Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 2
164
SKUTULL
SKUTULL
Vikublað.
Ábyrgur ritstjóri
og útgefandi:
Hannibal Valdimarsson
Hrannargötu 3, lsafirðí.
Símar 160 og 49.
Afgreiðslu annast:
Jónas Tómasson
Hafnarstræti 2.
Sími 123.
Verð árgangsins 20 kr.
1 lausasölu 35 au. eintakið
— 50 au. 8 síður.
Kotungs króna.
Er gengisláekkunin
ákveðin?
Fá lönd'hafá baðað i rósum eins
og lsland að því er fjárhagsléga af-
k'omu snertir á stríðsárunum.
Og fá lönd hafa á sama tíma líð-
ið aðrar eins hörmungar eins og
Dánmörk nálega á hvaða sviði sem
er.
Þrátt fyrir alla velsældina og allt
peningaflóðið hefir okkur lslend-
ingum verið það ljóst, að verðgildi
íslenzkrar krónu hlyti að fara sí-
fellt minnkandi.
Samt hrukku allir við — eins og
vö'knuðu við vondan draum — nú
fýrir skömmu, þegar skýrt var í
fyrsta sinn, frá þvl í stríðsbyrjun,
frá; verðgildi danskrar krónu sam-
anborið við íslenzku krónuna.
lslenzka krónan var ekki verð-
meiri — ekki jöfn þeirri dönsku
— stóð ekki einusinni í sama hlut-
falli'við dönsku krónuna og hún
stóð fyrir stríð. — Nei, íslenzka
krónan var mun rirari en nokkru
sinni fyr gagnvart danskri krónu.
En því miður var þetta ekk'i að-
eins vondur draumur — þetta var
kaldur og grár veruleikinn.
Það er búið að gera íslenzku
krónuna að kotungskrónu.
Síldveiðin brást. Það var fyrsta
vönbrigðavertíðin í mörg ár. Þessi
vonbrigði leggjasi mörgum þungt í
skaut. Og nú hefir atvinnumálaráð-
herrann, Áki Jakobsson, skipað
nefhd t/í að athuga, hvað hægt sé
að gera til þess að hjálpa útgerð-
inni. Þarf þá ekki aðra nefnd til
að athuga, hvað gera skuli til að
hjálpa sjómönnum þeim, sem lieim
kömu tekjulausir að kalla af þess-
ari vertíð? Eða hví er sjómönnun-
um gert lægra undir höfði en út-
gerðinni af ráðherra öreiganna?
Er það máske af því, að þessi
ráðherra þekkir öllu betur Falkur-
útgerðina, en lífskjör fátækling-
anna? — Hver veit, og ekki væri
það óhugsandi.
Eitt af því, sem kommúnistar
fordæmdu allra miskunnarlausast á
sínum tíma í fari þjóðstjórnarinn-
ar sáluðu sem svik við alþýðu
manna, var gengislækkunin.
. Og hvað ætli það sé nú, sem hin
nýskipaða nefnd Áka Jakobssonar
ráðherra á að koma með til hjálp-
ar útgerðinni?
Það er ekki gott að segja, en svo
mikið er víst, að farið er það að
kvisast úr vissum herbúðuin, að
eina ráðið sé gengisltekkun.
Ef það ætti nú líka eftir að
henda þessa fyrstu ráðherra komm-
únismans á Islandi, þá yrði ekki
annað sagt, en að þeir væru bún-
ir að súpa bikar háðungarinnar í
botn og það í einum teig.
------ 0
Stjórnmálabréf
2. sepi.
