þeim, að hersveitir þeirra
hefðu aldrei komizt nær borginni
en svo, að þangað hefðu verið ó»
farnir 20 km. Þeir kváðu sig hafa
Lekið Smólensk, en svo kom önnur
fregn, er sagði, að þeir væru að
þvi komnir að taka borgina. Þeir
kváðust hafa gersigrað loftflota
Rússa, en seinna skýrðu þeir frá
mjög hatrömmum orrustum við
hinn sama loftflota. Þeir kváðu
sig hafa sigrað meginher Rússa,
svo að nú væri öll veruleg mót-
staða brotin á bak aftur, en siðar
ijáðu þeir aftur og aftur, að Rússar
verðust af mestu grimmd og gerðu
jafnvel gagnáhlaup. Þeir sögðust
mundu sigra Rússa að fullu á
tiu vikum, en nýlega gerði einn
al fyrirlesurum þeirra ráð fyrir
sigri næsta vor. Þegar við svo
athugum fregnirnar þýzku, sem
við getum með fullri vissu vitað
um, hvort sannar eru, þá verður
fréttaburður Þjóðverja enn tor-
tryggilegri. Þeir sögðu í fyrra, að
fslendingar verðust Bretum af
mikilli hreysti uppi i fjöllunum.
Þeir sögðu frá því í vetur, að þeir
hefðu varpað sprengjum á vigi
Breta utan við Reykjavík. Þeir
tjáðu veröldinni það um daginn,
að Hermann Jónasson hefði átt
viðtal við stórbiað i Bandarikjun-
um og lýst þar yflr mótmælum
við hernám Bandarikjamanna.
Þarna eru nokkur dæmi, og hvað
sem öðru líður, eiga Þjóöverjar
áreiðanlega við mikla erfiðleika að
striða í Rússlandi — og fari nú
svo, að þeir sigri ekki Rússa áður
en vetur gengur í garð, þá á
Hitler og lið hans — og raunar
allt Þýzkaland og hernumdu löndin
— miklar þrengingar fyrir hönd-
um. Og þegar er það auðséð, að
Þjóðverjar hafa ekkert gagn aí
rússneskri íramleiðslu á þessu án
— heldur standa ver aö vigi en
ef þeir hefðu ekki farið i styrj-
öld gegn Rússum. Þeir eyða dýr-
mætum hernaöarverðmætum og
fara nú algerlega á mis við öll
þau verömætu hráefni, sem þeir
hefðu fengið frá Rússlandi, ef þeir
hefðu ekki ráðist á Rússa.
Austur í Asíu hafa Japanir haf-
izt. handa. Þeir hafa hernumið
Indókína. Þeir vofa yfir Malakka-
skaganum með hinni miklu flota-
höfn Breta í Singapore. Þeir ógna
Síam, Rússum í Siberiu, Banda-
rikjamönnum á Filipseyjum, Holl-
lendingum í nýlendum þeirra —
og jafnvel Nýsjálendingum og
ríkjasambandinu á meginlandi
Ástralíu. Hverri stjórnmálalegri
og hernaðarlegri hreyflngu Japana
er fylgt af eftirvæntingu um heim
allan — og má búast við, að til
styrjaldar dragi á næstunni —
milli Japana annars vegar og Síams-
búa, Breta, Rússa, Bandarikja*
manna, Hollendinga og Ástralíu-
búa hins vegar — að Kínverjum
ógleymdum, sem Japanir hafa átt
í styrjöld við árum saman.
Ófriðurinn er að breiðast út.
Hann er að verða heimsstyrjöld í
enn þá stærri stil en styrjöldin
1914—1918. Og baráttan stendur
fyrst og fremst milli iýðræðis og
einræðis, þó að Rússar hafi raunar
að flestu leyti á sér snið einræö-
isþjóðanna. En búast má við þvi,
að afstaða Rússa kunni að breyt-
ast nokkuð við þessa styrjöld.
