Skutull

Árgangur

Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 5

Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 5
SKUTULL 167 eiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiu =3 — Bókmenntir. I s Jón Pdlsson: AUSTANTÓRUR I. Víkingsútg. 1945. Fyrir 11 árum kom út í vand- aðri útgáfu hið merka rit sr. Jón- asar frá Hrafnagili, Islenzkir þjóð- hættir. Það er nú fyrir mörgum ár- um uppseld bók. Síðan hafa mörg rit sama efnis komið út á Islandi. 1 hinu mikla hókaflóði, sem pen- ingaár styrjaldarinnar hafa fært oss, hafa þjóðsögur, sagnir um merka menn, ýmist lifandi eða látna, og ýmiskonar þjóðliátta-lýs- ingar skipað allmikið rúm. En mjög hefir skipt í tvö horn um vörugæði á þeim markaði. Efnið er ótæmandi og lieillandi í senn, og þjóðin er sífrjó og skapandi nýjar og nýjar sögur. Og sízt er undan því að kvarta, að menn hafi ekki gengið á fjörur íslenzkra þjóð- fræða og hirt það „ranamosk“, sem öldur áranna hafa skolað á land. Menn hafa jafnvel háð kapphlaup um að bjarga af þeim reka undan tímans stóra-sjó. Og vel sé þeim, sem slík verk hafa unnið. Snemma á þessu ári bættist nýr liðsmaður í hópinn. Það er Jón Pálsson, fyrv. bankaféhirðir í Reykjavík. Sendir hann frá sér 160 bls. bók í Eimreiðar broti. Er það fyrsta hefti í væntanlegu allmiklu safni ísl. þjóðfræða og sagnaþátta, sem mag. Guðni Jónsson hefir tek- izt á hendur að búa undir prentun. Nefnir Jón bók sína Austantórur, og er nafnið eitt nokkur bending um það ranamosk, er hinn átt- ræði þulur hefir tínt saman. Jón Árnason, Ölafur Davíðsson og Jónas Jónasson hafa allir unnið gott og merkilegt menningarstarf á sviði ísl. þjóðsagna og þjóðfræða, og í spor þeirra hafa síðan margir góðir menn fetað. Nú síðastur þeirra kemur Jón Pálsson, gáfaður, þjóðhollur, orðfimur og athugull maður, vinur dýra og manna, lang- minnugur og lærður úr 80 ára reynsluskóla. Tel ég engan efa á, að Jón Pálsson er búinn að vinna mikið verk og gott á akri íslenzkra þjóðfræða með því, sem hann hef- ir þegar skráð, en minnstur hlut- inn af því er enn kominn fyriy al- menningssjónir. Bók hans, Austan- tórur, er hvarvetna aufúsugestur, og hafa ýmsir orðið til að minnast hennar hlýlega og það að verðleik- um. Fyrri liluti bókarinnar, eða full- ar 70 * blaðsíður, flytur skemmti- lega þætti af nokkrum merkum mönnum úr alþýðustétt heiman úr æskuhyggð höfundar, Stokkseyrar- hreppi. Hefir Jón þar með greitt vel og drengilega, eins og hans var Von, nokkuð upp,í þá miklu skuld, er vér stöndum í við horfnar hetj- ur úr alþýðustétt þessa lands, sem flestar liggja hjá garði. Eru þættir þessir bæði fróðlegir og skemmti- legir. Er frásögnin víða með slík- um eðlileikablæ, að þvílíkt er sem karlarnir sjálfir, er frá greinir, séu að rabba við lesandann, Mörg til- svör þeirra eru slxk, að þau munu lengi í minnum geymast. Síðari kafli bókarinnar, sem er meira en helmingur ritsins, fjallar um veðurmerki og veðurspár í Ár- nessýslu. Hafa flestir, er um bókina hafa ritað, getið þess þáttar liennar minna en mér finnast efni standa til. Ég er að vísu ekki veöurfræð- ingur og kann ekki að meta veður- spár höfundar. En hér á landi