Skutull

Árgangur

Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 6

Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 6
168 SKUTULL Eru möguleikar til hita- veitu á Isafirði? Framhald af fyrstu síðu. væri um að ræða mjög vafasama leit að heitu vatni. Hitaveita er að sjálfsögðu þýð- ingarmikið mál fyrir bæ sem Isa- fjörð, möguleikar á henni verða vafalaust mikið ræddir af bæjar- búum framvegis og þeir munu vera fúsir á að leggja fram fé til borana, ef nokkur minnsta von er um á- rangur. Ég vil þess vegna leyfa mér að benda á, hvernig ég gæti helzt hugsað mér að málið kæmist á rek- spöl. Hagnýtur árangur af 5—800 m. djúpri borholu á Isafirði er að minni hyggju ekki sennilegur. Á hinn bóginn mundi slík borun hafa mikla vísindalega þýðingu. Þess vegna álít ég rétt, að hvatamenn að borun á Isafirði leitist fyrst og fremst við að koma því til leiðar, að ríki og bær sameinist um eina djúpa borholu, er gerð sé í vísinda- legu augnamiði. Ríkið þarf fyrr eða síðar að láta rannsaka hitann í jarðlögunum utan hverasvæða, til þess að öruggari þekking fáist á jarðhitanum (í venjulegri merk- ingu), og því er hagur í að fá stóran bæ í líð með sér. Bærinn tryggir sér hinsvegar með þátttöku sinni í verkinu, að borað sé á æskilegum stað fyrir hann, ef hag- nýtur árangur yrði af boruninni. Ég skal nú ræða nokkuð um jarð- hita almennt og um þá möguleika, sem ég get eygt í sambandi við öflun heits jarðvatns á Isafirði, ef verða mætti til nokkurrar glögg^- unar. Á meginlandi Evrópu, fjarri nýrri eldstöðvum, hagar hitinn í jörðinni sér þannig, að á 20—25 m. dýpi undir jarðyfirborði ríkir sem næst meðalárshiti loftsins á staðnum. Neðan við þau mörk vex hitinn nokkurnveginn jafnt um 1°C á hverjum 30 m. að meðaltali. í Ameríku vex hitinn að meðaltali hægar, eða um 1° á hverjum 40 m. Yfirborðsvatn, er sígur niður í jörðina mætir mismunandi jarð- lögum, og dýpið, sem það kemst í, fer eftir byggingu undirgrunns- inS. Venjulega fer það ekki dýpra en nokkra metra og hefir hérum- bil meðalárshita svæðisins, er það sprettur aftur fram sem lindarvatn. Oft kemst það samt á talsvert dýpi, og lindir af þessum uppruna með 15—30° hita eru algengar í Mið- evrópu. Laugar og hverir hér á landi eru vafalaust að langmestu leyti sama eðlis og þessar lindir. Hið háa hitastig, sem hér er al- gengt, stafar þá annaðhvort af því, að sérstök skilyrði eru fyrir því, að hringrás vatnsins geti orðið mjög djúp, eða hiti vex hér örar með dýpinu en að meðaltali í Evrópu, og er hvort tveggja senni- legt. Hinsvegar er ekkert um þetta vitað, þar eð djúpborun hefir aldrei farið fram hér á landi utan hverasvæðis. Hitastigið, sem búast mætti við í borholu á Isafirði, er því í mikilli óvissu. Með 1° hita- aukningu á 30 m. fengjust rúmar 20° á 500 m. dýpi, en rúmar 30° á 800 m. Ef gera mætti ráð fyrir 1° hitaaukningu á hverjum 15 m. yrði hitinn 37—38° á 500 m. en 57 —58° á 800. m. Þá er að líta á vatnsmagnið. Til þess að það yrði að nokkru ráði þyrftu skilyrði að vera