Skutull

Árgangur

Skutull - 08.11.1941, Blaðsíða 2

Skutull - 08.11.1941, Blaðsíða 2
168 S K U T U L L —-------------—----------r-------- Systir mín og ég. Úr dagbók hollenzks flóttadrengs. Yilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður hefir þýfct þessa bób, sem hefir gefcið sór mikið frægð- arorð erlendÍ9. Bókin er skrifuð af 12 ára gömlum hollenzkum dreng, 9em áfcti heima i einu áthverfi Rofcter- damborgar, þegar innrásin var gerð í Holland vorið 1940. Faðir drengsins var dýralæknir, en móðir hans var forstöðukona barna8jákrahÚ99 x grennd við heimili sitfc. Þá er innrásin var gerð, var móðir drengsins drepin i einni af loffcárásum Þjóðverja, þar sem þessi kona var við skyldustörf sin í barnasjúkrahás- inu, en faðir drengsins var kall- aður 1 her Hollendinga. Efnaður og aldraður frændi drengsins fór þá með hann og systur hans, níu ára gamla, fcil Dordrecht — og þaðan til Englands. Slðan sendi hann þau til frænda þeirra í Ameríku. Móðir drengsins vandi hann ungan á að skrifa dagbók, og er auðséð, að það er barn, raunar greinfc barn, sem segir írá. Frá- sögniu er ákaflega látlaus og offcasfc barnaleg, og hefir þýð- andanum yfirleifcfc tekizt mjög vel að ná þvi orðalagi, er sýnir hið barnslega hjá höfundinum. Hór eru nokkup dæmi: »Allir tala um sfcríðið, þó að alllr séu að reyna að gera það ekkiu. „Hán fórsfc í loffcárás á öðrum degi þessa vonda sfcríðs“. aEn hán fcráir mér lika aldrei, nema þegár ég sveia mér upp á það“. „Mamma hefði áreiðan- lega ekki dáið i loftárásinni, ef Pieter frændi hefði verið hers- höfðingi", „Hanu var í sjóliðinu og gat harizt bæði á sjó og landiu. „Uppáhaldshesfcur baróns- ins er ormaveikur eða eitthvað svoleiðis". »Ná er klukkan 9 og ég er orðinn syfjaður. Góða nótt, elsku dagbókin mín* o. s. frv. Þetfca og þvíurnlíkfc sýnir, að bókin er skrifuð af barni, þó að frá henni kunni að vera gengið undir prentun af fullorðinni manneskju. Annars kemur fyrir hjá þýðanda, að hann orðar hugsanirnar þannig á íslenzku, að barn mundi ekki haga þann- ig orðum sínum. En bókin er yfirleitfc á mjög lipru, viðfelldnu pg góðu máli og prófarkalesfcur allvandaður. Þá kemur að öðrum atriðum: Bókin er í fám orðum sagt ein hin effcirtektarverðasta og átak- anlegasta bók, sera birzfc héfir um ásfcandið í sfcriðslöndunum. Hið látlausa og barnalega eins og eykur áhrifagildið. Þarna er ekki lisfcamaður, sem sé að kapp- Braudið. Mótmælum gegn frumvarpi Ey- steins rignir nú niður frá verka- lýnsfélögum landsins. Skutli er kunnugt um mótmæli þessara fó- laga á Vestfjörðum: Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri, verkalýðsfólagsins Súg- anda á Suðureyri í Súgandafirði, verkalýðsfélaganna í Bolungavík og Hnífsdal, verkalýðsíólagsins Bald- kosfca að haga lýsingunum þannig, að allfc verði sem átakanlegasfc. Þarna er frásögn tjrengs, sem er greindur, saklaus og blátfc áfram, drengs, sem skrifar jafDÓðum og atburðimir gerast í kringum hann og skorfcir alla yfirsýn. Og það er jafnátakanlegfc og eðlilegfc, þegar hann segir frá kettinum, sem flýr af ófcta við gauraganginn frá loffcárásunum upp í reykháfinn og fæst ekki niður affcur með neinum ráðum — já, það er jafnátakanlegfc og eðlilegt, eins og þegar drengur- inn skýrir okkur frá sorg sinni áfc af móðurmissinum eða frá smábörnunum munaðarlausu, sem hann og frændi .hans rekast á við veginn til Dordrecht. Frá láfci móður sinnar segir hann þannig, þegar hann gefcur þess fyrsfc: „Pieter frændi er kominn affcur. Hann gafc ekki hitfc mömmu, af þvi að hán er dáin. Eg gefc varla trúað því, en óg veifc þó, að Pieter frændi skrökvar ekki. Við æfclum ekki að segja Keefcje (sysfcur drengsins) frá því strax. Sjákrabilarnir eru alltaf að flauta. Ég get ekki skrifað, ég get ekki sofnað. Ég get bara ekk- ertu. (Þessi og aðrar leturbreyfc- ingar eru gerðar af undirrifcuð- um. Eins er innskotið i þessari fcilvifcnun frá honum.) Glögglega kernur í ijós undrun hinnar friðsömu og inennfcuðu hollenzku þjóðar yfir hinni villi- mannlegu innris — og sorg henn- ar og róttlát reiði í sambandi við hana. Og áhrifamikil er hán, hin blátfc áfram og athugasemda- lausa frásögn um það, þegar fólkið verður þess visara, að fallhlifarhermaðurinn, sem hefir verið látinn síga niður ár þýzkri flugvól og gamall maður hefir skofcið, er enginn annar en ein- mitt einn af drengjunum, sem fólkið þarna hafði fcekið fcil fósfc- urs é neyðarfclmum þýzku þjóð- arinnar eftir heimssfcyrjöldina, en síðan hafði horfið heim til áfcfc- haga