hafa hugaðir menn og liafsæknir stund- að hættulegan atvinnuveg um alda- raðir, þegar engar vísindalégar veðurspár voru til. Þá reyndi á inanninn sjálfan, hvern og einn, sem í hættunni stóð. Og það er ár- Smánarleg samningsrof fslendinga við Færeyinga. Lögfræðingur sendur til að rétta hlut Færeyinga og fá bætt úr stórfelldum vanefndum, sem orðið höfðu á samningum þeim, sem gerðir voru við Færeyinga síð- astliðinn vetur. Beinar vangreiðslur munu hafa numið tveimur milj- ónum króna. Fyrst varð kunnugt um þetta ljóta hneykslismál hér heima á þann liátt, að Kristján Friðriksson framkvæmdastjóri, sem nýkominn var frá Færeyjum, átti viðtal við blaðið Tímann og skýrði þá meðal annars svo frá: VEGNA þeirra erinda, sem ég rak í Færeyjum, átti ég tal við fjölinarga útgerðarmenn og sjó- menn. Ótrúlega margir þeirra liöfðu sögur að segja um óreiðu Is- lendinga í fjármálum og sviksemi. Þeir tilnefndu menn, sem ég þekki nöfn á — sem höfðu keypt af þeirn fisk, en greitt svo aðeins nokkurn liluta, lxitt aldrei. Þeir liöfðu róið á skipum hjá öðrum, en aldrei fengið hlutinn sinn útborgaðan. Enn aðrir höfðu selt eða leigt Is- lendingum skip JX- og aldr'ei feng- ið greiðsluna. — Sumt af þessu var gamalt, en allt rifjaðist það upp og færðist í aukana við það, sem nú var að gerast. Því að nú var það sjálf ríkisstjórn Islands, sem var liinn sviksami viðskipta- aðili. Margir útgerðarmenn, sem ég talaði við, töldu sig eiga stórfé lijá „Regeringen“, eins og þeir nefndu það. Aðrir nefndu þennan aðila Fiskimálanefnd. Ég hitti líka marga fátæka sjómenn, sem höfðu sömu sögu að segja. Þeir gátu ekki veitt sér hinar og aðrar nauðsynj- ar vegna þess, að „íslenzka ríkis- stjórnin“, „Regeringen“ sveikst um að borga þeim kaupið þeirra fyrir þann tíma, sem þeir höfðu siglt á hennar vegum. Á sumum þeirra skildist mér, að þeir væru orðnir vondaufir um að fá þetta nokkurn- tíma greitt! „íslendingar eru svona‘ — og svo rifjuðust upp dæmi um gömul og ný svik ein- lxverra íslendinga — sumt manna, sem þeir sögðu, að nú væru orðnir efnaðir menn — en greiddu þó ekki gamlar skuldir sínar. — „Já, jafnvel sjálf ríkisstjórnin svíkur“, var viðkvæðið. Og mánuðir liöfðu liðið frá l>ví að uppgjör liöfðu átt að fara fram samkvæmt samning- um, en ekkert gerðist, — annað en að gamlar sögur og minningar um sviksemi Islendinga rifjuðust upp fyrir Færeyingum. — Auk vanskil- anna var svo mikiö rætt um ýins atriði samnings þess, er gerður var s. I. vetur um leigu á færeyskum skipum til íslenzka ríkisins eða Fiskimálanefndar. Talið var, að þar orkaði margl tvímælis — og haft í flimtingum að auðveldara mundi angur þeirrar reynslu og sívökulu eftirtektar höfundar, sem í bók hans er að finna. Höfundur er langminnugur og athugull með af- hrigðum, jafnt á dauða liluti sem lifandi verur. Kemur honum þar að haldi, að lxann virðist skilja jafnt mál dýra sem manna. — Hefur Jón Pálsson, með skráningu veðuratliugana sinna, borgið mörgu því, sem ég tel -betur farið, að sé geymt en gleymt. 