fyrir því að vatnið í dýpri jarðlögunum hefði tilhneigingu til að renna og leita til svæðisins, sem borað væri á. Þau skilyrði virðast yfirleitt vera allmikill halli á basaltlögunum um- hverfisins, en sá halli er ekki til staðar við Isafjörð, enda er mjög sennilegt, að laugar kæmu fram á þessu svæði, ef vatn væri undir niðri, sem leitaði á. Vafalítið verð- ur að telja, að vatnið mundi finna leiðir til yfirborðsins. Það mætti því eins búast við, að borholan gæfi ekkert sjálfrennandi vtan. Hér við bætist svo loks, ef tekið er tillit til laugahita í Súgandafirði og Bolungavík og annara atriða, sem ekki er liægt að fara út í hér, að líkur virðast benda til, að vatn hafi yfirleitt ekki skilyrði til dýpri hringrásar en svo á þéssum slóð- um, að það nái jarðlögum með 40 —45° hita. Þótt borholan næði niður í heitari jarðlög, mundi vatn- ið, sem upp kynni að streyma, samt ekki vera yfir 45°, ef þetta reyndist rétt. Otlit fyrir beinan liagnýtan á- rangur af borun á l'safirði er því, eftir þeim líkum, sem ég get kom- ið auga á, engan veginn gott. En auðvitað er hér ekki um neina vissu að ræða. Hinsvegar tel ég rétt að benda á þá miklu óvissu, sem ríkir um árangur borana á stað sem þessum. Að lokum vil ég því endurtaka það, að borun á Isafirði ætti, að mínum dómi, fyrst og fremst að gerast í vísindalegu augnamiði. Virðingarfyllst Trausti Einarsson. Til bæjarstjórans á Isafirði. --------O-------- Útdráttur úr fundar- gerð sambandsþings vestfirzkra kvenna. Fimmtudaginn 30. ágúst var 15. fundur sambands vestfirzkra kvenna settur í samkomuhúsinu í Bolungarvík. Fundinn sóttu fulltrú- ar frá 9 félögum. Auk þess mættu fulltrúar frá Kvenfélagasambandi Islands: frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og frá Kvenréttindafélagi Islands: frú Katrín Pálsdóttir. Auk stjórnarinnar voru þessir fulltrúar mættir: Frá kvenfélaginu „Von“, Þing- eyri, Sesselja Magnúsdóttir, Krist- jana Guðmundsdóttir. Frá kvenfélaginu „Brynja“, Flat- eyri: Margrét Jónsdóttir. Frá kvenfélaginu „Ársól“, Súg- andafirði: Þuríður Kristjánsdóttir. Frá kvenfélaginu „Brautin“, Bol- ungavík: Elísabet Hjaltadóttir, Gunnjóna Jónsdóttir. Frá kvenfélaginu „Hvöt“, Hnífs-^ dal, Ragnheiður Rögnvaldsdóttir,’ Sigríður Guðmundsdóttir. Frá kvenfélaginu „Hlíf“, Isafirði: Unnur Gísladóttir, María Hálfdáns- dóttir. Frá kvenfélaginu „Ösk“, Isafirði: Sólveig Ólafsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir, Hólmfríður Jónsdótt- ir. Frá kvenfélaginu „Iðja“, Súða- vík: Þuríður Magnúsdóttir. Skýrslu sendu þessi félög: „Hug- rún“ ,Haukadal og „Framsókn“, Bíldudal, en frá „Sunnu“ í Reykj- arfjarðarhreppi kom engin skýrsla og enginn fulltrúi. Skýrslurnar báru með sér, að fé- lögin höfðu innt af hendi ýms menningar- og líknarmál, hvert í sinu byggðarfélagi. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir skýrði frá stofnun og starfsemi kvenfélagasambands Islands, sem beitir sér fyrir hagsmunamálum húsmæðra og leitast við að efla og auka samvinnu og félagsskap kvenna, auk þess sem það hefir á hendi framkvæmd þeirra mála á starfssviði sambandsins, er Alþingi og ríkisstjórn kunna að fela því. Frú Katrín Pálsdóttir flutti er- indi um réttindamál kvenna. Skýrði hún frá ýmsu, sem áunnizt liefir í þeim málum, svo sem starfi mæðrastyrksnefndar, launa- lögunum, réttindum ekkna og ó- giftra mæðra og fleira, sem unnizt hefir, en benti jafnframt á margt, sem óunnið vteri og hvatti konur til að standa saman um réttinda- mál sín í framtíðinni, svo að þau þokuðust áfram í rétta átt. Formaður sambandsins þakkaði liinum ágætu konum fyrir þeirra góða málflutning. — Einnig vakti formaður, frú Sigríður Guðmunds- dóttir, máls á fjársöfnun til kvennaheimilisins Hallveigarstaða. Lagði hún til, að allt það fé, sem safnaðist á Vestfjörðum, væri lagt fram í einu lagi og reynt að kom- ast yfir herbergi í stofnuninni. Allmargar konur ræddu málið, og var svohljóðandi tillaga sam- þykkt: 15. fundur vestfirzkra kvenna leggur til, að fé því, sem safnast kann til kvennaheimilisins Hallveigarstaðir hér á Vestfjörðum, sé safnað í eina upphæð og reynt að komast yfir eitt herbergi. Til- . lagan var samþykkt. Þá las frú Katrín Pálsdóttir upp skipulagsskrá menningar- og minn- ingarsjóðs frú Bríetar Bjarnliéð- insdóttur og skýrði tilgang hans. Sólveig Ólafsdóttir vakti máls á því, hvort félögin á sambands- svæðinu myndu hafa áhuga á því að leggja eitthvað af mörkum í húsmunasjóð Húsmæðraskólans á Isafirði, sem nú er í smíðum. Að kvöldi þess,30. ág. var svo kvöldvaka fyrir fundarkonur og aðra gesti, sem kvenfélagið „Braut- in“ stóð einnig fyrir. Þar voru flutt þessi erindi: Axel Tuliníus um stjórnarskrána og frú Aðal- björg Sigurðardóttir um skólalög- gjöfina nýju. Þá söng kirkjukór Bolungarvíkur nokkur lög undir stjórn Gísla Kristjánssonar og að lokum tóku til máls þeir Steinn Emilsson skólastjóri og séra Páll Sigurðsson. Síðan fór fram stjórnarkosning. Gjaldkeri sambandsins átti að ganga úr stjórninni, og var hún endurkosin í einu hljóði, einnig voru kosnir tveir meðstjórnendur í stað þeirra frú Bergþóru Krist- jánsdóttur og frú Ragnhildar Þor- varðardóttur, sem báðar eru að flytja af sambandssvæðinu. Kosn- ingu hlutu: frú Elísabet Hjaltadótt- ir, Bolungavík, og Margrét Jóns- dóttir, Flateyri. Stjórn sambandsins skipa nú: Sigríður Guðmundsdóttir, Isafirði, formaður. Unnur Guðmundsdóttir, Isafirði, gjaldkeri. Guðrún Arnbjarnardóttir, Flateyri, ritari. Meðstjórnendur: Margrét Jónsdóttir, Flateyri. Elísabet Hjaltadóttir, Bolungavík. Næsti sambandsfundur vest- firzkra kvenna er ákveðinn hjá Iðju, Súðavík. Fundurinn var að þessu sinni á vegum kvenfélagsins „Brautin“, Bolungavík, er sá um húsnæði til fundahalda og einnig fulltrúum fyrir fæði og húsnæði. Var haft sameiginlegt mötuneyti í húsnæði einnar félagskonunnar og má með sanni segja, að þarna hafi verið stofnað eitt fyrirmyndarheimili, ])ar sem hver einstaklingur var frjáls og glaður og fæði og um- gengni svo góð, að í engu varð hetra á kosið. Einnig bauð „Brautin“ fulltrúum í bílferð fram í Syðri- dal og Tungudal, sem eru í ná- grenni þorpsins. Kunnum við fulltrúar kvenfé- lagsins „Brautin“ beztu þakkir fyrir svo framúrskarandi góðar móttökur, að dagarnir í Bolungavík eru okkur ógleymanlegir. S. AUGLYSING. Nýr árabátur til sölu. Bátur- inn er 18 fet milli stafna. Upplýsingar gefur Vilhelm Jónsson, Sundstræti 19. Níðið um * Gagnfræðaskóiann. Ut af sex dálka grein í seinasta tölublaði Vesturlands vil ég að þessu sinni aðeins taka þetta fram: 1) Burtfararprófseinkunnir við Gagnfræðaskólann s. 1. vor þola vel dagsljósið, og eru velkomnar rit- stjóra Vesturlands til birtingar, ef hann óskar þess. Getur hann þá borið þær saman við einkunnir annara sambærilegra skóla. — Einkunnirnar verða birtar í skóla- skýrslu innan skamms. 2) Það er algerlega ósatt mál, að skipun prófdómara við gagn- fræðaskólann hafi ekki farið að réttum lögum öll þau ár, sem ég hefi gegnt forstöðu skólans. 3) Stækkun skólahússins he'fir að mínum dómi gengið vel, og er komið það áleiðis að fljótlega verð- ur hægt að gera nothæfa eina kennslustofu í nýja húsinu. Er það sú viðbót við gamla húsið, sem brínust þörf var fyrir. Múrara- og málaravinna í nýja húsinu í vetur mun ekki gera ókleift að kenna í gamla skólahúsinu. 4) Það er rangt, að gluggaefni sé ókomið. 5) Einn af föstum kennurum jskólans liafir sagt upp starfi. Strax og tilkynning barst um það, voru gerðar ráðstafanir í samráði við fræðslumálastjóra — en ekki rit- stjóra Vesturlands — til ráðningar kennara. Standa vonir til, að úr rætist í því efni. 6) Um stundakennara skiftir oft eins og eðlilegt er, og þykir naum- ast saga til næsta bæjar. 7) Um skólanefndina er það að segja, að engir af skólanefndar- mönnum Alþýðuflokksins kenndu við skólann síðastliðinn vetur. Full- trúi kommúnista í nefndinni kenndi 4 stundir í viku í tvo mán- uði, en ekkert eftir það, og fulltrúi Sjálfstæðismanna í skólanefnd, Haraldur Leósson, er fyrsti lcenn- ari skólans og kenndi 24 stundir á viku. Kemur það úr hörðustu átt, ef Vesturlandið metur hann óhæf- an til að gegna því starfi vegna kennslu sinnar við skólann og heldur að hann muni fyrir þær sakir bregðast þeim trúnaði, er honum var falinn, er Sjálfstæðis- flokkurinn valdi liann fyrir sína hönd í skólanefnd. 8) Fyrirsögn vesturlandsgreinar- innar „Öngþveitið í skólamálum ísafjaróarkaupslaSar“, verður ekki misskilin. Hún sýnir þann hug, sem forráðamenn þess blaðs hafa ávallt borið til gagnfræðaskólans. En slík blaðamennska hefir ekki aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins til þessa. Þessi grein mun lieldur ekki megna að granda heiðri skólans — höfundi greinarinnar og ritstjóra Vesturlands þó að þakkarlausu. Hannibal Valdimarsson. UN GLIN GSSTÚLK A óskast. Kjartan J. Jóhannsson, læknir Nýkomin EINLIT YEGGFÓÐUR Guðmundur E. Sæmundsson. Tangagötu 17. STULKU vantar í vetrarvist. Baldur Jolinsen, héraðslæknir. Mótorhjól til sölu. Ritstjórinn vísar á.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.