Skutull

Árgangur

Skutull - 04.07.1942, Blaðsíða 4

Skutull - 04.07.1942, Blaðsíða 4
110 S K U T U L 1 Prósentur af þjáningunum. Alþýða manna stynux* undir ofurþunga styrjaldarinnar. — Skortur og öi'birgð bætast ofan á raunir sti'íðsins, hörmungar og ástvinamissi. Því lengur sem stríðið stendur, því þyngi'i verða byrðirnar og bölið ó- bæx'ilegi'a. Allar vonir hinua undirokuðu byggjast á því, að lýði'æðisþjóðirnar vinni sigur sem allra fyrst. Heill og ham- ingja verkalýðsins er undir þessu kominn. En í ófriði rísa upp stríðs- gróðamenn, sem græða stórfé þegar aðrir þjást. Því lengur sem stríðið stendur, því meira gi’æða þeir. Þeir taka prósent- ur af vinnuframkvæmdum. Því dýrari sem vinnan verður, því lengur, sem hún tefst, því meiri tekjur í þeirrá vasa. Þeir eru upp á prósentur af sviksemi við málstað alþýðu og af þjáning- um hennar. Þetta er viðbjóðslegasta teg- und stríðsgróðamanna. Lengi í vöggu. Á framboðsfundi 22. f. m. lærði Sig. Thoroddsen það sér til afsökunar fyrir því, hvað liann væri stirðmáll og illa læs, bæði á sína skrift og Jóns Rafnssonar, að hann væri ekki þeim gáfum gæddur að geta haldið ræður í vöggunni. Hann segist vera 39 ára gamall. Eins og álfur úr hól. Frambjóðandi Kommúnista hér í bænum, Sigurður Thoroddsen, er eins og álfur úr hól, þegar liann lalar um þjóðmál. Hann segist ætla að berjast gegn þjóðstjórninni, sem Al- þýðuflokkurinn rauf vegna ' gerðardómsmálsins og allir vita að ekki er til lengur. Hann segist vilja afnema sveitarflutninga þurfamanna, sem Alþýðuflokkurinn fékk úr lögum fellda árið 1935. Hann segist vilja berjast gegn ríkislögreglu, er notuð verði gegn verkalýðnum í kaupdeil- um. En einmitt þetta hefir Al- þýðufiokkurinn hindrað til þessa. Hann talar um nauðsyn þess að hækka fiskyerðið en því hefir Alþýðuflokkurinn fastasl barist fyrir. Allt þetta er alþýðu manna á Isafirði kunnugt um, þó hinn háskólalærði viti það ekki. Sennilega þyrfti að senda hann aftur í skóla, ef hann kemst einhverntíma úr vögg- unni, svo hann verði fær um að tala eitthvað al viti við kjósendur á ísalirði. Mikið framboð — litil effirspurn. Vestur-ísfirðingar segja um þá Kirkjubólsbræður, Halldór, sem er í kjöri í Vestur-ísafjarð- arsýslu, og Guðmund Inga, sem er í kjöri á ísafirði fyrir Fram- sókn, að á þeim sé mikið fram- boð, en lítil eftirspurn. Engin ráðgáta. Kjósendur veita því mikla eftirtekt, að frambjóðendur í- lialds og kommúnista minnast varla livor á annan á fundum, í blöðum eða í útvarpi. Þeir snúa öllum ádeilum sínum sam- eiginlega gegn Alþýðuflokknum. Kjósendum er þetta engin ráðgáta. Alþýðuflokkurinn er höfuðandstæðinguríhaldsins.en Kommúnistaflokkurinn hjálp- afhella þess. Einn af átján. Sjálfstæðisfélögin þrjú á ísa- íirði héldu sameiginlegan fund á föstudagskvöld. Var hann auglýstur með götuauglýsing- um og í úlvarpi. Átján manns mættu á fundinum, og mun dr. Björn Björnsson hafa verið einn þeirra. Vindmylluriddarinn. Flestir munu kannast við söguna um hinn spanska ridd- ara, Don Quixote. Sig. Thor- oddsen virðist hafa talsvert af hans eiginleikum, þ. á. m. nokk- urt ímyndunarafl, og geysisl fram gegn ýmsu, sem er hans eigin heilaspuni, alveg eins og Don Quixote gerði. Hann kem- ur hingað í kaupstaðinn með gamla kommúnistabykkju, — og fær í Iið með sér sem sinn trúa þjón Hauk Helgason, er leikur Saneho af mikilli list, og þessir ætla sér að kveða niður þjóðstjórn og fátækraflulning, sem hvorugl er til lengur. Flokksfundur sjálfstæðismanna í Bolungavík. Á miðvikudaginn var boð- aði Sigurður Bjarnason til flokksfundar í Bolungavík. Aug- lýst var í útvarpinu marga daga í röð, að frambjóðand- inn og doktor Björn Björnsson mættu á fundi þessum. Einnig var fundurinn vandlega aug- lýstur í Bolungavík, en saml fór svo, þrátt fyrir smölun í bíl, aö á fundinn tíndust loks 44 sálir, en að rúmri klukku- stund liðinni liélt fólkið aftur heim til sín, og höfðu þá bæði doktor Leví og lögfræðingur- inn lalað nægju sína við fólk sitt og það við þá. Er hent gaman að fundar- haldi þessu t Bolungavík. Kosningin 5. júlí fer fram í barnaskólanum og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Kjördeildirnar verða þrjár eins og við undanfarnar kosningar. í fypstu Jkjördeild eiga allir þeir að kjósa, sem eiga uppliafsstafi frá A—G að báðum stöfum meðtöldum. I þeirri kjördeild getur alþýðuflokksfólk, sem upplýsinga eða aðstoðar óskar, snúið sér til: Unnar Guðmundsdóttur eða Þorleifs Guðmundssonar, Önnur kjördeild nær yfir bókstafina H—N. Þar getur alþýðuflokksfólk snúið sér til: Steins Leós eða Jóns Jónssonar frá Hvanná. Þriðja kjördeild nær yfir bókstafina O—Ö. í þeirri kjördeild eru þeir trúnaðarmenn Alþýðuflokksins: Jónas Tómasson og Guðmundur Lúðvígsson. Þannig litur kjörseðillinn á ísaiirði At þegar kosinn hefir verið frambjóðanði Al- þýðnilokksins: X Finnur Jónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Guðm. Ingi Kristj ánsson frambjóðandi Framsóknarflokksins Sigurður S. Thoroddsen frambjóðandi Sam.il. alþýðu Sósialistafl. Bjöwi Bjöpnsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins A Landslisti Alþýðuflokksins B Landslisli Framsóknarflokksins C Landslisti Sameiningarfl. alþýðu Sósialistaflokksins D Landslisti Sjállstæðisflokksins Lækningastofa min verður fyrst um sinn í Gagnfræðaskólanum. Opin kl. 1—3. Sími: 38. Héraðslæknirinn á Isafirði. Baldur Johnsen.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.