Skutull

Árgangur

Skutull - 05.06.1943, Síða 3

Skutull - 05.06.1943, Síða 3
SKUTULL 69 Alþýdufólk, verzliö viö Kaupfólagið á Isafiröi. Breytingar ráðgerðar á skrifstofum bæjarins. Á kæjarstjórnarfundi s. 1. miðvikudag urðu nokkrar um- ræður um brej'tta starí'stilhög- un og mannaskipti í sambandi við það á skrifstofum bæjar- ins. , Tillögurnar, sem fyrir lágu, i’óru í þá átt, að ekki skyldi lengur hafður sérstakur gjald- keri fyrir Sjúkrahúsið, lieldur yrði bæjarstjóra fyrst um sinn falið bókhald þess, en bæjar- gjaldkeri yrði jafnframt gjald- keri Sj úkrahússins. Siðan var gert ráð fyrir því í tillögunni, að bókhald S j úkra- hússins yrði algerlega samein- að bæjarbókhaldinu, t. d. um næstu áramót. Þá var það ennfremur sam- eiginleg tillaga bæjarráðs að verksvið starfsfólksins á skrif- stofunum yrði ekki nákvæm- lega afmarkað með erindis- bréfum, fyr en hinn nýi bæj ar- stjóx-i liefði fengið tóm til að kynna sér vandlega starfið á skrifstofunum í heild og væri við því búinn að gera tillögur um framkvæmd skrifstofu- starfanna í einstökum atriðum. Þá lögðu þeir Helgi Hannes- son og Hannibal Valdimarsson einnig til, að Kristín Gunnars- dóttir tæki við störfum bæjar- gjaldkera fyrst um sinn, en i’áðning frekari stai’fskrafta á skrifstofuna, eftir því sem reynsla sýndi að þörf krcfði, yi’ði falin bæjarstjóra í sam- ráði við bæjarráð. Voru þessar tillögur allar samþykktar að umræðum loknum. Samkvæmt þessu verður þá séð fyrir starl'skröftum á skrif- stofuna til bráðabii’gða, en end- anleg og föst í’áðning í sam- ræmi við hina nýju stai’fstil- högun látin bíða, þar til reynsl- an sker úr, hveniig haganleg- ast sé og ódýrast að skipa þess- um málum. Þá þótti og Alþýðu- flokknum sjálfsagt, að hinn nýi bæj ai’stj ói’i gæti tekið þátt í að móta hina varanlegu starfstilhögun á ski’ifstofunum í framtíðinni, og vildi því ekki afgreiða piálið endanlega að þessu sinni. Má vel vera, að það þyki tímabært að auglýsa stöðurnar, þegar gengið hefir verið fi’á endanlegum tillögum um verkaskiptingu og starfs- mannahald á skrifstofunum. Fyr er líka tæpast hægt að til- greina verkefni starfsmann- anna eða ákveða launakjör. Ástæðan til þess að sjúkra- hússgjaldkerastarfið er nú lagt niður sem sérstakt starf er sú, að viðskipti Sjúkrahússins við hreppana og þorpin hér í kring ganga nú rniklu auðveldlegar og vafstursminna fyrir sig, en áður var. Þá hefir og viðskipta- aðstaða Sjúkrahússins innan- bæjar gerlxreytzt til hins betra við stai’fsemi Sj úkrasamlags- ins. Við þetta livorttveggj a liefir bókhald og innheimta Sjúkra- hússins orðið einfaldara og auðveldara, og kcrnur flestum saman um, að starfski’aftar þess manns er störfum þessum gegnir notist betur með því að hann sé einn af starfsmönnum bæjarski’ifstofunnar og geti þá gi’ipið þar í önnur störf jafn- framt, eftir því sem til fellur á hverjum tírna. Almenn tíðindi. Kirkjublaðið. Þann 8. maí hóf göngu sína í Reykj avík nýtt blað, er nefn- ist Kirkjublaðið. Utgefandi og ábyi’gðarmaður þess er hei’ra Sigurgeir Sigui’ðsson biskup. Á blaðið að.koma út hálfsmán- aðarlega á sumrum en viku- lega á vetrum. Verð þess til næstu áramóta er 10 krónur en annars á árgangurinn að kosta 15 krónur. 1 fyi’sta tölublaðinu er ávarp til Islendinga frá biskupi, þá er rnikið rætt um önnurkirkju- mál og að síðustu allmikið al- mennra frétta. 1 öðru blaðinu er mynd af Isafjarðai’kirkju ásamt smágrein. Aðalgrein þess blaðs lieitir Dettifoss tím- ans, en auk þess eru þar grein- ar um skoðanakönnun, kirkju- söng og stríðsannáll og inn- lendar fréttir. — Blaðið er 4 síður í sama broti og Morgun- blaðið og Alþýðublaðið. ★ Hækkun farmgjalda. Eimskipafélag Islands hefir ákveðið 50% hækkun farm- gjalda frá Amei’íku. Mun þetta því miður valda verulegri verð- hækkun á aðfluttum vörum. Viðskiptaráð hefir j)ó bannað álagningu á þessa hækkun fai’mgjaldanna og sömuleiðis mun í’íkið ek’ki innheimta verðtoll af henni. ★ Skömmtun á gúmmískófatnaði. Rikisstj órnin hefir ákveðið, að frá 1. júní byrji skömmtun á gúmmístígvélum karlmanna nr. 7 og stærri. Mun mörgum þykja þetta bagalegt, en við því er þó ekkert að segja, því að slik skömmtun mun fyrir löngu upptekin í Amcríku og víðar lijá hernaðarjjjóðunum. — Ifví