Skutull

Árgangur

Skutull - 05.06.1943, Síða 1

Skutull - 05.06.1943, Síða 1
SKUTULL Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. XXI. ár. ísafirði, 5. júní 1943. 17. tbl. Auglýsingar þurfa að sumrinu að koma í allra seinasta lagi fyrir liú- degi á föstudag. Ritstj Kaupfélag Isfirðinga færir út kvíarnar. - Stofnuð deild og hafinn rekstur á útbúi i Bolungavik. Utsvör og dýrtíð Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir enn eins og fyrri daginn valið sér það auðvelda hlut- verk að auka óánægju manna með útsvörin. Hamp- ar Vesturlandið því, að sjálfstæðismenn hafi lagt til, að útsvörin yrðu ekki nema 1102 500 krónur — Ein miljón eitt hundrað og tvö þúsund og fimm hundr- uð krónur. — Er þessi mun- ur á útsvörum að tillögu andstöðuflokksins ekki meiri en svo, að litlar líkui eru til þess að útsvöi in hefðu orðið lægri, en þau eru nú, ef Sjálfstæðisflokk- urinn hefði staðið í þeim sporum að bera ábyrgð á fjárhagsafkomu bæjarins. Annars viðurkennir rit- stjóri Vesturlands það, að ríkasta þáttinn í hinum auknu álögum, eigi hinn gífurlegi vöxtur dýrtíðar- innar. — Og vitanlega ei þetta laukrétt. En eftir þessa játningu mun mörgum verða að spyrja: Hverjum er að kenna hinn gífurlegi vöxtur dýr- tíðarinnar? — Já, hverjum fremur en foringjum Sjálf- stæðisflokksins, sem hengsl- uðust máttlausir og rænu- lausir í ríkisstjórn á sein- asta ári, haldandi verndar- hendi vfir auðsafni brask- aranna. Af þeim sökum urðu þeir máttvana til að stöðva dýrtíðarflóðið í heild, og af sömu ástæðu flæddi það þeim langt yfir höfuð. Það er þetta, sem ísfirzk- ir gjaldendur, alveg sérstak- lega launamennirnir, eru nú að súpa seiðið af í háum gjöldum. Sigurður Bjarnason lítui' bara ekki svona á málin. Hann segir, að dýrtíðin sé þeim mönnum að kenna, sem afnámu gerðardóms- lögin!! Framhald á 3. síðu. Fyrir nokkru hófu verka- menn í Bolungavík pöntunar- starfsemi. Stofnuðu þeir brátt Pöntunarfélagið „Hvöt“ og hafa starfrækt það síðan. Sáu menn fljótt, að þessi vöruinnkaup voru mjög hagkvæm, og fjölg- aði félagsmönnum i Hvöt mjög ört. Voru félagsmen Ilvatar nú komnir yfir 100. Að ýmsu leyti átti pöntunar- félagið Hvöt við mjög þröngan kost að búa, bæði um húsnæði og annað, en þó ukust við- skiptin ár frá ári. Á árinu 1912 óskaði svo Pöntunarfélagið Ilvöt þess að sameinast Kaupfélagi Isi'irð- inga, gegn því að það héldi á- i'ram verzlunarrekstri i Bol- ungavík. Um þetta samdist að mestu á siðastliðnu ári, en á sunnu- daginn var var endanlega gengið frá formshlið þessa máls. Aðalfundur Pöntunarfélags- ins Hvöt var haldinn siðastlið- inn sunnudag í samkomuliús- inu í Bolungavík. Voru þar lögð fram reikningsskil fyrir árið 1942 og siðan samþykkt félagsslit á þeini grundvelli, sem áður hafði verið lagður, sem sé þeim, að Kaupfélag Is- firðinga tæki við eignum og skuldum Hvatar og liéldi verzl- unarrekstri samvinnumanna i Bolungavik áfram. ' Því næst var settur stofn- fundur Bolungavíkurdeildar Kaupfélags Isfirðinga. Var Þórður Iljaltason bóndi i Meiri-Hlið kjörinn fundar- stjóri, en Ágúst Vigfússon kennari fundarritari. Á fundi þessum voru mættir fyrir kaupfélagsins hönd þeir Ketill Guðmundsson og Hanni- bal Vajdimarsson og ræddu þeir nokkuð um þessi mál við fundarmenn. Gengu allir félagsmenn Hvatar, sem mættir voru á fundinum i Bolungavíkurdeild Ivaupfélags Isfirðinga, og fór því næst fram kosning á stjórn deildarinnar. Deildarstjóri var kosinn Sveinn llalldórsson