1 bókinni eru ennfremur mörg þau orð og orða- tiltæki, sein fengur er í að vita hókfesl. Þætli mér ekki ólíklegt, að um það er lýkur útgáfu „ranamosks" Jóns Pálssonar, liefði liann valið sér sæti meðal fremstu þjóðfræða- ritara vorra. Ilafi hann þökk fyrir Austantórur sínar, svo og þeir aðr- ir, er að útgáfu bókarinnar stóðu. Einar Sturlaugsson. að gera hagkvæma samninga við „íslenzku ríkisstjórnina", en að fá hana til að standa við þá. Sannast að segja ógnaði mér sú lýsing, sem ýmsir menn í Færeyjum gáfu af þessum viðskiptum. Ég býst við, að mynd sú, sem af þeim var gefin þar, sé að verulegu leyti villandi og óliagstæð fyrir Islendinga — en eftir því, sem ég hefi kynnzt þessu máli eftir að ég kom liingað heim, þá virðist mér þó auðsætt, að hér hafi átt sér stað stórkostlegt við- skiptalegt lineyksli, sem alltaf hlýt- ur að verða hinum íslenzku aðilum til skammar. Reyndar hefi ég síð- an sannfærst um, að ýmsir Fær- eyingar eru sekir í sambandi við framkvæmd þessara mála, en það réttlætir ekki vanskil Islendinga. Það er jafnan varasamt og til- valið til misklíðar, þegar tveir að- ilar eiga mikil og margþætt við- skipti, án þess að geta ræðst við persónulega, eins og hér hefir átt sér stað. Og nú þegar er búið að drepa á dreif svo miklum óhróðri í garð Islendinga yfirleitt í Fær- eyjum í sambandi við þetta mál, að ég tel hreina nauðsyn að teknar verði upp umræður um þau — og að fram geti komið þær málsbæt- ur, sem til kunna að vera fyrir ís- lenzku aðilana, og að það verði leitt í ljós, hvaða íslenzkir einstak- lingar eiga sökina, svo að íslenzka þjóðin sem heild hljóti ekki meiri skömm af þessu máli en orðið er. Er sökin hjá þeiin, sem gert hafa liinn fræga skipaleigusamning, sem sumir telja að sé mjög loðinn og illt að starfa eftir? Er hún hjá þeim, sem áttu að framkvæma lxann, hjá Fiskimálanefnd, starfs- liði hennar eða e. t. v. einhverjum öðrum? — Einnig er ekki nema sanngjarnt, að fram komi, að hve miklu leyti vissir Færeyingar kunna að vera sekir í sambandi við framkvæmd þessara mála. — Ég álít nauðsyn, að liér sé hreinsað til og gert upp“. NÚ mun þetta að vísu hafa ver- ið gert upp, og varð Fiskimála- nefnd að fá tveggja miljón króna lán, til þess að geta gert upp við Færeyingana samkvæmt samningn- um. Það gerði mál þetta ennþá ó- skemmtilegra, að í fyrstu þögðu bæði Þjóðviljinn og Morgunblaðið við málinu, en um það leyti sem ríkissjóður liafði spýtt í bauk Fiskimálanefndar nálega tveimur miljónum króna svo sem fyr seg- ir, til þess að bæta úr hinum lang- varandi vanskilum, ruku bæði þessi blöð upp með brigzlum og illyrðum, sögðu allt vera í stak- asta lagi og kváðu þetta allt til- hæfulaust níð og gróusögur. Að svo var þó ekki — því mið- ur — sannaðist þó brátt, því að nokkru síðar, hinn 5. þessa mán- aðar, birti Kristján Friðriksson eftirfarandi vottorð frá færeysk- um sjómönnum, er hann af tilvilj- un náði til norður á Akureyri: Fyrst er vottorð frá skipstjóran- um á skipi, er lengi hafði siglt á vegum fisk^nálanefndar: Ég undirritaóur, skipstjóri á Ms. Regina frd Færeyjum, gef liér meS yfirlýsingu tim, að greiðsla lil mín fyrir vinnu á skipi þessu, sem siglt hefur síðan í marz s. I. rí vegum Fiskimálanefndar, hefir dregizt mánuðum saman. Sama er að segja um kaupgre,iðslur til annara manna, sem siglt hafa á þessu skipi í þágu Fiskimálanefndar. Akureyri, 31. ágúst 1945. Martin Midjord, förer af Ms. „Regina“. Rétt afrit staðfestir: Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 3. 