Skutull

Volume

Skutull - 24.06.1944, Page 2

Skutull - 24.06.1944, Page 2
86 SKUTULL engin kveðja hefði verið flutt frá sjálfum Sovétríkj unum. Er nú hægt að láta slíkan atburð, forsetakjörið og fram- komu l’immtán þingmanna, sem skila frá sér auðum at- kvæðaseðlum, liggja í þagnar- gildi ? Nei, auðvitað ér það ekki hægt, þrátt fyrir allt einingar- rausið, sem ennþá er haldið áfram i blöðum allra flokka, enda ætlar Skutull sér ekki að taka þátt í þeim kór. Lítum á forsögu málsins: Með blíðu — og stríðu hafði verið lieimtað af þjóðinni, hin- um almennu kjósendum, að sýna nú einingu. Þarna er svo verið að ganga frá stol'nun lýð- veldisins á söguhelgum stað, af útvöldum umboðsmennum þj óðarinnar, alþingismönnum Islendinga. Viðstaddir eru sér- stakir sendimenn erlendra. ríkja. Það var þvi ekki aðeins þjóðin heldur sérstaklega Al- þing Islendinga, sem var und- ir sérstakri smásjá stórveld- anna á þessari stundu. Þá skyldi það nú líka sýna sig, hvort þessir „kjörsynir“ þjóðarinnar kynnu ekki að koma vel og virðulega fram. En þá fór það allt sem verst, þótt Alþingi hefði heimtað réttinn til að kjósa forsetann í fyrsta sinni i sínar hendur. Hvað vakir fyrrir, þessum vesalingum, spyr maður mann? Var það ætlun þeirra að gera bæði þjóð sinni og forseta svívirðu á þessari stundu? eða eru þeir svo sið- gæðisssljóvir, að þeir sjái ekki að það gerðu þeir með fram- ferði sínu. Ritstjóri Skutuls getur ekki séð, að til séu nema þrir hugsanlegir möguleikar fyrir framferði þcirra. 1. Að þeir hafi ekki getað myndað sér neina skoðun um, hvern þeir skyldu kjósa. 2. Að þeir hafi engan Is- lending fundið, sem þeir treystu til starfsins. 3. Að þarna hafi verið til 15 menn andstæðir lýðveldis- stofnuninni sjálfri, og því viljað ónýta allt, sem á undan var gengið, með því að koma í veg fyrir kjör forsetans. En fyr en því var lokið, var ekki húið að ganga að fullu frá stofnun lýðveldis á Islandi. Þó er vitað, að ekkert af þessu vakti fyrir 15-menning- unum á Alþingi. Þeir þúttust .stgrkja um of aðstöðu Sveins Björnssonar við næsta forsetakjör, ef þeir greiddu honum atkvæði nú, en voru hinsvegar ekki búnir að koma sér endanlega saman um sitt væntanlega forsela- efni — eða þó öllu heldur: Þeir vildu ekki gefa þjóðinni bendingu um það nú þcgar, hver sá útvaldi væri. Þetta er nakinn sannleikur málsins. Fyrir þetta var fórn- að sæmd Alþingis — og höggv- ið skarð í sæmd þjóðarinnar. ■ Má það merkilegt heita, ef alþingismenn allir vilja liggja undir þeirri sameiginlegu sök, sem 15-menningarnir hal'a fellt á þingið. Væri ekki'nema eðlilegt, að þeir þingmenn, sem hreint mjöl hafa í pokanum og gerðu skyldu sína að Lögbergi, krefðust þess, að eigendifr auðu seðlanna gæfu sig þegar fram og lýstu sök á hendur sér. Það eitt er vitað um þetta mál, að flokkarnir gáfu skjal- legar yfirlýsingar um af- stöðu sína til forsetakj örsins nokkrum dögum fyrir 17. júní. Þá var vitað, að meirihluti fékkst ekki fyrir neinu öðru forsetaefni en Sveini Björns- syni. En til hvers voru þessi mál könnuð fyrirfram, ef ekki ein- mitt til þess, að minnihlutinn skyldi taka á sig þá þingræðis- legu skyldu að lúta yilja meirihlutans? Samt er ])að svo, að menn áfellast ekki mjög þá þing- menn sem, þrátt fyrir þessa vitneskju köstuðu atkvæði sínu á annan mann. — Það er þó hægt að afsaka,. Vegna flokkayfirlýsingánna fyrir forsetakjörið má full- yrða, að það voru 12 fram- sóknarmenn, sem kusu Svein Björnsson, allir þingmenn Al- þýðuflokksins 7 að tölu, og 11 þingmenn Sj álfstæðisflokksins undir forustu Péturs Magnús- sonar. Auk þess er það ætlan manna, að Jón Sigurðsson hafi kosið eihn fi’amsóknarmaður og fjórir sjálfstæðismenn. Eftir eru þá allir þingmenn lcommúnistaflokksins 10 að tölu og 5 þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem ætlað er að heiðrað hafi þjóð sína með auðum atkvæðaseðlum við fgrsta forsetakjörið að Lög- bergi. Hér hefir nú verið sagt frá nokkru því helzta, sem á Þing- völlum gerðist þann 17. júní. En mörgu hefir líka verið sleppt — og nokkrum þeirra hátiðaatriða sem þar áttu fram að fara varð að sleppa vegna óveðurs. Eitt vil ég svo áð endingu fullyrða, og það er það, að óveðrið, og óþægindin, sem