Skutull - 05.06.1943, Qupperneq 2
68
SKUTULL
SKUTULL
kemur út 40—50 sinnum á ári/
• Árgangurinn kostar 10 kr.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er
Hannibal Valdimarsson.
Afgreiðslumaður blaðsins er
Jónas Tómasson.
Utsvörin og dýrtíðin.
Framhald af 1. síðu.
En hver var þá reynsl-
an aí' gerðardómslögunum.
Hún var þessi, að dýrtíðin
dafnaði aldrei betur en eft-
ir að þau voru sett, en hins-
vegar ákváðu þau, að kaup-
gjald allt skyldi standa ó-
breytt. Það ástand sem
„kúgunarlögin“ skópu
stefndi til algerrar öreiga-
mennsku allra launamanna,
enda varð langsamlega
mestur hluti þjóðarinnar á
skömmum tíma samtaka um
að hafa þessi ranglátu lög
að engu. Þessa staðreynd
viðurkenndi meira að segja
ríkisstjórn Ólafs Thórs og
bar sjálf fram frumvarp
um afnám gerðardómsins.
Er og ekki annað vitað, en
að Sigurður Bjarnason hafi
greitt afnámi þeirra at-
kvæði sitt á Alþingi.
Menn sjá strax hvernig
gjaldgeta launamannanna
hefði verið nú, ef gerðar-
dómurinn hefði ekki verið
afnuminn. Dýrtíðin hefði
verið sú sama og hún er, en
launamennirnir hefðu setið
með sitt lögfesta kaup, sem
stóðst á við útgjöld löngu
liðins tíma.
Hvernig hefði fjárhagur
launamannanna verið, ef
„kúgunarlögin“ hefðu enn-
þá verið við líði? Það sjá
menn í hendi sér, og jafn-
framt hitt, að það verður
aldrei með nokkrum sanni
túlkað sem ágengni við
þjóðfélagið, þótt launastétt-
irnar krefðust launabóta í
réttu hlutfalli við aukna
dýrtíð á hverjum tíma. Með
þessu fyrirkomulagi varð-
veitist gjaldgeta launa-
manna óbreytt. Kaup þeirra
stendur í stað, þegar dýr-
tíðin stöðvast, og það lækk-
ar á samri stund sem dýr-
tíðin yrði lækkuð.
Hvernig varið er réttlæt-
iskennd þeirra manna, sem
sífellt klifa á því, að með
hinni hlutfallslegu kaup-
hækkun við dýrtíðina, hafi
þjóðfélaginu verið stofnað í
voða og til þeirrar lausnar
Hverra er
Sumir vetur líða svo úr
minni manns, að það er eins
og þeir vetur hafi aldrei verið
til, eins og þcir vetur hafi verið
rændir þeirri athiirðaauðgi,
sem venjulega skiptir lífi hvers
manns í kafla með ákveðinni
reynzlu sorgar eða gleði, mót-
lætis eða meðlætis.
En fyrir.utan þessi sviplausu
tímahil æfinnar koma önnur,
með atburðum, sem eru óaf-
máanlega skráðir í vitund
þeirra, sem lifa. þá, alltaf jafn
ljóslifandi livenær sem hugan-
um er rennt til haka yl'ir geng-
inn l'eril, hnökrar i lifsþræði
hversdagsmannsins.
Þeir, sem stundað hafa sjó
við Isafjarðardjúp í vetur, og
lifa það aldurstakmark, þegar
þeir eru hættir að vera virkir
í haráttunni við Ægi, en fara
að horfa um öxl, hljóta flestir
að staðnæmast í huganum við
þennan langa og harða vetur.
Með öllum sínum slysum,
veðurofsa, frosthörkum og
fjárfelli, verður þessi vetur
einn af hnökrunum í lífs-
hlaupi fjölda manna hér við
Djúp.
Þennan langa og harða vetur
reri frá Bolungavík ein af
þessum litlu súðhyrtu fleytum,
sem virðast til orðnar af
stríðni mannanna við náttúru-
öflin. Þær storka Ægi með því
a,ð skoppa ofaná, á réttum
kili, hvernig sem hann hamast,
hvernig sem hann vandar til
löðrunganna. Þessi fimmtonna
fleyta er yfir tuttugu ára göm-
ul, heitir ölver og hefir nokkr-
um sinnum orðið hlutarhæst
við Djúp, og nú á tuttugasta og
öðru aldursári sínu lifir hún
þann heiður, cnn á ný, að máta
allar aðrar fleytur, stórar og
smáar, hér við Isafj arðardj úp
í keppninni um hæð háseta-
hlutar me*ð því að fá 4400
króna hlut frá nýári til páska.
kaupgjaldsmálanna, megi
alla ógæfu rekja, skilur
Skutull ekki.
En sýnt er, að slíkir menn
trúa því ekki, að þjóðfélag-
ið fáið staðizt, nema skefja-
laus auðsöfnun og óheft
prang fái notið sín á kostn-
að lögfjötraðrar alþýðu,
sem öllu hlýði og allt þoli
möglunarlaust, eins og
sauður, sem er til slátrunar
leiddur. — Alþýðan er bara
ekki slíkum skepnuskap
gædd, og hún kýs heldur að
halda rétti sínum, og fá
laun vinnu sinnar, en að
vera laus við að bera sam-
eiginlegar byrðar þjóðfé-
lagsins, og lifa svo í laga-
fjötrum og allsleysi.
virðingin?
Formaðurinn á ölver í þessari
frægu reisu hans á gamals-
aldri, heitir Jakob Þorláksson
og er einn þessara. manna, sem
virðast fæddir til að berjast við
sjó.
Við þekkj um öll þessa menn,
við mætum þeim á götunni og
tökum ekki ofan af því að
okkur sýnast þetta hversdags-
legir menn, kannske skítugir.
menn.
