Skutull

Árgangur

Skutull - 13.02.1948, Blaðsíða 5

Skutull - 13.02.1948, Blaðsíða 5
4 SKUTULL 5 Raíveitu- oy hitaveitumálið i bæjarstjórn. Framhald af 1. síðu. Undirbúningur í bæjar- stjórn. Ég skal nú rekja hér, að nokkru, feril raforku- og hitaveitumálsins í bœjarstjórn. Er þá til að byrja með nauðsynlegt fyrir menn að vita, að rafmagnseftirlit ríkisins og raforku- málastjóri kváðu upp þann úrskurð 1946, að virkjun Dynjandi og ann- arra vatnsfalla í Arnarfirði, væri í bili óframkvæmanleg sökum kostnaðar, og Vestfjarðarvirkjun þar kæmi því ekki til greina. Isa- fjörður og kauptúnin á Vestfjörðum yrðu því að koma sér upp sjálf- stæðum rafstöðvum, sem síðar gætu orðið hjálparstöðvar eða „topp- stöðvar" fyrir væntanlegt raforku- ver Vestfjarða. Síðan þessi niður- staða var fengin hefir elcki verið rætt um nema tvær leiðir til að auka rafmagnið hér í bæ: Diesel- stöð eða eimtúrbínustöð. Hvorl- tveggja hefir verið atliugað nokkuð í rafveitunefnd og bæjarstjórn, en þó eimtúrbínustöðin meira. Muna menn efalaust eftir tundurspillin- um og öllum þeiin rannsóknum, og verður sú saga ekki rifjuð upp hér. Þegar draumurinn um tundur- spillinn var búinn, var ákveðið að gera athugun á því, hvað eimtúr- bínustöð á þurru landi mundi kosla, og árangurinn af því varð liinn glæsilega áætlun verkfræðing- anna Eiríks Briem, Gunnars Böðv- arssonar og Benedikts Gröndals, um rafveitu og hitaveitu fyrir bæ- inn. Efni þessarar álitsgerðar hefir birzt bæði í Skutli og víðar, og rek ég það ekki að sinni. Þessi áætlun var rædd og lesin í rafveitustjórn og var hún óneitanlega glæsileg í augum þeirra leikmanna, sem þar sitja. Þó tóku menn t. d. eftir því, að verkfræðingarnir reikna með 'tOOO íbúum á orkusvæðinu, en íbú- arnir eru nú ekki nema 3250. Á móti þessu kom þó það, að ekki er reiknað með orku til fiskiðjuvers- ins og annarra nýrra fyrirtækja, þannig að rafveitunefnd setti þetla atriði ekki fyrir sig. Fleira var gagnrýnt i áætluninni en eftir þær athuganir, sem rafveitunefnd var fær um að gera, kom það svo til, að d fundi nefndarinnar 7. nóv. sl. upplýsti formaóur hennar, Matthías Bjarnason, aS hann hefSi rætt um áætlanirnar viS raforkumálastjóra, og hann veriS því eindregiS meS- mæltur, aS leysa rafmagnsþörfina hér á grundvelli þeirra. Taldi for- maSur nefndarinnar öruggt, aS samþykki raforkumálastjóra feng- isl til framkvæmda, ef ákvörSun yrSi tekin um að hefjast handa. Bar hann þá frain svohljóðandi tillögu, og var hún samþykkt á- greiningslaust í nefndinni: „Rafveitustjórn leggur til að byggð verði hitaaflsstöð og hita- veita á Isafirði á grundvelli frum- áætlunar verkfræðinganna Eiriks Briem, Gunnars Böðvarssonar og Benedikts Gröndals. Verði rafveitustjóra, formanni rafveitustjórnar og bæjarstjóra fal- ið að sækja um fjárfestingarleyfi til Fjárhagsráðs nú þegar, og jafn- framt leita fyrir sér um möguleika á fjármagni til þessara fram- kvæinda. Ennfreinur verði þeim falið að vinna að útvegun nauðsyn- legra