skyldum við j)á gcta vænzt þess að njóta fvllri réttar. ★ Gjöf til Noregs- söfnunarinnar. Á þjóðhátíðardegi Norð- manna gaf Skátfélagið Ein- herjar 1000 krónur til Noregs- söfnunax’innar. Gerir bréf það, er gjöfinni fylgdi til Nori-æna félagsins fulla grein fyrir gjöf j'essari. Vill því Skutull birta lesendum sínum bi’éfið: Isafirði, 17. maí 1943. Skátafélagið Einherjar á Isa- l’ii’ði, og skátar þeir, sem voru í Kaldalónsútilegunni 1934, gefa hérmeð í nafni Skátafé- lagsins Einhei’jar kr. 1.000,00 — eitt þúsund krónur — til Noregssöfnunai’innar. Upphæð þessi skal á sínum tíma afhent skátafélaginu á Hamar í Noregi til ráðstöl’un- ar. 1934 kornu liingað til Isa- fjarðar í boði Einherja 14 norskir skátar frá Harnai’, und- ir foi’ystu séra Ole heitins Eger skátafoi’ingja þar, og þeirra Arvid östby og Knut Koi’svold frá Oslo. Skátarnir áttu ó- gleymanlegar samvei’ustundir m. a. í vikuútilegu í Kaldalóni. Koma hinna norsku skáta til Isafjai’ðar hafði stórmikil og góð áhrif á skáta, sem kynnt- ust þeim, og á félagslífið í heild. — Enn í dag syngjum við norsku skátasöngvana, sem þeir kenndu okkur. 1937 fóru 3 Einhei’jar urn Noi’eg á leið til Jamboi’ee í Hollandi, þeir voru í viku í Oslo, sem gestir noi'sku skát- anna, sem hingað komu. Með jxessari litlu gjöf okkar vildum við minnast norsku skátanna, og sýna þakklæti okkar til þeii’ra. Með skátakveðju, f.h. Skátafélagið Einherjar á Isafirði Hafsteinn O. Hannesson, sveitarforingi (sign.) Til gjaldkera Noregssöfnunar- innar á Islandi, hr. Guðlaugs Rósinkranz, Reykj avík. Er þetta mikil gjöf frá þessu litla l’élagi. Og mun hennar ekki siður minnst, en jxeirra, sem stærri voru að krónutölu. — Þessi gjöf ber hinum ungu mönnum i skátafélaginu fagr- an menningarvott. * Opinbert velsæmi. Vestui'landið heldur því fram, að Alþýðuflokkurinn hafi brot- ið venjur og velsæmi með því að auglýsa ekki bæjarstjóra- embættið. I sambandi við jxetta vill Skutull benda á, að um þess- ar mundir er yerið að auglýsa tollstjóraembættið í Reykjavík. Mun það vera eitt af tekju- I^.úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, rneira af rúgbrauði. Reynið rúgbx-auð frá Bök- unaríélagi Isfirðinga. Bæði seydd og óseydd. IEkkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunarfélagið. Nýtízku tæki til brauðgerðar. hæstu og virðulegustu embætt- um hér á landi. Er það þó hald manna, að embætti þessu sé þegar ráð- stafað, og auglýsingai’nar því ekkert annað en loddaraleikur. Slík vinnubrögð eru auðvit- að að skaþi þeirra vesturlands- manna. Með slíku eru víst ekki brotnar venjur og velsæmi!! Ör heimahögum. Frd bæjarstjórn. Jón Guðjónsson tók við bæjar- stjórastörfum s.l. þriðjudag, 1. þessa mánaðar. Þorsteinn Sveinsson fýrverandi bæjarstjóri fór til Reykjavíkur með Esju í gær ásamt fjölskyldu sinni. Tekur hann nú þegar við starfi sínu hjá Verðlagseftirliti rikisins. Þorsteinn hefir gengt bæjar- stjórastarfinu á fjórða ár og getið sér mjög almennar vinsældir í bænum. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfstilliögun á bæjarskrifstofunni og mannaskipti í sambandi við það. Jón M. Pétursson lætur af störf- um sem bæjargjaldkeri, en Kristín Gunnarsdóttir tekur við gjaldkera- störfum fyrst um sinn. Einnig hef- ir Gunnar Andrew liætt störfum sem sjúkrahússgjaldkeri. Verður bókhald Sjúkrahússins nú fært inn á bæjarskrifstofuna, og þannig liætt að liafa við það sérstakan starfs- mann. Páll Guðmundsson liefir verið ráðinn fulltrúi bæjarstjóra, en jafn- framt verði innheimtan hans aðal- starf eins og hingaðtil. ★ Húsaleigiinefnd. Einar Oddur Kristjánsson hefir af ríkisstjórninni verið skipaður formaður húsaleigunefndar. Á fundi sínum s.l. miðvikudag kaus bæjarstjórn þá Jón H. Sig- mundsson og Jón Grímsson i nefndina. Varamenn voru kosnir þeir Þorleifur Guðmundsson og Marzelíus Bernharðsson. ★ liaforkutakniórkunmn aflctt. í fyrri viku var farið að hækka svo mikið í Fossavatni, að raf- veitustjórn ákvað að- fella niður takmarkanir þær, sem verið höfðu í gildi seinustu mánuði um almenna raforkunotkun. — Þykja bæjarbú- nm það, sem vonlegt er, mikil við- brigði og góð, að hafa nú aftur ótakmarkað rafmagn til suðu, liita og iðnaðar.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.