Síðustu dagana hefir verið all-
stormasamt í blöðum tveggja af
stuðningsflokkum stjórnarinnar. —
Þetta hefir að vísu komið fyrir
nokkrum sinnum áður, síðan
stjórnin var mynduð, og sýnir
m. a., að af fyllstu lieilindum muni
varla hafa verið gengið til þessa
samstarfs af helztu leiðtogum
flokkanna, því vitað er, að það eru
þeir, sem stjórna þessum blaða-
skrifum. „Hvert það ríki, sem er
sjálfu sér sundurþykkt, lilýtur að
falla“ stendur einhversstaðar. Og
þótt vitað sé, að í stjórnmálum sé
gamanið oft grátt og að „í góðsemi
menn vegi þar hvern annan“, þá
er hitt jafn auðsætt mál, að ekkert
stjórnarsamstarf þolir það til
lengdar, að helztu aðilar þess beri
hvern annan daglega æruleysis-
brigzlum, lýsi samstarfsmönnum
ýmist sem reynslu- eða þekkingar-
snauðum afglöpum eða ófyrirleitn-
um gróðabrallsmönnum, sem
brugðið hafi trúnaði við þjóð sína
og hugsi um það eitt að maka
krókinn fyrir sjálfa sig.
Þegar það opinberar sig jafn
berlega og gert hefir undanfarna
daga, livernig ástandið er á ýms-
um hæðum á stjórnarheimilinu, þá
fer varla hjá því, að eittlivað af
þeirri „gloríu“, sem þessir sömu
menn, á milli þess sem þeir fá
„hreinskilnisköstin“, eru að reyna
að bregða yfir stjórnarsamstarfið,
fari •forgörðum.
Sá, sem þetta ritar, er enganveg-
inn þeirrar skoðunar, að „ekkert
sé nýtilegt í „stefnuskrá“ stjórnar-
innar, enda er sannleikurinn sá, að
mörg af þessum atriðum voru
neydd upp á samningsaðilana af
mönnum, sem ekki höfðu trú á
þessu samstarfi tveggja „sósíalist-
iskra“ flokka og spilltasta hags-
munasambands stríðsgróðamanna
og heildsalavalds landsins. Þess
vegna er stefnuskráin undarlegt
sambland1 af góðum málefnum og
einkisnýtu orðagjálfri, sem átti að
liylja innihaldsleysi stefnunnar í
mörgum örlagaríkustu atriðum
stjórnmála yfirstandandi tíma —
og framkvæmdin hefir hingað til
orðið eftir þessu, einkennilegt
sambland af tilraunum til að sýna
einhvern lit á að standa við hin
góðu efnisatriði málefnasamnings-
ins og allskonar svindilbrask, sem
átt hefir sér stað undir verndar-
væng nýsköpunarinnar.
En það, sem fyrst og fremst
hefir auðkennt allt saman, eru
óheilindin í verrzlunarmálun-
um, í heildsalamálunum, í skatta-
málunum, í verSlagsmálum land-
búnaöarins, í vísitölumálum og svo
sífelldar ákærur samstarfsflokk-
anna livern á annan fyrir land-
ráöaslarfsemi, fyrir ofbeldi, fyrir
svindilbrask og IrúnaSarbrot o.
s. frv.
Svo sundurþykkt ríki hlýlur að
falla, og það fyrr en síðar.
Færeyingamálið.
Eitt af þeim málum, sem hæst
hefir verið deilt um á milli stjórn-
arflokkanna undanfarna daga, er
framkvæmdin á samningi stjórn-
arinnar við færeysk fiskflutninga-
skip. Hefir framkvæmdin verið í
höndum Áka Jakobssonar atvinnu-
málaráðherra kommúnista og
Fiskimálanefndar, sem virðist vera
alveg undir stjórn kommúnista, en
Alþýðuflokknum hefir verið alger-
lega bolað frá, — enn eitt dæmið
um elskulegheitin í stjórnarsam-
starfinu.
Eftir upplýsingum Alþýðuflokks-
ins að dæma hefir ríkissjóður orð-
ið fyrir mjög miklu tjóni af skipa-
leigunum, en ekki nóg með það,
hin megnustu vanskil og óreiða
frá Reykjavík.
virðist hafa átt sér stað í öllum
þessum viðskiptum. Hafa komið
fram megnar óánægjuraddir í Fær-
eyjum út af þessu máli og að frá-
sögn manns, sem nýkominn er það-
an, er allmikill urgur í ýmsum
Færeyingum út í Islendinga út af
þessu máli. Er leitt til þess að vita,
þar sem það mun almennur vilji
Islendinga að hafa sem allra vin-
samlegust viðskipti við þessa ná-
skyldu frændþjóð okkar.