9. ’45. Sig M. Helgason fltr. Sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu, bæjar- fógeti Akureyrarkaupstaðar“. Þá er hér vottorð háseta eins: „/ marz og apríl s. I. sigldi ég sem háseti á færsysku skipi, sem Fiskimálanefnd hafði leigt. . .Þegar ég fór frá Færeyjum fyrst í júní í vor, hafði mér ekki tekizt að fá neina greiðslu, fyrir þessa vinnu — og hef ég ekki fengið hana enn — en verið getur, að hún sé komin heim nú, meðan ég hef verið fjarverandi. Áður en ég fór að heiman, spurð- ist ég fyrir um vinnulaun þessi i skrifstofu sjómannafélagsins hcima i Thorshavn, því þá hugðist ég að fá stjórn þess til að ganga í málið fyrir mig. Skrifstofusljórinn þarna gerði allt, sem hann sá sér færl i málinu, en fékk engu áorkáð. Hann sagði mér, að þar heff>u komið undanfarnar vikur og mán- uði — hundruð manna í sömu er- indum; sjómenn, sem höfðu siglt á vegum fiskimálanefndar, og ým- ist fengið litla eða enga greiðslu. Sömu sögu fékk ég staðfesta hjá fjöldamörgum sjómönnum i einka- samtölum. Akureyri, 31. ágúst 1945. Erling Chrisliansen frá Thorshavn, nú háseti á Ms. Borglyn. Rétt afrit staðfestir: Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 3. 9. ’45. Sig M. Helgason fltr. Sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu, bæjar- fógeti Akureyrarkaupstaðar". Að síðustu birtist hér svo vottorð skipstjórans á Ms. Borglyn frá Trangisvogi í Færeyjum: „Eftir tilmœlum Kristjáns Frið- rikssonar vil ég hér með staðfesta frásagnir hans, sem birtust i Tím- anum hinn 24. ágúst s. 1. um van- sldl af hálfu Fiskimálanefndar við færeyska sjómenn og útgerðar- menn. Þegar ég fór frá Færeyjum i sum- ar, talaði ég við marga sjómenn, sem kvörtuðu undan þessum van- skilum og höfðu þá átt kaup sitt lengi inni. Snemma í júní var eigandi skips þess, er ég stjórna, á fundi i út- gerðarmannafélagi Færeyja. Þegar hann kom þaðan, sagði hann mér, að enginn af þeim útgerðarmönn- um, sem þar voru staddir og höfðu átt skip í leigu hjá Fiskimálanefnd sjálfri, hefðu fengið skil. Þar voru mættir aðeins tveir menn, sem höfðu fengið leigu greidda skilvislega, en þar var um að ræða skip, sem höfðu verið framleigð frá Fiskimálanefnd til annara aðila, sem höfðu staðið i skilum; en um skil frá Fiskimála- nefnd var ekki að rœða. Að mínu áliti eru þessi vanskil íslenzku rík- isstjórnarinnar við svo marga aðila mjög til þess fállin, að spilla áliti á íslendingum meðal þjóðar minnar. Akureyri, 31. ágúst 1945. Joen P. Magnussen. Rétt afrit staðfestir: Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 3. 9. ’45. Sig M. Helgason fltr. Sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu, bæjar- fógeti Akiireyrarkaupstaðar“. Vottorð þessi taka af allan vafa um það, sem gerzt hefir. Er það hin mesta smán, að þetta skyldi nokkurntima koma fyrir, og er vonandi að ekki skapist af þessu varanlegt vantraust og óvild í Færeyjum í garð Islendinga.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.