há- tíðagestir á Þingvöllum urðu að þola af þeim sökum, munu fljótt gleymast, en jafnvíst er og hitt, að svívirða sú,^sem fimmtán þingmenn þá gerðu þjóð sinni mun aldrei fyrnast. Annar"atburður þessa dags Hátíðahöldin í bænum 17. júní. Lýðveldishátíðin hér á Isafirði þann 17. júní hófst með hátíðarguðsþjónustu í Isafjarðarkirkju kl. 10 árdegis. Athöfn- in var mjög hátíðleg. Kirlcjan var blómum skreytt og óvenju mörgum kertaljósum. Klukkan 1 e. h. kom mikill mannfjöldi saman á skólaleik- vellinum og hlustaði þar á aðalþátt hátíðahaldanna á Þing- velli. Magnara og gjallarhorni var komið fyrir í Gagnfræða- skólanum. Að loknum fyrri hluta hátíðahaldanna á Þingvelli gekk mannfjöldinn í hópgöngu um Austurveg, Hafnarstræti og Ur|Jarveg að hátíðai’staðnum við Stórurð, með lúðrasveit, íþróttafólk, skáta og skólabörn í broddi fylkingar. Hátíða- höldin við Stórurð hófust með því að Sunnukórinn söng Þjóðsönginn — Ó, guð vors lands •— með aðstoð Lúðrasveitar-' innar. Þá hélt Guðm. G- Ilagalín, rithöfundur, snjalla ræðu. Á eftir ræðu hans söng Sunnukórinn þrjú lög. Ávörp voru flutt fyrir hönd þessara félagaheilda i bænum, iþróttamanna, sjómanna, iðnaðarmanna, >verkamanna, kvenna, Goodtemplara og menntamanna,. Ávörpin fluttu: Sverrir Guðmundsson, Har- aldur Guðmundsson, Bárður G. Tómasson, Ragnar Guðjónsson, frú Bergþóra Árnadóttir, Guðmundur Sveinsson og Haukur Helgason. Á eftir ávarpi íþróttamanna sýndu fyrst 15 stúlkur og síðan 8 karlmenn fimleika undir stjórn Maríu Gunnarsdótt- ur og Halldórs Erlendssonar, fimleikakennara. Milli ávarp- anna og sj’ninganna sungu Sunnukórinn og Karlakór Isafjarð- ar fjölda laga, einnig lék Lúðrasveitin nokkur lög. Kórunum stjórnuðu, Jónas Tómasson og Högni Gunnarsson, en Gunnar Hallgrímsson Lúðrasvgitinni. Hátíðahöldin við Stórurð enduðu með því að almenningur söng: I faðmi fjalla blárra og Ég vil elska mitt land. f Á staðnum var komið l'yrir mörgum fánastongum með ís- lenzkum fánum, íþróltapalli, ræðustóli, liljóðnema og magn- ara og tveimur gjallarhornum. Ennfremur var sett þar upp tjald fyrir iþróttafólk. Þátttakan var mjög almenn og meiri niannfjöldi saman kominn en nokkru sinni fyr hér á ísafirði. Frú Bergþóra Árnadóttir, sem flutti ávarp kvenna, eins og áður er sagt, var búin skautbúningi. — Veður var fyrst eins og bezt varð á kosið, logn og liiti, en rigning, sem jókst er á daginn leið, stytti dvöl margra við Stórurð. Menn munu almennt hafa verið ánægðir með hátiðahöldin. —- Hátíðarmerki voru seld allan daginn og mikið keypt. Klukkan 9 um kvöldið var samkoma í Alþýðuhúsinu. Þar hélt Baldur Johnsen héraðslæknir ágæta, ræðu, Guðm. G. Haga- lín las úrvalskvæði, Sunnukórinn og Karlakórinn sungu mörg lög, en Lúðrasveitin lék nokkur ættjarðarlög, í upphafi sam- komunnar. Samkoman endaði með því að allir viðstaddir sungu ættjarðarljóð. Söngur, hljóðfærasláttur og fimleikar hafði allt verið æft af mildu kappi, áhuga og fórnfýsi fyrir hátíðahöldin og var þetta allt söngstjórunum, stjórnanda Lúðrasveitarinnar, íþrótta- kennurunum og öllum þálttakendum til mikils sóma,. — Skát- ar önnuðust merkjasölu og aðstoðuðu, ásamt íþróttamönnum við hópgönguna og hátiðahöldin við Stórurð. Ætlast var til, að hátíðahöldin bæru svip af menningarlífi bæjarins, — með mörgum stuttum ávörpum, miklum söng, fimleikum o. fl. — Hátiðargleði almennings var augljós, en öllum gleðilátum var þó mjög stillt í hóf, eins og vera bar á miklum hátiðisdegi, enda á það og bezt við nú, þegar Islend- ingar einir allra þjóða endurheimta formlega fullt sjálfstæði og búa við mikla velmegun, meðan flestar þjóðir heims eru ofurseldar hörmungum ægilegs ófriðar og margar rændar og lcúgaðar, af miskunnarlausu ofbeldi, — meðal þeirra þrjár Norðurlandaþjóðanna — bræðraþjóðir Islendinga. Staðurinn við Stórurð, sem valinn var til hátíðahahlanna eftir tillögu Baldurs Johnsen, héraðslæknis, er mjög vcl fallinn til fjölmerinra útifagnaða og verður vonandi mikið notaður og í heiðri hafður eftirleiðis. Mikill kostur cr það við þennan slað hve nærri hann er bænum. — Mjög æskilegt væri að staður- inn yrði friðaður og prýddur gróðri, — fyrst og fremst íriðaður.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.