Það er ólijákvæmilegt, að stjórn-
in gefi þjóðinni nákvæma skýrslu
uin allt þetta mál svo hið sanna
komi í ljós, og að þær misfellur,
sem kunna að vera á framkvæmd
samningsins af Islands hálfu verði
leiðréttar, svo þær geti ekki orðið
til þess að skapa óvild á milli þess-
ara bræðraþjóða. Og það verður að
koma í ljós, hverjir bera ábyrgð
á þeim misfellum, sem átt hafa sér
stað í þessu máli.
Hrunadans gróðabrallsins.
Ég var nýlega að lesa lýsingu á
fjármálum Danmerkur eftir fyrri
heimsstyrjöldina 1914—1918. Hún
minnir að mörgu leyti ákaflega
mikið á ástandið hjá okkur núna
í þessari heimsstyrjöld og eftir
hana. Allt er þó í hlutfallslega
stærri stíl lijá okkur nú en þá hjá
Dönum. Dönum tókst að vera utan
við lieimsstyrjöldina fyrri, þeir
græddu á tá og fingri á viðskiptun-
um við stríðsþjóðirnar, þeir létu
verðbólguna flæða yfir landið,
fjöldi milljónera spratt upp eins og
gorkúlur á haug. 1 stríðslokin tókst
íhaldsflokkum landsins að ná ó-
skoruðum völdum, með þvi að
berja á þjóðrembingsbumburnar.
Þeir heimtuðu að fá aftur Flens-
borg og allt það land, sem Þjóð-
verjar höfðu tekið af Dönum í
styrjöldum 19. aldarinnar.
Síðan var allt látið reka á reið-
anum í fjármálum landsins. Hinir
ráðandi banka- og íjármálamenn
virtust halda, að gróðinn ætti sér
engin takmörk, ný og ný verzlun-
arfyrirtæki voru stofnuð og■ fengin
ótakmörkuö lán hjá bönkunum. —
Almenningur lireifst með af gróða-
brallshugarfarinu og tók að kaupa
lilutabréf fyrir sparifé sitt eða
setti það í áhættu á annan liátt —
og svo koin hrunið. Landmands-
bankinn fór á höfuðið, hvert stór-
fyrirtækið af öðr^i hrundi, stríðs-
gróðamennirnir töpuðu aftur millj-
ónunum, nema þeir slungnustu,
sem gátu látið skellina lenda á al-
menningi, og þeir v"oru margir.
Margir af fjárinálaleiðtogum Dana
á þessum árum, Glúckstadt, Plum
og Ballin og hvað þeir nú hétu,
enduðu líf sitt með skammbyssu-
skoti, en aðrir sátu eftir rúnir fé
og völdum. Og -ekki allfáir stjórn-
málamenn liöfðu látið flækja- sig
inn í fjármálabraskið og fóru sömu
leiðina.
„Auðgið ykkur!“ 1
Þetta var kjörorð fransks stjórn-
málamanns á stuttu endurblómgun-
artímabili franskra auðmanna og
aðalsmanna á inilli frönsku stjórn-
arbyltingarinnar 1789 og byltingar-
innar 1848.
Þetta virðist og vera kjörorð ís-
lenzka íhaldsins og ríkisstjórnar-
innar í dag. lslenzku þjóðinni féll
virkilega mikill stríðsgróði í skaut
á stríðsárunum. Um þennan stríðs-
gróða hefir kapphlaupið staðið og
stendur enn í dag. Við eigum enn
á sjötta hundrað milljónir króna í
ciTendum innistæðum og nú stend-
ur kapphlaupið fyrst og fremst um
það, hverjir geli náð í vörur er-
lendis til að selja íslenzkum neyt-
endum — sparifjáreigendum —
fyrir sem hæst verð. Sumt af þess-
ari verzlun á að verða grundvöll-
urinn að nýsköpun atvinnuveg-
anna — er nýsköpun — en allt er
það kallaö nýsköpun.