En við ættum að hal'a það í
huga, a.ð manngildi náungans
vérður ekki mælt af reisn hans
á götunni, það mælist í þeim
verkum, sem hann vinnur,
þeim dáðum, sem hann drýgir,
í þeim þrautum, sem hann
þreytir.
Og það gæti skeð, ef við
temdum okkur að skoða þessa
menn í Ijósi verka þcirra og
athafna, að okkur fyndist þeir
óvenjulegir menn og kannske
þeir einu menn, sem við ætt-
um að talca ofan fyrir, sem.
okkur hæri skylda til að sýna
virðingu. Sjálfsagt hafa mörg
ykkar, scm lcsið þessar línur,
aldrei verið stödd úti á Grynn-
ingu á fimm tonna fleytu í
norðaustan roki og sjó, aldrei
lafað á þeirri yztu þröm lífs-
ins, þegar húið er að „snúa
upp í — og slá af“ og beðið
eftir brotinu, aldrei starað
stjörfum augum á æðandi
holskeflur, aldrei lifað þær
sekúndur, þegar allt hverfur —
allt það, sem áður tók lnig
manns allan, allt verður einsk-
isvert, nema hrotið, sem kemur
að norðan.
Lif manns varir stutt, en
flestum finnst það leiðinlegt,
og sérstaklega lífsleiðir menn
tala um sjálfsmorð, en lífs-
leiðustu mönnum verður lífið
dýrmætt, þegar það hangir
nokkra stund á hláþræði þeirr-
ar tilviljunar, hvort háran
brýtur framan eða aftan við
bátinn.
Þeim, sem l\afa orðið í'yrir
því happi, að lenda í lífshætt-
um, harki og vosbúð á sjó, er
það ljóst, að það þarf ákveð-
inn manndóm til að gera slík-
um fyrirbærum sa'mileg skil.
Þá stoðar lítt að lyppast sam-
an og draga bænakver úr
barmi sér, eða syngja sálma,
jafn vel ekki eftir Hallgrím
Pétursson — og Faðir vorið
verður óskilj anlegt, sem lausn
á viðfangsefninu. Athöfnin er
það eina, sem getur hjargað.
Hversdagslegustu mennirnir,
sem við mætum á götunni, eru
oft á tíðum þeir mennirnir,
sem hafa drýgt ósviknustu at-
hafnirnar í haráttu líssins við
dauðann, náð mestum árangri
í því, sem við köllum karl-
mennsku og lmgprýði, og hal'a
keypt feng sinn, stóran eða
smáan, dýrara verði en nokkr-
ir aðrir menn.
Og liversdagslegustu menn
allra hversdagslegra manna
eru íslenzkir fiskimenn.
Það sé fjarri mér að semja
nokkuð um þessa yfirlætis-
lausu menn — svipað Sjó-
mannadagsgloríunni, eða taka
undir i þeim Hallelúja-kór,
sem gjörvallt landið kveður
við af þann dag, en ég vil, aj5
allir geri sér Ijóst, ekki þann
eina dag, heldur alla daga árs-
ins — að fátækustu fiskimenn
í lægstu sætum þjóðl'élagsins,
eiga skilið virðingu allra hugs-
andi manna á borð við þá, scm
í pallsætunum sitja og sperrt-
ari troða götur lífsins — og
kannske eru pallsæti þjóðfé-
lagsins hin réttu sæti fiski-
mannanna. Um það dæma
menn eftir innræti sínu og
gáfnafari.
Ásgeir Jalcobsson.
Skátafélagið Einherjar
varð 15 ára á s. 1. vetri. Var
það stofnað 29. febrúar 1928.
Fékk það í tilefni afmælisins
fálkastyttu að gjöl’ frá 20
gömlum Einherjum, sem nú
eru búsettir í Reykjavík. Gjöf-
inni fylgdi bréf, þar sem þeir
þökkuðu félaginu fyrir þá
kennslu og þau góðu áhrif,
sem skátahreyfingin liefði haft
á þá í uppvextinum.
1 félaginu eru nú 25 skátar
12—18 ára. Starfa þeir í þrem-
ur flokkum. Venjulega er
fundur (æfing) einu sinni i
viku, og ér þar kennt undir
hin ýmsu skátapróf. Af þvi
lærdómsefni skátanna mætti
nefna: Um sögu fánans, Hjálp
í viðlögum, ýmislegt viðvíkj-
andi ferðalögum (t. d. að
jjekkja á áttavitann, kunna að
nota hann með og án landa-
hréfs, geta áttað sig eftir úri,
sól og stjörnum) flaggastafróf,
hnútar, lítilsháttar matreiðsla
o. fl., o. fl.
I Ylfingadeild félagsins eru
nú um 20 ylfingar, og hafa
þeir starfað kappsamlega í
vetur undir leiðsögn Sigurðar
Jónssonar.
Á árinu 1942 voru farnar 15
útilegur i Valhöll, sem er liús
skátanna í Tungudal. Þátttak-
endur voru alls 154, 108 skátar
og 46 ylfingar.
Þá var einnig haldið innan-
félagssldðamót í vetur hæði
hjá skátum og ylfingum
yngstu þátttakendur voru 7
ára) og ennfremur tóku skál-
arnir þátt í Drengjamótinu á
Skíðamóti Vestfjarða.
Má af þessu marka, að ís-
firzku skátarnir leggja nokkra
stund á að efla sig í skíða-
íþróttinni. Landsmót skáta
verður haldið að Hreðavatni i
Borgarfirði í sumar dagana
22. 29. júní. Búist er við 150
þátttakendum víðs vegar að af
landinu. Hafa 14 skátar ákveð-
ið að fara héðan frá Isafirði
á mótið.