Skutull - 13.02.1948, Blaðsíða 1
XXVI. ár. Isafjörður, 13. febrúar 1948.
7.—8. tölublað.
ORÐSENDING
til kaupenda.
Árgangur blaðsins kostar
kr. 20,00.
Greiðið andvirði blaðs-
ins í Bókaverzlun Jónasar
Tómassonar.
Birgir Finnsson:
Rafveitu- og
hitaveitumálið í
bæjarstjórn.
Vegna villandi og rangrar frá-
sagnar „Vesturlands“ þ. 31. jan. s. 1.
um rafveitu- og hitaveitumálið í
bæjarstjórn, hvað afstöðu mína og
annarra bæjarfulllrúa Alþýðu-
flokksins snertir, tel ég rétt, að
skýra nokkru nánar frá þessu máli
og meðferð þess, þannig að bæjar-
búum gefist kostur á að kynnast
því öðruvísi en frá sjónarhóli Sig-
urðar Halldórssonar, aðstoðarrit-
stjóra og varaforseta, sem stöðugt
virðist telja sitt hlutverk hér í bæn-
um vera það eitt, að eiga í illdeil-
um við menn, og skirrast ekki við,
að traðka á góðum málefnum, til
að koma slíku af stað. Það er sagt,
að jafnvel Matthíasi Bjarnasyni liafi
blöskrað, þegar hann las umrædda
frásögn.
Bæ j arst j órnarfundur
28. jan. s. 1.
Tilhneiging aðstoðarritstjórans
til að misbjóða sannleikanum kem-
ur þegar í ljós í fyrirsögn greinar-
innar: „Flótti kominn í lið krat-
anna í rafveitumálinu". „Telja að
aukið rafmagn sé aðeins „lúksus“
fyrir hina ríku“. Þessi fyrirsögn er
spennt yfir 4 dálka á forsíðu blaðs-
ins, þannig að mikils liefir þótt við
þurfa, að boða lesendum þessi
miklu tíðindi. — Voru það ein-
göngu rafveitumálin, sem um var
talað á fundinum? Það skyldu
menn ætla, af fyrirsögn aðstoðar-
ritstjórans, en svo var þó ekki. Það
var mun meira rætt um liitaveilu-
irtáliS, og tilvitnunin um, að aukið
rafmagn sé aðeins lúksus, er hrein
fölsun.
Á fundinum var lesin upp um-
sögn raforkumálastjóra, Jakobs
Gíslasonar, verkfræðings, um frum-
áætlanir, er Eiríkur Briem o. fl.
verkfræðingar hafa samið, um eim-
túrbínustöð, er sjái bænum fyrir
nægu rafmagni og hita. Þessi uin-
sögn var síður en svo ákveðin með
málinu og heldur ekki á móti þvi,
eins og síðar verður að komið.
Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins,
Marías Þorvaldsson, Tét það í ljós
sem sína skoðun, við umræður, að
þetta bæjarfélag hefði ekki ráð á
því, að koma sér upp hitaveitu, með
þeim kostnaði, sem ráðgerður er,
heldur taldi hann það ærið verk-
efni að leysa rafmagnsmálið út af
fyrir sig. Taldi hann, að í bæjarfé-
lagi, sem ekki gæti séð þegnum sin-
um fyrir sómasamlegri atvinnu,
væri bygging hitaveitu ekki tiina-
bær, og voru ummæli hans um at-
vinnuhorfurnar alvöruþrungin að-
vörun til bæjarstjórnarinnar í
heild. Hinu neitaði hvorki Maríás
né nokkur annar bæjarfulltrúi, að
rafmagnið þyrfti að aukast, og um-
mæli hans um „lúksus“ áttu ein-
göngu við hitaveituna. Þar var
lians sjónarinið þetta: Hér í bæ er
stór hópur manna, sem varla hefir
í sig og á vegna ónógrar atvinnu.
