Skutull

Volume

Skutull - 08.11.1941, Page 3

Skutull - 08.11.1941, Page 3
SKUTULL 160 Alþýðufölk, verzlið við Kaupfélagið á Isaiirði* í FYRSTU SNJÓUM. Vetur dregur lið að landamœronum, Igsir vítt um fold af silfurhœronum, kalt í grimmu brjósli hugur hlœr ’onum, liarður viðfangs sumri í fgrstu skœronum. Rœðsl með grimmd að veikum vallarslráonum, vœgðarlausan nágust leggur frá ’onum. Engan bilbug finna fjöllin á ’onum, fullum sigri langar nœtnr spá ’onum. Ofar heiðum herlúðrana J>eglir ’ann, hríðargúlann móli sumri sleytir ’ann, kœnn sem Loki öllum brögðum beilir 'ann, böli og dauða hverju slrái heilir ’ann. Hjörvum snýr ’ann hralt að gróðurreinunum, hörfar eyðan buguð undan fleinunum, ymur lofl og láð af kvalaveinunum, lemstruð liníga blöð af skógargreinunum. Allar sumars borgir niður brýlur ’ann, bjartri ör af hverjum fingri skýlur ’ann. Heiflum þrunginn harl á jaxlinn bílur ’ann, hjarlakaldur barn frá móður slílur ’ann. Allar Ijóss- og sumars sálir kvelur hann, síðstu von ár hverju brjósli slelur 'ann, sérhvern geisla i feigðarliámi felur 'ann, fold og himni dánarsöngva gelur 'ann, Landið allt í klakaviðjum vefur ’ann, vötnin undir fannadyngjum grefur ’ann, veðratólum völl og flœði skefur ’ann, vegabréf til Heljar mörgum gefur ’ann. En varaðu þig, velur sœll, á skímunni, er vordagurinn sviptir af þér grimunni, þig gœti hent að — vakna' af sigurvímunni við vondan draum og — falla’ i lokaglimunni. G. Geirdal. Það hefir veriö stagazt á því af sumum, aö margt af fólkinu vildi gjarnan þiggja, og fram- færslunefnd færi illa með fé. Raun- in mun verða ólygnust um þetta eins og annað, og hún er þegar farin að tala skýrt og skorinort gegn þeim, sem því hafa haldið fram, sem að ofan greinir. Hygg- ur ritstjóri Skutuls, að hægra hafi verið um að tala ástæður styrkþeganna og framkvæmdir framfærslunefndar og bæjarstjóra, heldur en að standa í sporum þessara aðila, þó að ólíku sé ann- ars saman að jafna aðstöðu þeirra. Einar&uðmundssonl skósmíðameistari. Eius og áður er getið, lézt hinn gamli og góði ístirðingur, Einar Guðmundsson skósmíðameistari, íyrir skömmu suður í Reykjavík. Einar var fæddur í Reykjarflrði i Strandasýslu hinn 6. ágúst 1873, en lézt hinn 18. október sl. Hann var því 68 ára gamall, þegar han-n dó. Einar dvaldi norður á Ströndum fram um tvítugt, en tluttist síð- an vestur að Armúla á Langa- dalsströnd við ísafjarðardjúp. Árið 1895 tluttist hanu svo Ail ísa- fjarðar — og þar dvaldist hann samfleytt til 1936 — í 41 ár — eða öll beztu ái æfl sinnar, mann- dómsáiin. Þegar hanu kom fyrst til ísa- ljarðar, réðst hann til skósmíða- náms bja.Benóní skósmíðameist- ara Benóníssyni, en eftir tveggja ára nám kom hann sér upp skó- smíðaverkstæði — eða árið 1897. Hann stundaði svo skósmiði 1 20 ár, ýmist á eigin vinnustofu eða hjá öðium. Þá er hann hætti skósmiði, tók haun að stuuda daglaunavinnu og átti auk þess talsveiðan fénað, eftir því sem gerist, hjá mönnum hér í bæ. Árið 1936 flutti hann til Reykja- víkur og setti þar upp skósmíða- verkstæði. Vegnaði honum þar mætavel, og höfðu skípti við hann margir þeir fsflrðingar, sem flutzt höfðu til Reykjivikur. Árið 1901 kvæntist Einar eftir- lifandi konu sinni, Svanhildi Jóns- dóttur. Þau eignuðust 11 börn, en ólu einnig upp dóttur Svan- hildar, er hún hafði eignazf, áður en hún giftist Einari. Hún hét Jósefína og var Sölvadóttur. Hún var gift Siguiði Þórarinssyni verkamanni hér í bæ — og er hún