sinna. Já, hvílíkri hörmung og hvi- liku villidýrsæði, hvilíku örvæni og hvilíkum hefcjuskap lýsir hán ekki, þessi lifcla og láfclausa bók hins fcólf ára gamla hollenzka drengs. Guðmundur Gíslason Hagalín. uis, Sjómannafólags ísflrðinga og Verzlunarmannafélagsins á ísaflrði. í öllum þessum félögum voru sam- þykktar tillögur til mótmæla — og ríkir sú eindrægni sjómanna, verkamanna og allra launamanna um andstöðu gegn frumvarpinu, að þar er engin von til sundrung- ar fyrir sjálfstæðismenn, enda er í Sjálfstæðisflokknum álíka fjaðra- þytur og skelfing yflr tvískinnungn- um gagnvart frumvarpinu, eins og í hænsnahúsi, þar sem alræmdur hænsnabani birtist um hánótt. Framsóknarflokkurinn hefir ann- ars látið dreifa út ræðum Eysteins og Hermanns um málið. Meðal annars voru þær bornar í öll hús hér á ísaflrði sl. þriðjudag, nema til manna eins og t. d. ritstjóra Skutuls. Er ekki nema gotfc eitfc um það að segja, að almenningur kynnist sem glögglegast aðstöðu ráðherranna, því að alþýðan ís- fifzka er ekki þannig skapi farin, að það þýði að segja við hana um leið og henni er gefinn löðr- ungur: — Hana, haíðu nú þetta. Þetta er þór veitt af góðvild og um- hyggju! Það er og gotfc fyrir almenning að kynnast af ræðum ráðherranna, hve rotin afstaða Sjálfstæðisflokks- ins heflr verið og er í málinu. — Yflrleitt standa sjálfstæðismenn- irnir með lögfestingu kaupgjalds- ídb í hendinni eins og heitt brauð. Þeir nasa af og þykir ilmurinn góður, en flnnst hins vegar brauðið full heitfc á því að halda. Arn- grimur er einn af þeim í ilokkn- um, sem kasta því frá sór á al- mannafæri og segja: Það má fjandinn halda á þessu í minn stað. En auðvitað nartar hann í það, þegar enginn sér, eins og aðrir flokksbræður hans, enda hefir atvinnumálaráðherrann sagfcnýlega, að óvíst sé það alveg ennþá, nema Sjálístæðisflokkurinn setjist opin- berlega til borðs með Framsókn og leggi sér brauðið til munns. Og vísfc mun þá Arngrímur kjamsa með „þeim fínu í flokkn- um“ eins og hann stundum segir svona í viðtali. Framfærslumál ísafjarðar. Framfærslumáliu voru geipilega mikil baggi á ísafjarðarkaupstað, meðan allt hólzt í hendur: fisk- leysi, sölutregða, lágt verð á sjávar- afurðum og vöntun á bátum til flskveiða. Nú hefir aftur á móti verið að þokast í sæmilegt horf í þessum efnum. Árið 1939 var fátækraframfær- ið hér í bæ kr. 118 þúsund nettó og hafði þá lækkað nokkuð frá því, sem það var áður. Með þeirri verðhækkun, sem varð á árinu 1940, hefðu framfærslumálin þá átt að komast upp í rúm 155 I^úgur er nieðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi ísfirðinga. Bæði seydd og óseydd. Ekkert brauðgerðarhús á I Yesturlandi framleiðir nú I meira af þessari brauðteg- I und en Bökunarfélagið. Nýtízku tæki til brauðgerðar. þúsund að óbreyttu ástandi frá árinu á undan, en fóru niður í kr. 97 618 — eða lækkuðu um rúm- lega 58 þúsundir króna, sem svar- ar til 37°/0. Nú eru allar horíur á, að framfærslukostnaður verði langt undir áætlun, svo að þar nemi munurinn meira en nokkur heíði þorað að gera sór vonir um. Á árinu 1940 þágu 76 fjöl- skyldur styrk til fæðis eða klæðis að meira eða minna leyfci, og var fólkið í þessum fjölskyldum sam- tals 367 — þar aí 179 börn. En 53 af þessum fjölskyldum endur- greiddu til fulls allan styrk þeg- inn á árinu — og nokkrar þeirra meira! Samtals greiddu 31 styrk- þegi eitthvað upp í skuldir eldii en frá árinu 1940. Nefcfcóframfænð skiptist þannig á árinu 1940: kr. 1. Matur og föt fcil fjöl- skyldna 24 861,60 2. Húsaleiga 18 043.69 3. Til framfærslu gamal- menna, auk ellilauna 3.558,72 4. Barnsmeðlög 12.283 52 5. Sjúkrakostnaður 23.394,72 6. Vegna fávita og geð- veikra * 7,467,25 7. Sjúkrasamlagsgjöld 3.009,00 8. Stjórn framfærslu- mála 5000,00 Samtals kr. 97,618,50 Metl sama kostnaði hlutfallslega í ár ætti framfærið að vetða um það bil 25% dýrara — eða lúm 120 þúsund. En óhætt er að full- yrða, að framfærslumálin kosi.i ekkert því svipað þessu í ár. Þó eru ýmsir liðir, sem hljóta að hækka að mestu í samræmi við aukna dýrtíð, svo sem sjúkra- kostnaður, kostnaður vegna gam- almenna, sem þurfa af einhverj* um ástæðum hjálp fram yfir elli- laun, kostnaður vegna fávita og geðveikra og kostnaður við stjórn framfærslumálanna. Þessir liðir námu samtals í fyrra kr. 39.420,69 — og ættu þá að fara upp undir kr. 50.000,00 í ár. Annar fram- færslukostnaður mun svo verða mjög lítill og minni en dæmi eru hór til í fjölda mörg ár.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.