Hvernig eiga þeir menn að geta tek-
ist á hendur skuldbindingar urn
kaup á dýrum innlögnum og öðrum
útbúnaði tilheyrandi hitaveitunni í
hús sín, og jafnframt skuldbundið
sig, eða svo gott sem, til að nota
orku frá hitaaflsstöðinni fyrir á-
kveðna upphæð á ári, en á þessu
tvennu byggjast útreikningar verk-
fræðinganna að verulegu leyti? Og
þarf ekki fyrst að fá nóg kalt vatn
í bæinn, áður en hægt er að bjóða
bæjarbúum upp á heitt vatn? Þetta
var aðalefnið í ræðu Maríasar, og
lái honum, hver sem vill þessa
skoðun hans. Hún mundi a. m. k.
þykja samboðin livaða bankastjóra,
sem væri.
Ástæða til umhugsunar.
Ég og þriðji bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, sem talaði um málið
á fundinum, taldi framkomið álit
raforkumálastjóra skapa það við-
horf í þessu stórináli, að ástæða
væri til að staldra við og fara sér
að engu óðslega. Áskildi ég mér
rétt til að kynna mér umsögn raf-
orkumálastjóra nánar í rafveitu-
stjórn, en þangað hafði bæjarráð
vísað henni til athugunar.
Undir uinræðum báru Matthías
Bjarnason, Halldór Ölafsson og
Marzelíus Bernharðsson fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn sainþykkir að und-
irbúningur að byggingu liinnar fyr-
irhuguðu hitaaflsstöðvar og hita-
veitu verði falinn rafveitustjórn,
svo og, að þcgar til byggingar kem-
ur, sjái rafveitustjórn um fram-
kvæmdir og sé fyrirtækið eign Raf-
veitu Isafjarðar og rekið í hennar
nafni. Rafveitustjórn skal hafa
sama verksvið við þessar fram-
kvæmdir og við rekstur slíkrar
stöðvar, og hún hefir nú í raforku-
málum samkvæmt gildandi reglu-
gerð fyrir Rafveitu lsafjarðar“.
Þessa tillögu taldi ég ekki tíma-
bært að samþykkja eins og mál
þessi standa, og lagði því til, að
henni yrði vísað til bæjarráðs. Rök
min fyrir því voru þau, að bærinn
liefir alls ekki fengið neina lieim-
ild til að ráðast í hitaveitufram-
lcvæmdir, og enginn vissa er fyrir
því, hvernig fer um afgreiðslu
frumvarps þess, til heimildarlaga
til að stofna hitaveitu í bænum,
sem flutt liefir verið á Alþingi, að
beiðni nefndar frá bæjarstjórn.
Ennfremur benti ég á, að jafnvel
þótt lögin yrðu samþykkt, væri
afgreiðslu málsins á yðrum stöðum
óviss. Ég gerði ekki frekari grein
fyrir þessu, og nefndi hvorki föö-
ur minn né fjárhagsráö í þessu
sambandi. Gckk ég þá út frá því,
að aðrir bæjarfulltrúar vissu, að
mál sem þessi fara ekki einungis
fyrir fjárhagsráð heldur og fyrir
raforkumálastjóra og ríkisstjórn-
ina, eða þann ráðherra, sem um
slík mál fjallar, og er mér nær að
lialda, að þessir aðilar, ásamt raf-
orkumálanefnd ráði nokkuð miklu
um röð stórfelldra virkjunarfram-
kvæmda og tilliögun þeirra. Enn-
fremur munu lánsstofnanir og
þeirra stjórnendur hafa sitt að
segja, ef til kemur.
Aðstoðarritstjóranum má af
þessu vera ljóst, að hann þarf að
tala við fleiri aðila en föður minn
til að koma hér upp hitaveitu, en
tæplega getur sá málflutningur
hans, að baknaga stöðugt og dylgja
úm þá menn, sem hann þarf að
leita tU, orðið málefninu til fram-
dráttar. Fæstir þekkja það vel til
þessa leiguþjóns Isafjarðarihalds-
ins, að þeir viti, að mörgum hús-
bændum hans í flokknum er ami
að skrifum hans, og því geta þau
hæglega orðið málefnum flokksins
til tjóns.
Ég tilfærði, auk framanritaðs, þá
ástæðu fyrir því, að ég taldi til-
lögu M. B. ótímabæra, að leita bæri
samþykkis meðeiganda bæjarins í
cafveitunni, það er Eyrarhrepps, til
þess að sameina liitaveituna raf-
veitunni. Ekkert af þessu gat meiri-
hlutinn fallist á, og samþykkti hann
tillögu Matthíasar.