lagaheimilda í sambandi við þessar virkjanir, og leita til Al- þingis Og ríkisstjórnar um rikisá- byrgð“. Virtist þá ekki þurfa að örvænta um framgang málsins, að fengnum þeim upplýsingum formanns raf- veitunefndar, sem að framan get- ur, og úr því að raforkumálastjóri var búinn að taka sína ákvörðun, að sögn nefndarformannsins, þá hlaut bæjarstjórn að gera svipaða samþykkt og fólst í tillögu hans. Málið kom fyrir bæjarstjói-n 12. nóv. s. 1. Þótti okkur bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins þá, við nánari athugun, rétt að breyta nokkuð orðalagi og formi tillögunnar, eins og liún kom frá rafveitunefnd, að- allega á þá lund, aS fyrst af öllu yrSi fengin formleg staSfesting á samjiykki raforkumálastjóra til framkvæmdanna. Náðum við sam- komulagi við meirihlutann uin til- lögurnar í þessu formi. „Bæjarstjórn samþykkir fyrir sill leyti, að framtíðar rafmagns- þörf bæjarins verði leyst með bygg- ingu hitaaflsstöðvar á grundvelli frumáætlunar verkfræðinganna Ei- ríks Briem, Gunnars Böðvarssonar og Benedikts Gröndal, og samþykk- ir að fela þrem mönnum að at- liuga möguleika á framgangi máls- ins ásamt bæjarstjóra og rafveitu- stjóra meðal annars með eftirfar- andi: 1. A/5 fá formlega staðfestingu raforkumálastjóra og rafmagnseftir- lits ríkisins á því, að þessir aðilar telja umrædda hitaaflsstöð vera heppilegustu framtíðarlausn á raf- orkuináluin kaupstaðarins. 2. Að leita nauðsynlegra laga- lieimilda til framkvæmdanna. 3. Að athuga möguleika á útveg- un fjár. 4. Að leggja málið fyrir Fjárliags- ráð og fá fjárfestingarleyfi. 5. Að tryggja, eftir því sem unnt er á þessu stigi málsins, loforð fyr- ir ríkisábyrgð á væntanlegum lán- um til framkvæmdanna. 6. Bæjarstjórn felur nefndinni sérstaklega að leita stuðnings lijá alþingismönnunuin Finni Jónssyni, Sigurði Bjarnasyni, Ásgeiri Ás- geirssyni og Hannibal Valdimars- syni við framgang málsins“. Hér verða menn að gera sér Ijóst, hvert vald raforkumálastjóra er í þessum efnum, og liverja forsjá honum ber að liafa fyrir bæjar- og sveitastjórnum, sem eingöngu eru skipaðar leikmönnum. Hann á að hafa síðasta orðið um, hvaða tækni- legar leiðir skuli farnar, til að full- nægja raforkuþörf hvers orkuveitu- svæðis, og hefir því um leið geysi- mikil álirif á það, hversu kostnað- arsainar framkvæmdir liverju svæði er leyft að ráðast í. Á tæknilega sviðinu a. m. k. er úrslitavaldið hjá honum, og virtist það því eðlilegt, að bíða eftir formlegri staðfestingu þessa háttsetta embættismanns, á ákvörðun hans um, að mæla með byggingu margnefndrar hitaafls- stöðvar hér á Isafirði, sem formað- ur rafveitunefndar upplýsti 7. nóv. s.l., að hann liefði þegar tekið. En meirihluti bæjarstjórnar Isa- fjarðar leit ekki þannig á málið. Fyrir fundi bæjarstjórnar þ. 7. janúar s. 1. lá lillaga frá bæjarráði þess efnis, að fela þeim Jóni Gauta, rafveitustjóra, og verkfræðingi bæj- arins, að gera fullnaðaráætlanir um hitaaflsstöðina. Við atkvæðagreiðslu