skólastjóri og í stjórnina ásamt honum þeir Páll Sólnmndsson og Þórð- ur Hjaltason. Þá voru einnig kosnir full- trúar fyrir deildina, til þess að mæta á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður á lsafirði í lok þessa mánaðar. Fundur þessi var hinn á- nægjulegasti og sýndi ótvírætt einhug og samheldni kaupfé- lagsmanna í Bolungavík. Vöxtur Kaupfélags Isfirð- inga er öruggur og jafn. Hér á Isafirði hefir félagið þrjár búðir, verzlun með byggingar- vörur og kol, og ennfremur á það hér fiskverkunarstöð og rekur lítið íshús og sláturhús. I Súðávík er nú deild og útbú, og íshúsbyggingu má heita lok- ið á Langeyri við Álftafjörð. En sú ágæta útgerðarstöð er nú eign Kaupfélagsins. Þá hafa hin síðari ár verið starfandi deildir úr Kaupfélaginu í Reykjarfjarðarhreppi, Naut- eyrarhreppi og Sléttuhreppi, en félagsmenn eru í öllum hreppum sýslunnar. I'Reykjanesi á féalgið all- stórt gróðurhús og starfrækir þar myndarlega ræktunarstöð, sem bætir úr tilfinnanlegum skorti Isfirðinga á .grænmeti á sumrum. Þá má einnig geta þess, að félagið á sláturhús bæði í Vatnsfirði og á Arngerð- areyri og ennfrenmr fiskhús á Látrum í Aðalvík. Viðskipti hefir Kaupfélagið því mikil og margvísleg við svo að segja alla ibúa Norður- Isafjarðarsýslu og Isafjarðar- kaupstaðar, og fara þau drjúg- um vaxandi með ári hverju. Má þó fullyrða það, að miklu meiri áherzla hefir verið lögð á öriiggan vöxt félagsins, en á hitt að þenja það sem mest út á sem skemmstum tíma. Vöxtur Kaupfélags Isfirð- inga hefir ekki átt sér stað með neinu brauki og bramli. Ilann hefir átt sér stað í kyrþey og þannig haft á sér brag hins náttúrlega gróanda. Er það von allra Kaupfélagsmanna, að samskonar gróandi samvinnu- verzlunarinnar liefjist nú i Bolungavík. — Stofnendur Hvatar lögðu fyrsta fræið í jörð og hlúðu að því, og sé þeim þökk fyrir það. S j ómannadagurinn. Samtök sjómanna í bænum hafa áformað að halda sjó- mannadaginn hátíðlegan með líkum hætti og i fyrra. Hópganga sjómanna leggur af stað frá bæjarbryggjunni um klukkan hálf tíu árdegis. Gengið verður til kirkju, og hefst guðsþjónusta kl. 10. Upp úr hádeginu hefst úti- skemmtun við bátahöfnina. Verður þar flutt stutt ræða, og þar fer fram reipdráttur milli skipshafna, kappróður og fl. Klukkan 5 verður í tvö horn að líta. Þá byrj ar kvikmynda- sýning í Alþýðuhúsinu, en sam- tímis fer fram knattspyrnu- keppni uppi á íþróttavelli. Keppa þar sjómenn við Harð- verja. Um kvöldið verður svo skemmtun fyrir fullorðna í Al- þýðuhúsinu, en barnaskennnt- un í templarahúsinu. Að þessum skemmtunum loknum verða svo dansleikir í báðum samkomuhúsunum. — Verða nýju dansarnir í Al- þýðuhúsinu, en gömlu dans- arnir að Uppsölum. Geta menn gengið milli húsanna eftir vild fram til ld. tvö um nóttina. Merki verða seld allan dag- inn. Gilda 25-krónamerkin að allri skemmtun dagsins, nema kvikmyndasýningunni, en 10- krónamerkin gilda aðeins að útiskemmtuninni. — Tveggja króna merki verða einnig seld börnum og gilda þau að þeirra skemmtun. Eins og undanfarin ár mun ágóði þessara hátíðahalda renna í sundlaugarsjóð Isfirð- inga. Munu teikningar af hinni væntanlegu sundlaugarbygg- ingu verða hafðar til sýnis i gluggum Kaupfélagsins ásamt bikurum þeim, sem keppt verður um. Allir Isfirðingar hylla að sjálfsögðu sjómennina með því að taka þátt í hátíðahöldum dagsins — og um leið leggja þeir miklu framfaramáli lið.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.