Skutull

Árgangur

Skutull - 04.07.1942, Blaðsíða 2

Skutull - 04.07.1942, Blaðsíða 2
Í08 S K U T U L J Atkvæðisrétturinn skal vera ,al- mennur1 og ,jafn‘. þessi orð standa í stjórnar- skrá íslenzka ríkisins. • Vegna fækkunar fólksins í sveitunum og fólksfjölgunar í bæjum og kauptúnum, eru kosningalög og kjördæma- skipun kornin í hrópandi ó- samræmi viö sjálfa stjói nar- skrána. Þessu virðasl íram- sóknarmenn alveg gleyma, enda hafa þeir nú að |>essu leyti tvöfaldau rétt á borð við alla aðra kjósendur þjóðar- innar. Alþýðuflokkurinn býr nú aðeins við hálfan lrosn- ingarétt, og krefst nokkurrar leiðréttingar á því ranglæti. — Allir réttsýnir menn, — framsóknarmenn ekki und- anskildir — eiga að styðja réttlætið til sigurs. Utanhéraðsþingmenn. Það er engu líkara en Sig- urður Bjarnson vilji láta kosn- inguna snúast um það, bvort menn vilji heldur innanhér- aðs- eða utanhéraðsmann sem þingmann. Má heyra það ofan í hann, að utanhéraðsþing- menn telur hann ómögulega menn, en hinsvegar sé hverju því kjördæmi borgið, sem eigi mann á þingi, borinn og harn- fæddan í héraðinu. Margur hefir nú brosað að viðleitni Sigurðar til að setja setja þetta ofar öllu tilliti til manna og málefna. En svo verður mönnum á aö spyrja: Var ekki Jón Auðunn innan- héraðsmaður? Var ekki Vilmundur utan- héraðsmaður ? Og hvor þessara manna gafst betur, innanhéraðsmaðurinn Jón Auðunn eða utanhéraðs- maðurinn Vilmundur Jónsson. Auk þess hefi ég heyrt menn benda á, að einhver bezti þing- maður, sem nokkurt kjördæmi hefir, er einmitt ekki úr því héraði, en það er Ásgeir Ás- geirsson. Og hugsið ykkur svo aðend- ingu, að Jón Sigurðsson forseti var lengstum búsettur, ekki í Heykjavík, heldur í öðru landi — úti í Kaupmannahöfn — og gafst þó sæmifega. Dýrtíðarvísitalan hefir aftur hækkað urn eitt stig, en skyldi sjálf dýrtiðin ekki hafa hoppað svolitið hærra? Um það er almenningi bezt kunnugt af daglegri reynslu. Deilunni við Eimskip og Ríkisskip lauk með fullum sigri verka- manna. Um hvað er kosið? Það er í fyrsta Iagi kosið á sunnudaginn um kjördæmabreyt- inguna. Þar eru kjósendur spurðir um, hvort þeir vilji jafna kosninga- réttinn lítið eitt. — Gfeta þeir einir kosið framsókn, sem ein- ráðnir eru i að stinga réttlætis- kennd sinni svefnþorn og virða aila sanngirni vettugi. Það er í annan stað kosið um afnám kúgunarlaganna, þvi að ef íhald og framsókn fá mak- lega útreið i þessum kosningum, þá er það fyrst og fremst svar verkalýðsins út af lögbindingu kaupsins og sviptingu samninga- réttarins, en ef verkalýðurinn kýs áfram lögbindingarflokkana, þá geta þeir ekki tekið það öðru- vísi en sem pöntun frá alþýðu manna um rneiri kúgun, meira réttarrán, meiri misskiptingu auðs og eigna, enda mundu þeir Ólafur Thors og Jónas Jónsson þá ekki vera lengi að fallast i faðma og hefja sitt ofbeldisstjórn- arfar á ný. Ef þú vilt það, kjós- andi góður, þá kýst þú auðvitað Björn Leví i bænum og Sigurð frá Vigur í sýslunni — en viljir þú styrkja baráttuna gegn gerð- ardómslögunum, þá á Alþýðu- flokkurinn atkvæði þitt. í þriðja lagi er kosið um hækkun krónunnar. AlþVðuflokkurinn telur, að gengis h æ k k u n sé viturlegasta ráðstöfunin, sem hægt er að gera til þess að lækka dýrtiðina, en á móti því berjast bæði íhald og framsókn. Forsprakkar íhaldsins græða á lággenginu og dýrtíð- arflöðinu. Þess vegna kýst þú Alþýðuflokkinn og engan annan flokk, ef þú vilt, að striðsgróð- Verkalýðsfélag Bolungavikur. Aðalfundur lélagsins var haldinn mánudaginn 30. þ.m. í stjórn voru kosnir: Jón Tímóteusson formaður, Ágúsl Vigfússon ritari, Haraldur Stefánssn gjaldkeri. Meðstjórnendur: Hafliði Hafliðason, Páll Pálmason. í varastjórn voru kosnir: Sveinn Halldórsson varaform. Jóhannes Guðjónsson vai'aril. Jóhann G. Eyfirðingur varagj. Meðstjórnandi til vaia: Jón Iíarl Jónsson