um þessa til- lögu sat ég hjá, og lét bóka svo- liljóðandi greinargerð fyrir afstöðu minni: „Ég greiddi ekki atkvæði um þennan lið með því að skýrsla frá sendinefnd þeirri, sem fór til Reykjavíkur til að alliuga mögu- leika á að koma upp hitaaflsstöð hér, liefir enn ekki verið lögð fyr- ir bæjarstjórn, og bæjarfulltrúum hefir elcki gefist kostur á, að kynna sér umsögn raforkumálastjóra um inálið“. Bæjarfulltrúarnir Helgi Hannes- son og Jón H. Guðmundsson gerðu sömu grein fyrir sinni afstöðu, og sátu þeir einnig hjá. Eftir aS þelta gerist, eSa á bæj- arráSsfundi þ. 26. jan. s. L, er síS- an umsögn raforkumálastjóra fyrst lögS fram, og er hún þó dagsett 16. nóv. 19b7. Bæjarráð atliugaði þetta langa skjal lauslega, og samþykkti að vísa því til rafveitunefndar til nánari atliugunar. Matthías Bjarnason las skjalið síðan upp á bæjarstjórnar- fundi 28. jan. s. 1., og hafa því flestir bæjarfulltrúar aðeins heyrt það lesið upp, en þeim ekki gefist kostur á að lesa það sjálfir yfir. Þessi meðferð á þýðingarmiklu skjali í stónnáli verður að teljast vítaverð, ekki sízt vegna þess, að skjalið ber með sér, að raforku- inálastjóri er engan veginn jafn eindregið meðmæltur byggingu hitaaflsstöðvarinnar og formaður rafveitunefndar liafði upplýst að liann væri. Álit raforkumálastjóra. Álitið er langt skjal, og er þess ekki kostur hér, að rekja efni þess til lilítar. Hann hefir látið reikna út afkomu liitaaflsstöðvarinnar iniðað við fólksfjöldann 3250 á orkusvæðinu öllu og 2300 á hinu skipulagða svæði Isafjarðarkaup- staðar, en verkfræðingarnir reikn uðu með 4000 og 3000 íbúum. Kem- ur þá í tjós, aS i staS þess aS skila 242 þús. kr. tekjuafgangi mundu tekjur og gjöld fyrirtækisins ekki gera belur cn aS standast á, en ibúatölurnar 3250 og 2300 eru þær raunverulegu nú. Raforkuinálastjóri er, samkvæmt þessari álitsgjörð alls ekki hættur að lnigsa um aðrar leiðir en sam- einingu rafstöðvar og hitaveitu í einu fyrirtæki til úrlausnar á raf- orku þörfinni. Hann segir: „Ef ekki er hugsað uin samstarf rajfveitu og hitaveitu, liggur bein- ast við að koma nú upp dieselraf- stöð á Isafirði. Þessvegna tel ég þurfa að vera fyrir hendi saman- burðar-áætlun um dieselrafstöð, áð- ur en endanleg ákvörðun er tekin um tillögu um hitaveitu“. Hann set- ur upp töflu, sem sýnir samanburð á stofnkostnaði og reksturskostn- aði hitaveiturafstöðvar annars veg- ar, en dieselrafstöðvar og kolakynd- ingar eða olíukyndingar í húsum hins vegar. Otkomar er sú, að hita- veiturafstöð muni kosta 6.130.000 kr„ dieselrafstöð kr. 2.800.000 — og mundi þá kolakyndingarfyrir- komulagið haldast — en dieselraf- stöð og olíukynding á heimilunum mundi kosta 3.800,00. Aftur á móti mundi reksturskostnaður diesel- rafstöðvar og þess fyrirkomulags, að hvert heimili kyndi út af fyrir sig með kolum eða oliu, verða hærri cn reksturskostnaður hitaaflsstöðv- arinnar, og hitaaflsstöðin mundi spara mciri erlendan gjaldeyri. Ár- legan sparnað í rekstri