Þeir róðust aftan að Pólverjum,
en hafa nú gert viÖ þá griðasátt-
mála, þar sem þeir lýsa þvi yfir,
að þeir felli úr gildi sáttmála sinn
og Þjóðverja um skiptingu P61»
lands. Þeir viðurkenndu fyrstir
allra uppreistarstjórnina í írak fil
þess að þóknast Þjóðverjum. Nú
hafa Rússar gert formlegt banda-
lag við Brefa. Rússar neituðu
stjórn frjálsra Tókka, Belga, Hol-
lendinga, Norðmanna o. s. frv. um
viðurkenningu — til þóknunar
Þjóðverjum. Nú hafa Rússar LekiÖ
upp samvinnu við allar þessar
sfjórnir. Það er hætt við, að ýmis-
lega geti lika slegið í baksegl bjá
þeim um afstöðuna til fyrirkomu-
lagsins innanlands.
Og vel er, ef upp úr blóðbaðinu
risi samstarf, sem væri grund-
vallað á skynsemi i skipulags-
viðskipla- og fjárhagsmálum, hvað
sem 'lfður öllum vonum um hug-
sjónatrúskap og kærleikssamfélag.
Björgunarskútan Sæbjörg
kom hingað í morgun meö lik
Ingvars heitins Vigfússonar.
Jarðarförin fer fram mánud. 11.
ágúst og hefst kl. 2. e. h.
Nýjar bækur.
Nýútkomnar eru þessar bækur:
Arfur, skáldsaga eftir frú Ragn-
heiði Jónsdóttur, Oddur Oddsson:
Sagnir og þjóöhættir — og Sagna-
þættir úr Húnaþingi eftir Theódór
Arnbjörnsson.
Japðapföp
Ingvars Vigfússonar fer fram mánudaginn 11. ágúst,
og hefst kl, 2 e. h., frá heimili Jónasar Tómassonar.
Hluthafar
í íslmsfélagi ísfiröiiiga h. f.9
sem ekki hafa tekið arð af hlutabréfum sinum,
geta fengið greiddan arð fyrir árið 1940 á skrifstofu
félagsins, Mánagötu 1. — Jafnframt komi þeir með
hlutabréfin, svo þau verði skráð í bókum félagsins.
fsafirði, 8. ágúst 1941.
ísliúsfélag íslirdinga H. f.
Jón A. Jónsson.
SHdveiðin.
Aíli Samvinnulelagsbátanna var
í fyrradag eins og hér segir:
Ásbjörn 3000 mál i bræðslu,
1230 fn. í íshús.
Auðbjörn 4000 mál í bræðslu,
300 tn. í salt.
Gunubjörn 4000 mál í bræðslu,
Sæbjörn 1600 mál í bræðelu,
2239 tn. i íshús.
Valbjörn 5600 mal 1 biæðslu,
410 tn. í íshús.
Vébjörn 3500 mál 1 biæðslu.
60 tn. í salt.
Brezku samningarnir.
Qerðir hafa nú verið viöskipta-
samningar við Breta. Það má
heita, að verðið á saltfiski og á
nýjum upsa sé hið eina góða f
samningum þessum. Nýr fiskur,
fluttur út i is, lækkar yfirieitt
stórum, og verðið á hraðfrystum
fiski er allt of iágt. Þá er sama
að segja um niðursoðinn fisk.
Loks er það ákvæði i samning-
unum, að isienzk skip mega ekki
kaupa fisk til útflutnings nema
á Norðaustur- og Austurlandi.
Seint er að iðrast eftir dauð-
ann, en ef lágmarksverð það,
sem Finnur Jónsson lagði tii á
sinum tíma að sett yrði á nýjan
Bió Alþýðuhússins
sýnir:
Lsugardag og sunnudag kl. 9:
í þjónustu Englands
(The Sun never Sets)
Spennandi og vel leikin
amerísk mynd frá Universal
Film.
Aðalhlutverkin leika:
Douglas Fairbanks, Jr.
Basil Rathbone.
Barbara O’Neil.
Virginia Field.
Engin sýning sunnud. kl. 5.
fisk, hefði öðlazt náð fyrir aug-
um annara ráðamanna um fisk-
útflutning, þá hefði okkur aldrei
verið boðið upp á jafnlágt fisk-
verð og það er nú orðið. En aðeins
var litið á hagsmuni togaraeig-
enda.sem raunar munaði það sára-
litlu, hvort fiskverðið var ákveð-
ið svo hátt sem Finuur vildi —
eða eins og raun varð á.