í samningsnefnd voru kosnir: Sveinn Halldói'sson, Jón Tímóteusson, Ebeneser Benediktsson, Júlíana Megnúsdótlir, Jón K. Þórhalisson. Fundurinn var vel sóttur og í’íkti almennur áhugi meðal fundarmanna, inn sé notaður til þess að draga úr dýrtíðarbölinu. Þá er auðvitað kosið um stefnur flokkanna í heild. Viljir þú styðja að jöfnun auðs og réttar, styðja að lýðræðis- legum umbótum, slysa- sjúkra- og örorkutryggingum, styðja að samvinnu i verzlunar og atvinnu- málum og efla og styrkja lýð- ræðislega verkalýðsbaráttu — þá kýstu Alþýðuflokkinn og berst fyrir auknu fylgi hans. Ef þú trúir því, að unnt sé að knýja socialismann fram með skyndibyltingu án meirihluta- valds kjósenda á bak við sig, hjá óvopnaðri þjóð, og of þú vilt bíða eftir öllum umbótum, þar til þessi draumsýn hefir rætzt, þá ertu kommúuisti og fylgir að sjálfsögðu þeim flokki. En ekkert annað en þessi sann- færing heimilar neinum jafnað- armanni að hverfa frá fylgi við Alþýðuflokkinn. Þá er það stefna ihaldsins: Þeir, sem eru afturhaldssamir í eðli sinu, trúa á blessun og rétt- læti frjálsrar samkeppni mitt í öllu misrótti þjóðfólagsins, og þeir, sem aðhyllast óhefta auð- söfnun einstaklinga á kostnað Útsvörin í Reykjavík. Útsvarsski'áixi í Reykjavík — vei’sta hók ársins, segja Reyk- víkingar — er nú komin út. Hafa útsvöi’in á almenningi liækkaö nálega um 100%. en útsvar Kveldúlfs heíir lækkaö úr 730 þúsundum niður í ein- ar 95 þúsundir. Erútsvar Kvöld- úlfs þannig nú einn á ttundi h 1 u t i af því, sem það var í fyrra. Heildjirupphæð útsvaranna er 11 miljónii' og 730 þúsund- ir króna, og hækkun síðan í fyrra 2 miljónir og 600 þúsund- ir. Þetta er ávöxturinn af makki Eramsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins í skatlamálum. Er nú t. d. ekkei't útsvar lagt á lekjur yfir 200 þúsuiid krón- ur hjá sama manni og lýrirtæki. og vei'ður þelta auðvitað Lil þess að hækka útsvörin á al- menningi. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. heildarinnar — þeir eiga heima í íhaldsflokknum, sem þar áður hét Sparnaðarbandalag og Borg- araflokkur — en nú stássar sig með sjálfstæðisheitinu -— eða þá i framsökn, sem nú er öllu íhalds- samari en íhaldið sjálft. Um þetta allt er að velja i kosningunum 5. júlí. ísfirzk alþýða hlýtur að sjá þá auknu sundrungarhættu, sem nú steðjar að. Ef andstöðuflokkarnir kæmu til dyranna eins og þeir eru klæddir, bentu hreinskilnis- lega til verka sinna — ef ihaldið viðurkenndi sig senx íhaldsflokk og kommúnistarnir viðurkenndu sig sern byltingarflokk, þá væri ekkert að óttast. En þeir villa báðir á sér heimildir, og því reynir á þroska kjósendanna að sí*í g0gD um moldrykið, sem þyrlað er upp. Fyrir fáum mánuðum hrynti isfirzk alþýða á myndarlegan hátt lævíslegii tilraun ihaldsins og kommúnista i sameiningu í persónugerfingi Hristings sálaða. Gerum hið sama nú, þó að skötuhjúin komi nú blaðskell- andi í bardagann hvort í sínu lagi. Hugmyndirihaldsins umAlþingíslendinga Eftir fyrsta framboðsfundinn í Vestur-Isafjarðarsýslu, lót einn af helztu sjálfstæðismönnum sýsl- unnar, sem er sár óánægður með frambjóðanda ihaldsins, þess get- ið í kunningjahöp, að ekki væri annað sjáanlegt en að Sjálfstæð- isfiokkurinn hefði alveg sórstak- lega fóránlegar hugmyndir um það, hvernig jafn virðuleg stofn- un og Alþing íslendinga ætti að vera skipað. „Það hlýtur að vera skoðun Sjálfstæðisflokksins", sagði hanu, „að þingið eigi að vera skipað börnum einum og gamalmenn- um. Fyrir nokkrum árum var Thor Thors sendur okkur hingað til framboðs á unglings aldri. Þá Gunnar Thöroddsen, sem lítt har^naður drengur, og nú síðast Bárður Jakobsson, kornungur og Vinnum að glæsilegum alþýðu- r flokkssigri i Isafjarðarkaupstað r og báðum Isafjarðarsýslum þann 5. júlí næstkomandi.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.