hitaafls- stöðvarinnar telur raforkumála- stjóri vera um 5% af stofnkostnað- araukningunni, og gjaldeyrissparn- aðinn meiri. Þá kemst raforkumálastjóri að þeirri niðurstöðu, að hitaveitan ein með olíuhitun án raforkuvinnslu geti ekki borið sig fjárhagslega. Bendir hann á, að árleg útgjöld af hitaveitunni án .raforkustöðvar væru um 1,5 milj. króna, samkv. á- ætluninni, en tekjur af hitasölu ekki áætlaðar nema 870.000 kr. Þessi athugasemd virðist vera þýð- ingarmikil, þegar að því er gáð, að vegna þess lilutverks, sem raforku- málastjóri ætlar varastöðvum, þeg- ar Vestfjarðavirkjun kemst upp, getur hin fyrirhugaða hitaveituraf- stöð ekki komið til greina sem slík varastöð. 1 álitsgerðinni er samanburður á kostnaðarverði rafmagns frá ráð- gerðri Dynjandi-virkjun og frá hitaveiturafstöðinni, og verður það dýrara frá liinni síðarnefndu, og margt fleira er athyglisvert í skjal- inu, en hér verður þetta ágrip að nægja. Álitsgerðinni lýkur með þessum orðum: „Áætlun verkfræðinganna þriggja um hitaveiturafstöð á Isafirði nær aðeins til þeirra mannvirkja en ekki til alhugana á öðrum leiðum til raforkuöflunar með því að þessa hafði ekki verið af þeim beiðst. Eins og bent hefir verið á hér að framan koma ýms önnur atriði til athugunar og ýms sjónar- mið til greina. Sú áætlun er og að- eins frumáætlun og þarf að sjálf- sögðu að gera fullnaðaráætlun áður en hafist er handa um verkið. Mér virSist og koma til athug- unar, livort ekki verSur taliS heppi- legast aS panta nú þegar diesel- samstæSu af þeirri stærS, sem á- ætlunin um hitaveitu-rafstöSina gerir ráS fyrir, cSa nokkru stærri, t. d. 400 kw., jafnframt því aS hald- iS er áfram atluigunum um hita- veitu og undirbúningi aS henni, cf sú leiS þykir heppilegust, aS öllu athuguSu“. (Leturbr. mín. B. F.) Þetta segir þá raforkumálastjóri, og get ég ekki fundið út úr orðum hans, að hann mæli eindregið með hitaveiturafstöð fyrir bæinn, og eftir að hafa kynnt mér athuga- semdir raforkumálastjóra við áætl- anir Eiríks Briem og félaga hans um hitaveiturafstöðina, liallast ég helzt að þeirri skoðun, að málinu beri að halda áfram þannig: 1. Taka þegar í stað ákvörðun um uppsetningu dieselvélasamstæðu af þeirri stærð, sem raforkumála- stjóri bendir á, eða annarri stærð, sem við nánari athugun kynni að þykja hentugri. 2. Gera ráðstafanir til áfram- haldandi athuganir á tæknilegum hliðum hitaveitumálsins og láta ganga frá áætlun, sem byggist á mælingum á götum og húsum á veitusvæðinu, útreikningi á hita- þörf húsanna og öðrum nauðsyn- legum rannsóknum. 3. Fá ýtarlegan samanburð á öðrum leiðum til úrbóta. Get ég ekki séð að þessi tilhögun málsins þurfi neinu að spilla, og ekki tel ég hana vera neinn flótta frá málefninu. Þvert á móti álít ég þessa tilhögun vera þá einu, sem til greina kemur meðan raforku- málastjóri ekki mælir með bygg- ingu liitaveitu-rafstöðvar, og er mér nær að lialda, að engin ríkisstjórn

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.