Það er þetta sambland af ný-
sköpun og einkagróðabraski, sem
er hættulegasta og jafnframt ó-
geðslegasta fyrirbrigðið í íslenzk-
um fjármálum og stjórnmálum sem
stendur. Formaður Nýbyggingar-
ráðsins og starfsemi hans og félaga
hans — bæði í Sjálfstæðis- og
Kommúnistaflokknum — er tákn-
rænasta dæmið um þessa svindil-
stefnu stjórnarflokkanna. Og síð-
ustu dæmin virðast sýna, að hann
sé sameiginleg eign ýmsra helztu
mannanna í öllum þessum stjórn-
málaflokkum.
Trú þeirra virðist samskonar
eðlis og dönsku fjármálamannanna
eftir síðustu heimsstyrjöld og
franska stjórnmálamannsins, sem
lýst var liér að framan, að um það
sé að gera, að allir auðgi sig í
þessu blessaða góðæri, allir geti
orðið ríkir og að sjálfsagt sé, að
hver og einn noti aðstöðuna til að
krafsa sem mest af auðnum heim
lil sín.
Og þetta skeður á tímum, þegar
meir en helmingur mannkynsins
sveltur. Hlýtur ekki svona lífsskoð-
un, sv$na framferði, að hefna sín?
Sagan liefir sýnt þess mörg áþreif-
anleg dæmi og ef til vill á hún eft-
ir að endurtaka sig liér á Islandi
fyrr en flesta órar fyrir. Það má
nú þegar sjá nokkur teikn á
veggnum, þótt flestir virðist enn
blindir fyrir þeim.
Þeir vita betur.
En nú mun það ekki einu sinni
svo, að allir þessir stjórnmála-
menn og leiðtogar þjóðarinnar,
sem hrópa til hennar að auðga sig
og standa sjálfir upp að eyrunum
í auðgunarkapphlaupinu, trúi á
kenningar sínar, sem þeir básúna
á strætum og gatnamótum. Þeim
er það vel ljóst, að það kemur að
skuldadögunum, en þeir vona, að
þeir komist sjálfir heilir á land —
og sem stendur vona þeir, að þeir
komist hjá skuldadögunum — fram
yfir kosningar.
Er þeim ekki farin að detta
gengislækkun í hug, þótt enginn
almennilegur maður láti sér það
verða á að minnast á hana, fyrr
en eftir kosningar? Það þarf sem
stendur bara að hindra, að nokk-
ur sé að tala um landsverzlun til
að hirða heildsalagróðann og hafa
liemil á verðlaginu, svo að unnt
gæti verið að koma í veg fyrir
gengisfall.
Eða er þeim ekki farið að detta
í hug að nauðsynlegt geti orðið að-
léekka kaupgjald almennings, af
því að ómögulega má skerða gróða'
heildsalanna og annara stríðs-
gróðamanna?
Það, sem dettur upp úr
þeim.
Hvað datt ekki upp úr Þjóðvilj-
anum um daginn, þegar hann var
að ræða nauðsyn stjórnarsamvinn-
unnar? Að það væri nauðsynlegt
fyrir okkur „aö samræma kaup-
gjald og verölag innan lands viö
verölag markaöslanda". Qg vegna
þessarar nauðsynjar — þ. e. að
lækka kaupið — segir Þjóðviljinn,
að það sé áríðandi að „verkalýðs-
flokkarnir" hafi samvinnu við
flokk atvinnurekenda, sennilega af
því, að annars er ekki vist, að þeir
vildu ganga inn á að lækka kaupið!
Og það enda þótt sú samvinna sé
bundin því skilyrði, að heildsal-
amir fái áfram að skammta sér á-
lagninguna og að ekki megi skerða
eitt hár á höfði skattsvikaranna.
Og það þótt samvinnan kosti það
að „verkalýðsflokkarnir“ sam-
þykki að falsa vísitöluna.
Og hvað dettur ekki líka upp úr að-
alstjórnarblaðinu, Morgunblaðinu,