látin íyrir nokkrum árum. Svanhildur er og heflr ávallt verið dugnaðar- og fríðleikskona, kjarkmikil og athafnasöm til hjáipar börnum sínum og til for- stöðu heimilisins, og þar sem Einar var hið mesta snyrtimenni i hvívetna, var heimili þeirra óvenjulega piýðilegt, að allri um- gecgni, jafnvel þá er þrengstur var kosturinn. Af börnum þeirra hjóna lifa sjö: Jón, verkamaður í Reykjavík. Þórður, verzlunarm. hér í bæ. Vilhelmína, gift kona í Hafnai- fitði. Grisli, veizlunarmaður hér í bæ. Guðmundur, verkamaður i Reykjavík. Einar, skipasmiður í Reykjavík. Högni, skósmiður í Reykjavík. Báru synirnir sex lík Einars.úr kirkju að gröf, þá er hann var jarðsettur hér á mánudaginn var. Einar var elju- og starfsmaður og sinnti mjög vel um heimili sitt. Hann átti oft við efnalega erflðleika að búa, þar sem barna- hópuvinn var stór, en Einar var að eðli bjartsýnn og glaðlyndur, og venjulega var hann hress í bragði og reifur, tók jafnan fagnandi glaðlegu ávarpi og kunni því vel, að gert væri að gamni sínu. Hann var greiðvikinn með aíbrigðum og brjóstgóður, og gestrisinn var hann og þau hjón bæði. Einar hafði rnikinn og traustan áhuga á inalum alþýðunnar, og reglumaður var hann hinn mesti. Hann átti ýmsa vini hér í bæ og fjölda kunningja, og enginn var sá, sem þekkfi Eínar og ekki væii vel við hann og ynni honum alls hins bezta. ísflrðingar Bakna hans þvi og minnast, þegar hann nú er látinn, og þeir óska ekkju hans og af- komendum alls hins bezla. G. G. H. Verkalýðssigur. — Alþýðuflokkssigur. í gær fór fram atkvæðagreiðsla í Neðri deild Alþingis um frv. Eysteins Jónssonar viðskiptamála- ráðherra — um lögfestingu kaup- gjalds. Eiríkur Einarsson, einn af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, bar fram þá tillögu, að frv. væri vísað til ríkisstjórnarinnar. Tillagan var felld með 14:9. Ef hún heíði verið samþykkt, hefði frv. verið bjargað frá falli og Sjálfsta ðis- og Framsóknarmenn getað komið sér saman um eitthvert mall í sam- bandi við það — og sýnir þetta enn heilindi Sjálfstæðisflokksins. Fyrsta grein frv. — um ríkis- verðlagsnefnd — var síðan felld, og svo fór fram atkvæðagreiðsla um tillögu Stefáns Stefánssonar, bændaflokksþingmanns, um þá breytingu á 2. gr. frv. Eysteins, að leyfllegt skyldi að hækka kaup í sveitum og banna veikföll og verkbönn. Fyrri hlutinn var felldur, og siðan tók tillögumaður siðari hluta tillögunnar aftur og lýsti því yfir, að bændaflokksmenn mundu verða á mót.i frv. Þá fór fram atkvæðagreiðsla-um lögfestingargrein fiv., og var hún felld með 16 atkvæðum gegn 11. Með tillögunni voiu framsóknar- menn, en á móti alþýðuflokks- menn, bændaflokksmenD, kom- múnistar og sjálfstæðismenn —- nema Gísli Svejnsson og Gaiðar Þorsteinsson. Þeir sátu hjá — og er þar enn ein sönnunin um hið raunverulega hugarfar Sjálfstæðis* flokksins til lögfestingar kaup- gjaldsins. En forseti úrskurðaði frv. fallið — og þar með er lögfesting kaupgjalds að sinni úr sögunni. En afstaða Sjálfstæðisflokksins og yflrlýsing sjálfstæðisráðherranna um það, að þeir treystust ekki til að vera með frv., úr því að Al- þýðuflokkurinn skarst úr leik, sýnir og sannar ennþá einu sinni, hvar verkamenn á sjó og landi og láglaunamenn allir væru staddir, ef Alþýðuflokksins nyti ekki við. Kl. 4 í gær veitti ríkisstjóri ríkisstjórnirini lausD, en bað hana að gegna störfum þangað til önnur st.jórn hefði verið mynduð.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.