Skutull

Árgangur

Skutull - 08.11.1941, Blaðsíða 1

Skutull - 08.11.1941, Blaðsíða 1
SKbTULL Otgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. ___________________ Prentstofan Íarún. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN. XIX. ár. íaafjörður, 8. nóv- 1941. 43. tbl. Tillögur Alþýðuflokksins um dýrtíðarmálin. Þeir Alþýðuflokksþingmqpn • irnir Haraldur Guðmundsson, Finnur Jónsson og Emil Jónsson flytja frumvarp um ráðstafanir gegn dýrtiðinni. Kemur frum- varp þeirra fram sem tillögur til breytinga á lögum frá í vor. í stað þeirra veiðlagsnefnda, sem nó starfa, án sambands sin á milli og sameiginlegra heild- arsjónarmiða, skal skipa rikis- verðlagsnefnd. Hón skal ákveða hámarksverð og hámarksálagn- ingu allra vara, sem verðlags- eftirliti hlita, en mjólkurverð- lagsnefnd, kjötverðlagsnefnd — og sii verðlagsnefnd, sem hefir verið að bauka við að ákveða hámarksverð á erlendii vöru, skulu lagðar niður. Er þetta lagt til í þeim tilgangi, að þarna verði um að ræða aðeins einn ábyrgan aðila, sem hafi heildar- verðlagið i landinu fyrir augum. Skal ríkisstjörnin skipa nefnd þessa. „Ríkisverðlagsnefnd skal haga verðlagsákvörðunum þannig, að nettóágóði verði ekki vegna verð- hækkunar vörunnar meiri að upphæð en tiðkaðist í viðkom- andi vöruflokkum eða viðskipt- um fyric 1. sept. 1989, að við- bættu hæfilegu álagi vegna auk- iunar áhættu og kostnaðar við sölu vörunnar. I þvi skyni ákveð- ur hán hámarksverð á vörum eða hámarksálagningu, þar sem ekki verður komið við ákvörð- uu hámarksverðs. Þó má aldrei ákveða hærri álagningu á korn- vörum, kaffi og sykri en 30°/0 af innkaupsverði, samtals i heild- sölu og smásölu11. „Óheimilt er að taka hærra flutningsgjald fyrir kornvörur, kaffi, sykur og hráefni til smjör- likis- og kaffibætisgerðar með islenzkum skipurn eða skipum, sem ieigð eru af íslenzkum að- ilum, heldur en flutningsgjöld, sem tekin voru af Eimskipafé- lagi íslands fyrir flutning á þessum vörum frá Kaupmanna- höfn í september 1939*. Þetta er orðrétt ár frumv. Þá er ákvæði um það, að fella skuli niður tolla á hveiti, rági, brlsgrjónum, byggi, höfrum og allri annari kornvöru, strásykri, molasykri, sallasykri, páðursykri, steinsykri, toppasykri, kaffí og efnisvörum til smjörlikis- og kaffibætisgerðar — eða svo til öllum erlendum neyzluvörum. Undanfarið hefir það verið svo, að hámarksverð eða hámarks- álagning hefir verið ákveðið mjög af handahófi og alls ekki með tilliti til þess, hvað heild- salar eða kaupmenn raunveru- lega þyrftu aðeins með hliðsjón af auknum kostnað. Og álagningin hefir verið leyfð ekki aðeins á innkaupsverð vörunnar, heldur einnig á farmgjöld, með allri þeirri hækkun, sem á þeim er orðin — og ennfremur á tolia. Geta allir skilið, að með þessu móti hafa t. d. heildsalar fengið óeðlilegan gróða Nú er á öllum vörum gert ráð fyrir álagningu, sem miðist við nettóágóða á sölu vörunnar fyrir strið að við bættu hæfilegu álagi fyrir kostnaði og aukinni áhættu. Þá eiga farm- gjöld á erlendri matvöru að falla niður í það, sem þau voru fyrir stríð á vörum frá Kaupmanna- höfn, eins þótt varan komi frá Ameriku — og tollar með öllu að falla niður. Það eina, sem getur þá hækk- að erlendar matvörur frá því, sem þær voru frá Kaupmanna- höfn fyrir strið, er hærra inn- kaupsverð og hærri vinnulaun við uppskipun og dreifingu. Þessi ákvæði frv. mundu þvi hafa i för með sér geipilega lækkun á verði allrar nauðsynja- vöru, og yrðu, ef frv. næði fram að ganga, það langvirkasta, sem fram hefir komið í þessurn mál- um. Hér skal nú gerður saman- burður á smásöluverði nokkurra matvörutegunda, eins og það var 1. okt. í Reykjavík og eins og það yrði, ef frv. næði fram að ganga — að óbreyttu verði á erlendum markaði: á kg. á kg. Rágur 65 au. yrði 47 au. Hveiti 70 — — 46 — Hafrar 85 - — 59 — Kartöflumjöl 165 — — 132 Sagógrjón 181 — 137 — Hrisgrjón 145 — 111 -- Strásykur 100 — — 48 — Molasykur 125 — — 60 — Kaffi, óbr. 846 — — 173 — Kaffi, br. 554 — — 278 — Sjá allir, hver geipimunur