Hefir því verið samþykkt, að inn-
lima hitaveituna í rafveituna, án
þess að leyfi sé fengið til að byggja
hitaveitu, ennfremur samþykkt, að
rafveitan og hitaveitan skuli vera
sama fyrirtækið, án þess að bera þá
álcvörðun undir ráðherra eða raf-
orkumálastjóra, sem munu þó þurfa
að staðfesta slíkt, og meðeigandinn
er ekki aðspurður né við hann
samið. Eignarhluti Eyrarhrepps í
rafveitunni mun að vísu aðeins
vera um 4%; en sá eignarliluti
hlýtur þó að vera mismunandi mik-
ils virði, eftir því, livort fýrirtækið
er rekið með gróða, hvort það ger-
ir ekki betur en að bera sig, eða
hvort það er rekið með tápi. Kurt-
'eisi hefði það a. m. k. verið, að
ræða við fulltrúa Eyrarhrepps um
málið, áður en endanleg ákvörðun
var tekin. Hitt er svo sér á parti,
að ef til kemur mun hitaveita hér
vera óhugsanleg, nema hún sé rek-
in i sambandi við rafveituna.
Framhald á 5. síðu.
Smátt og stórt.
Fyrsti botnlangauppskuröur hér
á landi. Á s. 1. hausti voru 45 ár
liðin síðan fyrsti botnlangaupp-
skurður var framkvæmdur hér á
landi. Það var Guðmundur heitinn
Hannesson, þáverandi héraðslækn-
ir á Akureyri, sem framkvæmdi að-
gerðina, en sjúklingurinn, sem upp
var skorinn í þetta sinn, var Ing-
ólfur Gíslason, þáverandi héraðs-
læknir á Breiðumýri, en Ingólfur
mun flestum lesendum Skutuls
kunnur af sínum fjörlegu útvarps-
erindum.
Flesta botnlangauppskurði hér á
landi mun Matthías Einarsson yfir-
læknir hafa framkvæmt. En hann
hafði til ársins 1946 gert botnlanga-
uppskurði á samtals 2508 sjúkling-
um. Af þessum sjúklingafjölda hafa
látist aðeins 28 sjúklingar eða rúm-
lega 1%.
Rússar vilja fá 200 milj. dollara.
Rússar hafa tilkynnt, að þeir
krefjist 200 milj. dollara af Austur-
ríki í stríðsskaðabætur á tveim ár-
um.
Sviplir ökuleyfi. Á s. 1. ári voru
140 menn sviptir ökuleyfi með
dómi í Reykjávík. 17 þessara
manna voru sviptir ökuleyfi æfi-
langt, en hinir 123 til bráðabirgða.
Langflestir þessara 140 misstu öku-
réttindi vegna ölvunar eða vegna
neyzlu áfengis við akstur.
Fróölegar tölur. Samkvæmt
skýrslum atvinnumálanefndar
Reykjavíkurbæjar er nýlega liafa
birst eru starfsmenn liinna ýmsu
starfsgreina í Reykjavík eins og hér
segir: 1 þjónustu ríkisins um 2500,
í þjónustu bæjarins 1881, verzlun-
armenn eru taldir 2623, starfsmenn
í byggingariðnaðinum 2103, en í
öðrum iðnaði og verzlun i sam-
bandi við hann 4682, starfsmenn
við matsölu og veitingar 600, starfs-
menn í þágu annara samgangna en
siglinga eru taldir 961, sjómenn á
kaupskipum og öðrum flutninga-
skipum 354, sjómenn á fiskiskipum
1180, en af þeim eru um 10—15%
taldir utanbæjarmenn, og er það
allt og sumt, sem Reykjavík legg-
ur til þeirrar starfsgreinar, er af-
koma þjóðarinnar byggist fyrst og
fremst á, og skapar henni viðskipta-
möguleika við erlendar þjqðir. Væri
þetta vel vert til umþenkingar fyrir
þá, er ekki vilja una því misræmi,
er nú á sér stað milli dreifbýlis-
ins og höfuðborgarinnar um úthlut-
un erlends gjaldeyris.