yrði þannig á verðiagi. Tökum t. d. húsmóður, sem grípur 5 króna seðil, skýzt i búð og ætlar að fá Vs kg. af brenndu og möl- uðu kaffi, hálft af strásykri og hálft af molasykri. Hún fær með núverandi Reykjavikurverði kr. 1,11 til baka af seðlinum, en mundi fá, ef tillögur Alþýðu- flokksins væru samþykktar, kr. 3,07 til baka. Gerum svo ráð fyiir, að maður færi með 20 kr. og 25 aura dagkaup og ætlaði að kaupa 3 kg. af hveiti, 2 kg. af haframjöli, 2 kg. af scrásykri, 2 kg. uf molasykri og 2 kg. af brenndu og möluðu kaffi. Þetta mundi kosta hann með núver- andi Reykjavíkurverði kr. 19,38 — og ætti hann þá eftir af dag- kaupinu 87 aura. Ef tillögur Al- þýðuflokksins væru gengnar í gildi, mundu vörurnar kosta sam- tals kr. 10,28, og fengi þá mað- urinn 9 krónur og 97 aura til baka! Sést greiniiega á þessu, hve stórkostlega mikils virði sam- þykkt frv. yrði fyrir þá menn alla, sem hafa lágar tekjur, en fjölskyldu, og eyða hlutfallslega miklu af kaupi sinu, hvort sem það er inn unnið á sjó eða landi, i matvöcur! Til að standa straum af þeim lækkunarráðstöfunum, sem um er að ræðu í frv. er gert ráð fyrir útflutningsgjaldi á afurðir, seldar með stríðsgróða, og sérstökum dýrtíðarsjóði. Alþýðuflokkuriun hefir áður lagt til að leggja skatt é fisk þann, er skip seljá, stund- um fyrir feikna verð, i Bretlandi, og er átflutningsgjaldsákvæðið sett með tilliti til gróða af slik- um sölum, en á ekki að koma niður á bátaútveginum eða sjó- mönuum, því að hjá þeim er ekki um stríðsgróða að ræða með núverandi vörðlagi. Nú eru í gildi heimildarlög um útflutningsgjald ú sjávarafurðum almennt, en samkv. frumvarpi Alþýðuflokksins er hún aðeins látin ná til afurða, sem seldar eru með strlðsgróða. í dýrtiðarsjóð renni: 1. 8 milljón krónur úr ríkis- sjóði á timanum frá 1. nóv. 1941 tit 1. apríl 1942. Það hefir sýnt sig, aðtekjur rik- issjóðsfara geisilega mikið fram úr áætlun í ár, t. d. tekju- og eigna- skatturinn sem svarar 9 milljón- .yrnrr.n ................ Hattastofa mln verður lok- uð dagana 10, til 17. nóvember. Ragnhildur Ólafsdóttir. um króna, svo að ríkissjóður getur hæglega borið þessi út- gjöld. 2.Striðsgróðaskatturinn —sam- kvæmt lögum frá 5. mai 1941. 3. Sérstakt gjald skal leggja á kornvörur, kaffi og sykur, sem úthlutað er til veitingahúsa, bök- unarhúsa og iðnfyrirtækja, kr. 0,20 á kornvörur, 0,30 á sykur og 1,60 á kaffi — hvert kg. En þarna er um að ræða vörur, sem úthlutað er til sölu til annara en fastra fæðismanna á veitinga- húsum, vörur, sem fara i sætar kökur brauðgerðarhúsa og i sæt- ar vörur kex- sælgætis- og gosdrykkjaverksmiðja. Þá skal °g leggja á nefndar vörur til slikra fyrirtækja gjald, sem nem- ur á hvert kg. eins miklu og farmgjalda- og tollaívilnuninni á þeim svarar — og loks stimpil- gjald á þá skömmtunarseðla, sem þessar vörur eru látnar út á. Skemmtanaskatturinn af kvik- myndahúsum skal hækka, og skal hækkunin ‘nema 26 °/o af andvirði aðgöngumiða. Áætlað er, að tekjur sjóðsins nemi alls kr. 13 680 000,00. Ef ekki reynist þörf á að noca allt þetta fé til þeirra lækkana, sem hór er gert ráð fyrir, skal afgangurinn lagður í sórstakan sjóð, er notaður verði til fram- kvæmda og atvinnuaukningar að stríðinu loknu. Löng greinargerð, fróðlog og ýtarleg, fylgir frumvarpinu, og sýnist þar vera fyllilega fram á það sýnt, að tillögur þessar seu hinar virkustu og skynsamleg- ustu, sem enn hafa fram komið um þessi mál — og sízt mundu menn mótfallnir því, sem hór var slðast talið, að lagt yrði fyrir fó á þessum árum til þess að standa straum af aðgerðum til atvinnuaukningar eftir stríðið. Öll alþýða manna á að fylgjast sem nákvæmast með þvi, hver afdrif þessa frumvarps verði á Alþingi. Ólafur Árnason slmritari og kona hans, Her- dis Björnsdóttir, fluttu alfarin til Reykjavikuri vikunni. Það hverfur héðan smátt og smátt, gamla starfsfólkið af símstöðinn. í sumar fór Lára Lárusdóttir og nú Ólafur. Skutull óskar Ólafi og konu hans farsældar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.